Fréttablaðið - 22.02.2006, Side 25

Fréttablaðið - 22.02.2006, Side 25
Krónubréf Komin til að vera 22 Upplýsingatæknifyrirtæki Samþjöppun og aukin samkeppni 12-13 Afríka Fjórðungur tekna til spillis 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 22. febrúar 2006 – 7. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Í Hring | Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur fest kaup á 80 prósentum hlutafjár í Hring ehf. sem á allt hlutafé í Allianz Ísland ehf. Ný greining | KB banki sendi nýja greiningu á verðmæti Landsbankans til viðskiptavina sinna þar sem mælt var með kaup- um í bankanum. Ofar spám | Hagnaður Alfesca var 1130 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins 2005 sem var betra en allar greiningardeildir gerðu ráð fyrir. Í bjórinn | FL Group er komið með 10,7 prósenta hlut í danska drykkjarframleiðandanum Royal Unibrew. Verðmæti hlutarins er 4,2 milljarðar króna. Flaga tapar | Flaga tapaði 90 milljónum króna árið 2005 sem kom að mestu fram á fjórða árs- fjórðungi við gjaldfæringu kostn- aðar. Bílum fækkar | Vísbendingar eru um að hægt hafi á nýskráningum bíla á Íslandi en í fyrra var metár í sölu bíla hér á landi. Slær met | Hagnaður á rekstri SPRON á síðasta ári nam hann 4,1 milljarði króna, þar af var hagn- aður á fjórða ársfjórðungi yfir 1,8 milljörðum. Dregst saman | Atorka Group hagnaðist um 1.491 milljón króna á síðasta ári og dregst hagnaður saman um um tæpan helming. Tvöföldun | Hagnaður norsku fyrirtækjasamstæðunnar Orkla nam 15,3 milljörðum á fjórða árs- fjórðungi og jókst um 86 prósent milli ára. F R É T T I R V I K U N N A R Matsfyrirtækið Fitch hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Þetta gerir fyrirtækið vegna vaxandi þjóðhagslegs ójafnvægis, það er mikils viðskiptahalla og hraðrar erlendrar skuldaaukningar. Matsfyrirtækið staðfesti lán- hæfiseinkunn fyrir erlendar lang- tímaskuldbindingar (AA-) og fyrir innlendar skuldbindingar (AAA) og ennfremur eru lands-einkunn (AA) og lánhæfiseinkunn fyrir erlendar skammtímaskuldbind- ingar (F1+) þær sömu og áður. Það er mat Fitch að einkenni ofhitnunar hafi komið fram í hagkerfinu sem endurspeglast í vaxandi verðbólgu, hraðri útlána- aukningu, hækkandi eignaverði, miklum viðskiptahalla og aukinni erlendri skuldasöfnun. Þróunin hérlendis hefur verið óhagstæðari en matsfyrirtækið reiknaði með. Núverandi efnahagsstefna er gagnrýnd. Of mikið hefur verið lagt á peningamálastefnuna á meðan ríkisfjármálin hafi mætt afgangi. Þrátt fyrir tólf vaxta- hækkanir síðan í maí 2004 hefur raungengi krónunnar hækkað og viðskiptahallinn aukist. Tíðindin höfðu mikil áhrif á gjaldeyrismarkaði og lækkaði gengisvísitala krónunnar skarpt eða um tvö prósent á skömm- um tíma. Hlutabréfaverð lækkaði einnig í Kauphöll Íslands, einkum bréf í fjármálafyrirtækjum, og hafði Úrvalsvísitalan lækkað um fjögur prósent. - eþa Hlutabréf og krónan féllu í kjölfar skýrslu Fitch Neikvæðar horfur á lánshæfismati ríkissjóðs. Vaxandi erlend skuldaaukning og mikill viðskiptahalli áhyggjuefni. Núverandi efnahagsstefna gagnrýnd. Skuggahverfið er dýrasta hverfi landsins að mati fasteignasala. Eðlilegt verð á svæðinu er á bil- inu 350-400 þúsund fermetrinn og höfðar hverfið til efnaðra Íslendinga. Oft er „slegist“ um íbúðir á svæðinu. „Það er óhætt að tala um Skuggahverfið sem dýrasta reit- inn á landinu. Þar fór stórglæsi- leg, fullbúin íbúð á efstu hæð á vel yfir fimm hundruð þúsund á fermetrann. Það er það sama og á bestu stöðum á Manhattan,“ segir Ingólfur Gissurarson, fasteigna- sali á Valhöll. Ólafur Blöndal, fasteignasali á fasteign.is, segir að 140 fermetra 3-4 herberja íbúð á svæðinu geti farið á 60 milljón- ir króna. Nægur kaupendamark- aður er fyrir hendi að þessum íbúðum að hans sögn. Fasteignasalar merkja að fast- eignamarkaður sé að færast í eðlilegt horf þar sem framboð hafi tekið við af eftirspurn. Þeir búast ekki við miklum verðhækk- unum á þessu ári. - eþa sjá nánar fylgiblað um fasteignir Skuggahverfi dýrast Gott til síðasta dropa Fjöldi slysa í byggingariðn- aði margfaldaðist hér á árun- um 1991 til 2001, en aukningin nam 141 prósenti. Á sama tíma fækkaði slysum um 71 prósent í Svíþjóð og um 20 prósent í Danmörku. Slysum í bygging- ariðnaði í Noregi og Finnlandi fjölgaði hins vegar um 17 og 18 prósent. Einar Guðmundsson for- varnarfulltrúi Sjóvár lýsir áhyggjum yfir þessari þróun og segir að því miður sé öryggi á mörgum byggingastöðum mjög ábótavant hér á landi, ástandið hafi þó heldur batnað síðustu ár. Hann segir að í norrænni skýrslu um málið komi fram að allt að þriðjung slysanna megi rekja til tímapressu og sam- skiptaleysis milli verktaka á sama vinnustað. Sjá síðu 17 Margfalt fleiri slys Hafliði Helgason skrifar Peter Gatti, bankastjóri Hauck & Aufhäuser, þýska einkabankans, sem tók þátt í kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum, segir bankann hafa sjálfan keypt í Eglu sem eignaðist ríflega 70 prósent í hlut ríkisins í bankanum. „Við keyptum í bankanum vegna þess að við höfðum áhuga á að taka þátt í einkavæðingu hans. Ég tel að ég hafi talað skýrt um það að við ætluðum okkur ekki að eiga í bankanum til langs tíma.“ Gatti vísar algerlega á bug ásökun- um um að bankinn hafi verið leppur í þessum við- skiptum, eins og haldið hefur verið fram í umræðu hér á landi. „Við stóðum við okkar hlut og seldum hlut okkar á tveimur til tveimur og hálfu ári.“ Gatti segir að bankinn hafi auðvitað haft áhuga á að hagnast á þessum viðskiptum og talið sig vera að taka vel ásættanlega áhættu. Hann segir umfang fjárfestingarinnar ekki hafa verið af þeirri stærð- argráðu að áhættan væri of mikil. „Við þurftum að gera þar til bærum yfirvöldum hér grein fyrir fjár- festingunni og fengum grænt ljós á kaupin.“ Meðal þess sem bornar hafa verið brigður á er að eignarinnar í Eglu sjáist ekki stað í ársreikn- ingum. „Við færðum eignina í veltubók bankans og samkvæmt þýskum reglum höfum við fimm ára frest til að ákveða hvort við hyggjumst eiga í öðru fjármálafyrirtæki til langframa.“ Þýski bankinn er einkabanki og segir Gatti að hann sundurliði ekki slíkar eignir í gögnum sem birtar eru almenningi. Þá segir Gatti að þegar menn séu að skoða hagnað bankans gæti ákveðins misskilnings. „Við gerum ekki upp eftir alþjóðareikningsskilum. Við höfum samkvæmt þýskum lögum heimild til að fara öðru- vísi með hagnað. Við viljum halda þessari bókun- araðferð eins lengi og við megum. Ef menn skoða sambærilega banka og okkar, þá sýna þeir ekki mikinn hagnað, þrátt fyrir að vera miklu stærri en við.“ Hann ítrekar að við einkavæðingu Búnaðar- bankans hafi bankinn keypt sjálfur og ekki hafi legið fyrir neinir skriflegir eða munnlegir bak- samningar í tengslum við kaupin. Bankinn hafi fjárfest og fengið ágætan hagnað af þeirri fjár- festingu. Segir bankann ekki lepp í einkavæðingu Peter Gatti, bankastjóri Hauck & Aufhäuser, vísar á bug ásökunum um að bankinn hafi ekki verið raunverulegur kaupandi við einkavæðingu Búnaðarbankans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.