Tíminn - 02.06.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 02.06.1977, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. júni 1977. 3 ..*.•*♦»*••*<** * komið á milli lands og Eyja: >ót á talsam- u við útlönd stöð, hvert um sig tuttugu og fjórar rásir. Þau sambönd hafa oft reynzt erfið i rekstri, þvi merkið frá þeim þurfti að endurvarpast af f jöllum og fara krókaleiðir, sem komu oft veru- lega niður á gæðum þeirra. f dag eru rásimar til Vest- mannaeyja hundrað og tuttugu, en reiknað er með þvi að slðar á þessu ári, eða fyrri hluta næsta árs, verðisextiu rásum bætt við. Auk þess mun þetta sama sam- band þjóna i framtiðinni svo til öllu Suðurlandsundirlendinu, allt austur á Höfn i Hornafirði, en þau sambönd verða tekin áfram frá Hvolsvelli. 1 heild verðurkerfiþetta miðað við niu hundruð og sextiu rása flutn- ingsgetu, þótt það geti hugsan- lega tekið allt að 1240 rásir. Auk þessa getur kerfi þetta lika gefið möguleika á varaléið- um fyrir Hvolsvöll og Selfoss, ef samband þeirra staða við Reykjavik bilar af einhverjum orsökum. Að öðru jöfnu á það þó ekki að þjóna þeim stöðum, þótt tæki séu staðsett á Hvolsvelli. 1 sumar verður einnig unnið að áframhaldandi uppsetningu örbylgjusambandsins austur um Norðurland, til Egilsstaða. I fyrsta áfanga þess verða teknar inotkun hundraðog tuttugu rás- ir, auk þess að sjónvarpið verð- ur Landsslmanum samferða austur á Gagnheiði. Sjónvarpið mun verða með sér tæki, þar sem flutningur á litasjónvarpi þarfnast niu hundruð og sextiu rása, það er jafn breiðs tiðnibands og niu hundruð og sextiu talsimarásir. Loftnet verða hins vegar sam- eiginleg. Sambandið austur um mun koma i gagnið fyrir áramót, og gera tæknimenn sér jafnvel vonir um að uppsetningu þess geti lokið i oktober. Almanak Ólafs Thorgeirssonar og Almanak frá 1879 Fágætar vest- ur-islenzkar bækur gefnar út ljósprent- aöar FB-Reykjavík. tslendingar þeir, sem fluttust til Vesturheims hófu fljótlega margvislega útgáfu blaða, almanaks og bóka. Arið 1879 kom t.d. út „Almanak fyrir tsiendinga I Vestrheimi um árið 1880, sem er hlaupár og þriðja ár eftir sumarauka”, eins og segir á titiibiaðinu. Aimanak þetta er nú nýverið komið út ljósprentað, og er það Arni Bjarnarson á Akur- eyri, sem gefur það út. — Þetta er fyrsta almanakið, sem Vestur-lslendingar gáfu út, sagði Arni, er Timinn ræddi við hann fyrir skömmu,. — Þaö er nú orðið geysifágætt, og ég hefi að- eins séð eitt eintak af þvi vestur I Arborg I Manitoba, og eftir þvl er þessi offsetprentun gerö hér. titgefendur þessa fyrsta al- manaks voru þeir Jóhann Briem og Bergvin Jónsson. Það var prentað i pressu Prentfélags Nýja-Islands, Lundi Keewatin I Kanada árið 1879. Almanakiö er 32 siður. Fyrst i þvi er tafla um mismun á sóltima og miðtima, og siðan kemur almanak hvers mán- aðar með viöeigandi skýringum. Þá kemur það sem kallað er fylgiblöð við Almanak fyrir ls- lendinga i Vestrheimi um árið 1880, og er þar fyrst að finna grein um timataliö, og þar er einnig að finna upplýsingar um jörðina og lengstu ár, hæstu fjöll og stærstu höf og annað álika. All- Itarlega er skýrt frá Noröur-Ameriku, og siðan stutt- lega sagt frá flutningum Islend- inga vestur um haf. Þetta litla almanak er hægt að fá með því að skrifa Arna Bjarnarsyni á Akureyri og einnig mun það vera til sölu hjá Helga Tryggvasyni fornbóksala i Reykjavik og kostar það 1000 krónur. Arni Bjarnarson er einnig bú- inn að láta ljósprenta fyrstu 7 ár- ganga almanaks Ólafs S. Thor- geirssonar. Er það prentað i heild, eins og þaö var gefið út I upphafi meö öllum auglýsinga- siðum og öðru. Er sérstaklega skemmtilegt aö lesa margar aug- lýsinganna, sem aöallega eru frá Vestur-tslendingum, sem tekið hafa upp fjölbreytilega verzl- unarhætti vestra. Fyrstu sjö árgangar almanaks- ins ná yfir árin 1895 til 1901. Búið er auk þess að mynda og setja á plötur næstu 13 árganga, og koma þeir út siðar i sumar, en beðiö er eftir pappir til þess að hægt sé að prenta þá. Eru þá komnir út 20 af 60 árgöngum almanaksins, en Árni Bjarnars. hefur i hyggju að gefa það allt út að lokum. Al- manak þetta er mjög fágætt i sinni upprunalegu mynd, en I vetur tókst Arna að útvega nokkur eintök af frumupplaginu vestur I Kanada, og munu þau koma til Islands siðar I sumar og veröa þá til sölu hér. Þeir árgangar, sem nú eru komnir út off-setprentaöir, kosta 5000 krónur. Tækjabúnaöur feinni af endurvarpsstöðvum þeim sem örbyigju- samband Landssimans er rekið með. t J»‘' umtiiuiintwuw M «• tSSÓ. 11« ******* ... Já*#**"*' / —m. t f: Sjómannadagur- inn á sunnudag — tveggja daga dagskrá að þessu sinni gébé Reykjavik — Sjómanna- dagurinn er á sunnudaginn kemur, 5. júni. — Það hefur ekki skeð um langt árabil að hátiðar- höldin I Reykjavik standi i tvo daga eins og veröur i ár, sagði Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs I Reykjavik i gær. A laugardaginn verður dagskrá við Hrafnistu i Hafnar- firði, þar sem Pétur flytur m.a. ávarp, og Matthias Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra leggur hornstein að nýbyggingu Hrafnistu, sem fljótiega verður tekin i notkun i Hafnarfirði. Biskupinn yfir ts- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, fiytur vigsluorð og bæn. A Sjómannadaginn verður dagskráin með hefðbundnu sniði. Sjómannamessa verður i Dómkirkjunni, þar sem biskup- inn yfir Islandi minnist drukkn- aöra sjómanna, og blómsveigur verður lagður á leiði óþekkta sjómannsins i Fossvogskirkju- garöi. Að sögn Péturs Sigurðs- sonar hafa á undanförnum árum nálægt þrjátiu sjómenn farizt á milli sjómannadaga, en siðan i fyrra hafa aðeins sjö sjó- menn farizt. Dagskráin i Nauthólsvik er fjölbreytt að venju. Lúðraveit Reykjavikur leikur, ávörp verða flutt, fimm reykviskir sjómenn verða heiðraðir, háð verður kappsigling, kappróður, sundkeppni og margt fleira. Þess skal getið, aö strætis- vagnaferðir verða frá Lækjar- torgi og Hlemmi á 15 min. fresti frá kl. 13. Merki Sjómanna- dagsins og Sjómannadagsblaö- ið, sem nú er 40 ára, verða ti! sölu á hátiðarsvæðinu svo og veitingar. Um kvöldið verður sjómannahóf að Hótel Sögu. Mengxmin fráÁburðar- verksmid- junni ekki alvarleg SJ-Reykjavik — Það kemur oft talsverður reykur frá Aburðarverksmiðjunni i Gufunesi, sem stundum blandast reyk frá umferðinni i bænum. Þó er yfirleitt um mjög litla meðaltalsmengun að ræða frá verksmiöjunni, sagði Hörður Þormar efna- fræðingur hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins, sem ann- ast mengunarrannsóknir fyrir ýmsa aðila, I viðtali við Timann. En svo sem kunn- ugt er ieggur oft gulleita móðu upp af Aburðarverk- smiðjunni og hefur svo verið m.a. undanfarna daga. Hörður hefur m. a. gert kannanir á köfnunarefnis- oxiði umhverfis Aburðar- verksmiðjuna. Einnig hefur hann gert rannsóknir við Vatnagarða og Sundahöfn. Þessar rannsóknir gerir hann fyrireiturefnanefnd, en hann annast einnig flúor- rannsóknir við Alverið I Straumsvik fyrir flúorrann- sóknanefnd. Þá hefur Hörður rannsak- að koloxið i andrúmslofti á umferðargötum. Reyndist þar ekki um alvarlegt mái að ræða, og hefur hann hvergi fundið svo mikla mengun að skaðieg megi teljast.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.