Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 81
Vofa gengur nú ljósum logum í
knattspyrnuheimi Evrópu – vofa
eiganda knattspyrnuliðanna.
Þegar rétt tæpir tveir þriðju hlut-
ar leiktíðarinnar eru liðnir og lín-
urnar eru farnar að skýrast fyrir
lokasprettinn í deildinni hefur
gripið um sig mikil taugaveiklun
meðal eiganda liðanna og fær nú
hver þjálfarinn á fætur öðrum að
fjúka.
Og skiptir litlu hvað menn heita
og höfðu afrekað fyrrum. Þannig
fengu tveir ungir og stórefnileg-
ir þjálfarar að fjúka í Serie A í
vikunni, þeir Roberto Donadoni
hjá Livorno og Serse Cosmi hjá
Udinese.
Frægasti og sigursælasti þjálf-
ari ítalskrar knattspyrnusögu,
Giovanni Trapattoni, fékk sömu-
leiðis að taka pokann sinn hjá
Stuttgart í Þýskalandi.
Þessir brottrekstrar voru mál
málanna í vikunni á Ítalíu í bland
við mikinn styr um ummæli Fabios
Capello um vist sína á Spáni þótt
ekki þurfi Capello að óttast um
atvinnuöryggi sitt, eflaust enginn
þjálfari í dag í traustara sæti nema
kannski José „Kristur“ Mourinho
hjá Chelsea.
Donadoni móðgaðist
Atgangurinn í kringum Capello
sýnir hversu mikil áhrif pólitísk-
ar rétthugsunar eru orðin í press-
unni. Capello sagðist í viðtali hafa
notið mjög dvalar sinnar á Spáni
þennan eina vetur sem hann
stýrði Real Madrid fyrir réttum
áratug. Samfélagið hefði verið
dýnamískt, skipulagðra en hann
hefði átt von á og að honum hafi
þótt Ítalía hálf sofandi í sam-
anburðinum.
Einhverjir túlk-
uðu orð hans um
spænska skipu-
lagið á þann
hátt að
hann væri
að hrósa
Franco ein-
ræðisherra
og skósveinum
hans fyrir að skilja
Spán eftir í góðum hönd-
um. Capello brást reiður við,
sagðist alla tíð hafa verið hat-
rammur andstæðingur fasista
og minnti á að faðir hans hefði
dvalið í fangabúðum nasista á
stríðsárunum.
Serse Cosmi
hefur náð miklu
út úr litlu hjá
liðum sínum en
í þetta sinnið
gekk honum flest
í mót, Udinese nú
í tólfta sæti og
brottreksturinn
kom ekki á óvart.
Uppsögn Robertos
Donadoni var hinsvegar
óvænt og málatilbúnaður
hjá Livorno svo dásam-
lega sérítalskur og kóm-
ískur að fáránleikinn
kallaði fram bros hjá
öllum nema aðdáendum
félagsins.
Donadoni hefur náð
að kreista fram ótrú-
lega mikið úr liðinu,
það er nú í sjötta sæti
og á góða möguleika á Evrópusæti.
Að auki hefur Livorno spilað mjög
góðan fótbolta og þótti Donadoni
afsanna þá kenningu að sókndjarf-
ir leikmenn yrðu oft varnarsinn-
aðir þjálfarar. En uppá síðkastið
hefur heldur hægt á siglingunni og
um síðustu helgi gerði liðið jafn-
tefli við Messina.
Dómgæslan í þeim leik var
sikileyingunum mjög hagstæð og
hafa bæði dómarinn og annar línu-
varðanna fyrir vikið verið settir
útaf sakaramenntinu hjá ítalska
knattspyrnusambandinu. Úrslitin
svo ósanngjörn sem mest mátti
vera en það róaði ekki hinn skaps-
tóra eiganda Livorno Aldo Spinelli
sem réðst með harkalegum hætti
á Donadoni í sjónvarpinu á mánu-
dagskvöldið.
Donadoni móðgaðist og sagði af
sér strax morguninn eftir. Fyrir-
liðinn og markamaskínan Christi-
an Lucarelli reyndi að telja honum
hughvarf og hann og umboðsmað-
ur hans bentu Donadoni á að það
ætti aldrei að taka mark á Spinelli
fyrstu þrjá dagana eftir tapleik,
það hefði verið vinnuregla hjá
þjálfurum Livorno í gegnum tíðina
að taka ekki mark á Spinelli eftir
leik helgarinnar fyrr en í fyrsta
lagi á fimmtudegi!
Jafnteflin felldu Trap
Giovanni Trapattoni var nýlega
valinn í lið allra tíma hjá AC Milan
hjá vefnum Football Italia. Ekkert
pláss í því liði fyrir Donadoni sem
var þó miklum mun flinkari spil-
ari. Trap lék í 11 ár með Milan og
hóf þjálfaraferil sinn hjá þar.
Hann er í hópi fimm sigur-
sælustu þjálfara heims og aðeins
einu sinni á þrjátíu ára ferli hafði
honum verið sagt upp áður, er hann
gerði misheppnaða tilraun til að
rífa Cagliari upp fyrir tíu árum.
Varfærni Trapattonis hefur
aukist með árunum, hann náði að
steingelda hið annars nánast ófrjóa
ítalska landslið og tólf jafntefli í
tuttugu leikjum Stuttgart voru of
mikið fyrir hina annars þolinmóðu
Þjóðverja. En Trap er ódrepandi
og þrátt fyrir árin 66 segist hann
ekki hættur.
xxxx
xxxxdxx
xxxxxxx
Svona er hausinn á pistlum Einars Loga
EINAR LOGI VIGNISSON: XXXXXX EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Á ÍTALÍU OG SPÁNI
Ekki tala við Spinelli fyrri hluta vikun ar
FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóra
Arsenal, var boðið að taka við
enska landsliðinu árið 2000 þegar
Kevin Keegan hrökklaðist úr
starfi. Wenger var tekinn fram
yfir núverandi stjóra landsliðsins,
Sven Göran Eriksson, sem mun
hætta með landsliðið eftir heims-
meistaramótið í sumar.
„Ég var beðinn að taka við
starfinu en ég gaf þeim alltaf
sama svar þar sem landsliðið
snýst ekki alfarið um fótbolta,
hann fer saman með menningu
þjóðarinnar og þjóðarstoltinu,“
sagði Wenger og bætti við að sér
þætti eðlilegast ef stjórinn væri
enskur.
„Landsliðið er mjög mikilvægt
fyrir fólk, það sést á áhuganum
þegar liðið er í sjónvarpinu. Þetta
snýst ekki aðeins um fótboltann,
ef England væri að spila gegn
Færeyjum myndi það samt laða að
fleiri áhorfendur en þegar Liver-
pool mætir Arsenal.“ - hþh
Arsene Wenger, stjóri Arsenal:
Boðið að taka við
enska landsliðinu
ARSENE WENGER Hefði getað tekið við enska landsliðinu.NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Enska úrvalsdeildin
WIGAN - LIVERPOOL 0-1
0-1 Hyppia (30)
ARSENAL - BOLTON 1-1
0-1 Nolan (12), 1-1 Silva (90)
ASTON VILLA - NEWCASTLE 1-2
0-1 Ameobi (12), 1-1 Moore (16), 1-2 Zogbia
(29)
FULHAM - WEST BROMWICH 6-1
1-0 Heiðar (4), 2-0 Heiðar (40), 3-0 Radzinski
(48) 4-0 Sjálfsmark (58), 5-0 John (83)
EVERTON - BLACKBURN 1-0
1-0 Beattie (33)
MIDDLESBROUGH - CHELSEA 3-0
1-0 Rochemback (2), 2-0 Downing (45), 3-0
Yakubu (68)
PORTSMOUTH - MAN. UTD. 1-3
0-1 Nistelrooy (18), 0-2 Ronaldo (38), 0-3 Ron-
aldo (45), 1-3 Taylor (87)
STAÐA EFSTU LIÐA
CHELSEA 26 21 3 2 52-16 66
MAN. UTD 26 16 6 4 52-27 54
LIVERPOOL 25 14 6 5 31-17 48
TOTTENHAM 25 12 8 5 34-21 44
ARSENAL 25 12 5 8 39-20 41
BOLTON 24 10 9 5 30-23 39
WIGAN 26 12 3 11 30-32 39
WEST HAM 25 11 5 9 36-34 38
BLACKBURN 25 11 4 10 31-31 37
EVERTON 26 11 3 12 19-32 36
MAN CITY 25 10 4 11 33-28 34
Enska 1. deildin:
BRIGHTON - LEICESTER 1-2
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliðinu hjá
Leicester í leiknum og lék hann til enda.
CARDIFF - STOKE 3-0
Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Stoke.
DERBY - LEEDS 0-0
Gylfi Einarsson var allan tímann á bekknum.
HULL - NORWICH 1-1
IPSWICH - BURNLEY 2-1
PLYMOUTH - SHEFF UTD 0-0
PRESTON - LUTON 5-1
QPR - MILLWALL 1-0
SHEFF WED - CRYSTAL PALACE 0-0
WATFORD - COVENTRY 4-0
WOLVES - CREWE 1-1
STAÐA EFSTU LIÐA
READING 33 25 7 1 72-19 82
SHEFF UTD 33 21 7 5 59-32 70
WATFORD 33 17 10 6 61-38 61
LEEDS 32 17 8 7 44-25 59
PRESTON 32 13 15 4 44-23 54
CR.PALACE 32 15 8 9 45-31 53
Þýska úrvalsdeildin
BIELEFELD - STUTTGART 2-1
1-0 Boakye (31), 1-1 Magnin (37), 2-1 Boakye
(50)
DUISBURG - MUNCHENGLADBACH 1-1
1-0 Lavric (4), 1-1 Svensson (20)
FRANKFURT - HANNOVER 0-1
0-1 Yankov (78)
HAMBURGER - MAINZ 1-0
1-0 Mahdavikia (6)
SCHALKE - BAYER LEVERKUSEN 7-4
1-0 Larsen (9), 2-0 Krstajic (17), 3-0 Bajramov-
ic (34), 3-1 Voronin (40), 3-2 Berbatov (50), 4-2
Kuranyi (55), 5-2 Larsen (63), 5-3 Voronin (64),
5-4 Krzynowek (70) 6-4 Lincoln (76), 7-4 Asam-
oah (81)
WERDER BREMEN - KAISERSLAUTERN 0-2
0-1 Sanogo (71), 0-2 Skela (88)
WOLFSBURG - HERTHA BERLÍN 1-1
0-1 Marcelinho (víti 32), 1-1 Hofland 63.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmað-
urinn Heiðar Helguson fór svo
sannarlega á kostum í gær þegar
lið hans Fulham gjörsigraði West
Bromwich Albion 6-1 í ensku
úrvalsdeildinni á heimavelli
sínum. Heiðar skoraði tvö fyrstu
mörkin í leiknum og þá átti hann
stóran þátt í öðru marki sem var
skráð sjálfsmark hjá varnar-
manni West Brom. Annað mark
Heiðars var sérstaklega fallegt
en þá skoraði hann með hörku-
skalla. Hann hefur nú gert átta
mörk á leiktíðinni og er svo sann-
arlega búinn að sýna sig og sanna
hjá félaginu.
Chris Coleman hrósaði sókn-
arparinu Brian McBride og Heið-
ari eftir leikinn. „Þeir eru stórir
og sterkir strákar sem gefa varn-
armönnunum engan frið,“ sagði
Coleman.
Liverpool komst aftur á beinu
brautina með því að leggja Wigan
1-0 með fyrsta marki Sami Hyyp-
ia á leiktíðinni. „Við þurftum
að leggja mikið á okkur til að
ná þessum sigri og við sýndum
mikinn karakter með því að ná
honum. Þessi sigur var sérstak-
lega mikilvægur fyrir okkur þar
sem úrslitin í undanförnum leikj-
um hafa verið mjög neikvæð.
Þetta er mikilvægt fyrir sjálfs-
traust leikmannanna,“ sagði
Rafael Benítez, knattspyrnu-
stjóri Liverpool.
Óvæntustu úrslit gærdagsins
voru án nokkurs vafa í leik Midd-
lesbrough gegn Chelsea en þar
töpuðu Englandsmeistararnir 3-
0. „Á tíma mínum með Chelsea í
úrvalsdeildinni er þetta í þriðja
sinn sem ég þarf að horfa upp á
ósigur. Það er ekki nokkur vafi á
því að þetta var sá versti af þeim.
Við áttum ekki skilið að tapa
hinum tveimur leikjunum en það
er hins vegar ljóst að við áttum
ekki skilið að fá neitt út úr þess-
um leik,“ sagði Jose Mourinho,
knattspyrnustjóri Chelsea.
Steve McClaren, stjóri Midd-
lesbrough, getur farið að anda
léttar en fyrir þennan leik hafði
liðið aðeins unnið einn af síðustu
ellefu leikjum sínum. „Þrátt fyrir
alla erfiðleikana hefur liðið allt-
af staðið saman og andinn verið
góður. Við vorum verðlaunaðir
fyrir það í þessum leik,“ sagði
McLaren.
Glenn Roeder hefur verið að
gera góða hluti með Newcastle
United en hann stýrir félaginu til
bráðabirgða. Í gær vann félag-
ið annan leik sinn í röð þegar
það bar sigurorð á útivelli gegn
Aston Villa 2-1. Shay Given,
markvörður Newcastle, varði
vítaspyrnu frá Milan Baros í
stöðunni 1-1. „Þetta var ekki
sanngjarn sigur hjá Newcastle.
Við gáfum þeim tvö mörk á silf-
urfati en annars stjórnuðum við
seinni hálfleiknum algjörlega,“
sagði David O‘Leary, stjóri Aston
Villa en Roeder var honum ekki
sammála.
Manchester United minnkaði
forystu Chelsea niður í tólf stig
með því að vinna Portsmouth 3-1
þar sem Cristiano Ronaldo skor-
aði tvívegis en United var með
þriggja marka forystu í hálfleik.
- egm
Heiðar með stórleik fyrir Fulham
Heiðar Helguson átti sannkallaðan stórleik fyrir Fulham í gær þegar liðið vann stórsigur á West Bromwich
Albion í ensku úrvalsdeildinni. Middlesbrough vann mjög óvæntan 3-0 sigur á meisturunum í Chelsea.
HEIÐAR Í STUÐI
Heiðar Helguson hefur nú skorað átta
mörk fyrir Fulham á leiktíðinni.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES