Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 70
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR30 baekur@frettabladid.is HEILDARLISTI 1 ÍSLANDSATLASHANS H. HANSEN 2 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 3 SUMARLJÓS, OG SVO KEMUR NÓTTIN JÓN KALMAN STEFÁNSSON 4 ENDALAUS ORKAJUDITH MILLIDGE 5 HVAR ER VALLI?MARTIN HANDFORD 6 VIÐ ENDA HRINGSINSTOM EGELAND 7 VETRARBORGINARNALDUR INDRIÐASON 8 ÍSLENSKUR STJÖRNUATLASSNÆVARR GUÐMUNDSSON 9 ÞRIÐJA TÁKNIÐYRSA SIGURÐARDÓTTIR 10 VERONIKA ÁKVEÐUR AÐ DEYJAPAOLO COELHO SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1 SUMARLJÓS, OG SVO KEMUR NÓTTIN JÓN KALMAN STEFÁNSSON 2 VIÐ ENDA HRINGSINSTOM EGELAND 3 VETRARBORGINARNALDUR INDRIÐASON 4 ÞRIÐJA TÁKNIÐYRSA SIGURÐARDÓTTIR 5 VERONÍKA ÁKVEÐUR AÐ DEYJAPAOLO COELHO 6 TÍMI NORNARINNARÁRNI ÞÓRARINSSON 7 BLÓÐBERGÆVAR ÖRN JÓSEPSSON 8 FLUGDREKAHLAUPARINNKHALED HOSSEINI 9 KROSSTRÉJÓN HALLUR STEFÁNSSON 10 BLEKKINGALEIKUR DAN BROWN SKÁLDVERK - KILJUR 1 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 2 MINNINGAR GEISJUARTHUR GOLDEN 3 SJÁLFSTÆTT FÓLKHALLDÓR LAXNESS 4 ENGLAR OG DJÖFLARDAN BROWN 5 DAUÐINN Í FENEYJUMTHOMAS MANN 6 MÝRINARNALDUR INDRIÐASON 7 GRAFARÞÖGN ARNALDUR INDRIÐASON 8 ALKEMISTINNPAOLO COELHO 9 SKUGGA BALDURSJÓN 10 DAUÐARÓSIRARNALDUR INDRIÐASONÍSLANDSATLAS EDDU METSÖLULISTINN „Dauðasyndirnar leiða ekki til tafarlauss dauða, það kemur enginn glóandi steinn af himni eða önnur skyndirefsing. Dauðasynd- irnar leiða hægt og bítandi til dauða, þær tæra lífsgleðina, angistin þrengir að og kærleik- urinn tortímist hægt en óumflýj- anlega.“ - Syndin er lævís og lúmsk eins og Jaakko Heinimaki bendir á í bók sinni Syndirnar sjö. > Bók vikunnar The Possibility of an Island eftir Michel Houellebecq. Franski sóðakjaftur- inn Michel Houellebecq er kominn aftur á kreik en þessi nýja skáldsaga hans er fáan- leg á Íslandi í enskri þýð- ingu. Houell- ebecq vakti verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar Öreind- irnar og Áform. Það er ekki minni sláttur á honum í nýju bókinni sem margir vilja meina að sé hans besta verk hingað til. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � Díana prinsessa og ástmaður hennar, Dodi Al Fayed, létust sviplega í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Heims- byggðin var harmi slegin við frá- fall hinnar ástkæru prinsessu og í kjölfar dauða hennar spruttu upp ótal samsæriskenningar. Ein þeirra gekk út á að breska leyniþjónust- an hefði komið Díönu fyrir kattar- nef til þess að koma í veg fyrir að framtíðarríkisarfinn, Vilhjálmur prins sonur Díönu og fyrrum eiginmanns hennar Karls Bretaprins, yrði stjúpson- ur arabísks kaupsýslumanns. Jon King og John Beveridge skrifuðu bókina Hidden Truth, eða Falinn sannleikur, þar sem þeir viðruðu kenningar sínar um að bandaríska leyni- þjónustan CIA og bandaríska alríkislögreglan FBI hefðu bruggað prinsessunni bana- ráð. Samkvæmt tímaritinu Screen Daily stendur nú til að gera spennumynd byggða á bókinni. William P. Cartlidge, framleiðandi Educating Rita, ætlar að framleiða þennan breska trylli sem gert er ráð fyrir að muni kosta 2,8 milljónir punda í framleiðslu. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir en gera má ráð fyrir að margar leikkonur renni hýru auga til hlutverks prinsessunn- ar dáðu. Engin viðbrögð hafa borist frá bresku konungsfjölskyldunni en ætla má að fyrrverandi tengdamóður Díönu, Elísabetu Bretadrottningu, líki það mátulega vel að fjölskylda hennar dragist inn í atburðarás spennumyndar með pólitískum undirtóni. Rannsókn á dauða Díönu stendur enn yfir eins og fyrrverandi lögreglustjórinn Lord Stevens, sem stjórnar rannsókninni, upplýsti í síðasta mánuði og sagði að hún væri miklu umfangsmeiri og flóknari en nokkurn hefði getað órað fyrir. SAMSÆRISKENNINGABÓK KVIKMYNDUÐ Það þykir ekki lengur góð latína að berja nemendur til bókar svo upp- fræðarar landsins þurfa að beita öðrum meðulum til að birgja þá upp af andlegri næringu. Frétta- blaðið leitaði til nokkurra bóka- orma og bað þá að tilnefna fimm bækur sem allir menntskælingar ættu að lesa. PÁLL VALSSON, ÚTGÁFUSTJÓRI EDDU The Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Snilldarsaga sem smell- passar að lesa á þessum örlaga- ríku mótunarárum í menntaskóla. Hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma og batnar bara við hvern lestur. Hef því miður ekki lesið íslenska þýðingu Flosa Ólafsson- ar, Bjargvættinn í grasinu, en mér er sagt að hún sé góð. Hundrað ára einsemd eftir Gabri- el Garcia Marques. Meistaraverk sem opnaði fyrir manni töfralend- ur bókmenntanna, stórkostlega andrík og skemmtileg saga sem er auðvitað löngu orðin sígild. Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi. Frábær uppvaxtarsaga frá norðurhjara sem er í senn bæði tragísk og drepfyndin. Gott dæmi um hvað norrænar bókmenntir geta verið skemmtilegar. Meistarinn og Margaríta eftir Mikhail Búlgakof. Skáldsaga sem hefur allt til að bera, tímalaus snilld. Heimsljós eftir Halldór Laxness Fulltrúi íslenskra skáldsagna í þessum hópi. Gæti opnað augu menntskælinga fyrir hinni ljóð- rænu fegurð tilverunnar. JÓN KALMAN STEFÁNSSON RITHÖFUNDUR Íslenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson. Hreint og beint skemmtileg, ein af þessum tíma- lausu bókum og þarafleiðandi allt- af nútímaleg. Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunn- arsson, til dæmis fyrsta bind- ið, Skip heiðríkjunnar í þýðingu HKL. Þungur niður í þessari bók, skemmtileg með harmrænan und- irtón, mikill skáldskapur. Ágætt líka að gefa bókum Halldórs frí, lesa eitthvað úr Fjallkirkjunni í stað Sölku Völku, Sjálfstæðs fólks... Uppvöxtur litla trés eftir For- rest Carter. Þessi bók er fyndin, sorgleg, skemmtileg, maður les hana hindrunarlaust í afbragðs- þýðingu Gyrðis Elíassonar, og ekki skemmir fyrir að viðhorf höfundar og náttúruskynjunin, er bókstaflega lífsnauðsynleg fyrir okkar tíma; skynjun sem lesendur anda að sér og, í sumum tilvikum, smitast af. Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur. Heillandi nóvella, stutt, sem er einn af höfuðkostum bóka í augum margra nemenda, ástríðufull, örvæntingarfull og sár; tilfinningar og kenndir sem ríma svo vel við þennan aldur. Kátir voru karlar eftir John Stein- beck. Tortilla Flat heitir hún á frummálinu, hugsanlega vanmet- in bók út af framsetningu og efni, einskonar ærsl, lífsafstaða sem angar af kæruleysi, Steinbeck sagnamaður með góðri blöndu af því sem seinna var kallað töfra- raunsæi. GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR RITHÖFUNDUR Fyrst dettur mér í hug Einum kennt, öðrum bent, eftir Þórberg Þórðarson. Ég var á fyrsta ári í menntaskóla þegar ég las hana og hún límist í höfuðið á manni. Einmitt fóðrið sem maður þarf á þessum aldri. Svo er hún líka svo skemmtileg og á köflum fyndin. Hvunndagshetjan, eftir Auði Haralds, er mögnuð kennslustund í þeirri ótrúlegu visku sem felst í því að hlæja á óviðeigandi stöð- um. Þetta er hörmungasaga sem lætur mann verkja í hjartað, en um leið kemst maður ekki hjá því að hlæja upphátt af því að Auður, sem er einn vanmetnasti höfundur á Íslandi, er svo guðlega fyndin. Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru svo mikilvægur hluti af þjóðar- arfinum að það er varla hægt að halda því fram að maður sé Íslendingur ef maður hefur ekki lesið þær. Helst ættu þær auðvit- að að vera námsefni í grunnskóla, en hálffullorðið fólk hefur líka gott af því að lesa þær aftur og sjá þær í nýju ljósi. Afródíta eftir Isabel Allende væri fínt mótvægi við hina svokölluðu klámvæðingu. Ísabella er frábær lovedoktor og svo er hún líka svo flink að elda. Ungt fólk verður að læra að elda ef það á að eiga ein- hverja von um að sleppa undan ofríki hamborgaranna. Að lokum myndi ég setja hreina skissubók á námsskrána. Þar hefðu nemendurnir frjálsar hend- ur og gætu hvílt sig á ítroðslunni. Í lok annar gætu þau skilað henni inn, með ljóðum, myndum og stórkostlegum hugmyndum sem í fyllingu tímans gætu orðið að ómetanlegri nýsköpun. Eða í það minnsta gæti svona bók stuðlað að ómetanlegri nýsköpun og auknu frelsi í huga okkar efnilegu æsku. ÁRMANN JAKOBSSON ÍSLENSKUFRÆÐINGUR Íslensk orðabók (t.d. Menning- arsjóðs). Ekkert er brýnna en að auka orðaforða íslenskra ungl- inga. Mig dreymir um nýja kyn- slóð fólks í Sjónvarpi sem drepur okkur ekki úr leiðindum með því að klifa á sömu orðunum og setn- ingunum. Ljóðmæli Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Líf nútímamannsins er erfitt. En okkar offituvandamál og illt heilsufar geta aldrei jafn- ast á við líf Fjallaskáldsins sem yrkir um dauða, sorg, svik, feigð, sjúkdóma, ölæði og þar fram eftir götunum. Þessi bók setur eigin vandamál í ákveðið samhengi og af því hafa unglingar gott. Ulysses eftir James Joyce. Mörg íslensk ungmenni eru upptekin af því að bækur og aðrir textar séu leiðinleg í merkingunni snauð að viðburðum og hasar. Sá sem hefur komist í gegnum Ulysses veit að fátt er skemmtilegra en textar sem eru einmitt ekki litaðir af viðburðum og hasar. Þetta er bók sem breytir öllum sem lesa hana til enda. Vive La Revolution! eftir Mark Steel. Ef auðvaldsskipulagið á ekki að vera allsráðandi til fram- búðar þarf að efla hinn sanna byltingaranda ungu kynslóðarinn- ar og enginn getur það betur en Íslandsvinurinn Mark Steel sem í þessari bók rekur sögu frönsku byltingarinnar. Jafn fyndinn og Ricky Gervais og Rowan Atkin- son, jafn byltingarsinnaður og Rósa Luxemburg og Che Guevara. Það er góð blanda. Bastarðar Voltaires (Voltaire‘s Bastards) eftir John Ralston Saul. Í þessari bók lýsir höfund- urinn því hvernig nútímamenn (og einkum stjórnmálamenn og stjórnendur) hafa snúið út úr og afskræmt skynsemishyggju upp- lýsingartímans. Ég held að það sé nauðsynlegt að stúdentsefnin lesi þetta áður en það er of seint. Tvær seinustu bækurnar hafa ekki verið þýddar; ef miða á við bækur á íslensku þyrfti ég að líta lengra aftur í tímann því að fátt er um þýðingar á mikilvægum nýleg- um bókum um samfélagsmál. Bækurnar í veganestið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.