Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 4
4 22. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR F í t o n / S Í A LÖGREGLUMÁL Mál tveggja ungra pilta sem handteknir voru á Ísafirði á laugardag grunaðir um að standa að dreifingu á 85 grömmum af hassi telst upplýst og hefur þeim báðum verið sleppt. Efnið sem drengirnir, sextán og nítján ára, voru með við handtöku var í sölueiningum, sem gaf lög- reglu til kynna að þau væru fyrst og fremst ætluð til sölu og dreifing- ar á Vestfjörðum. - aöe Teknir með hass á Ísafirði: Fíkniefnamál telst upplýst Hellafræðingar farast Tveir ung- verskir hellakönnuðir fórust í snjóflóði í ítölsku Ölpunum í gær. Fólkið var í tíu manna hópi hellafræðinga sem var að kanna svæðið. Sjö þeirra sátu fastir í helli eftir snjóflóðið, en sá tíundi slapp lítið meiddur. Unnið var að björgun fólksins úr hellinum í gær, en mikil snjókoma hefti aðgerðir. ÍTALÍA FRAMKVÆMDIR „Skipulags- og byggingamálanefnd fundar í kvöld og þar verður fram- kvæmdarleyfi væntanlega veitt fyrir kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri í Vest- urbyggð, í gær. „Þá verður hafist handa við framkvæmdirnar sennilegast á morgun,“ bætti hann við. Áætlað er að hægt verði að hefja störf í verksmiðjunni seinnipart sumars. Búið er að kaupa öll framleiðslutæki og einnig stálgrindarhús sem skellt verður upp yfir framleiðsluna. -jse Kalkþörungar á Bíldudal: Starfsemi gæti hafist í sumar GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.2.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Bandaríkjadalur 63,9 64,2 Sterlingspund 111,44 111,98 Evra 76,1 76,52 Dönsk króna 10,196 10,256 Norsk króna 9,449 9,505 Sænsk króna 8,109 8,157 Japanskt jen 0,5377 0,5409 SDR 91,71 92,25 Gengisvísitala krónunnar 106,9487 SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba og einn þeirra eftir- lýstu stríðsglæpamanna úr Balk- anskagastríðunum á síðasta ára- tug sem mest áhersla hefur verið lögð á að handsama, er fundinn og stjórnvöld í Belgrad eru að semja um að hann gefi sig fram. Þetta tjáði háttsettur fulltrúi öryggis- málayfirvalda AP-fréttastofunni í gær. Vitað er hvar Mladic er niður kominn „en hann hefur enn ekki verið handtekinn“ sagði fulltrúinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið þar sem hann hafði ekki heimild til að tjá sig um málið við fjölmiðla. Talsmenn ríkisstjórnarinnar í Belgrad neituðu því hins vegar í gærkvöld að tekist hefði að hand- sama Mladic. Áður hafði ríkis- fréttastofan Tanjug sagt frá því að Mladic væri í haldi og verið væri að flytja hann til bandarískrar herstöðvar í Tuzla í austanverðri Bosníu. Þaðan yrði flogið með hann til Haag í Hollandi þar sem hann yrði framseldur til Stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Fréttir af málinu voru mjög misvísandi í gær. Srdjan Djuric, talsmaður Vojislavs Kostunica forsætisráðherra, sagði að Mladic hefði ekki verið handtekinn. Hann sagði frétt Tanjug tóman tilbúning, ætlaðan til að spilla fyrir tilraun- um til að handtaka hinn eftirlýsta. - aa Hinn eftirlýsti meinti stríðsglæpamaður Ratko Mladic: Handtaka sögð á næsta leiti KARADZIC OG MLADIC Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic hershöfðingi á meðal sinna manna í Bosn- íustríðinu. Þeirra er beggja ákaft leitað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KASAKSTAN, AP Leyniþjónusta Kasakstans upplýsti í gær að fimm starfsmenn hennar væru meðal þeirra sex sem handteknir hefðu verið vegna gruns um aðild að morði á stjórnarandstöðuleiðtoga. Nursultan Nazarbajev, for- seti landsins, hét því að hver sem ábyrgur væri fyrir morðinu myndi fá „hörðustu refsingu“. Báðar þessar yfirlýsingar komu eins og svar við ásökunum um að stjórnvöld hefðu verið viðriðin morðið á Altynbek Sarsenbayev, formanns Nagyz Ak Zhoi-flokksins, hinn 11. febrúar. Hann var annar áberandi stjórnmálamaðurinn úr stjórnarandstöðunni í Kasakstan sem lætur lífið með voveiflegum hætti á þremur mánuðum. ■ Pólitísk morð í Kasakstan: Leyniþjónustu- menn í haldi MORÐUM MÓTMÆLT Við útför Sarsan- bayevs beindu margir sök að forsetanum Nazarbajev. NORDICPHOTOS/AFP Úr öndunarvél Sjómaður sem slasaðist um borð í skipinu Frera RE miðvikudaginn 8. febrúar er laus úr önd- unarvél. Sérfræðingur á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Fossvogi segir ástand hans stöðugt og hann sé á batavegi. Sjómaðurinn fékk gilskrók í andlitið og brotnaði illa. SLYSFARIR ALÞINGI Össur Skarphéðinsson alþingismaður var ávíttur á þingi í gær í fyrsta skipti á fimmtán ára þingferli sínum. Össur lét þau ummæli falla að ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um aðild Íslands að innrásinni í Írak hefði verið bæði lögleg og siðlaus. „Það kom mér á óvart að forseti gerði athugasemdir við þetta. Svip- uð ummæli hef ég mörgum sinn- um látið falla, og aðrir þingmenn tekið dýpra í árinni,“ segir Össur á vefsíðu sinni og kveðst ekki erfa þetta. - ghs Össur Skarphéðinsson: Ávíttur í fyrsta skipti á þingi Bætur frá vinnuveitanda Fyrrver- andi húsverði Gistiheimilisins Ásgarðs voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,4 milljónir í bætur auk vaxta vegna vinnuslyss sem rekja mátti til vinnupalls sem vinnuveitendur hans útveguðu til að mála gistiheimilið. DÓMSMÁL SAKAMÁL „Íslenskir starfsmenn okkar, sem eru tveir um þessar mundir, eru að koma heim frá El Salvador út af þessu máli,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmda- stjóri Enex. Jón Þór Ólafsson, sem myrt- ur var þar í landi fyrir rúmri viku, starfaði fyrir fyrirtækið. „Þeir munu fara aftur út en við viljum þó hittast hér heima og endurmeta stöðuna en fara síðan og vinna okkur út úr þessu. Við erum samningsbundnir með þetta verkefni svo við verðum bara að standa skil á því hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Enex er að smíða tvívökva- stöð fyrir jarð- v a r m a f y r i r - tækið La Geo. „ H a g s m u n i r La Geo vegna okkar framkvæmda eru kannski ekki svo miklir. Það eru mörg erlend fyrirtæki að vinna að stór- um verkefnum þarna og margir verða óöruggir um sinn hag þegar svona voðaatburður verður. Þetta mál er því mjög vandasamt fyrir þá sem hagsmuni eiga að gæta í El Salvador,“ bætir hann við. Jose Salvador Chiquillo, upp- lýsingafulltrúi La Geo, segir að 25 erlendir starfsmenn starfi við verkefni á vegum fyrirtækisins í landinu. „Ég skil það mjög vel að starfsmenn Enex vilji staldra við og hugsa málið. Við leggjum hins vegar áherslu á að verkið tefjist ekki en því á að vera lokið í desem- ber. Við höfum átt góð samskipti við utanríkisráðuneyti Íslands um þetta mál. Við erum einnig boðnir og búnir að endurskoða öryggismál okkar en þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt hendir. Vissulega er erfitt að tryggja öryggi starfsfólks þegar það er í sínum helgarfríum en ef gerð verður krafa um slíkt erum við tilbúnir að ræða það. Svo vilj- um við votta fjölskyldu Jóns Þór alla okkar samúð,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins náðu ættingjar Jóns Þórs í jarðneskar leifar hans í líkhúsið í Santa Ana á laugardag. Aðrar heimildir þaðan herma að Enex hafi kært Einar Sveinsson, eig- inmann ræðismanns Íslands í El Salvador, fyrir að taka sér stöðu sem ræðismaður í þessum máli. Morðið fékk mjög á þarlenda samstarfsmenn Jóns Þórs og hafa þeir þegar haldið minningar- athöfn. jse@frettablaðið.is Kalla Íslendingana heim frá El Salvador Íslensku starfsmennirnir tveir hjá Enex í El Salvador eru á leiðinni heim. Ætt- ingjar Jóns Þórs náðu í jarðneskar leifar hans í Santa Ana um helgina. Fulltrúi La Geo vottar fjölskyldu Jóns Þórs samúð. . ó GVATEMALA HONDÚRAS EL SALVADOR San Salvador Santa Ana Farþegum Strætó fjölgaði Farþeg- um með vögnum Strætó bs fjölgaði í janúar um 6,9 prósent. Í janúar í fyrra voru þeir tæplega 730 þúsund en í ár voru þeir tæplega 780 þúsund talsins. Mest var fjölgunin hjá þeim sem nota fargjaldakort. SAMGÖNGUR VETTVANGUR GLÆPSINS Jón Þór og Brenda fundust látin í vegkanti skammt frá Santa Ana. JÓN ÞÓR ÓLAFSSON EL SALVADOR Ættingjar Jóns Þórs sóttu jarðneskar leifar hans í líkhúsið í Santa Ana um helgina. Samstarfsmenn Jóns Þórs hafa þegar haldið um hann minningarathöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.