Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 10.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,09 63,39 Sterlingspund 110,25 110,79 Evra 75,5 75,92 Dönsk króna 10,112 10,172 Norsk króna 9,347 9,403 Sænsk króna 8,151 8,199 Japanskt jen 0,5364 0,5396 SDR 90,81 91,35 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,0024 HOLLAND Kanadíski ljósmyndar- inn Finbarr O´Reilly vann til verð- launa fyrir fréttaljósmynd ársins í gær fyrir mynd sína af fingr- um barns á vörum móður þess í neyðarskýli í Níger í Afríku. Umsögn dómnefndar var á þá leið að myndin næði að sameina fegurð, hrylling og örvæntingu, en myndin er tekin á hungur- sneyðarsvæði. Alls þurfti dómnefndin að velja úr 80 þúsund ljósmyndum að þessu sinni, sem bárust frá 122 löndum. Finnbarr O´Reilly starfar fyrir Reuters-fréttastofuna en þetta er annað árið í röð sem ljósmyndarar á hennar vegum hreppa fyrstu verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins. Ljósmyndarar AP og Getty Images unnu flest verðlaun eða átta og sjö samtals. Þema flestra mynda sem send- ar voru inn í keppnina að þessu sinni var móðir náttúra og öfl hennar. Alls voru veitt verðlaun í 25 flokkum og hlutu 63 ljósmynd- arar verðlaun eða viðurkenningu fyrir myndir. Verðlaunamyndirnar verða kynntar sem fyrr um víða veröld á næstu mánuðum en sýningin hefur verið haldin í Kringlunni hér á landi undanfarin ár. - aa FRÉTTALJÓSMYND ÁRSINS 2005 Hungursneyð ríkir í Níger og tugþúsundir þurfa að leita á náðir erlendra hjálparstofnana með mat og vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fréttaljósmynd ársins 2005 valin í Hollandi: Þögult neyðaróp DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður var á föstudag dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að hafa í vörslu sinni 33 kannabisplöntur, 38 grömm af kannabislaufum og 1,5 grömm af kannabisstönglum. Jafnframt að hafa um nokkurt skeið ræktað umræddar plöntur í bílskúr við Fálkagötu. Maðurinn hafði áður hlotið dóma fyrir brot á umferðarlög- um, skjalafals, tilraun til þjófn- aðar, eignaspjöll og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Sakaferill hans nær allt til ársins 1996. Auk fimm mánaða fangels- is var manninum gert að greiða málsvarnarlaun að upphæð 65 þúsund krónur. - jss FIMM MÁNUÐIR Maðurinn ræktaði kanna- bis í bílskúr við Fálkagötu í Reykjavík. Síbrotamaður fyrir dómi: Dæmdur fyrir kannabisrækt MOSKVA, AP Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims eru bjartsýnir á þróun efnahagsmála fram eftir þessi ári en fregnir af fuglaflensu á Ítalíu og Grikk- landi valda þó nokkrum áhyggj- um. Þetta kom fram á fundi fjár- málaráðherranna sem fram fór í Moskvu í gær, þeim fyrsta sem haldinn er í Rússlandi. Talið er að ef fuglaflensutil- fellum fjölgi mjög í Evrópu geti það haft efnahagslegar afleiðing- ar fyrir viðkomandi svæði. Hvatt er til aukinna fjárframlaga til hinna sýktu svæða svo draga megi úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum. Gestgjafarnir Rússar eru mjög í sviðsljósinu á þessum fundi. Það er ekki aðeins vegna þess að þeir halda nú í fyrsta sinn fund fjár- málaráðherra G8 ríkjanna heldur halda þeir mjög á lofti þeirri stað- reynd að þeir eru aðrir stærstu olíuútflytjendur í heimi og hafa á undanförnum árum hagnast mjög á olíuviðskiptum sínum. Svo mjög hafa þeir hagnast að þeir standa nú í samningaviðræðum við skuldunauta sína um að borga upp skuldir sovéttímans. Einnig vilja þeir nota fundinn til að eyða þeim orðrómi að þeir séu óáreiðanlegir í olíuútflutningi sínum. Olíuverð er sem oft áður eitt af aðalumræðuefnum funda fjár- málaráðherra G8 ríkjanna. Það sem veldur áhyggjum er ekki aðeins aukin eftirspurn held- ur einnig takmarkanir á magni útflutningsríkja. „Við sjáum þá þróun að verð stýrist ekki ein- ungis af eftirspurn heldur horf- um við nú fram á enn frekari framleiðsluhömlur. Þetta getur haft neikvæðari áhrif á efnahag heimsins en við höfum séð til þessa,“ var haft eftir hátt settum embættismanni. Mitt í allri þessari umræðu um framboð og eftirspurn olíu standa Rússar frammi fyrir því að efast er um réttmæti hlutdeildar þeirra í hópi átta stærstu iðnríkja heims. Þetta sést á því að þeir hafa ekki verið fullgildir meðlimir í við- ræðum fjármálaráðherra ríkj- anna um veigamikil mál eins og gengi og viðskiptahalla Banda- ríkjanna. Pútín forseti ver aðild Rússlands með kjafti og klóm og segir að land sitt sé málsvari þró- unarlandanna og veiti mótvægi við þá sterkustu. svavar@frettabladid.is Óttast efnahagsleg áhrif fuglaflensu Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims funduðu í Rússlandi í fyrsta skipti. Rússar nota tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. ÓTTI OG ÁNÆGJA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heilsar Peer Steinbrueck, fjármálaráð- herra Þýskalands. Á milli þeirra stendur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, John Snow. MÚHAMEÐSTEIKNINGAR Danir hafa kallað sendiherra sinn og allt starfsfólk sendiráðs síns heim frá Indónesíu eftir að hótanir bárust þeim í gær. Er þetta enn eitt atvik- ið vegna birtingar skopmynda af Múhameð spámanni en ólgan í kringum málið virðist ekkert ætla að róast. Mótmæli hafa nú staðið yfir í fullar tvær vikur í Indónesíu en mótmælin í gær fóru friðsamlega fram að mestu ólíkt mótmælum undanfarinna daga. Skemmst er að minnast þegar mótmælendur brutust inn í anddyri sendiráðsins á dögunum og brenndu þar fána Evrópusambandsins. - shá Mótmæli halda áfram: Danir flýja morðhótanir Fór utan í vegrið Ökumaður fólksbifreiðar keyrði utan í nýtt vegrið í Draugahlíðarbrekku rétt austan við Litlu kaffistofuna í fyrirnótt. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Veltu bíl Bílvelta varð á Grafningsvegi um hádegisbilið í gær. Tveir voru í bíln- um og þeir fluttir á heilsugæsluna. til aðhlynningar en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. LÖGREGLUFRÉTTIR Fullur flugmaður Flugmaður Ameri- can Airlines var handtekinn á Manchest- er-flugvelli í gær. Þetta var skömmu fyrir flugtak og hugðist maðurinn, sem er grunaður um ölvun, fljúga farþegavél til Chicago. Klukkutíma seinkun varð á flugtaki. BRETLAND VIÐSKIPTI Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, hefur keypt bílaleiguna Hertz af FL Group. Kaupverðið fékkst ekki uppgefið og segir Magnús það vera trúnaðarmál. Hertz er önnur tveggja stærstu bílaleigna lands- ins með tæplega þriðjungs mark- a ð s h l u t d e i l d . Magnús keypti Toyotaumboðið nýlega. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvort Toyota sé stærsti sam- starfsaðili bílaleigunnar. „Ég er ekki farinn að skoða gögnin en mig grunar það,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi frekar ólíklegt að breytingar yrðu á rekstri Hertz og að flest- ir lykilstjórnendur héldu áfram hjá fyrirtækinu. „Ég er ennþá að ná áttum en mér sýnist þetta við fyrstu sýn,“ sagði Magnús og bætti við að hann væri ekki orðinn bílakóngur á Íslandi. „Ég er hins vegar mikill bíladellukarl.“ - fgg Magnús Kristinsson: Kaupir Hertz MAGNÚS KRIST- INSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.