Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. júni 1977 3 í ákveðnum hjúskapar- stéttum er neyzlan mest — Ýmsar ráðstafanir gerðar til að haitila gegn ofnotkun róandi lyfja Gsal-Reykjavik — Samkvæmt niðurstöðum athugana land- læknisembættisins og lyfja- máladeildar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins eru ls- lendingar meiri neytendur ró- andi lyfja en frændur þeirra á Norðuriöndunum, ef Danir eru undanskildir, en þessar tvær þjóðir neyta geð-, svefn- og ró- andi iyf ja i meiri mæli en aörar Norðuriandaþjóðir. Eins og fram kemur i forsiðufrétt er svefnlyfjum mest ávisað hér á landi, en hefur minnkað nokkuð. Aukin niðurstaða sem frá er greint á forsiðu, skal hér gerð grein fyrir nokkrum öðrum: Sala svefn- og róandi lyfja úr öðrum lyfjaflokkum en fenzo- diazepinflokki (valium, diazepam og mogadon) er svip- uð á íslandi og á öðrum Norður- löndum að Sviþjóð undantek- inni, en þar er salan mest. Sala svefn- og róandi lyfja af barbiturat- og meprobamat- flokki hefur minnkað allveru- lega en mun hættuminni lyfjum er ávisað i þeirra stað. Fyrr- nefndum lyfjum er ávisað i svipuðu magni hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Ávisað magn eftirritunar- skyldra lyfja (morfin, óplum, pethedin og fleiri) fer stöðugt minnkandi. Islenzkir læknar ávisa verulega minna magni af þessum lyfjum en félagar þeirra á Norðurlöndum. Magn geðdeyfðar- og sef jandi lyfja hefur haldizt óbreytt eða svipað á öllum Norðurlöndun- um. Tiðni geðsjúkdóma er svip- uð hér og i Danmörku. Amfetaminneyzla, sem var mjög mikil hér á árunum 1950- 1970 borið saman við hin Norðurlöndin, hefur hrað- minnkað allt frá 1970 og er nú aðeins brot af þeirir neyzlu sem var. Orsakir þessarar minnkun- ar eru: a) Læknum hefur al- mennt orðið ljósari aukaverk- anir lyfsins. b) Onnur lyf, sem hafa svipaða verkun en eru hættuminni, hafa komið á markaðinn. c) Miklar takmark- anir á ávisun lyfsins voru settar 1971 og 1976. Þeir, sem að þessum athugunum stóðu, grófust einnig fyrir um hugsanlega al- menna „ofnotkun” lyfjanna, og var gerð könnun á lyfjaneyzlu eftir hjúskaparstétt fólks. Kom fram, að i ákveðnum (ónefnd- um) hjúskaöarstéttum væri neyzla miklu meiri en almennt gerist. Hins vegar var neyzla svefn- lyfja svipuð i sömu hjúskapar- stéttum. Fólk 60 ára og eldra neytir um 60% af heildarmagni svefnlyf ja sem á visað er hér, en neyzlan eykst með hækkandi aldri. Ólafur Ólafsson landlæknir segir, að orsakiraukinnar lyfja- neyzlu fólks séu margþættar og ýmsar þeirra ókunnar. Hann bendir þó á, aö sjúkdómar geti valdið aukinni lyfjanotkun og segir að sjúkdómatiðni sé al- gengari i þeim hjúskapar- stéttum og aldurshópum (eldra fólk) sem áður er greint frá, — en sjúkdómatiönin sé þó ekki margföld miðaö viö aðrar stétt- ir likt og lyfjanotkunin gefur til kynna. Þá nefnir hann félags- lega- og efnahagslega aðstoö sem orsök, og segir hana al- mennt minni hér en á hinum Norðurlöndunum. Loks nefnir hann langan vinnutima sem or- sök en alkunna er, að vinnutimi hérlendis er mun lengri en á hinum Norðurlöndunum. Að lokum skal hér greint frá ráðstöfunum heilbrigðisyfir- valda gegn ofnotkun geð- og ró- andi lyfja, 1. Sett hefur verið reglugerð um lyfjadreifingu og geymslu lyfja á sjúkrahúsum. 2. öllum læknum á Islandi hefur verið gert skylt að nota staölað lyfjaávisanablað og auðveldar slikt allt eftirlit. 3. Fleiri lyf hafa veriö gerð eftirritunar- skyld, s.s. meprobamat og barbituratlyf. 4. Settar hafa verið reglugeröir um takmark- anir á stærð skammta á dia- zepam (valium). Ekki er leyfi- legt að ávisa 10 mg töflum. 5. Gefin hefur verið út auglýsing sem takmarkar ávisanir á amfetamin og skyld efni. 6. Heilbrigðisyfirvöld hafa i fyrsta sinn gefið út viðmiðunarreglur um hámarksskammta sem stuðzt er við i ábendingum lækna. 7. Kerfisbundnar kannanir hafa verið geröar á lyfjaávisunum, og læknum er tilkynnt jafnóðum um niður- stöður. 8. Náin samvinna er nú meö heilbrigðisyfirvöldum og þeim aðilum er starfa við ávana- og fikniefnadómstólinn. Blönduós: Nægjanlegt hús- næði fyrir iðn- starfsemi—en fólkið vantar Vegna ranghermis og villandi skeiðsálag reiknast af álags- frétta af samningum málm- grunni. ATH-Reykjavik. — Að vissu marki eru iðngarðarnir á Blöndu- ósi nýlunda, sagði Jón tsberg sýslumaður á Blönduósi, er Tim- inn ræddi vð hann I gær. — Viö keyptum hús frá Seyðisfiröi, en þar var þvi ætlaö það hlutverk að vera sildarverksmiðja. Hins veg- ar komst hún aldrei i gagnið og var húsið hálfgert vandræðabarn. Það er 4.160 fermetrar, og þegar er búið að nýta rétt um tvo fimmtu húsnæðisins. Það getur verið tvær hæðir, en lofthæðin er sex metrar. 1 öðrum enda hússins hefur fyrirtækið Ósplast komið sér fyr- ir, ogsagði Jónað sá hluti hússins væri nú tilbúinn. Framleiðsla fyrirtækisins er plaströr og plast- þynnur. 1 hinum endanum hefur Trefjaplast aðsetur, en eitthvaö vantar á, að framleiðsla þess geti hafizt. Trefjaplast framleiðir, eins og nafnið bendir til, ýmiss konar hluti úr trefjaplasti, til dæmis sundlaugar, og smærri báta. Þannig hefur það framleitt kappróðrarbáta, og hafa þeir lik- að vel. — Hugmyndin er sem sagt sú að koma upp framleiösluiönaði i þessu húsi, sagði Jón, og búið er að ráðstafa tæpum helmingi þess, en hitt biður eftir einhverjum góðum mönnum sem hafa áhuga á að setja á fót iðnað. Húsnæðinu hefur til þessa ekki verið mikið haldið á lofti af þeirri einföldu ástæðu að okkur vantar fólk. Það getur ekki komið til Blönduóss vegna húsnæðisskorts á staðnum. Jón sagði að nú væri verið að byggja leiguibúðahúsnæði með fjórtán ibúðum, en búið er að ráð- Séð yfir Blönduós. stafa þeim öllum. Einnig er verið að byggja tiu ibúðir fyrir aldraða, og er fullur vilji á að þeir verk- takar sem sjá um þá fram- kvæmd, taki að sér byggingu nýs raðhúss. En til þess að sá draum- ur gæti rætzt þarf að koma til fjármagn, sem Jón sagði að lægi ekki á lausu. Sem dæmi um hús- næðisskortinn nefndi Jón, aö inn- rétta varð Ibúð i barnaskólanum fyrir verkstjóra hjá hitaveitunni. Samstarf um jarðhitanýtingu Samband málm- og skipasmiða: Engar breyt- ingar á sér- samkomulagi MÓL-Reykjavik Undanfarna daga hafa dvalið hér á landi tveir menn frá nýstofnuðum háskóla Sameinuðu þjóðanna til að ræða við íslenzka ráðamenn um hugsaniegt samstarf Islands og háskólans á sviði jarðhitanýting- ar. Eru það þeir Waither Mans- hard, einn af þremur aðstoðar- rektorum skólans og yfirmaöur þeirrar deildar sem fer með málefni nýtingar náttúruauðlind- anna, og Jim Harrison, formaöur ráðgjafanefndar þeirrar deildar háskólans. Afundi, sem haldinn var i vik- unni með fréttamönnum, kom fram aö Island hefur alltaf stutt stofnun sliks háskóla og viljað taka virkan þátt i starfi hans. Ferð þeirra Manshards og Harri- sons til Islands að þessu sinni er að frumkvæði Islendinga og er verið að kanna á hvaða hátt Is- lendingar geta komið skólanum til liðveizlu. Þessar viöræður eru enn á undirbúningsstigi, en þó hefur verið ákveðið að halda ráðstefnu á íslandi næsta sumar á vegum háskólans. Á meðfylgjandi mynd eru, talið frá vinstri: Walther Manshard, Arni Gunnarsson, deildarstjóri i menntamálaráöuneytinu, og Jim Harrison. iðnaöarmanna i eftirtöldum dagblöðum i dag 28. júni, þ.e. Þjóðviljanum, Timanum og Visi, vill Samband málm- og skipasmiðja taka eftirfarandi fram: 1. Að engar breytingar hafa verið gerðar á sérsamkomu- lagi milli Málm- og skipa- smiðasambands Islands og Sambands málm- og skipa- smiðja, sem gert var á Hótel Loftleiðum mánudaginn 20. júni siðastliðinn. 2. A6 fulltrúi Málm- og skipa- smiðasambands Islands, Guðjón Jónsson, staðfesti rammasamkomulagið milli A.S.I. og V.S.l. óbreytt sunnu- daginn 26. júni siðastliðinn. 3. Að öll álög, svo sem yfir- borganir, óþrifaálag og nám- Alagsgrunnur þessí er nú sem fyrr lægsta útborgað kaup, að frádregnum þeim krónutölu- hækkunum, sem 18.000,00 kr. og eldri krónutöluhækkanir kjara- samninga, valda. Með öörum orðum, að álögin taka engum hækkunum vegna krónutöluhækkana, hvorki þeirra sem komu fyrir 22.6. 1977, eða þeirra sem koma sem hlutfall af átján þúsundum. Hins vegar taka þau hækkun samkvæmt 2,5% ákvæðum sér- samkomulagsins. f.h.Sambands málm-og skipa- smiöja Guðjón Tómasson Staðfest rétt f.h. Málm og skipasmiðasam- bands Islands Guðjón Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.