Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 19
í Reykjavík stofnað af Ásgeiri Sig- urðssyni en þar var Tryggvi Gunn- arsson, bankastjóri með meiru, stjórnarformaður. Árið eftir stofnaði Ditlev Thom- sen Vindlaverksmiðju H.Th.A.Thom- sen sem varð stærst þessara verk- smiðja en Gunnar Einarsson kom einnig á fót myndarlegu fyrirtæki sem bar nafnið Vindlaverksmiðjan Hekla. Á Akureyri starfræktu Ó.G. Eyjólfsson og Frímann Frímanns- son verksmiðjur frá 1902. Önnur þeirra hóf starfsemi sína á Eski- firði en var fljótlega færð norður. Hjá þeim starfaði danskur vindla- gerðarmeistari, Dahl að nafni, sem stofnaði verksmiðju 1903 ásamt Otto Tulinius kaupmanni. Nöfn þessara verksmiðja voru Vindla- & reyk- tóbaksverksmiðjan á Akureyri og F. Frímannsson vindlaverksmiðja. Íslendingar tóku þessari nýj- ung vel og má af auglýsingum frá vindlagerðunum ráða að þrátt fyrir að verkakonum hefði fjölgað jafnt og þétt hafðist vart undan að anna eftirspurn. Thomsen byrjaði 1901 í einu herbergi í verslun sinni Thomsen-magasín en fljótlega var starfsemin í 5 herbergjum þar sem 40 stúlkur störfuðu þegar best lét. Hinar verksmiðjurnar voru minni en líklega hafa 10-20 stúlkur unnið að vindlagerð í hverri þeirra. Eitthvað fyrir alla Það kemur einnig á óvart hversu mikil fjölbreytni var í framleiðslu verksmiðjanna. Allt frá litlum kaffi- vindlum til stórra Havana-vindla voru á boðstólnum og nöfn tegunda lýstu andagift og hugkvæmni. Þjóð- legir straumar í anda tímans birtust í nöfnum eins og Skuggasveinn, Fjallafífill og Hekla. Tæknihyggja samtímans birtist í nöfnum eins og Rafritinn kemur en einnig var vel gætt að þörfum hvers og eins. Thomsen bauð upp á Qvartetto fyrir söngmenn, Geysi fyrir ferðamenn, El Studio fyrir námsmenn, Capita- no fyrir sjómenn en að síðustu má nefna Ístrubelg fyrir þá sem vildu hafa sína vindla efnismikla. Betri borgarar nýttu sér góða þjónustu vindlagerðamanna eins og heimsendingaþjónustu Gunnars Einarssonar og nokkrir viðskipta- vinir auðkenndu sína vindla með sérútbúnu „magabelti“, eins og merktur pappírsrenningurinn utan um vindla er jafnan kallaður. Ekki atvinnuvegur fyrir Íslendinga Fljótlega eftir að verksmiðjurnar hófu starfssemi sína komu málefni þeirra til kasta alþingis. Þingheimi ofbauð uppgangurinn og gróði vindlagerðarmanna og vildu sneið af kökunni fyrir landssjóð. Þeir til- burðir enduðu með gjaldtöku sem varð þess valdandi að vindlastof- urnar hurfu eins snögglega og þær birtust. Eftir allt saman risti hugar- farsbreytingin ekki alveg eins djúpt og ætla mætti af kveðskap þjóðskáldsins Hannesar Haf- stein. Hann fór fremstur í flokki þeirra sem ekki vildu vindlagerð á Íslandi eins og ræður hans á Alþingi sýna. Honum leist ekki vel á það að vindlagerðin færðist frá Dan- mörku og til Íslands, enda þótti það yfirleitt ekki fínt að brúka íslenskan varning, hvað þá munaðarvöru eins og tóbak: „...jeg tel næsta ólíklegt, að þeir menn, sem nú kaupa þá 6.000 vindlakassa, er til landsins flytjast árlega – meira er það ekki nú – mundu láta þvingast til að fara að reykja tóma illa innlenda vindla, þetta er með öllu óeðlilegur atvinnu- vegur fyrir Íslendinga og vantar öll skilyrði hjer á landi.“ Annar þingmaður, Jón Ólafs- son, hafði önnur rök sem reyndar voru víða uppi á þessum tíma: „jeg ímynda mjer, að allir, sem þekkja nokkuð til þessa atvinnuvegs, hljóti að játa, að engin sjerstök ástæða sje til þess, að vernda hann fremur en aðra atvinnuvegi. Ef maður til dæmis tekur tillit til fólksins, sem vinnur að þessari atvinnugrein, þá mundi maður virkilega ekki hafa mikla löngun til þess, að styrkja hana, því bæði er vinnan feykilega óholl, og þar að auki sjerlega illa borguð, ekki nema 20-35 kr. á mán- uði. Og fyrir þetta á fólkið að sjá sjer fyrir húsnæði, fæði og klæðum. Jeg held það væri nokkuð hollara og betra fyrir stúlkur, að fara upp til sveita og vera vinnukonur þar.“ Þrátt fyrir að Jón Ólafsson reyndi að fría sig af fordómum í garð iðnaðarins, þá skín í gegn að þessi atvinna var þyrnir í augum hans. Hér kemur fram rótgróinn hugsunarháttur þeirra sem ein- hvers var umleikis á þessum tíma; ungar stúlkur áttu að vera í sveit en ekki að freista gæfunnar í spillingar- bælunum við sjávarsíðuna. Eins og dögg fyrir sólu Lög um tolla á íslenska vindlagjörð voru sett í nóvember 1907 og vind- laverksmiðjurnar sex höfðu hætt starfssemi sinni aðeins nokkrum mánuðum síðar. Á milli 100 og 150 einstaklingar, aðallega ungar stúlk- ur, höfðu misst atvinnu sína og eig- endur atvinnutækjanna höfðu orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Til dæmis varð Gunnar Einars- son sem átti vindlaverksmiðjuna Heklu gjaldþrota og tapaði ævistarfi sínu. Rök eru fyrir því að mesti skaðinn hafi verið sá að íslenskt samfélag hafi orðið af gullnu tæki- færi til að auðga atvinnulíf lands- manna og ná þeirri fjölbreytni og því sjálfstæði sem barist var fyrir á næstu áratugum. Sjálfstæðisbar- átta þjóðarinnar var í algleymingi á þessum tíma og raddir úr öllum stigum samfélagsins kröfðust þess að Íslendingar gerðu hlutina sjálfir; það var jú boðorð dagsins. 477 form 1 skurðarvél 1 stimpilvél 8 járnpressur 2 vindlavélar 4 skurðarklossar Ýmis verkfæri Vindlabönd fyrir 15 kr. 1 límpottur 2 sigti Kassar og spítur 2 klukkur Vindlakassaefni fyrir 250 kr. 1 járnvals 1 kommóða 1 bali með lömpum 1 skúffa með hnífum Borð og stólar Búnaður Vindlaverksmiðjunnar Heklu HAFNARSTRÆTI SKÖMMU EFTIR ALDAMÓTIN 1900 Í fimm litlum herbergjum í kjallara Thomsen-magasíns unnu tugir stúlkna við vindla- gerð. Kaupið var lágt og vinnan erfið og óheilsusamleg. Það voru helstu rök þingmanna fyrir því að þessar stúlkur ættu að fara til vinnu í sveitum landsins, eða þar sem þær áttu heima. SIGFÚS EYMUNDSSON / LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.