Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 20
28644 PTMJJ.l 28645 fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tima né fyrirhötn til að veita yður sem Sölumaöur: Finnur*l£aFÍslo|ii^^}afgaróur Sigurdsson heimasimi 4-34-70 lögf ræðingur HREVFILL Nútima búskapur þarfnast BIWI Sil. 1 haugsugu^ÆT Sfmi B 55 22 Heildverzlun Sfðumúla 22e**rjr"""'/ vBEf Símar 85694 & 85295 Þing norræna heimilisiðnaðarsambandsins í Reykjavík: 11 GREINAR HEIMILISIÐNAÐAR KENNDAR í HAGASKÓLA SJ-Reykjavik. 1 gærmorgun hófst i Hagaskóla Norrænt heimilis- iðnaðarþing, sem stendur i þrjá daga. Einkunnarorð þingsins eru að þessu sinni: Nútima heimilis- iðnaður — Gamlar vinnuaðferðir — Viö lærum hvert af öðru. Jafn- framt er haidin yfirlitssýning á islenzkum heimilisiðnaði og minni sýningar frá öörum Norðurlöndum. Sýnikennsla fer fram i heimilisiðnaöargreinum, en auk þess eru fyrirlestrar og al- menn kynning á greinunum i þingsal. tslenzka sýningin er i þrem kennslustofum Hagaskóla, en i fjórðu kennslustofunni fer svo fram Islenzka sýnikennslan i tó- vinnu og bandavefnaöi (fótvetn- aði og spjaldvefnaði), auk kynn- ingar á jurtalitun.Hin löndin hafa hvert sina stofu. Danmörk sýnir ieirkeragerð og hnýtingar, Finn- land karelska skilskeftuog keðju- hekl, Noregur gerð stafailáta og netdúta (telemarksbinding). Svi- þjóð barkarvinnu og flókagerö. Þetta þing, sem nú er haldið, er hið 16. i röðinni og i þriðja skiptið sem það er haldiö á Islandi. Hið fyrsta hér á landi var haldið 1948. Framhald á bls. 16. Forseti Islands i norsku deildinni Isamræðum viðþrjá gestanna. _Tfmamyndir: GE. Bið í nokkur ár — og síðan jólatré úr Brynjudal á Faxaflóasvæðið JH-Reykjavik. — Trúlega lýkur i dag gróöursetningu á nýjum og áiitlegum stað i nágrenni höfuð- borgarinnar, sagði Kristinn Skæringsson skógarvörður, er Timinn hafði tai af honum i gær. Þetta er i iandi Hrisakots i Brynjudal, og þar eiga nd aö vera komnar fjörutiu þúsund barr- viðarplöntur i jörðina. Fyrir fáum misserum keypti landgræðslusjóður helming jarö- anna Ingunnarstaöa og Hrisa- kots, og hefur hluti af landi Hrisa- kots verið girtur. Girðing þessi er fjórir kilómetrar á lengd, og eru innan hennar skemmtilegar brekkur i noröurhlið, þar með hluti af gömlu túni. Eitthvað fimm þúsund plöntur voru gróðursettar i fyrra, og i vor hefur heimafólk, sem situr fyrir þessari vinnu, gróðursett fjörutiu þúsund plöntur. Er það sitka- greni, stafafura og rauðgreni, sem sett er mjög þétt, i svo til ógrisjuðu kjarri„ þvi aö það er ætlaö i jólatré handa fólki hér suðvestan lands, þegar það hefur náð vexti til þeirra nota. 1 þann hluta túnsins, sem er innan skégræktargirðingarinnar, verður sett vöxtulegt birki, sem ekki erhætta á, að grasiö kæfi. En það biður betri tima, sagði Krist- inn. Brynjudalur er sem kunnugt er mjög hlýlegur og innri hluti hans að verulegu leyti vaxinn birki- skógi, þó fremur lágvöxnum við- ast hvar. Liklegt er, að þar sé jarðvegur frjór, og dalurinn vel fallinn til skógræktar að öðru leyti. Má vænta þess, að með tiö og tima vaxi þar upp álitlegasti skógurinn, sem heita má i næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Eins og margir munu vita, er einnig hafin skógrækt að Fossá i Kjós, og munu þar lika álitleg skilyrði til sliks. AUKIN VOT- HEYSVERKUN JH-Reykjavik. —• Sunniending- um, sem búa á mesta votviðra- svæði landsins, hefur verið iegið á háisi fyrir það, hversu tregir þeir hafa veriö til þess að taka upp votheysverkun, sem f senn veitir margfalt öryggi i saman- burði við heyþurrkun, hlifir tún- unum við átroðningi, sparar vinnu, véiakost og olfueyðslu, krefst minna hlööurýmis og gef- ur betra fóður en annars fæst að jafnaöi. Ahinn bóginn hefur þeim ann- mörkum, sem gerði votheys- verkun ófýsilega á meöan næga kunnáttu og heppileg iblöndunarefni vantaöi, verið rutt úr vegi. Þannig þarf til dæmis ekki lengur neinn óþefur að fylgja meöhöndlun votheys. Séu miklar jarðyrkjusveitir á Suðurlandi eins og til dæmis Flóinn, teknar til dæmis, þá munu að visu einhverjar smá- holur til votheysverkunar vera til á flestum bæjum.þótt til séu þar býli, þar sem ekki er upp á neitt slikt aö hlaupa, en láta mun nærri, að ekki sé nema helmingur bæja, þar sem vot- heysrými er eitthvað að marki. NU er á hinn bóginn að veröa á þessu breyting. Timan- um er kunnugt um, að verið er að koma upp flatgryfjum i ölfusholti i Hraungeröishreppi og Kolsholti i Villingaholts- hreppi, og voru á siðarnefnda bænum notuð svonefnd létt- flekamót, þar sem engan nagla þarf að nota, og uppsetningin tekur aðeins fáa daga. Járn- turna er verið að reisa i Syðri- Gróf i Villingaholtshreppi og Geröum I Gaulverjabæjar- hreppi, plastturn i Vorsabæjar- hjáleigu og ferhyrnda horn- gryfju aö Hurðarbaki. Þetta eru aðeins dæmi um það, hversu hugur sunnlenzkra bænda hneigist nú meira en áður að þvi að leggja rækt við votheysgerð. Að sjálfsögðu eru það tvö und- anfarin óþurrkasumur, og sú búmannsraun, er þau voru, er ýta hér á eftir. Þá má geta þess, að umsóknir um ián til þess að byggja vot- heysgeymslur eru nú orönar um tuttugu á Suðurlandi, og er það meira en verið hefur undanfarin ár. ■■fiwwnpi Sænskir munir, sem gerðir eru úr berki. Ef hvorki bregzt hug- vit né handlagni, má margt fallegt gera úr efni, sem kann að sýnast fátæklegt. Sýnikennsla í fótvefnaði á islenzku yfirlitssýningunni. PALLI OG PESI — Auður Geirs — \ þaö er vist meiri J kerlingin. I — Hvaö er um i hana? — Þjóöviijinn seg- ir, aö hún sé mesta feimnismál Is- ^ lendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.