Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 30. júni 1977 „Sem framrétt vinarhönd” — Stutt rabb viö dr. Valdimar J. Eylands Þaö hefur trúlega ekki farið framhjá mörgum, að á háskóla- hátfðinni á laugardaginn var, voru nokkrir menn sæmdir heiöursdoktorsnafnbót viö liá- skóla islands. Einn þeirra var Valdimar J. Eylands, en hann hefur um áratuga skeið verið meöal fremstu forystumanna i kirkjumálum islendinga vestan hafs. Prestur í hálfa öld Dr. Valdimar J. Eylands var svo vinsamlegur að klípa af naumum tima sínum á meðan hann stendur við hér á landi og svara nokkrum spurningum blaðamanns. Fundum okkar bar saman vestur á Hávalla- götu, þar sem hann dvelst á meðan hann er i Reykjavik, og fyrsta spurningin, sem borin var fram var ekki frumlegri en þetta: — Ert þú búinn að vera lengi hér núna að þessu sinni, Valdi- inar? — Ég hef dvalizt hér siðast liðnar tvær vikur, eða rúmlega það. Ég kom með hópferðinni, sem kom hingað frá Winnipeg 14. þessa mánaðar, en varð að hverfa skyndilega vestur um aftur vegna fráfalls konu minn- ar. HUn hafði verið veik nokkra undan farna mánuði, en þó var búizt við því að hún myndi halda lifienn um óákveðinn tima. Svo breyttist þetta skyndilega, og þegar það var allt um garð gengið, snéri ég aftur til Islands til þess að vera viðstaddur þá hátið Háskóla Islands, sem mér hafði verið boðið til, og mér til- kynnt, að þar yrði ég sérstaks heiðurs aðnjótandi. Ég tók með mér tvo sonarsyni mina, unga menn, annan tuttugu og timm, og hinn tuttugu og þriggja ára, og konu eldra bróðurins. Þetta unga iói'k er nú á minum snær- um hér, og hugmyndin er að sýna þeim ýmislegt hið helzta hér á gamla landinu, og gefa þeim einhverja hugmynd um landið og þjóðina. Við leggjum á stað norður i land, núna seinna i dag, og munum halda noröur i átthaga mína i Viðidal i Húna- vatnssýslu. Ég fæddist á Lauf- ási í Viðidal og sleit barnsskóm minum þar og átti þar heima, þótt ég væri i skóla, bæði á Hvammstanga, á Akureyri, þar sem ég tók gagnfræðapróf, og svo i menntaskólanum i Reykjavik, þar sem ég stundaði nám í tvö ár, En þá andaðist faðir minn, og þar með þraut allan fjárstyrk til min, svo ekki var um annaö að gera en að hætta og leita annarra úrræða. Ég fór þá vestur um haf, aðal- lega til þess að leita mér frek- ara náms, þvi að þangað stefndi hugur minn. Ég komst fljótlega i kynni við kirkjulega leiðtoga, sem hjálpuðu mér til þess að halda áfram námi, fyrst i menntaskóla, þar sem ég lauk prófi, sem er heldur meira en stúdentspróf hér, eiginlega eins og eitt ár við heimspekinám að stúdentsprófi loknu. Þar næst tók við guðf ræðinám með venjulegu cand. theolprófi. Ogað þvi loknu var ég vígður til prestsskapar, og hef verið prestur siðan. Ég átti fimmtíu ára prestsskaparafmæli fyrir rúmu ári. Ég var prestur i tveimur rikjum i Bandarikjun- um og tveimur fylkjum i Kanada. Lengst starfaði ég i Winnipeg, við Fyrstu lúthersku kirkjuna þar, þvi að þar var ég i rúm þrjátiu ár. Þar var mikið að gera, þvi ég messaði bæði á islenzku og ensku hvern helgan dag. t>eir vildu ekki vera án kirkju — Hérá borðinu fyrirframan okkur liggur bók eftir þig. Er hún nýkomin út? — Já, hún var rétt að koma. Mér var afhent þetta eintak daginn sem Háskólahátiðin var haldin. Þetta eru fyrirl estrar, sem ég flutti hérna i Háskóla Is- lands haustið 1975. Þeir eru tiu talsins og fjalla um kirkjusögu Vestur-tslendinga frá upphafi til vorra daga, en auðvitað er aðeins um yfirlit að ræða, þvi ekki verður svo langri sögu komið allri fyrir i tiu erindum. Þjóðkirkja tslands og Menning- arsjóður standa að þessari út- gáfu. — Eru einhver efnisatriði i bók þinni, sem eru þér ofar i huga en önnur? — Það sem gengur eins og rauður þráður i gegnum þessa bók, er viðleitni tslendinga vest- an hafs til þess að halda við is- lenzku þjóðerni og efla kristna trú samkvæmt þeim skilningi sem þeir höfðu á henni, þegar þeir komu vestur um haf i upp- hafi. Hinni fyrstu kynslóð Vestur- tslendinga — og einnig annarri kynslóðinni að nokkru leyti — var það kappsmál að miða sem flest við tsland, islenzka arf- leifð, íslenzka sögu og islenzk viðhorf. Það var oft spurt: Hvernig lita menn á þessi mál á Islandi? Og kirkjunnar menn spurðu: Hvernig er kennt i kirkjunni á tslandi? Svörinurðu auðvitað margvisleg, þvi að kenningin var ekki alltaf eins hér á landi. Sjónarmiðin voru mismunandi, sem ýmsir leið- togar stýrðu og túlkuðu. Vestan hafs tóku menn mið af þessari afstöðu, og af þvi sköpuðust oft deilur, sem mörgum eru kunn- Dr. Valdimar J. Eylands ar, og óþarft aö rekja. En við- miðunin var þessi: Hvað er kennt heima á lslandi? Vestur-Islendingar sýndu mikla fórnfýsi og dugnað i sam- bandi við kirkjumál sin. Þegar þeir komu til Ameriku þekktu þeir ekkert til kirkjulífs eða annars félagslifs þar i landi. En þeir fundu brátt, að þeir gátu ekki verið án kirkjulegrar starf- semi. Hinir eldri menn að minnsta kosti vildu ekki ala börn sin upp i umhverfi, þar sem áhrif kirkjunnar náðu ekki til. Þeir trúðu þvi, að kirkjan hefði nokkuð það að boða æsk- unni, sem að gagni mætti koma i lifsbaráttunni. Þess vegna reistu þeir kirkjur og stofnuðu söfnuði. — Þetta er rauði þráð- urinn i bók minni. Um þetta er rætt, og ýmsar hliðar þessa máls, sem er mjög margslung- ið. „Ekki veitt mér einum” — Og nú hefur þú, eftir langt og mikið starf að kirkjumálum Vestur-íslendinga, verið kjörinn heiöursdoktor við Háskóla ts- lands. — Já. Sú viðurkenning er mér mikið persónulegt fagnaðarefni. Það er oft sagt, að þegar menn séukomnirá áttræðisaldur, hafi þeir lifað sitt fegursta. En mér finnst ég nú að vissu leyti hafa lifað mitt fegursta á laugardag- inn var, þegar mér var veitt þessi heiðursnafnbót i Háskóla tslands, sem er æðsta gráða, sem háskólinn hefur á valdi sinu að veita. Ég tek við'þessari við- urkenningu með auðmýkt og þakklæti, og með þeim skiln- ingi, að hún sé ekki aðeins veitt mér einum, heldur lika sam- starfsmönnum að kirkjumálum vestanhafs, en þeireru nú flest- irlátnir. Ég er hinn eini vestur- islenzkra presta, sem varið hafa allri ævi sinni til þess starfs, og enn er á lífi. Ég var yngstur, þegar ég gekk til þessa starfs, og hinir eru nú allir gengnir grafar veg fyrir löngu. Ég tek þvi við þessum heiðri, ekki að- eins sem viðurkenningu fyrir mitt starf, heldur einnig sem viðurkenningu til þeirra, gömlu mannanna, sem unnu að kirkju- málum Vestur-Islendinga á undan mér, og til allra starfs- bræðra minna vestan hafs, lif- andi og látinna. Égtek við þessum heiðri, sem framréttri vinarhönd frá Há- skóla tslands til okkar allra, Vestur-Islendinga. — VS. Hjörtur Eirlksson Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS: Pað þarf að skatt- leggja sjávarútveg- inn meira en gert er Á Iðnþróunarráðstefnunni á HUsavik, flutti Hjörtur Eiriks- son framkvæmdastjóri Iönaðar- deildar Sambands islenzkra samvinnufélaga erindi. Kom hann vfða við, og drap meðai annars á hve slælega hefði verið staðið við þau loforö er iðnaðin- um voru gefin við inngöngu ts- lands i EFTA. Við báðum hann að gera lesendum Timans grein fyrir sjónarmiðum sinum i þvi máli, auk annarra atriða er fram komu i erindi hans. Iðnaðurinn situr við annað borð en sjávar- útvegurinn — Hvað snertir inngönguna i EFTA eru það nokkur atriði sem ég tel að nokkuð skortiá að hafi staðizt. Það var eitt af lof- orðunum að islenzkur iðnaður skyldi hafa sömu fyrirgreiðslu og aðrir atvinnuvegir, en æði mikið vantar á að svo sé. Iðnaðurinn býr við mun hærri meðalvexti heldur en sjávarút- vegur og landbúnaður. Jafn- framt er öll fyrirgreiðsla af opinberri hálfu til iðnaðar miklu minni heldur en til þeirra at- vinnugreina sem ég minntist á. Ég tel að landbúnaður og iðnaö- ur verði að starfa og standa saman. En það er ekki til hag- ræðis fyrir þessa atvinnuvegi að taka af öðrum og gefa til hins. Það verður að ganga þannig frá hnútunum að þeir fái báðir það fjármagn, sem nauðsynlegt er til uppbyggingar. Það er eitt atriði sem mig langar til að benda á. Litum á alla þá fyrir- greiðslu sem sjávarútvegurinn fær i sambandi við fiskileitar- skipin, i sambandi við alla þá visindamenn sem starfa fyrir hann, eða þá landbúnaðurinn með Búnaðarfélagið og alla ráðunautana. Iðnaðurinn hefur ekkert i likingu við þetta. Hann hefur að visu stofnun eins og út- flutningsmiðstöð iðnaðarins, sem fékk úthlutað 12 milljónum króna á fjárlögum. Þennan mis- mun verður að jafna. En við er- um vist komnir æði langt frá upphaflegu spurningunni. Aður var ég búinn að minnast á vext- ina og lánamálin, og vildi þvi nú ræða annan lið, ekki siður veigamikinn. Hráefnin verða að vera á heimsmarkaðsverði — Það er augljóslega mikils vert f yrir okk ur a ð fá hráefnin á heimsmarkaösverði, ef við eig- um að vera samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. Verð- lagning á ull og skinnum hefur verið i höndum ákveðinna aðila, þvi ráðum viö engu um verð vörunnar. Þessir aðilar ganga Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.