Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 6
6 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR Byrjendur 30 kennslustunda byrjendanám- skeið. Engin undirstaða nauð- synleg, hæg yfirferð með reglu- legum endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa að nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til að skrifa texta og prenta, nota Inter- netið sér til gagns og taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 20. febrúar. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin Framhald I 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 20. febrúar. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. ELDRI BORGARAR 60+ Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is ÓVEÐUR Veðurofsinn á Flateyri í fyrrakvöld var slíkur að hann reif bæði veggi og þak trésmíðaverk- stæðis í loft upp og þeytti brakinu yfir tveggja hæða hús áður en það hafnaði á íbúðarhúsum og bílum sem við þau stóðu, þar á meðal nýlegri jeppabifreið af Explorer gerð sem er ónýt eftir. Eigandi jeppabifreiðarinnar, Guðjón Guð- mundsson húsasmíðameistari á Flateyri, segir að greinilegt sé að jeppinn hafi tekist á loft þegar hviðan skall á, því að hann hafi færst sem nemur bílbreidd án þess að vera á dekkjunum. Brak- ið úr verkstæðinu dreifðist út um alla eyrina og lenti að minnsta kosti á þremur öðrum íbúðarhús- um og skemmdi þau. Guðjón segir að furðu sæti að brakið úr húsinu braut engar rúður í nærliggjandi húsum og að skemmdirnar væru því minni er búast hefði mátt við, það sýni stórir timburbjálkar sem liggja eins og hráviði upp við íbúðarhús og þar á meðal undir gluggum þeirra. Flateyringar þekkja vel hvað svokölluð Grundarendaveður, eins og þeir kalla þessa hvelli, geta verið skæð því árið 1991 fuku þök af mörgum húsum við sömu aðstæður og nú. Þá kemur hviðan niður fjöllinn gegnt þorpinu, yfir fjörðinn og yfir alla eyrina með þeim eyðileggingarmætti sem raun ber vitni. Til allrar mildi var enginn á ferli þegar veðurofsinn sprengdi húsið í sundur því ljóst er að ekki hefði þurft um að binda ef einhver hefði staðið þar fyrir. Sést það best á því að viðmælendur Bæj- arins besta sögðu blaðamanni þar vestra að þeir hefðu aldrei orðið vitni að öðrum eins veðurham. Björgunarsveitir af svæðinu og heimafólk vinnur nú að hreinsun um allt þorpið og nágrenni þess. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum því einn viðmælandi Fréttablaðsins sagði að ástandið á Flateyri væri eins og „af svæðum sem maður sér oft í fréttamyndum þar sem sprengjur eru notaðar.“ Ætla má að tjón Flateyringa nemi tugum milljóna króna þegar allt er tekið með í reikninginn. Þó verður það ekki ljóst fyrr en síðar þar sem heimafólk og starfsmenn tryggingarfélaga vinna nú að því að meta skemmdirnar sem orðið hafa. svavar@frettabladid.is Eins og sprengja hafi fallið Veðurofsinn lyfti húsi af grunni sínum og brakið dreifðist yfir stórt svæði og er sem yfir vígvöll yfir að líta. Bílar og að minnsta kosti þrjú íbúðarhús skemmdust. Mikil mildi þykir að enginn skuli hafa slasast. SKIPULAGSMÁL „Ef af þessari uppbyggingu á umræddu svæði verður, þá er það ævintýri fyrir hestamenn,“ segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður hesta- mannafélagsins Gusts um hug- myndir þær að framtíðarsvæði undir hesthúsabyggð félagsins sem kynntar voru á fundi í fyrra- kvöld. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, kynnti þessar hugmyndir, sem orðið hafa til í samvinnu hans og viðræðu- nefndar Gusts. Samkvæmt þeim mun Gustur flytjast á Kjóavelli á næstu 2-3 árum. Ef þetta geng- ur eftir munu Gustur og Andvari verða á sameiginlegu svæði. „Félagsmenn Gusts líta á þetta sem jákvæðan möguleika og voru ánægðir að sjá að verið væri að vinna á þessu forsendum,“ segir Bjarnleifur. „Þetta er ekki alveg í hendi ennþá heldur um hráar tillögur að ræða. Það eru nokk- ur mál sem þarf að leysa áður en þetta getur orðið að veruleika en það standa vonir til að þau verði leyst.“ -jss FÉLAGSFUNDUR Hvert sæti var skipað á félagsfundinum þar sem hugmyndir um framtíðarbyggð Gusts voru kynntar. Hugmyndirnar um að flytja hestamannafélagið Gust á Kjóavelli: Ævintýri fyrir hestamenn JEPPABIFREIÐIN Eins og sjá má verður þessari jeppabifreið ekki ekið aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/PÖ HREINSUNARSTARF Á FLATEYRI Gífurlegt hreinsunarstarf beið björgunarsveitamanna og heimafólks eftir veðrið á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PÖ SJÁVARÚTVEGUR Mikil og góð loðn- uveiði hefur verið vestan við Ing- ólfshöfða undanfarna sólarhringa. Að sögn Guðjóns Jóhannssonar, skipstjóra á Hákoni EA, hefur verið mokveiði hjá öllum bátum. Þegar náðist í Guðjón um síðdegis- bilið í gær var skipið staðsett rétt utan við Skeiðarársand en hann segir loðnuna vera að stefna enn vestar. Um tíu bátar eru við veiðar á þessum slóðum. Skipstjórar og aðrir útgerðar- menn virðast vera almennt sam- mála um að kvótinn eigi að vera mun meiri. ,,Það er margfalt meiri loðna hérna núna en var í fyrra,“ sagði Guðjón að lokum. - sha Loðnuveiði gengur vel: Mokveiði hjá öllum bátum MOKVEIÐI Skip hafa verið að koma drekk- hlaðin í land eftir loðnuveiðar við strönd ALASKA, AP Veiðimálastjórn Alaska kannar nú hvort lýsa skuli ísbirni í útrýmingarhættu, því heimkynni þeirra fara síminnkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna. Vísindamenn leita nú upp- lýsinga um heimkynni, fæðu og hætti bjarnanna, og áhrifin sem síminnkandi íshella Grænlands- jökuls hefur á þá og bráð þeirra, sem og um ólöglegar veiðar og þá hættu sem aukin uppbygging við norðurskautið hefur í för með sér. Gert er ráð fyrir að þessari upplýsingaöflun verði lokið í byrj- un apríl. - smk Veiðimálastjórn Alaska: Heimkynni ís- bjarna í hættu ÍSBIRNIR Verið er að rannsaka hvort ísbirnir séu í útrýmingarhættu vegna gróðurhúsa- áhrifanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skjálftahrina við Grímsey Jarðskjálftahrina mældist við Grímsey í fyrrinótt og að sögn Halldórs Geirssonar, hjá Veðurstofu Íslands, mældist einn skjálftinn 3,7 á Richterskvarða Honum fylgdu minni eftirskjálftar. Fylgst er grannt með framvindu mála. NÁTTÚRA KJÖRKASSINN Á að gera jarðgöng til Vestmannaeyja? JÁ 15,6% NEI 84,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu sammála ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins um að fella úr gildi hámarksökutaxta hjá leigubílum? Segðu þína skoðun á Vísir.is PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í ÍSAFIRÐI 1. sæti Halldór Halldórsson 364 atkvæði í 1. sæti 2. sæti Birna Lárusdóttir 315 atkvæði í 1.-2. sæti 3. sæti Gísli Halldór Halldórsson 147 atkvæði í 1.-3. sæti 4. sæti Ingi Þór Ágústsson 253 atkvæði í 1.-4. sæti 5. sæti Níels Björnsson 283 atkvæði í 1.-5. sæti 6. sæti Ragnheiður Hákonardóttir 307 atkvæði í 1.-6.s æti PRÓFKJÖR Halldór Halldórsson bæjarstjóri bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum sem haldið var í gær. Fékk hann góða kosningu í fyrsta sæti en þrír sóttust eftir að leiða lista flokksins í kosning- unum í vor. „Ég er mjög ánægður með þennan afgerandi stuðning,“ sagði Halldór í gærkvöldi. Hann gerði sér vonir um sigur og þær vonir gengu eftir. Halldór telur að niðurstöður prófkjörsins gefi Sjálfstæðisflokknum góðan byr í seglin fyrir kosningarnar í vor. „Við munum stilla upp sigur- stranglegum lista,“ segir bæj- arstjórinn sem sýtir reyndar að Ragnheiður Hákonardóttir, sem hann telur góðan bæjarfulltrúa, hafi hafnað í sjötta sæti. 584 tóku þátt í prófkjörinu en 734 voru á kjörskrá. Er þátttakan því um 80 prósent. - shá Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði: Halldór hélt velli LÖGREGLA Tveir karlmenn á þrí- tugsaldri voru handteknir á Ísa- firði í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði eru þeir grunaðir um fíkniefnamisferli. Mennirnir höfðu komið akandi til Ísafjarðar frá Reykjavík. Við leit lögreglu í bíl þeirra fannst mikið magn fíkniefna, tæp 140 grömm af hassi og 30 grömm af amfetamíni. Einnig fundustu tæki til neyslu. Af magni fíkniefnanna að dæma má ætla að þau hafi verið ætluð til dreifingar. Mönnunum sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur og telst málið að fullu upplýst. shá Eiturlyf finnast á Ísafirði: Tveir teknir með hass KÁTT Á HJALLA Sjálfstæðismenn á Ísafirði fylgdust spenntir með talningu atkvæða í próf- kjörinu í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.