Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN Virði Landsbanka Íslands er 312 milljarðar króna sam- kvæmt nýju verðmati greining- ar Íslandsbanka. Jafngildir það þrjátíu krónum á hlut og hækkar úr tuttugu og einni krónu frá síðasta verðmati. Gengi bréfa í Landsbankanum höfðu lækkað um rúm fjögur pró- sent laust fyrir klukkan þrjú í gærkvöld og stóðu bréf í félaginu í tuttugu og níu krónum á hlut. Markaðsvirði bankans er sam- kvæmt því rúmir 324 milljarðar króna. Greiningardeild Íslandsbanka mælir með því að fjárfestar haldi í bréf í Landsbankanum þegar litið er til lengri tíma. - jsk G E N G I S Þ R Ó U N 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis Group 6% 14% Alfesca 2% 0% Atorka Group -1% -4% Bakkavör Group 1% 3% Dagsbrún 12% 9% Flaga Group 2% -16% FL Group 4% 42% Íslandsbanki 4% 29% KB banki -2% 31% Kögun 1% 6% Landsbankinn 5% 21% Marel 0% 0% Mosaic Fashions 1% -4% Straumur -1% 30% Össur 6% -4% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Lysing_silfurfat_5x100mm Við viljum að þú náir árangri Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip “Vi› vitum a› me› réttum tækjum og tólum eiga vi›skiptavinir okkar meiri möguleika a› ná árangri í sinni starfsemi. Okkar markmi› er a› a›sto›a flá til gó›ra verka enda vitum vi› velgengni okkar byggist á velgengni vi›skiptavinanna.“ Gu›rí›ur Ólafsdóttir Yfirma›ur fyrirtækjasvi›s Óli Kristján Ármannsson skrifar Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heild- sölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrir- tækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. „Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar,“ segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. „Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjár- sterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi,“ segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifing- arfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og mark- aðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfs- menn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos. Danól og Ölgerðin til sölu Danól hefur verið sett í sölu ásamt Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni. MP Fjárfestingarbanki sér um söluna sem taka á einn og hálfan mánuð. Kögun skilaði 636 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Uppgjörið er heldur undir væntingum markaðarins sem hafði reiknað með 270 milljóna króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi en raunin varð 202 milljónir. Félagið óx gríðarlega á nýliðnu ári í tengslum við yfir- tökur. Þannig hækkuðu rekstr- artekjur um 253 prósent og voru um 12,5 milljarðar króna. Reksturinn einkenndist af góðri arðsemi af hugbúnaðarhlutanum sem sýndi 17,3 prósenta fram- legð. Velta vélbúnaðarhlutans var hins vegar undir vænting- um stjórnenda Kögunar og sýndi aðeins 3,3 prósenta framlegð. Arðsemi Kögunarsamstæðunnar á Íslandi er mun betri en á Norðurlöndunum. Jafnframt hefur verið greint frá því að dótturfélag Exista hafi keypt tíu prósenta hlut í Kögun af KB banka. Kaupverðið var um 1.264 milljónir króna. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun með um 27 prósenta hlut, er að stærstum hluta í eigu Exista. - eþa Kögun heldur undir væntingum Við annan tón kveður í nýlegri skýrslu JP Morgan um stöðu íslensku bankanna en heyrst hefur frá öðrum erlendum grein- ingaraðilum á borð við Credit Sights og Barclays Capital að undanförnu. JP Morgan álítur að fjárfest- ar hafi ofmetið áhættuþætti í rekstri viðskiptabankanna og því sé álag á skuldabréf bank- anna of hátt samanborið við ríkissjóð. Kauptækifæri liggi í skuldabréfum íslenskra banka eftir að fjárfestar hafi losað sig við þau bréf sem hafi leitt til hækkandi ávöxtunarkröfu. Í skýrslunni segir að fjár- festar hafi velt gaumgæfilega fyrir sér innbyggða áhættu innan íslensku bankanna, hraðri útþenslu og stöðugleika í rekstr- inum til lengri tíma. JP Morgan telur að þótt eðlilegt sé að velta vöngum yfir þessum þáttum hafi fjárfestar ofmetið þá og gert það að verkum að lang- tímasjónarmið hafi haft of mikil áhrif á verðmyndun skuldabréfa til skemmri tíma. Skýrsluhöfundar segja að núverandi staða geti ekki staðist til lengdar nema ef aðstæður til skemmri tíma breytist til verri vegar. - eþa Áhættuþættir í rekstri bankanna ofmetnir Hagnaður Frjálsa fjárfestingar- bankans var 573 milljónir króna á síðasta ári og jókst um tíu pró- sent á milli ára. Arðsemi eigin fjár var um sautján prósent. Hreinar vaxtatekjur drógust saman um tæp 27 prósent, þrátt fyrir að útlán hafi tvöfaldast, og námu 644 milljónum króna. Skýrist það af minnkandi vaxta- mun sem lækkaði í 2,4 prósent úr 4,3 prósentum. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi og góð afkoma dótturfélagsins Fasteignafélagsins Hlíðar juku mjög aðrar rekstrartekjur. Framlag í afskriftarreikning dróst saman um fimmtung á milli ára og nam 82 milljónum króna. Efnahagsreikningur Frjálsa, sem er dótturfélag SPRON, þand- ist út um 112 prósent og voru eignir metnar á 37,5 milljarða í árslok. - eþa Útlán Frjálsa fjárfestingar- bankans tvöfölduðust Vaxtatekjur drógust saman um tæp 27 prósent þrátt fyrir að útlán hafi tvöfaldast. HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSBANKANS Íslandsbanki hefur gefið út verðmat á Landsbanka og mælir með því að fjárfestar haldi í bréf sín til lengri tíma. Landsbankinn 312 milljarða króna virði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.