Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 14
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR14 Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er heima í faðmi fjölskyldunnar og jafnar sig eftir bílslys. Hann segir Jóhanni Haukssyni frá hugðar- efnum sínum þar sem hann horfir álengdar á stjórnmálavafstrið. Maður, sem gefur sjálfum sér gönguför yfir landið í afmælisgjöf, hlýtur að vera maður athafna sem veit að sérhver maður er með ákveðnum hætti afurð þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Slíkur maður er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs. Í fyrra gekk hann skáhallt yfir landið, frá Reykjanestá út á Langa- nesfontinn nærri æskuslóðunum. Líklega hátt í 600 kílómetra gjöf á fimmtugasta aldursári. Stjórnmálamaðurinn Steingrím- ur Jóhann er fimmti þingmaður Norðausturkjördæmisins og sífellt á ferð og flugi milli þess og höfuð- stöðva stjórnkerfisins í Reykjavík. Ýmist fljúgandi eða akandi allt að 40 þúsund kílómetra á ári um þjóð- vegi landsins. Hann var á leiðinni einn í jeppa sínum til þings 16. janúar síðastliðinn, búinn að fara hálfa þingmannaleið samtímans, þegar óhappið varð í mynni Svartárdals, í hálku og fjúki. „Maður verður undarlega róleg- ur í kjölfar áfalls, hugsar skýrt og yfirvegað. Ég held að náttúran hafi séð til þess að hafa þetta svona. Þetta passar við kenninguna um úrval náttúrunnar. Bregðast rétt við hættum til að komast af.“ Steingrímur er nú að jafna sig eftir bílslysið heima í faðmi fjöl- skyldunnar og notar tímann til að sinna hugðarefnum. Alltaf í tamningu „Ég er ágætlega sáttur við að vera áhorfandi í pólitíkinni, meðan ég finn að ég hef ekkert í þetta að gera. Ég veit ekki hvernig það verður þegar heilsan verður betri og starfsorkan orðin næg. Þá verð- ur erfitt að sitja hjá. En það er lífsreynsla að vera áhorfandi og ábyggilega hollt að fylgjast með úr fjarlægð. Það er æfing að temja sér það að vera til friðs og minna sjálf- an sig á að maður er ekki ómiss- andi. Maður kemur í manns stað og lífið heldur áfram þótt maður sé úr leik í nokkrar vikur. Ég er ekkert að skipta mér af sem flokksformaður, en ég er til staðar ef félagarnir vilja leita til mín eða bera eitthvað undir mig. Ég er með vaskan varamann á þingi, Hlyn Hallsson. Auk þess er ég eigingjarn á tímann. Fylgist með en les og hef samband við fólk sem ég hef vanrækt að hafa sam- band við. Ég er einnig að dunda mér við að skrifa dálítið sem ég hef lítinn tíma til í atinu. Þannig að ég get vel þegið að vera um sinn húsbóndi yfir þeim tíma sem ég hef meðan ég er að jafna mig. Með einhverri endurhæfingu tekur þetta allmargar vikur enn. Það verður ekki hægt að vera þingmað- ur fyrir hádegi ef svo má segja. Þá er betra að jafna sig. Enda þarf ég ekki að hafa áhyggjur þegar maður eins og Jón Bjarnason heldur fimm klukkustunda stólparæðu á Alþingi gegn stóriðjuæðinu.“ Árekstrar menningarheima Talið berst að skopmyndunum af Múhameð spámanni í Jótlandspóst- inum og þeim róstrum og ýfingum sem myndirnar framkölluðu og ekki sér enn fyrir endann á. „Maður horfir á þetta í forundran og er felmtri sleginn. Mér finnst þetta sýna í fyrsta lagi hve ískyggilega rafmögnuð samskipti múslima og Vesturlandabúa eru orðið. Þetta mál sprettur ekki upp úr tómarúmi og er ekki einangrað fyr- irbæri. Þetta sýnir hversu alvar- legir árekstrarnir eru orðnir í sam- skiptum þessara menningarheima og Vesturlönd eru síður en svo saklaus í þeim efnum. Ég held að það sé hárrétt að þessir alvarlegu atburðir sem þarna hafa orðið á undanförnum árum, eins og innrás- in í Afganistan og Írak og ástandið í Palestínu, hafa áhrif á sambúð og samskipti eins og þau birtast nú í máli Jótlandspóstsins. Ég er þeirrar skoðunar að tján- ingarfrelsið og réttur manna til að segja sinn hug er okkur helgur hér á Vesturlöndum. Það verðum við að fá íbúa þessa heimshluta til að skilja. En birting skopmynda af heilögum Múhameð er einhver heimskuleg- asta aðferð til þess sem hugsast getur. Með þessu erum við ekki að stuðla að uppbyggilegum skoðana- skiptum milli þessara menningar- heima til að eyða fordómum. Þetta gerir hið gagnstæða. Þetta er ólán- legur og slæmur atburður.“ Hroki Vesturlanda „Svo sé ég ekki betur en að hlaupin sé í þetta pólitík. Núna sé að mynd- ast fylking með Dönum. Fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna voru að harma myndbirtinguna. Þeir sneru við blaðinu og tóku að styðja Dani þegar þeir kveiktu á því að þetta gaf tækifæri til að búa aftur til lista hinna staðföstu þjóða. Og hvað kom í næstu umferð? Jú, að þetta væri aðallega vondum stjórnvöldum í Íran og Sýrlandi að kenna. Þau væru að æsa fólk upp. Er líklegt að til dæmis sýrlenskum stjórnvöldum takist að æsa indónesíska múslima upp? Hafa þau aðstöðu til þess? Mér finnst þetta lýsa því hvernig við missum málin aftur og aftur ofan í hjólför fordóma og pólitíkur þar sem ferill Vesturlanda og hroka- fullrar og árásargjarnrar stefnu Bandaríkjanna er ekki góður. M a ð u r reynir að lesa sig til og hafa að leiðarljósi í þessum efnum fólk sem þekk- ir vel til þess- ara mála. Ég nefni Jóhönnu Kristjónsdótt- ur og Magnús Bernharðsson. Þau eru betra leiðarljós en haukarnir í Wa sh i ng to n , eða þess vegna Anders Fogh R a s m u s s e n forsæt isráð - herra Dana. Hann studdi innrásina í Írak og fékk hrós fyrir. Það er margt sem spilar inn í þetta og þessir atburðir segja okkur fyrst og fremst hversu mjög við verðum að vanda okkur í samskiptum milli menningar- og trúarhópa. Við þurfum ekki að fara lengra en til Norður-Írlands til þess að sjá hvílíkar hörmungar urðu vegna skilningsleysis milli mótmælenda og kaþólikka þar. Það þýðir ekkert annað en að horfast í augu við framferði Vesturlanda eins og það birtist ungu fólki í þess- um heimshluta, arabaheiminum og reyndar víða í þriðja heiminum því miður. Þeim finnst réttilega að Vesturlönd drottni yfir heiminum. Vesturlönd troði sinni menningu upp á aðra með ákaflega lítilli virðingu fyrir því sem fyrir er.“ Uppskrift að spennu Steingrímur heldur áfram á þessum nótum og segir að í krafti fjármagns og hnattvæðingar stórfyrirtækja sölsi Vesturlönd undir sig auðlind- ir þessa heimshluta í þágu eigin framleiðslu. „Við gerum út á ódýrt vinnuafl í þessum heimshlutum og það dregur sífellt í sundur í lífs- kjörum og aðstöðu forréttindaríkj- anna annars vegar og afgangsins af heiminum hins vegar. Þetta er upp- skrift að spennu og hættuástandi. Um þetta fjalla gagnrýnir fræði- menn í tengslum við hnattvæð- inguna svonefndu. Ég get vitnað í skýrslu Stefáns Ólafssonar prófess- ors og Kolbeins Stefánssonar um hnattvæðinguna. Ég er að lesa mig til um þetta efni og jafnvel setja eitthvað á blað. Kannski sér eitt- hvað af því dagsins ljós á næstunni. Þetta eru einfaldlega stærstu við- fangsefni komandi áratuga. Hnatt- ræn umhverfismál og sambúð menningarheima í þessum efnum. Átökin sem kristallast í þessu efni og kristölluðust í fjöldamótmælum í Seattle, Washington og Prag eru að mínu mati aðeins upphafið að því sem við eigum eftir að upplifa á næstu áratugum. Það stefnir í miklu meira uppgjör en menn hafa almennt áttað sig á vegna þess að mannkynið getur einfaldlega ekki haldið áfram á óbreyttri siglingu. Við komumst ekki hjá því að gera upp mörg af þessum stóru hnatt- rænu viðfangsefnum. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr bíður það okkar í stjórnmálunum í heiminum að takast á við þessa hluti.“ Skynja breytingar Talið berst að stóriðjustefnunni og álversframkvæmdum hér á landi. Steingrími finnst hlutur stjórn- valda furðulegur í þeim efnum. „Þau hafa lagt í það tugi milljóna króna af opinberu fé á ári að reka áróður fyrir Íslandi sem ákjósan- legum stað fyrir stóriðjufjárfest- ingar. Svo er sagt að þetta sé ekkert í höndum stjórnvalda heldur í hönd- um álfélaganna sjálfra. Þetta er merkilegt. Menn vita ekkert hvern- ig þetta á að rúmast innan Kyoto- rammans. Menn vita ekkert hvort þetta rúmast innan hagkerfisins án þess að sprengja það í loft upp. Ég fæ engan botn í hvernig stjórnvöld ætla að halda á þessu máli. Með því að hrekja hátæknifyr- irtæki sem og önnur fyrirtæki úr landi verðum við verr sett en ekki betur þegar upp er staðið. Þetta eru ekki getgátur okkar eða spádóm- ar. Þetta eru blákaldar staðreynd- ir. Það eru bullandi erfiðleikar í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og í útflutnings- og samkeppnisiðnað- inum. Ég veit að það er mikið rætt um þetta víða af mikilli alvöru en þær umræður fara enn lágt því trúboðið hefur verið svo mikið og rekið af svo sterkum öflum. Svo gott pólítískt nef tel ég mig hafa að ég skynja að andrúmsloftið er að breytast. Það er einnig gott að fá fram viðhorf manna á borð Ágúst Guðmundsson í Bakkavör sem tekur undir þessi sjónarmið. Hreyf- anleg fyrirtæki, eins og hugbúnað- arfyrirtæki, geta fyrirvaralaust flutt sig um set. Við missum þau frá okkur eða þá að þau verða ekki stofnuð hér. Það þolir enga bið að koma vitinu fyrir stjórnvöld. Þetta er áratugagömul hugmyndafræði og áhersla. Þetta snýst ekkert um það að álver sé nútímalegur vinnu- staður heldur skelfilegar aðstæður í atvinnurekstri. Sjávarútvegur, þekkingariðnaður og þjónusta og meira að segja landbúnaður er ekki ósnortinn af þessu ástandi, því þar eru greinar sem hafa tekjur af útflutningi.“ Steingrímur ætlar næstu vik- urnar að hlaða rafhlöðurnar, ná heilsu og endurnýja og styrkja hug- myndir stjórnmálastefnunnar sem hann stendur fyrir. Boðskapurinn gæti verið að ekki er allt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna voru að harma myndbirtingu Jótlandspóstsins. Þeir sneru við blaðinu og tóku að styðja Dani þegar þeir kveiktu á því að þetta gaf tækifæri til að búa aftur til lista hinna staðföstu þjóða.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON Fæddur: 4. ágúst 1955 í Þistilfirði Eiginkona: Bergný Marvinsdóttir læknir. Börn: Sigfús (1984) Brynjólfur (1988) Bjartur (1992) Vala (1998) Menntun: Stúdent frá MA 1976. B.Sc. í jarðfræði frá HÍ 1981. Próf í kennslu og uppeldis- fræði frá HÍ 1982. Þingstörf: Þingmaður Alþýðubanda- lagsins, frá 1983 til 1998. Óháður þingmaður 1998 til 1999. Þingmaður Vinstri-grænna 1999 til 2006. Formaður sjávarútvegs- nefndar 1995 til 1998. Varaformaður Alþýðubanda- lagsins 1989-1995. Formaður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs frá stofnun, febrúar 1999. Ráðherraembætti: Samgönguráðherra október 1988 til maí 1991. Landbúnaðarráðherra okt- óber 1988 til maí 1991. Pólitískt nef mitt skynjar breytingar „Það stefnir í miklu meira uppgjör en menn hafa almennt áttað sig á vegna þess að mannkynið getur ein- faldlega ekki haldið áfram á óbreyttri siglingu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.