Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 6
FimmtHdagnr M. jdai 1977 Wmfam * — MaOurinn minn er ekki einn þeirra sem eru ab flækjast úti á kvöldin. „Vilduö þér vcra svo vænn aö taka ofan, ungi maöur?” „Mér finnst svo upplagt aö prjóna. Þá hef ég eitthvaö ab hugsa um meban þú talar.” til selja Sv Svissneskir ostar eru heims- frægir, sama má segja um svissneskt mjólkur- eöa rjómasúkkulaöi, smjöriö og aörar mjólkurafuröir Sviss- lendinga, þær hafa um ára- raöir og jafnvel aldir þótt al- veg í sérflokki. Vmsar rann- sóknir á siöustu árum hafa sýnt, aö þaö er ekki sfzt ab þakka þvl, aö búpeningur er haföur á beit hátt til fjalla á sumrin, en þar eru grös og jurtir kostagóö og kjarn- mikil. Ýmsar gamlar venjur i sambandi viö búpenings- flutninginn til selja og heim aftur að hausti hafa haldizt um aldaraðir i Sviss. Hér sjáum viö hvar hjón ganga fyrir kúahjörö sinni á leiö til fjallanna. Þau klæöast i þjóöbúningum, eins og þarna hefur tiökazt iengi. Forustukýrin er heiöruð sérstaklega. Hún hefur stærstu kúabjölluna, og þennan merka dag, þegar fariö er til selja, er hún krýnd meö blómakórónu. Nokkur þorp hafa samvinnu um að flytja kýrnar til fjalla og hiröa þær þar, mjalta og flytja bæöi unnar mjólkur- vörur og óunna mjólk til mjólkurbúanna i byggð. Hjónin sem ganga fyrir kúa- hópnum hafa yfirumsjón með þessu og er maöurinn kallaður Armailli og er nokkurskonar fjósameistari upp til fjalla. Siöan hafa þau aöstoðarstúlkur, sem búa þarna i um það bil fjóra mánuöi. Viö sjáum hér eina mjaltastúlku i þjóöbúningi sinum. St. Bernhards-hund- ar hafa verið frægir fyrir aö bjarga feröamönnum á fjall- vegum, og þá flytja þeir oft með sér koniak i smákúti í sem hengdur er um háls þeirra. Þessi hundur, sem stúlkan teymir, er með kút i eftirdragi, en i honum er ekki koniak heldur er hundurinn i mjólkurflutning- um. Auðvitaö hefur Armailli kúakóngur Alpahorniö sitt með sér til að kalla kýrnar heim á kvöldin. Það þarf mikla æfingu — og sterk lungu — til þess aö ná réttum hljóðum úr þessu ævaforna hljóöfæri, en það er vist til- komumikiö i kvöldkyrrðinni að heyra Alpahornin hljóma, og svo bergmála tónarnir lengi á milli fjallatindanna. Þaö er sagt, að megi telja þá á fingrum annarrar handar, sem enn kunna að smiða Alpa-horn. Josef Blá'ttler i Schwyz er einn af þeim fáu sem enn stunda þessa iön. Hér sjáum við hann við iðju sina. Hann segir að um 80 vinnustundir fari i það að smiða 3 1/2 m Alpa-horn, en þaö er venjuleg lengd þeirra. Upp * 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.