Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 74
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR34 Hár og förðunarmódel 18-25 ára óskast á Sebastian sýningu sem verður haldin í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Á þessari sýningu sýna erlendir fagaðilar vor og sumarlínur 2006 frá Sebastian í hári og förðun. Skráning er í síma 563 63 00 Anna eða Rósa Fyrir Miðvikudaginn 15 febrúar. Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason hefur vakið athygli að undanförnu fyrir frammistöðu sína í mynd- inni A Little Trip to Heaven auk þess að hafa nýlega tek- ið upp fyrir Clint Eastwood. Freyr Bjarnason hringdi í hann til Bandaríkjanna og spurði hann út í ferilinn og framtíðaráformin. Óttar stjórnaði tökum á mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, og þreytti hann þar frumraun sína sem aðaltökumað- ur. Áður hafði hann verið á D- cameru í stórmyndinni Flags of Our Fathers sem var að hluta til tekin upp hér á landi í leikstjórn stjörnunnar Clints Eastwood. Óttar hefur undanfarin tíu ár starfað við að taka upp aug- lýsingar í Bandaríkjunum og er greinilega orðinn virtur á því sviði því nú á dögunum tók hann upp glænýja Pepsi-auglýsingu í Los Angeles með Evu Longoria úr þættinum Desperate Housewifes í aðalhlutverki. Óttar hefur einnig tekið upp auglýsingar fyrir stórfyrirtæki á borð við Sony Playstation, Jagú- ar, Crysler og Chevrolet. Meðal annars hefur hann unnið náið með hinum reynda hollenska leik- stjóra Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider. Longoria er indæl pía Óttar var nýbúinn að taka upp Pepsi-auglýsinguna og strax byrjaður á nýrri með Nascar- kappakstursmanninum Jimmy Johnson í aðalhlutverki þegar blaðamaður náði í hann á milli takna. Hann segir að Pepsi-auglýsing- in hafi verið mjög skemmtilegt verkefni. „Hún var tekin upp á baklóð Fox-kvikmyndaversins. Þar er New York-stræti sem er búið byggja sem hefur verið þar í mörg ár. Við vorum þarna í tvo daga með Evu Longoria þar sem hún var að drekka Pepsí og labba í rigningu sem við bjuggum til,“ segir Óttar, og ber Evu vel sög- una: „Hún er indælis pía.“ Auglýs- ingin verður frumsýnd í Norður- og Suður-Ameríku eftir um það bil tvær vikur en hvort hún verði sýnd hér á landi verður tíminn einn að leiða í ljós. Á framtíðina fyrir sér Óttar verður 32 ára í sumar og á því framtíðina fyrir sér í auglýs- inga- og kvikmyndabransanum. Hann hóf feril sinn sem tökumað- ur á Stöð 2 aðeins átján ára og eftir þriggja ára starf þar færði hann sig um set til Saga Film þar sem hann vann í fjögur ár. Eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna og Evrópu. Eftir tíu ár í auglýsingabrans- anum hefur Óttar öðlast mikla reynslu sem tökumaður og mun hann væntanlega í auknum mæli einbeita sér að kvikmyndabrans- anum fari svo að tilboðin fari nú að streyma inn þaðan. Þó segist hann ætla að eyða megninu af þessu ári í auglýsingarnar, enda er hann á heimavelli þar. Þar sem Óttar er aðeins 32 ára að aldri er ljóst að hann á öll sín bestu ár eftir ef miðað er við fyr- irmyndir hans í faginu, kappa á borð við Darius Khondji (Seven, Evita, Delicatessen), Janusz Kam- inski (Munich, Saving Private Ryan, Schindler´s List) og Conrad Hall (Road to Perdition, American Beauty). Kaminski verður 47 ára á árinu, Khondji 51 árs og Hall lést fyrir þremur árum 76 ára að aldri. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa slegið í gegn á fertugsaldri í kvikmyndabransanum og náð að halda sér á toppnum allar götur síðan. Vonandi nær Óttar að feta í fótspor þeirra. Aukin athygli Inntur eftir svari segist Óttar hafa fengið aukna athygli fyrir þátt sinn í A Little Trip to Heaven. Hann hafi fengið fyrirspurnir að utan frá umboðsskrifstofu sinni í Bandaríkjunum en ekkert hafi verið neglt niður enn sem komið er. Hann er ánægður með við- brögðin við myndinni. „Myndin er búin að fá mjög góða dóma heima og mjög góða krítík fyrir alla tækniútfærslu, hljóð og mynd og annað. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður með það,“ segir hann. Vill ekki að verða leikstjóri Jan De Bont, sem Óttar hefur starfað talsvert með í gegnum árin, sló í gegn í Hollywood sem leikstjóri eftir að hafa starfað í fjöldamörg ár sem kvikmynda- tökumaður. Hann tók upp mynd- ir á borð við Die Hard, Basic Instinct, Leathal Weapon 3 og The Hunt For Red October og var einn sá heitasti í faginu. Þá ákvað hann að söðla um og snúa sér að leik- stjórn með góðum árangri. Óttar segist ekki ætla að feta sömu slóð og Bont og gerast leik- stjóri. „Það heillar mig engan veginn. Ég hef engan metnað til að fara í þá átt. Ég hef bara gríð- arlega gaman af því sem ég er að gera og vil halda áfram á því sviði. Þetta er mjög fjölbreytt starf,“ segir Óttar og nefnir sem dæmi að tökumenn geti tekið að sér mun fleiri verkefni á hverju ári heldur en leikstjórar. Gaman að vinna með Eastwood Óttar segir að samstarfið við Clint Eastwood við gerð Flags of Our Fathers hafi verið mjög gott. „Þetta gekk bara mjög vel og það var gríðarlega gaman að vinna með honum,“ segir hann. Hvort hann muni starfa aftur með þess- um merka leikstjóra verði tíminn aftur á móti að leiða í ljós. „Ég væri náttúrulega meira en til í það ef sú staða kæmi upp aftur.“ Spáir Dion Bebe sigri Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í 78. sinn sunnudag- inn 5. mars. Fjölmargar myndir eru tilefndar en fáar útnefnd- ar og telur Óttar að Brokeback Mountain í leikstjórn Ang Lee verði fyrir valinu sem besta myndin. Hann er þó ekki á því að hún fái verðlaun fyrir bestu kvik- myndatökuna. „Ég hefði gjarnan viljað sjá Januz Kaminski til- nefndan fyrir Munich en af þeim sem eru tilnefndir þykir mér lík- legast að Dion Bebe hljóti titilinn fyrir kvikmyndatöku í Memories of Geisha,“ segir Óttar. Hefur gríðarlega gaman af starfinu VIÐ TÖKUR Óttar tók nýverið upp Pepsi-auglýsingu með Evu Longoria úr þættinum Desperate Housewifes í aðalhlutverki. Í LAUSU LOFTI Óttar hefur starfað mikið í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin tíu ár, mest við tökur á hinum ýmsu auglýsingum. Í ÞYRLU Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason í þyrlu við tökur. Hann hefur verið afar upptekinn að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.