Tíminn - 30.06.1977, Side 9

Tíminn - 30.06.1977, Side 9
Fimmtudagur 30. júni 1977 lllílCllíll1!1'! 9 Wtwmw- Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöalstræti 7, sími 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Vandinn fram undan Forsendur þeirrar kjarabóta sem um var sam- ið i nýgerðum samningum eru einkum þær að staða þjóðarbúsins hefur batnað verulega vegna bættra viðskiptakjara annars vegar, og hins veg- ar hafa áhrif efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar komið greinilega fram eftir þá miklu efnahags- örðugleika sem þjóðin hafði átt við að striða næstu árin áður. Þessi framvinda sýnir það tvennt, sem hafa verður i huga i stjórnmálaum- ræðum hér á landi, að annars vegar er hagur þjóðarinnar háður öflum sem hún fær ekki við ráðið, en hins vegar skiptir það meginmáli að stefna stjórnvalda mótist af ráðdeild og umbóta- vilja. Sem dæmi um þann bata sem náðist á siðasta ári má nefna, að þjóðartekjur jukust um 5.4% alls og um 4.4% á hvern mann i landinu, en höfðu dregizt saman árið áður. Þjóðarframleiðslan jókst um 2.0%, en hafði minnkað árið áður. Ot- flutningsframleiðsla jókst um 9.0%, en hafði staðið i stað árið áður. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna jókst um tæp 2% á siðasta ári, en hafði rýrnað um rúm 11% árið áður. Verðbólga varð að sönnu allt of mikil á siðastliðnu ári, eins og öllum er kunnugt, en hún var þó miklu minni en árið áður eða 34% i stað u.þ.b. 50%. í fjármál- um rikisins urðu þau umskipti, að i stað verulegs halla á árinu 1975 varð afgangur 1976 sem nam um 800 milljónum króna. Viðskiptahalli varð enn um 1.7% af þjóðarframleiðslu, en hafði árið áður verið rúm 11% svo að einnig á þessu sviði varð um talsverðan bata að ræða. Sem dæmi um það, að enn hefur stefnt til bata það sem af er þessu ári, má nefna að fimm fyrstu mánuði ársins varð vöruskiptajöfnuðurinn hag- stæður um rúman 1.3 milljarð, en var á sama tima i fyrra óhagstæður um 3.9 milljarða. Við þær erfiðu aðstæður sem þjóðin hefur búið við hlýtur það einnig að teljast mjög mikilsvert, að staðinn hefur verið vörður um atvinnuöryggið i öllum landshlutum. Um það er ekki deilt, að miklu betur má ef duga skal, og nægir að minna á verðbólgu og er- lendar skuldir, og það hefur einmitt verið megin- stefna stjórnvalda að halda uppbyggingunni á- fram og herða róðurinn i átt til almennra umbóta á efnahag og kjörum þjóðarinnar. En sá bati sem orðið hefur er vitanlega öllum ljós, og árangur stjórnarstefnunnar liggur i augum uppi. Á sama hátt er það augljóst, að þennan bata verður að nota sem grundvöll og viðspyrnu til enn frekari framsóknar. í þvi eru aðgerðir rikisstjórnarinnar fólgnar nú. Og auðvitað veit t.d. leiðarahöfundur Alþýðublaðsins þetta mætavel, þótt hann, af ann- arlegum ástæðum kjósi þvi miður að dylja les- endur sina þess. Það verður enn aö ítreka aö vandinn sem nú er fram undan felst i þvi, að kjarasamningarnir voru gerðir upp á von og óvon varðandi þróun viðskiptakjaranna út á við. Verðlagsþróunin inn- an lands ræðst að mjög verulegu leyti af launa- hækkunum, og svo gæti farið, að ákvæði samninganna um visitölubætur verði siður en svo til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum. Launajöfnunarstefnan er einnig i hættu vegna þeirrar óvissu sem rikir varðandi hugsanlegt launaskrið, ef fram heldur sem lengi hefur verið á vinnumarkaðinum. Ekki varðar þetta sizt byggingariðnaðinn, ef þar verður kippur samfara auknum ráðstöfunartekjum fyrsta kastið. Og út- flutningsatvinnuvegirnir eru eftir sem áður háðir verðlagsþróuninni á erlendum mörkuðum, auk þess sem ástand fiskistofnanna herðir mjög að möguleikum þjóðarinnar. JS Bhutto heldur nýjar kosningar Oliupeningar áttu sinn þátt í þvi Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans. Stjórnarandstaöan segir að vængirnir hafi verið kiipptir af honum. En Bhutto hefur þrjá mánuöi til stefnu, og ef til vill vaxa honum vængir á þeim tima. EFTIR MEIR en þriggja mánaöa tímabil ólgu og óeiröa i Pakistan hafa þarlendir stjórnmálamenn loks ákveðiö aö gengiö skuli til kosninga i haust. Zulfikar Ali Bhutto, for- sætisráðherra landsins, virð- ist þannig hafa látiö eftir kröf- um stjómarandstæðinganna, sem ásökuöu hann um aö hafa falsað kosningaúrslitin i marz. MARGT VELDUR þvi, aö Bhutto ákvaö aö lokum aö láta eftir kröfum andstæðinga sinna, og ber þar sennilega fyrstaðnefna efnahagsástand Pakistans, sem vægt sagt er bágborið eftirþriggja mánaöa ólgu og var þaö ekki heldur upp á marga fiska hér áður fyrr. Það sem rak þó enda- hnútinn á þessa ákvörðun Bhuttos var trúlegast íhlutun Khalids konungs i Suður-Ara- blu, en hann hefur haft miklar áhyggjuraf þróuninni i Pakist- an, enda hefur Suður-Arabia efnahagslegra hagsmuna aö gæta I landinu. Sú skoöun er studd með þvi, að það fyrsta sem Bhutto gerði eftir að frjálsum kosningum hafði verið lofað, var að fara i fjög- urra daga heimsókn til fimm Araba-rikja og væntanlega hefur hann verið aö biðja um einhvers konar efnahagslega aðstoð. Ekki veitir heldur af, þvihið blóðuga vor hefur verið alldýrt. Reiknað er með að iðnaðarframleiðslan hafi dregizt saman um 2% það sem af er þessu ári, en það er tölu- verðurmissir fyrir jafn fátækt land og Pakistan er. ÞAÐ MA SEGJA, aö Bhutto hafi gengið að öllum kröfum andstæðinga sinna, nema þá að skrifa afsagnarbréf sitt. Hann lofaði almennum þing- kosningum, almennum héraðskosningum, láta lausa alla pólitiska fanga, sem sagð- ireru vera um 100 þúsund, af- létta ritskoðuninni, neyðar- lögunum o.s.frv. Hins vegar verður að gæta þess, að stjórnarandstaðan hefur einn- ig dregið til baka helztu kröfu sina, þ.e. að Bhuttosegi af sér. Bhutto hafði áður komið með þá tillögu, að almennar kosn- ingar færu fram á þann veg, að þjóðin kysi um Bhutto sjálf- an en ekki þingið. Þvi hafðial- gjörlega verið hafnað á þeim forsendum, að þing- kosningarnari marz s.l. hefðu verið svik ein frá upphafi. Þær umræður, sem að lok- um leiddu til þessa samkomu- lags hafa staöið yfir allan þennan mánuð, en i þeim tóku aðeins tveir menn þátt, einn frá hverjum fiokk, og það var ekki fyrr en á niunda fundin- um, sem samkomulag náðist. EFTIR AÐ fregnir bárust um hinar nýju kosningar, þá sögðu andstæðingar Bhuttos, að nú væri búið að klippa af honum vængina. Bhutto, hins vegar, gaf flokksmönnum sin- um þá skýringu, aö hann heföi ævinlega leitt þá til sigurs I kosningum og það sama myndiverða upp á teningnum i þet ta sinn. Þó er sa gt, að bak við tjöldin hafi hann sagt fylgismönnum sinum, aö undirbúa sig undir að vera i stjórnarandstöðu eftir aðeins þrjá mánuði. ENGINN SKYLDI þó af- skrifa Zulfikar Ali Bhutto. Hann hefur á bak við sig gifur- lega reynslu, þótt hann sé ekki einu sinni orðinn 50 ára gam- all. Hann menntaðist I Banda- rikjunum og siðan i Oxford i Bretlandi, sem sæmir syni riks manns. Bhutto kenndi al- þjóðalög ibrezkum háskóla og tók síðan við stöðu hjá hæsta- rétti Pakistans. Arið 1958 varð hann fyrst ráöherra, er hann tók við verzlunarmálum I stjórn Khans. Seinna varð hann upp- lýsingamálaráðherra, þá iðnaðarmálaráöherra og 1963 fékk hann sina stærstu stöðu, erhann tók við embætti utan- rikismálaráðherra. Bhutto átti þá mestan þátt i þvi að taka upp vinsamleg samskipti við Kfna I stjórnartið sinni. Árið 1966 sagði hann af sér i mótmælaskyni við samkomu- lagið sem Khan gerði við Ind- land, eftir striðið sem varð milli rikjanna árið áður, en Rússar stóðu bak við þetta samkomulag. Hann stofnaði þá nýjan flokk, Alþýðuflokk Pakistans, sem fékk meiri- hluta I Vestur-Pakistan i kosningunum 1970, en það var eftir þær, sem Eystri hlutinn klauf sig frá hinum og Bangla- Desh var stofnað. Bhutto varð forseti Pakist- ans árið eftir, sá fjórði i sögu landsins — og sá fyrsti, sem ekki kom frá hernum. Hann hefur sjálfur lýst sér sem lýðræðislegum sósialista, að brezkri fyrirmynd eða i anda Willy Brandts, eins og hann orðaði það þá. EINS OG VIÐ mátti búast, þá eru menn ekki á eitt sáttir i spám sinum um úrslit þing- kosninganna i október n.k. Að visu hefur Bhutto misst tölu- vert álit sem viðsýnn stjórn- málamaður, og margir gruna hann um að hafa falsaö kosn- ingaúrslitin i marz, eða alla vega vitað eitthvaö um þau svik. Það hefur þó aldrei verið sannað og verður liklega aldrei. Hins vegar veröur þess að gæta, að stjórnarandstaðan er mynduð af 9 mjög ólikum flokkum, sem hafa það eitt sameiginlegt að vilja koma Bhutto frá stjórn. Er ástandið þannig svipað og á Indlandi, þar sem Janta-flokkurinn var stofnaður með það sjónarmið eitt fyrir augum að koma Indiru Ghandi frá. Ef reynslan frá Indlandi væri ekki fyrir hendi þá myndu menn senni- lega spá, aö stjórnarandstaö- an i Pakistan gæti aldrei hald- iö lengi saman. En á Indlandi gerðist það hins vegar, að þessir óliku flokkar, sem mynda Janta-flokkinn, hafa komið sér furöanlega vel sam- an. Hvernig sem kosningarnar fara, þá má segja aö ákvörðunin ein hafi gert gott I að hreinsa loftið I Pakistan, sem var orðið lævi blandað. En kosningabaráttan kemur til með að verða blóðug. MÓL Bhutto faðmar að sér leiðtoga stjórnarandstöOunnar Maulana Mufti Mahmood. Þaö er af sem áöur var.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.