Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 15
Fimmtwlag«r 3». jtot 1877
15
Oddur Erik Ólafsson
Fæddur: 17. marz 1905
Dáinn: 16. júni 1977.
1 dag er kvaddur hinztu
kveðju Oddur Erik Ölafsson,
fyrrverandi verkstjóri hjá Raf-
magnsveitu Reykjavikur.
Oddur fæddist 17. marz 1905
að Staðarhóli i Dölum. For-
eldrar hans voru þau hjónin
Guðrún Birgitta Gisladóttir
(bónda og danneborgsmanns
Oddssonar á Lokinhömrum i
Arnarfirði) og séra ölafur Ólafs
son (Pálssonar dómkirkju-
prests i Reykjavik og siðar aö
Melstað i Miðfirði) og var
Oddur næst yngstur af 8 börnum
þeirra hjóna. Þegar Oddur var 2
ára gamall andaðist faðir hans
og þar eð móðir hans átti við
mikil veikindi að striða um
svipað leyti, fór Oddur i fóstur
til hjónanna ólafar Hannesdótt-
ur og Jóns Felixsonar sem
bjuggu i Selsgarði á Alftanesi.
Ólst Oddur þar upp i góöri um-
hyggju þessara ágætu hjóna.
Þess má geta aö ólöf sem náði
100 ára aldri, dvaldi sin siöustu
æviár á heimili Odds og konu
hans Guðnýjar og naut þar
góðrar aðhlynningar og um-
hyggju þeirra.
Hinn 16. mai 1931 gekk Oddur
að eiga eftirlifandi eiginkonu
sina og frændkonu Guðnýju
Maren Oddsdóttur (Kristjáns-
sonar frá Lokirihömrum og konu
hans Kristjönu Pétursdóttur frá
Bala á Kjalarnesi). Voru þau
hjónin mjög samrýmd og sam-
hent og var hjónaband þeirra
sérstaklega ástúðlegt og far-
sælt. Þau hjónin eignuöust 3
mannvænleg börn, sem öll eru á
lifi, en þau eru, Sigriöur, Magn-
ús og Ólöf Jóna. Barnabörnin
eru 5.
Oddur og Guðný reistu sér hús
i Skerjafirði, en þegar Reykja-
vikurflugvöllur var stækkaður
voru margar lóöir þar teknar
undir flugbrautir og þar á meðal
þeirra. Þá hófust þau handa að
nýju og byggðu sér hús við
Hraunteig þar sem þau bjuggu
æ siðan.
Á yngri árum stundaöi Oddur
ýmiss konar störf bæði til sjós
og lands svo sem algengt var á
þeim tima. En árið 1931 réðist
hann til starfa hjá Rafmagns-
veitu Reykjavikur, fyrst við
almenna verkamannavinnu en
siðar við verkstjórn. Hjá Raf-
magnsveitunni starfaði Oddur æ
siðan eða þar til hann lét af
störfum fyrir aldurssakir um
áramótin 1975-76. En hann hafði
þá i nokkur ár haft skerta
starfsgetu vegna þess sjúkdóms
er nú varð honum að aldurtila.
Starfsvettvangur Odds var i
stöðvum Rafmagnsveitunnar
við Elliöaár og hafði hann þar á
hendi verkstjórn viö margvis-
legar framkvæmdir. Ótöld eru
sporhans meðfram Elliðaánum
og munu fáir hafa þekkt þær ár
betur en hann. Fyrr á árum fór
Oddur einnig oft á vegum Raf-
veitunnar austur að Sogsfossum
og annaðist ýmsar fram-
kvæmdir þar.
Samhliða störfum sinum hjá
Rafmagnsveitunni rak Oddur
um langt árabil steinasteypu og
voru þar m .a. steyptar allar þær
hlifar sem lagðar voru yfir jarð-
strengi Rafmagnsveitunnar i
fjölda mörg ár. 1 þvi starfi naut
hann góðs stuðnings Guðnýjar
konu sinnar.
Þrátt fyrir langan vinnudag
gaf Oddur sér tima til lesturs
góöra bóka og var fróður vel um
marga hluti. Þau hjónin höfðu
yndi af feröalögum, ferðuðust
talsvert um landið og tóku vel
eftir öllu þvi er fyrir augu bar.
Þó var það skáklistin sem
Oddur hafði hvað mestan áhuga
á og tafl var oftast innan
seilingar. Hann tefldi oft við
kunningja sina hér áður,
fylgdist vel með skákkeppnum
og mótum og var þar oft áhuga-
samur áhorfandi. Ekki voru
barnabörnin ýkja hávaxin,
þegar áhugi þeirra á taflinu
vak.naði. Þau reyndu að læra
mannganginn og fljótlega var
hægt að tefla við afa eða þá
ömmu á Hraunteig.
Oddur, tengdafaðir minn var
hlýr og þægilegur i viðmóti,
hann gat verið glettinn i til-
svörum og eins ákveðinn og
fastur fyrir ef þvi va.r að skipta.
011 framkoma hans bar vott um
•góðan og vandaðan dreng og
störf sin rækti hann af trú-
mennsku, dugnaði og skyldu-
rækni.
Nú siðustu árin mótaðist lif
Odds talsvert af þeim sjúkdómi
sem dró hann til dauða, þó aö
hann þyrfti ekki að liggja mikið
rúmfastur. Þvi hlutskipti tók
hann með sannri karlmennsku
og æðruleysi sem hans var vön
og visa. Guðný, tengdamóðir
min annaðist hann lika af þeirri
einstöku alúð og umhyggju-
semi, sem henni er lagiö.
Saman stóðu þau og saman voru
þau þar til yfir lauk.
Fimmtudaginn 16. júni s.l.
þegar Oddur sat við kvöld-
verðarborðið varð hann mjög
veikur, var fluttur i skyndi á
sjúkrahús en andaðist skömmu
eftir að komið var þangað.
Tengdamóður minni svo og
mágkonum og fjölskyldum
þeirra flyt ég einlægar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Odds
Eriks Ólafssonar.
,,Far þú i friði.
Friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir
allt og allt.”
Svandis Pétursdottir.
Hjónin
Soffía Hallgrímsdóttir
f. 21. marz 1887, d. 3. júni 1977
og Níels Guðnason
f. 8. marz 1888, d. 27. júni 1975.
Þótt nokkuð sé umliðið siðan
Niels Guðnason kvaddi þennan
heim, langar mig að minnast
þessara ágætu hjóna sameigin-
lega um leiö og Soffia Hall-
grimsdóttir, sem nú er nýlátin,
er kvödd hinztu kveðju.
Þessi hjón náöu bæði háum
aldri og mundu vel timana
tvenna þar sem skiptust á bæði
skin og skúrir á langri vegferð.
Bæði kveöja þau þennan heim á
sama árstima, þótt tvö ár séu i
milli. — Þegar jörð klæðist
grænum möttli og sólin hverfur
aðeins stutta stund bak við fjöll-
in i noröri.
Soffia og Niels voru systkina-
börn. Foreldrar Soffiu voru:
Hallgrimur Nielsson bóndi og
hreppstjóri á Grimsstöðum i
Alftaneshreppi i Mýrarsýslu (f.
26.5 1864, d. 4.8. 1950) og kona
hans Sigriöur Steinunn Helga-
dóttir frá Vogi á Mýrum (f. 15.1.
1858, d. 22.2. 1958). Foreldrar
Hallgrims voru: Niels Eyjólfs-
son bóndi og smiður á Grims-
stöðum, ættaöur frá Helgustöð-
um i Reyðarfiröi og kona hans
Sigriður Sveinsdóttir prófasts á
Staðarstað Nielssonar.
Foreldrar Nielsar Guðnason-
ar voru: Guðný Kristrún Niels-
dóttir frá Grimsstöðum, alsystir
Hallgrims hreppstjóra á Grims-
stöðum og þeirra systkina og
Guöni Jónsson bóndi og smiöur
á Valshamri i Alftaneshreppi i
Mýrarsýslu. Faöir Guðna á
Valshamri var Jón Guðnason
fráLeirulæká Mýrum og varsú
ætt mjög fjölmenn I Mýrar-
sýslu.
Eins og sést af framanskráöu
stóðu að Soffiu og Nielsi sterkir
stofnar. Grimstaðasystkinin
eldri (þ.e. börn Nielsar Eyjólf-
sonar) voru mörg, og má þar
nefna auk Guönýjar Kristrúnar
ogHallgrims.sem áðurer getið,
Mörtu húsfreyju á Alftanesi,
Svein bónda á Lambastöðum,
Sesselju Soffiu húsfreyju á
Grenjum. Harald prófessor i
Reykjavik og Þuriði húsfreyju i
Reykjavik (konu Páls Halldórs-
sonar skólastjóra).
Soffia og Niels opinberuðu
trúlofun sína i júni 1911, en
Soffi'a fórsama dag með skipi til
Húsavikur til ársdvalar hjá
frænku sinni Þórdisi Asgeirs-
dóttur frá Knarrarnesi og
manns hennar Bjarna Bene-
diktssonar. Taldi Soffia sig hafa
haft mjög gott af dvöl sinni á
þessu menningarheimili. Næsta
sumar höfðu þau ákveðið að
ganga f hjónaband og mætast þá
á miðri leiö — i Skagafirði.
A tilteknum degi komu á góð-
um gæðingum til Skagafjarðar
Soffia i fylgd Þórdisar og
Bjarna, en sama dag kom að
sunnan Niels, ásamt systkinum
Þórdisar frá Knarrarnesi,
Helga og Soffiu, og voru þau öll
á góöum hestum að heiman.
Næsta dag, þann 28. júni 1912,
voru hjónaefnin gefin saman á
Miklabæjarkirkju af Hallgrimi
Thorlacius.
Aö lokinni brúökaupsferð hófu
þau búskap á Valshamri á móti
ogifélagimeö foreldrum Niels-
ar, Guðna og Guðnýju
Kristrúnu. Félagsbúskapur
þeirra hélzt svo óslitið næstu
fimm ár, eöa þar til Guðni lézt i
april 1919. Það ár tóku Soffia og
Niels viöallri jörðinni. Búskap-
ur þeirra var frekar smár i upp-
hafi og raunar var hann aldrei
stór i sniðum og lágu til þess
ýmsarorsakir. Þau hófu búskap
þegar tiðarfar var einna verst
til lands og sjávar á öðrum tug
þessarar aldar, þá var fyrri
heimsstyrjöldin i algleymingi,
en áþeim árum áttu margirerf-
itt uppdráttar.
Níels læröitré- og húsasmiði i
Reykjavik hjá og undir hand-
leiðslu Steingrims Guðmunds-
sonar húsasmiðameistara. Alla
sina búskapartið á Valshamri
eða til ársins 1931, stundaöi Ni-
els húsasmfðar jafnhliöa bú-
skapnum og var oft langdvölum
að heiman. Störf Nielsar skipt-
ust þannig milli tveggja megin-
þátta, smiðanna og þeirra
verka, sem lutu aö landbúnaði,
kom þá i hlut húsfreyjunnar aö
fylgjast vel með öllu bæði utan
húss og innan.
Niels Guðnason var hagleiks-
maður og vandvirkur með af-
brigðum eins og hann átti kyn
til, þvi faðir hans Guðni á Vals-
hamri og afi hans Níels Eyjólfs-
son á Grimsstöðum voru smiöir
góðir og eftirsóttir til allra
verka.
Þegar Niels og Soffia byrjuðu
búskap á Valshamri var vinnu-
dagur fólks, bæði til lands og
sjávar ótrúlega langur og var
þlað eins og meitlað i vitund
fólks, að afköstin yrðu þeim
mun meiri sem lengur væri
staðið aö verki.
Niels og Soffia voru hér á allt
annarri skoðun og að þvf leyti
börn nýs tima. Á þeirra heimili
var sá háttur upptekinn, aö láta
fólk ekki vinna að jafnaði lengur
en sem svaraði 10 stundum á
dag. Þaö var þeim ekki að
skapi. að fólk stæði aö verki
hálfuppgefið eins og verið haföi
um aldaraðir, bæði hér á landi
og erlendis á fyrri timum. A út-
mánuöum 1927 varö Valsham-
arsheimilið fyrirmiklu áfalli, er
Soffia veiktist skyndilega og
varð aö dvelja fjarri sinu heim-
ili um sex ára skeið og mestan
hluta þess tima i sjúkrahúsi. Þá
var móöir Nielsar komin yfir
sjötugt, en fullvinnandi og tók
hún að sér húsmóðurstarfið
ásamt Sigríði dóttur sinni.
Vegna ýmissa ástæðna, seldi
Niels Valshamarinn og bústofn
allan vorið 1931 og flutti I Borg-
arnes. Sumarið 1933, þegar
Soffía haföi náð sér aö mestu
leyti eftir langvarandi veikindi,
tók hún við húsmóðurstarfi á
sinu heimili, sem þá var flutt i
nýtt umhverfi.
Sá sem þessar linur ritar, var
fóstursonur þeirra hjóna, en til
þeirra kom ég tæpra sjö ára. Er
ég þakklátur þeim hjónum fyrir
ást þeirra og umhyggju fyrr og
siðar. A þeirra heimili var ekki
gert upp á milli barna og fóstur-
sonar og kom það jafnvel enn
skýrara i ljós, þegar við vorum
öll úr grasi vaxin og komum i
heimsókn til þeirra i Borgarnes.
Raunar má segja að öllum væri
þar jafnvel tekið, hvort sem það
voru nákomin skyldmenni eða
með öllu ókunnugt fólk, sem af
einhverri tilviljun datt i hug aö
lita þar inn.
Þar mætti öllum hlýtt viðmót
og einstök gestrisni, þar sem
veitingar voru hinar höföingleg-
ustu, þótt efni væru oft af skorn-
um skammti. Þannig var þetta
alla þeirra búskapartið. Það var
ávallt töluverð gestakoma á
Valshamri, en þó enn meiri eftir
að þau höfðu komiö sér vel fyrir
i Borgarnesi, enda var þaö oft
sagt aö hjá þeim væri alltaf opiö
hús „fyrir gesti og gangandi”.
Þessi hjón urðu aldrei rik af
auði þessa heims og fannst það
engu skipta, ef þau áttu til hnifs
og skeiðar og gátu veitt öðrum,
sem til þeirra leituðu. Mætti það
vera öðrum til fyrirmyndar,
sem alltaf hugsa um eigin hag
og láta aldrei neitt af hendi
rakna, en heimta ávallt „full
daglaun að kveldi”.
Bæði voru þau ágætlega
greind og notuðu alltaf hverja
stund sem gafst til lestrar góðra
bóka, sérstaklega voru þeim
töm ljóð allra hinna eldri
skálda. Hefur sonur þeirra
Indriði erftþann eiginleika, þvi
að hann á stórt safn ljóðabóka
ogkann mörg þeirra utanbókar.
Soffia og Niels eignuðust
fimm börn og eru þau talin hér i
aldursröö: Indriði húsasmiöa-
meistari i Reykjavik, Kvæntur
Ingunni Hansdóttur Hoffmann,
Guðný Kristrún, gift Stefáni
Pálssyni tannlækni i Reykjavik,
dáinn 1969, Sigriöur Ingibjörg,
gift Guðmundi Péturssyni
hæstaréttarlögmanni i Reykja-
vik, Guðri'ður Elisabet, sima-
mær, búsett f Borgarnesi,
Sesselja Soffia tannsmiður, bú-
sett i Reykjavik. Eru öll þeirra
börn og barnabörn mesta efnis-
fólk.
Auk þess átti Niels tvo sonu
meö Olafiu Sigurðardóttur frá
U íðaá: Reyni rafvirkjameist-
ara i Borgarnesi og Oddfrey,
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um. Leit Soffia alltaf á þessa
stjúpsyni sfna, sem sina eigin
syni, þótt ekki væru þeir aldir
upp i umsjá þeirra hjóna.
Var alltaf sérstaklega náið
samband milli Reynis og Soffiu.
Voru börn Reynis tiöir gestir i
húsi afa og ömmu að Helgugötu
4 i Borgarnesi og gerði hún eng-
an mun á þeim og eigin barna-
börnum.
Nú verður tómlegt i „húsi afa
og ömmu i Borgarnesi”, eins og
barnabörnin kölluðu hús þeirra.
Þótt likamskraftar Soffiu
væru þverrandi, hélt hún
óskertu minniþar tili nóvember
i vetur, að hún varð fyrir alvar-
legu áfalli og var flutt I sjúkra-
hús hér í Reykjavik, þar lézt
hún aöfaranótt 3. júni og haföi
þá verið rænulitil siöustu daga.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þeim hjónum fyrir ógleyman-
lega ástúö og umhyggju, sem ég
var aönjótandi á þeirra löngu
ævi.
Blessuð sé minning þeirra.
Magnús Sveinsson