Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.06.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 30. júni 1977 iMMilliíi 19 flokksstarfið Leiðarþing í Ausfurlands- kjördæmi Reyðarfjörður, Félagslundur sunnudag 3. júli kl. 9.00. Eskifjörður, Valhöll mánudag 4. júll kl. 9.00. Neskaupstaður, Egilsbúð þriðjudag 5. júll kl. 9.00. Seyðisfjörður, Herðubreið miðvikudag 6. júli kl. 9.00. Fáskrúðsfjörður, Skrúður fimmtudag 7. júll kl. 9.00. Stöðvarfjörður, föstudag 8. júll kl. 9.00. Hamraborg, laugardag 9. júlí kl. 2.00. Staðarborg sama dag kl. 9.00. Alftafjörður, sunnudag kl. 2.00. Djúpivogur, barnaskólinn sama dag kl. 9.00. Halldór Ásgrimsson Vilhjálmur Hjálmarsson Snæfeliingar Aðalfundir Framsóknarfélags Snæfellinga og Félags ungra framsóknarmanna á Snæfellsnesi verða haldnir að Lýsuhóli I Staðarsveit fimmtudaginn 30. júni n.k. klukkan 9 e.h. Venjuleg aðalfundastörf. — Framboðsmál. Halldór E. Sigurðsson, ráðherra, talar um almenn stjórnmál. Stjórnimar. Frá Vöru- og ferðahappdrætti Framsóknarflokksins Vinningaskrá verður ekki hægt að birta I dag vegna uppgjörs utan af landi sem enn er ókomið. Vinningaskrá verður birt slðar I vikunni. Framsóknarfélögin á Siglufiröi halda almennan stjórnmála- fund i Alþýðuhúsinu klukkan 21.00 mánudaginn 4. júll. Frummælendur á fundinum veröa Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra og Páll Pétursson, alþingismaöur. Lausar kennarastöður á Sauðórkróki Kennarastaða við Barnaskólann. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Björn Björnsson, simi 5254. Kennarastaða við Gagnfræðaskóiann. Kennslugreinar þýska og islenzka. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Friðrik Margeirsson simi 5219 Umsóknir sendist til formanns skólanefndar, Guðjóns Ingimundarsonar, sem einnig gefur upplýsingar, simar 5173 eða 5226 O íþróttir lengingu. Þá fór fram vita- spyrnukeppni, sem Selfyss- ingar sigruðu i — 4:3. KA —Tindastóll..........3:1 Reynir Á — Völsungur...4:3 öll mörkin voru skoruð i vitaspyrnukeppni, eftir að leik liðanna lauk með jafntefli (0:0) eftirvenjulegan leiktima og framlengingu. Ekki er út- séð hvaða Austfjaröalið leikur i 16-liöa úrslitunum, þar sem Leiknir og Einherji eiga eftir að leika um það, hvort liðið mætir Þrótti frá Neskaupstað i keppninni um sæti i Í6-liða úrslitunum. öll 1. deildarliðin fara beint i 16-liða úrslitin, og f kvöld verður dregið um það, hvaða lið mætast i 16-liða úrslitun- um. 0 Það þarf frá verðinu án þess að íhuga hvort um sé að ræða heims- markaðsverð og hvort iðnaður- inn gangi með sanngjarnan hlut frá borði. Okkar vandamál hljóta allir að skilja sem eitt- hvað hugsa um þessi mál. Áhrif sjávarútvegsins eru alltof mikil — 1 erindi þinu, sagðir þú að islenzkir iðnrekendur gætu ekki verið bjartsýnir um framtlðina. Hvað vilt þú segja um það? — Eins og málin standa i dag, er það alls ekki hægt að vera bjartsýnn. Iðnaðurinn á við allt- of mikla erfiðleika að etja, en þeir erfiðleikar stafa af þvi að okkar aðalútflutningsatvinnu- grein, sjávarútvegurinn, geng- ur iaugnablikinu mjög vel. Verð á erlendum mörkuðum er al- mennt mjög hátt og gildir hiö sama hvort sem um er að ræða lýsi, mjöl eða blokkir. Og gengið á islenzku krónunni er skráð eft- ir þvi hvernig til tekst með sjávarútveginn. Þetta þýðir, að iðnaðurinn lendiruppi við vegg. Allur tilkostnaður hækkar i samræmi við veröbólguna. Við höfum ekkert bolmagn til að taka á okkur allar þessar hækkanir, þvi að þó svo að iðn- varningur hækki á erlendum mörkuðum, þá er það ekkert i samræmi við verðbólguna og verðhækkanir hér heimafyrir. Það þarf að skattleggja sjávar- útveginn mun meira en gert er i þeim tilgangi að mynda sjóði sem nota má þegar verr árar. Það fjármagn sem myndastvið velgengni sjávarútvegsins, má ekki fara út i efnahagslífið i þeim mæli sem það gerir i dag. — Eitterþað sem myndigera iðnaðinum léttara fyrir. Það á að endurgreiða iðnaðinum svo- kallaðan iqjpsafnaðan söluskatt á útfluttar iðnaðarvörur. Væri þetta gert, myndi það hjálpa okkur til að standa undir hinum gffurlegu launahækkunum sem nú hafa skollið yfir iðnaðinn. Flutningakerfiðþarf að endurskipuleggja og bæta — Nú búum við tslendingar við fremur ófullkomið flutn- ingakerfi. Hvaða áhrif hefur það á iðnaðinn, og þá á verk- smiðjur eins og þær sem þú ert I forsvari fyrir? — Flutningakerfið er ákaflega mikið vandamál fyrir okkur sem fáumst við iðnað, og erum i sambandi við verksmiðjur úti á landsbyggðinni. Ef við á Akur- eyri þurfum að ná til verk- smiðja úti á landi, þá er það svo aö æði oft verður að fara i gegn- um Reykjavik. Ekki aðeins er geysilega mikill kostnaður þvi samfara, timinnsem fer I ferða- lög o.þ.h. er mjög mikill. í sam- bandi við uppbyggingu iðnaðar úti um landið, höfum við lagt það til að komið verði á fót jöfn- unargjaldi á flutningskostnað, en hann er mjög veigamikill þáttur i rekstri fyrirtækja i dreifbýlinu. Ef menn vilja styðja að þvi að iðnaður geti verið rekinn úti á landi, þá er flutningskostnaðurinn eitt af þeim málum sem verður að finna lausn á. — Hefur hár flutnings- kostnaður og slæmar samgöng- ur ef til vill orðið til þess að þið hafið ekki getað tekið upp sam- vinnu við fyrirtæki utan Akur- eyrar? — Alveg tvimælalaust. I mörgum tilfellum er það nánast útilokað, eða mjög erfitt, að eiga samskipti við fyrirtæki þar sem samgöngur eru erfiðar. Ég get sagt þér eitt litið dæmi. Sambandið er með fyrirtæki á Egilsstöðum og oft þarf aö senda mann eða vörur til þess. Þráttfyrir aðá milli Akureyrar og Egilsstaða séu tvær til þrjár ferðir I viku, þá er það alls ekki nægjanlegt. Þvi er það að við verðum oft að fara fyrst til Reykjavikur og þaðan til Egils- staða. Og yfir vetrarmánuðina þarf viðkomandi oft að gista i Reykjavik. Nánari samvinnu verð- ur að taka upp við Efnaha gsbandalag Evrópu — Að lokum Hjörtur, kemur ekki að þvi að aöild okkar að Fríverzlunarbandalaginu verð- ur okkur ekki nóg? — Viö verðum, hvort sem okk- ur likar betur eða verr, að taka upp nánara samband við Efna- hagsbandalagið. Aðildarþjóöir þess eru þeir aðilar sem við verzlum hvað mestvið, og ég tel það alveg sjálfsagt mál að við fylgjumst mjög gaumgæfilega með þvi sem i herbúðum þeirra gerist. (ATHskráði) Muníó alþjóðiegt hjálparstarf Rauða , krossins. RAUÐI KROSS ISLANDS íofnnam. að sjá tízku: Wlódelsl sérstal|PlkartgripÍoFðfíöIfIr^^^^^Sr, sem unnirin er úr islenzkum ullar- og skinnavOTum NYIR HÖGGDEYFAR FRA meira oryggi aukin þcegindi betri ending f yrir f lestar gerðír bifreiða Augíýsíd í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.