Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 2
2 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR DAGUR ER ALVÖRU JAFNAÐARMAÐUR 84-85 (36-37) Dagskrá 4.2.2006 16:03 Page 2 Ölvaður velti bíl Jeppi valt við Síðumúla í fyrrinótt og vildi ekki betur til en svo að jeppinn hafnaði ofan á öðrum bíl. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann er grunaður um ölvun við akstur. Báðir bílar skemmdust töluvert. Þjófur í Austurbænum Lögreglan í Reykjavík leitar þjófs sem braust inn í fyrirtæki í miðborginni í fyrranót. Þjófurinn klifraði upp á vinnupalla og spennti upp glugga á efri hæð. Ekki lá ljóst fyrir í gær hversu miklu var stolið. LÖGREGLUFRÉTTIR STARFSMANNALEIGUR Starfsmanna- leigan Vislande er talin hafa verið einna stórtækust af öllum starfs- mannaleigum á Íslandi í fyrra en áætlað er að Vislande hafi flutt inn minnst 75 manns á rúmlega einu ári, frá ágúst 2004. Vislande er með höfuðstöðvar í miðborg Riga. Hún er staðsett á efri hæð- inni fyrir ofan ljósmyndastofu við stóra breiðgötu. Í heimsókn Fréttablaðsins til Lettlands kom í ljós að Vislande er með að minnsta kosti tvö önnur heimilisföng í sögufrægum bæ, Sigulda, í um klukkustundar fjarlægð frá Riga. Í bú ð i r n a r eru í hrörleg- um bæjar- blokkum og virðast vera mannlausar, að minnsta kosti svaraði þar enginn þegar b l a ð a m a ð u r F rét tablaðs - ins var þar á ferð í fyrradag og bankaði uppá. Nágrannarnir vissu heldur ekki neitt um íbúa í þessum íbúðum. Þegar hringt var á skrifstofu Nordic Barter í Riga fékkst sam- band við yfirmanninn sem reynd- ist vera Ilona Mikla. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá upp- lýsingar um starfsmennina tókst það aldrei. Ilona, sem á starfs- mannaleiguna Vislande, benti ítrekað á Ingu hjá Nordic Barter í Riga þrátt fyrir óskir um að fá að hitta hana sjálfa. Nordic Barter er rekið í tengslum við Viðskiptanet- ið á Íslandi og eru eigendur Nor- dic Barter bræðurnir Benedikt og Örn Karlssynir. Örn er barnsfaðir Ilonu. Viðskiptahugmynd Nor- dic Barter í Riga er sú sama og Viðskiptanetsins á Íslandi, vöru- skipti. Nordic Barter hefur meðal annars verið í innflutningi á timb- urhúsum og tengist það ýmsum öðrum fyrirtækjum, þar á meðal Viðskiptanetinu og Austurbrún. Starfsmannaleiga Vislande var í fréttum í fyrravor vegna lettneskra bílstjóra sem störfuðu sem bílstjórar hjá GT verktökum á Kárahnjúkum. Lettarnir voru ekki taldir hafa tilskilin leyfi og fóru meðal annars fyrir héraðs- dóm Austurlands vegna þess. ghs@frettabladid.is Höfuðstöðvarnar í yfirgefnum íbúðum Starfsmannaleigan Vislande, sem talin var stórtækust í innflutningi á vinnuafli frá Lettlandi og Litháen í fyrra, hefur heimilisföng á nokkrum stöðum í Lett- landi, þar á meðal í tveimur mannlausum íbúðum í Sigulda. HÖFUÐSTÖÐVARNAR Skrifstofur starfsmanna- leigunnar Vislande og Nordic Barter eru til húsa á sama stað eins og sjá má á skiltunum á þessari mynd. Bæði fyrirtækin eru til húsa á efri hæðinni. Á götuhæðinni er ljósmynda- stofa. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA FRÉTTABLAÐIÐ Í LITHÁEN GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is HÉRAÐSDÓMUR AUSTURLANDS Lettneskir bílstjórar á vegum Vislande starfsmanna- leigunnar komu fyrir Héraðsdóm Austur- lands síðasta vor. Þeir voru ákærðir fyrir að vinna án atvinnuleyfis. SPURNING DAGSINS Ásbjörn, mun Samskip flytja verk á Listahátíð? Já, mig grunar að við eigum eftir að flytja eitthvað af verkunum enda eru flutningar okkar fag. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, skrifaði fyrir helgi undir samstarfssamning við Lista- hátíð fyrir hönd Samskipa. VARNARLIÐIÐ Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær þegar fjórar C-23 flutningavélar í þjón- ustu Bandaríkjahers, millilentu á leið sinni frá Mið-Austurlönd- um. Að sögn sjónarvotta beið á flugvellinum hópur bandarískra herlögreglumanna með alvæpni og leitarhunda sér við hlið. Far- þegar vélanna voru bandarískir hermenn á leiðinni heim í frí og voru nokkrir þeirra handteknir og færðir burt í handjárnum; sumir klæddir borgaralegum fatnaði. Eftir að farþegar vélanna höfðu verið færðir á brott voru vélarnar skoðaðar nákvæmlega eða „tekn- ar í sundur“ eins og sjónarvott- ur orðaði það. Einnig var leitað í öllum farangri . Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, sagðist ekki vita nákvæmlega um hvað málið snýst en staðfesti þó að um einhvers konar agabrot væri að ræða. Hann sagði að það væri mjög eðlilegt að mál væru rannsökuð hér. „Herlögregla fékk það verk- efni að hafa afskipti af hermönn- um sem voru um borð í vélunum og það er það eina sem fram fór. En þetta gæti verið eitthvað stór- alvarlegt mál án þess að ég viti það,“ segir Friðþór Eydal. -shá Herlögregla á Keflavíkurvelli hafði mikinn viðbúnað við komu fjögurra flugvéla: Hermenn biðu með alvæpni FLUTNINGAVÉL Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Fjórar vélar ekki ósvipaðar þessari voru skoðaðar af herlögreglu í gærkvöld. PRÓFKJÖR Guðmundur G. Gunnars- son hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi sem fram fór í gær. Guðmundur hlaut 143 atkvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti með 71 atkvæði var Sigríður Rósa Guðmundsdóttir og í þriðja sæti lenti Kristinn Guðlaugsson með 72 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Erla Guðjónsdóttir hreppti fjórða sætið með 94 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Alls voru greidd 172 gild at-kvæði. Sjálfstæðisflokkur hefur nú fjögur sæti af sjö í bæjarstjórn Álftaness en Kristján Guðlaugs- son er eini frambjóðandinn af þeim sem hlutu efstu fjögur sætin sem ekki situr í bæjarstjórn. - sha Sjálfstæðismenn á Álftanesi: Afgerandi sig- ur bæjarstjóra ÁNÆGÐ MEÐ PRÓFKJÖRIÐ Kristinn Guð- laugsson, Halla Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ATLI ÞÓR ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, var færður á gjörgæsludeild sjúkrahúss- ins Haddasah í Jerúsalem þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær. Læknar hans skáru hann upp vegna þess að þeir tóku eftir því að kviður hans var mjög bólginn. Sneiðmynd sem var tekin í kjölfar- ið leiddi í ljós að komin var sýking í kviðarhol hans. Læknar þurftu að fjarlægja hluta af ristli forsetans sem er nú talinn úr bráðri hættu. Forsetinn er búinn að vera í dái síðan 4. jan- úar eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall.- shá Sharon gekkst undir aðgerð: Sharon nær dauða en lífi ARIEL SHARON PRÓFKJÖR Kristán Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri í gær. Kristján þór segist hafa vænst góðs stuðnings í fyrsta sætið og var að vonum í sjöunda himni þegar úrslit lágu fyrir. “Þetta er mjög afdráttarlaus traustsyfir- lýsing sem ég fæ og ég er bæði stoltur og þakklátur í senn. Kosn- ingaþáttakan er meiri en ég átti von á og nýskráningar í flokkinn mjög margar. Það gefur okkur byr undir báða vængi og ég get ekki verið annað en mjög bjartsýnn varðandi kosningarnar í vor,” segir Kristján Þór. Sigrún Björk Jakobsdóttir og Þórarinn B. Jónsson eru áfram á meðal efstu manna Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri en Elín Mar- grét Hallgrímsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson og María Egilsdóttir eru ný í efstu sætum. Hvorki Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, né Sigbjörn Gunnarsson, fyrrver- andi þingmaður Alþýðuflokksins, voru á meðal sex efstu en bæði gengu þau nýlega í Sjálfstæðis- flokkinn. Á kjörskrá voru 1.500 og greiddu 1.150 atkvæði. Þátttakan var 77 prósent. Ellefu sitja í bæjarstjórn Akur- eyrar og í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra full- trúa. - kk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var haldið í gær: Kristján Þór hlaut rússneska kosningu SIGURINN VÍS Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ringsted, þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ KK PRÓFKJÖR Alls höfðu 3.800 manns kosið í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík þegar kjörstöð- um var lokið klukkan sex í gær en þetta var fyrri dagurinn. Með utankjörfundaratkvæðum höfðu því rúmlega 4.500 manns greitt atkvæði. Prófkjörinu lýkur í dag og er reiknað með að fyrstu tölur berist um klukkan hálf sjö í kvöld. Að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, formanns kjörstjórnar, er mikil ánægja þátttökuna. „Þetta er meira en við áttum von á,” segir Heiða. - fgg Samfylkingin í Reykjavík: Fleiri kosið en búist var við GÓÐ ÞÁTTTAKA Úrslitin prófkjörsins verða kunngerð í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ / ATLI ÞÓR PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í AKUREYRI 1. sæti Kristján Þór Júlíusson 896 atkvæði 2. sæti Sigrún Björk Jakobsdóttir 696 atkvæði 3. sæti Elín Margrét Hallgrímsdóttir 298 atkvæði 4. sæti Hjalti Jón Sveinsson 301 atkvæði 5. sæti Þórarinn B. Jónsson 379 atkvæði 6. sæti María Egilsdóttir 440 atkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.