Tíminn - 30.06.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 30.06.1977, Qupperneq 11
Fimmtudagur 30. júni 1977 11 Soley og hálibagras 14. júnl foxgrassins, sem hvarvetna er ræktað i' sáðsléttum. Fox er gamalt nafn á ref — og er jurtin kennd við skottið á honum. Núer hrafnaklukkan i blóma, einkum i raklendi. Rauðbláir, ljósbláir, eöa nærri hvitu blóm- skúfar hennar eru næsta fagrir, eins og þið getiö séö Uti i náttúr- unni og hérna I blómavasanum. Fyrr á tið voru blöö hrafna- klukku etin gegn skyrbjúg. Litlu blaðbleölarnir geta fest rætur, ef þeir falla i raka jörðina. Hrafnaklukka þolir vel skugga og vex allvlða i kjarri. Blómgast einkum i mai-júni. A holtum og viðar i óræktar- jörð skartar músareyra viöa með stórum, snjóhvitum blóm- um, semmikið berá þó jurtin sé fremur smávaxin. Hin loðnu blöð þykja likjast eyrum músanna, eins og nafnið bendir til. Músareyra þrifst vel i stein- hæð. Hér er það tekið upp með rótum og gróðursett i kaffi- bolla! MUsareyra vex „hnöttinn kring” i köldum löndum og á fjöllum sunnar. Vex noröur á 83. breiddargráðu á Grænlandi, eöa langt niður fyrir tsland. Svipaður músareyra og ná- skyldur er vegarfi, sem er al- gengur bæði á holtum og i tún- blettum. Blóm hans eru þó mun minni, þ.e. hin hvitu krónublöð. „Úlfabaunir bláum blómum • bliðka sendinn reit, þær munu sigra Þveráraura — þangað Há- kon leit”. Hér er átt við Alaskalúpinur.þær eru viða að fara i blóm nú um sólstöðurnar og sjást fagurbláar breiðurnar langt að. Lúpinur bæta jarð- veginn, þvi að á hinum öflugu rótum þeirra lifa gagnlegar bakteriur, sem vinna köfnunar- efni úr loftinu. Skógræktin út- » vegaði Alaskalúpinurnar i fyrstu. Þær þrifast prýðilega i sendinni jörð og sá sér á h'verju sumri. Enda vaxa þær „norður eftir öllu’ ’ vestan hafs, jafnvel á ishafseyjum þar sem sumar er styttra en hér og æöi hráslaga- legt. „Sig færir heggur i fannhvitt skraut, nú fagna vori blóm i haga: vel búnast þröstum i birkilaut, þeir blessun syngja alla daga.” A Jónnsmessu stóð heggurinn við Tjörnina i Reykjavik hvitur af blómum, og varð öllu fyrr I blöm en reyniviðurinn. Kvartað er yfir þvi, að gæsir séu ágengar i nýrækt og á korn- völlum, og i vor var silamávur ákærður fyrir hiö sama. Mink- ur, hrafn og veiöibjalla gera usía I varplöndum, og færast i aukana með ári hverju, að sögn. Talsvert er rætt og ritað um málið — oftast af sanngirni, en sumir nota stór orð einkum um veiöibjölluna, en aörir telja hana lika rækta landið til veru- legra nytja. Minkinn fluttu menn inn af ásettu ráði, en hann slapp Ur búri (og gerir enn) og fjölgar miklu meir úti í náttúrunni en búizt var við. En hvernig stendur á hinni miklu fjölgun veiðibjöllu og hrafna? Drepum, bara drepum! segja sumir, en vænlegra er að lita á orsakir fjölgunarinnar — og reyna að „stemma á að ósi”. Margir hafa séð mávagerið á sorphaugum, i fiskiverum og fiskvinnslustöðv- um, við sláturhús o.s.frv. Á öll- um þeim stöðum má segja að um stórfellt „mávaeldi” sé að ræða. Þetta eru beinlinis klak- stöðvar fyrir veiðibjöllu og hrafn. t Reykjavik er farið að aka sandi eða leðju á sorp- haugana til að hylja sorpið og taka þar með ætið frá vargfugl- inum. Þetta er spor i rétta átt. Þyrfti sem viðast aö byrgja ætið: sorp, slóg og annað þvi um likt sem fleygt er. A þetta minnast vargfuglaféndur furöu litiö, þó einkennilegt sé, en það hlýtur þó að vera grundvallar- atriði aö minnka ætið og draga þannig úr offjölgun fuglanna. Konung- legur bailett- flokkur ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Gestaleikur KONUNGLEGIDANSKI BALLETTINN. Fram komu þessir dansarar: Frank Andersen Ib Andcrsen Ilinna Björn Hans Jacob Kölgaard Anne Marie Dybdal Lise Stripp Eva Kloborg og Niels Kehlet Um seinustu helgi var hér á ferðinni Konunglegi danski ballettinn, og efndi Þjóðleik- húsið til tveggja sýninga fyrir fullu húsi, þrátt fyrir samkeppni við laxveiði og annan munað sumarsins. Undirritaður sá fyrri sýning- una, sem var á laugardags- kvöld, en hún byrjaði með straumrofi: rafmagnið fór af Skuggahverfinu og leikhúsinu, og þegar leið að sýningartima eigruðu gestir i rökkrinu i göngum hússins, en hyldýpi myrkurs var i salnum sjálfum. Menn bjuggust allt eins vel við að sýningunni yrði frestað. Svo kom rafmagn, en samt leiö svolitil stund, þar til dansinn gat hafizt. Hljómtækin verða að hitna og dansararnir urðu að hita sigupp aftur, og við vorum komin i óstuð, rétt eins og vertiöarbátur, sem veröur seinn fyrir i róður. Verk Bournorvilles A efnisskrá Konunglega ballettsins voru að þessu sinni Ballettskólinn, eftir August Bournonville, Blómahátiöin I Genzano eftir sama höfund, „Septet ekstra”eftir Hans van Manen og Napoli, eöa öllu heldur Pas de six og Tarantella úr þvi verki, eftir August Bournonville og Hans Beck. Það erekki út i bláinn að Kon- unglegi ballettinn hóf sýningu sina með Ballettskóla Bournon- villes, en þessi dans var frumfluttur áriö 1849, eða fyrir um það bil 130 árum. Hann minnir okkur á danska dans- hefð, sem á sér langa sögu, þvi þegar fyrir um 350 árum var byr jaö aö dansa ballett við hirð Kristjáns IV. Siöan hefur verið dansaö óslitið. En Konunglegi danski ballett- inn varð ekki til á einum degi. Ýmsir telja að hann nái sér fyrst á strik á heimsmæli- kvarða, meðan August Bournonville var ballettmeist- ari Konunglega leikhússins á árunum 1829-1877. Um hann segir Erik Aschengreen i grein, erhann nefnirDönsk dansgleði: Verk Bournonvilles eru stolt Dana á alþjóðavettvangi list- dansins. Hinn rómantiski, glæsilegi og þokkafulli listdans- still frá öldinni sem leið, hvarl viðast hvar i Evrópu nema i Danmörku, sem getur þvi nú, eitt landa, státað af fjölbreyti- legri rómantiskri balletthefö, sem viðhaldiö hefur verið sam- fellt frá þvi um miðja siðustu öld. Að sjálfsögðu eru dansar Bourn.onvilles einnig á sýn- ingarskránni i ár. Dansararnir sýna „Ballettskólann” hans frá leiklist 1849, þar sem einmitt getur aö lita hinn þokkafulla stil sem Bournonville nam i Paris upp úr 1820 og flutti með sér heim til Danmerkur, þar sem hann var ballettmeistari við Konunglega leikhúsið frá 1830-1877. Bournonville var i nánum tengslum við ýmsa fremstu listamenn sinnar samtiðar, á sviði tónlistar, málaralistar og skáldskapar. Hann er dæmi- gerður fulltrúi danskrar róman- tikur, sem lagði fremur áherzlu á jákvæðar hliöar hlutanna en hitt og hjá Bournonville er dansinn einmitt túlkun lifsgleði. Eins og aðrirdanskir fylgjendur rómantisku stefnunnar, var hann hrifinn af þvi sem suðrænt var og bæði i Napoli og Blóma- hátiðinni i Genzano sækir hann efni, búninga og sögusvið til ttali'u — en dansgleðin er dönsk. Eftir aö búið varaö hita dans- arana upp tvisvar og hljómtæk- in tvisvar hófst Ballettskóli Bournonvilles, og óstuðið út af rafmagnsleysinu rjátlaðist von bráðar af húsinu. Dansar Bournonvilles eru glæsilegir, en nokkuð stifir, næstum tilgerðarlegir i augum nútimamanna, en stillinn er ekta, og þú hverfur samstundis aftur i fortiðina til öndverðra daga „Kristjáns Vilhjálmsson- ar, sem þriðji siöastur útlendra konúnga hefur farið með völd hér uppá landið”, eins og skáldið orðaði þaö. Blómahátiðin i Genazno er fjörlegur dans ungmenna og öllu frjálslegri en hinn strangi Ballettskóli, sem meir er til að heilsa fortiðinni en annað efni flokksins. ..Septet ekstra” Eftir hlé kom „Septet ekstra” eftir Hans van Manen, við tón- list Camille Saint-Saens, en þessi ballett var frumfluttur i Konunglega leikhúsinu nú i vor. Þetta er nútimaballett, jass- ballett, þar sem er „gert góölát- legt grin að eðli sígilda balletts- ins”, segir I sýningarskrá. Satt er þaö, og þetta er geysi frumlegur dans, sem reynir mjög á hæfni og þol dansaranna og ekki sízt á fjöleflið. Hitt er annaö mál, aö manni er þaö til efs, að þetta atriði passi alveg nógu vel i efnisskrána. En tón- leikar Viktors Borge eru lika tónleikar þrátt fyrir allt. Einhvern veginn finnst manni það réttara, að dansinn, ballett- inn, haldi sig sem mest innan tilfinningasmiða tónlistarinnar, vinni i sömu kraftlinum, sumsé á bilinu milli hláturs og gráts. Til beggja enda nálgast hann raunveruleikann, sem er grár. Flokkurinn klykkti siöan út með Pas de six eog Tarantella úr Napoli — ljómandi fallegu verki eftir August Bournonville og Hans Beck. Þá var það búið, og áhorf- endur ætluðu bókstaflega að neita að sleppa dansfólkinu af sviðinu og segir það betur en grein i blaði um getu þessa flokks. Danir tefla þarna fram öllu sinu yngsta og bezta fólki, sem farið hefur með sólóhlutverk undangengin ár. Jónas Guðmundsson Dansmeyjar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.