Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR20 Á hlaðinu er hundur af næsta bæ í erindagjörðum forvitn-innar. Vill vita hver kemur að heimsækja stórleikarann sem lifað hefur sem einbúi á Helga- stöðum í Árnessýslu síðan 1992. „Dætur mínar vildu að ég væri með hund en það blessaðist ekki. Hingað kom tík en ég náði ekki að hæna hana að mér. Leyfði henni aldrei að vera inni í húsi, en svaf í kjallaranum á nóttunni. Hún fór því að hverfa sólarhringum saman, svo þetta gekk ekki,“ segir Jón einlægur með sinni alkunnu, sterku karlmannsrödd, um leið og hann hellir kaffi í blámunstraða bollana. Paradís fundin Jón er örlagabarn. Maður sem hefur litlu ráðið um eigin forlög en jafnan fengið hlutskiptið upp í hendurnar, þótt ekki hafi skort sterkan, einbeittan vilja. Þau Þóra Friðriksdóttir leikkona keyptu jörðina að Helgastöðum I vorið 1969, en jörðin kom í hlut Jóns þegar þau hjónin skildu. „Það er skrítið hvernig hesta- mennskan varð hluti af lífi mínu, en saman eigum við fjölskyldan 24 hesta. Þóra og Sigríður heitin Hagalín fengu mikinn áhuga á hestum eftir að hafa setið reið- námskeið hjá Fáki og eftir það keyptum við fyrsta hestinn. Skömmu síðar dóu foreldrar Þóru með stuttu millibili og þeim syst- kinum tæmdist arfur, en Þóra vildi koma sínum fjármunum í eitthvað fast og kaupa jörð. Þetta er því allt runnið undan hennar rótum: við fórum að leita og fundum Helga- staði, þar sem við eyddum öllum sumrum eftir það,“ segir Jón þar sem hann situr við eldhúsglugg- ann og horfir hugfanginn á Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul. „Ég hef búið hér einn síðan ég varð sjötugur og finnst það ynd- islegt. Hér vakna ég í algjörri þögn og laus við alla bílamengun á stórri landareigninni, en kaupi verktaka til að sjá um heyskapinn og losna um leið við að eiga vélar sem bila,“ segir hann íbygginn og brosir út í annað. Ameríski draumurinn Jón er fæddur í Borgarfirði en flutti þriggja ára með foreldrum sínum og bróður í Borgarnes. „Ég lék kerlingu í peysufötum sem lítill strákur, en seinna með ungmennafélaginu. Eitt sumarið kom leikhópur og setti upp Þorlák þreytta með Haraldi Á. Sigurðs- syni í aðalhlutverki. Haraldur var mikill kómíker og við spurðum hvort hann væri ekki til í að leika Þorlák þreytta með ungmenna- félaginu. Hann var undir eins til í það, setti upp sýninguna og lék Þorlák, og ég var valinn með til að leika lítið hlutverk,“ segir Jón um fyrstu kynni sín af leiklistinni. „Ég hafði aldrei farið í bíó, en fékk nú mikla bíódellu, lá í öllum sýningum og las kvikmyndablöð. Þar sá ég auglýsingu frá American Academy of the Dramatic Arts í New York, sem er elsti leiklistarskóli Bandaríkjanna og enn starfræktur, og einsetti mér að fara þangað í nám,“ segir Jón sem fyrst nam leiklist við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. „Eftir námið stefndi ég vestur, en það er svo kyndugt með þessa ævi mína að allt kemur að sjálfu sér; jörðin, hestarnir og leiklistin. Ég fór í tónlistarskóla og lærði á píanó en þá kom enn einn áhrifa- valdurinn við sögu; kórstjórinn í Borgarnesi sem vildi að ég sækti um í Karlakór Reykjavíkur, sem ég og gerði og komst inn,“ segir Jón um það örlagaríka skref. New York, New York Með Karlakór Reykjavíkur söng Jón frá 1943 til 1946 og fór kórinn í tíu vikna söngferð til Bandaríkj- anna og Kanada haustið 1946. „Ég ákvað strax í sambandi við þessa ferð að ég kæmi ekki til baka,“ segir Jón og skellir upp úr. „Við fórum alla leið suður til Mexíkóflóa, um gjörvöll Banda- ríkin og enduðum í Winnipeg. Á hótelherbergi í Texas hringdi ég til New York og talaði við yfirkennara skólans sem hvatti mig til að koma, sem og ég gerði þegar kórinn var farinn heim til Íslands,“ segir Jón sem dreif í að leigja sér herbergi hjá íslenskri konu efst á Broadway. „Svo var ég boðaður til yfir- kennarans sem færði mér tvö eintöl til að læra utan að, en inn- tökuprófin voru löngu búin. Ég kláraði þau skítnervös og ómögu- legur, enda sagði hann mig verða að gera miklu betur, tók bókina, fór með erindið og hágrét, gam- all og yndislegur maðurinn. Þetta gerði hann fyrir mig og setti mig af stað þannig að ég gerði nú allt miklu betur og komst inn, eini nemandinn við skólann sem ekki var mæltur á ensku að móður- máli,“ segir Jón sem aldrei lærði ensku öðruvísi en af bíómyndun- um í Reykjavík og eitt ár í gagn- fræðaskóla. „Þetta var yndislegur tími og ég var svo hamingjusamur. Söng- bakterían eftir starfið með kórn- um fylgdi mér og ég fann mér kennara þar sem ég lærði óperu- söng meðfram leiklistarnáminu. Stundaði svo Metropolitan-óper- una grimmt og lifði eins og heims- borgari,“ segir Jón, en það var faðir hans sem kostaði námið. „Pabbi var verkamaður og mamma líka þegar hún fékk eitthvað að gera. Hann átti enga peninga en tók lán í bankanum í Borgarnesi og sendi mér sem framfærslu út. Foreldrar mínir samþykktu allt sem mér datt í hug og spurðu ekki einu sinni hvers vegna ég færi út í þetta prjál, en fólk skildi ekki hvers vegna menn lærðu leiklist árið 1946,“ segir Jón brosmildur og fær sér bita af brúnkökusneið. Nennir ekki til Hollywood Um sama leyti og Jón fór utan til Bandaríkjanna fór stór hópur samnemenda hans úr leiklistar- skóla Lárusar til Lundúna sömu erinda, þar á meðal Ævar Kvar- an, Baldvin Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Klemens Jónsson og Gunnar Eyjólfsson. „En ég hafði séð þennan skóla í Ameríku sem hældi sér af því að hafa útskrifað heimsfræga kvik- myndaleikara sem ég hafði séð í bíó,“ segir Jón sem eftir útskrift vorið 1948 kom heim til að leika. „Í lokaprófunum dó pabbi, sem var svolítið óvænt fyrir mig en þau heima höfðu vitað að hverju gekk um tíma. Mamma vildi að ég lyki náminu, svo ég var ekki látinn vita. Ég átti þá eitt loka- próf eftir en samdi við kennarann að fara heim til að fylgja pabba,“ segir Jón sem ávallt hefur verið forfallinn kvikmyndaaðdáandi. „Mínir uppáhaldsleikarar voru Tyrone Power, Robert Tayl- or og Katherine Hepburn, alveg makalaust góðir leikarar,“ segir Jón sem sjálfur gæti skemmt sér meðal skærustu kvikmynda- stjarna veraldar þegar óskars- verðlaunin verða afhent í Holly- wood þann 6. mars. „En ég nenni ekki út því þetta er svo mikið ferðalag. Vitaskuld er draumur allra leikara að fá til- nefningu til þessara verðlauna en mér hafði svo sannarlega aldrei dottið til hugar að ég yrði við- loðandi slíkt sjálfur,“ segir Jón dreyminn á svip, en stuttmyndin Síðasti bærinn með Jóni í aðalhlut- verki er tilnefnd í flokki erlendra stuttmynda til verðlaunanna. „Það er ekki út af mínum leik sem tilnefningin er tilkomin, ég get ekki þakkað mér það. Þetta er alfarið hugarsmíð leikstjórans Rúnars Rúnarssonar sem skrifaði söguna og skóp persónuna. Á sinn hátt má segja að tilnefningin sé punkturinn yfir i-ið á mínum ferli, en getur þó aldrei orðið hápunkt- urinn því ég hef leikið svo miklu stærri og bitastæðari hlutverk áður. En þetta er gott hlutverk og útkoman rímar svo sannarlega við Hollywood-drauminn minn gamla,“ segir hann hlæjandi. Eintóm ánægja Hún geislar af Jóni lífsgleðin og hann segist sáttur við ferilinn. „Ég er dús við sjálfan mig og finnst stundum að mér takist vel það sem ég geri. Þetta er búið að vera mikið skemmtilegt og ég hef aldrei séð eftir því að velja þessa leið, enda bættist við söngurinn og það kórónaði margt,“ segir Jón sem söng meðal annars við Kon- unglegu óperuna í Stokkhólmi í tvö ár. „Söngurinn var að yfirtaka mig á tímabili en ég ákvað svo að einbeita mér að leiknum, fyrst hjá Þjóðleikhúsinu og síðar Leikfé- lagi Reykjavíkur,“ segir Jón sem síðast lék á sviði vorið 1992. „Ég var alveg reiðubúinn að hætta, enda við Þóra skilin og ég flytjandi á milli leiguíbúða, eigandi þessa jörð og þetta góða hús hér. Því tók ég saman fögg- ur mínar og hef verið hér síðan,“ segir Jón sem þvertekur fyrir að vera frægur í sveitinni þótt marg- ir sveitungar hans óski honum nú til hamingju með tilnefninguna. „Víst hef ég notið þess að vera þekktur maður og rekast iðulega á fólk sem ég þekki engin deili á en þekkir mig þó. Um daginn komu til mín tvær konur sem vildu þakka mér ævistarfið og vissulega þykir mér vænt um það,“ segir Jón sem orðinn er 83 ára gamall, þótt ekki beri hann árin utan á sér. „Það er andskotakornið mik- ill aldur, en aldur er auðvitað afstæður. Ég held ég sé hættur að leika, nema ég fengi góða rullu í kvikmynd að sumrinu til, því ég er dálítið fastbundinn hér allan veturinn vegna hestanna,“ segir Jón sem byrjar daginn á heygjöf í hesthúsinu og fær sér heitan tebolla og tvær brauðsneiðar í árbít. „Svo er þetta nú bara letilegt hjá mér. Ég les mikið og er fótbolta- fíkill sem fær útrás í sjónvarpinu. En ég er aldrei einmana og uni mér vel einn. Þetta er heldur eng- inn Gísla á Uppsölum-lífsstíll; ég á góða vini á næstu bæjum og svo koma dæturnar oft með barna- börnin,“ segir Jón sem stundum veltir fyrir sér hvert lokaferðinni sé heitið. „Ég hef velt því fyrir mér hvar ég ætti að láta grafa mig því um þrjá staði er að ræða. Ég gæti hvílt hér í sveitinni, en einnig í Reykja- vík þar sem ég bjó helminginn af ævinni, eða þá á bernskuslóðum í Borgarnesi. Æskustöðvarnar sitja voðalega sterkt í mér og ég hugsa oft þangað og um fólkið sem ég ólst upp með. Ég man nefnilega ekkert nema gott um ævi mína þar, og reyndar hefur lífið allt verið ein- tóm ánægja,“ segir hann með blik í augum og ánægjubrosi á vör. Dús við sjálfan mig Það er vatn á geyminum í kaffikönnunni á Helga- stöðum. Brúnkaka með súkkulaðirönd í skápnum. Allt svo fallegt og hreint heima á bænum. Hálf- partinn jólalegt, enda snjóhvítt teppi á túnunum úti. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir þáði kökusneið og molasopa hjá leikaranum og hrossabóndanum Jóni Sigurbjörnssyni, en Jón er aðalleikari í Síðasta bænum, sem tilnefnd er til óskarsverðlauna. SETIÐ VIÐ ELDHÚSGLUGGANN HEIMA Á HELGASTÖÐUM Jón hefur verið einbúi á Helgastöðum í Árnessýslu frá því að hann sté af leiksviði í síðasta sinn vorið 1992. Leikur hans í stuttmyndinni Síðasti bærinn hefur vakið gríðarlega athygli, en myndin er tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI „Það er ekki út af mínum leik sem tilnefningin er tilkomin; ég get ekki þakkað mér það. En þetta er gott hlutverk og útkoman rímar svo sannarlega við Hollywood-drauminn minn gamla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.