Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 30

Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 30
MARKAÐURINN 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Afríkuríki tapa á hverju ári rúmum níu þúsund milljörðum íslenskra króna vegna spillingar, segir Olusegun Obasanjo forseti Nígeríu. Samkvæmt því fer rúmlega fjórðungur tekna Afríkuríkja beint í vasa spilltra embættismanna. Þetta kom fram í ræðu forsetans á ráðstefnu Sambands Afríkuríkja, þar sem Nígería er í forsæti. Obasanjo sagði olíuiðnað og náma- gröft verða verst úti en benti á að Vesturlönd gætu ekki þvegið hendur sínar af spillingu. „Vesturlönd eiga ekki minnstan þátt í þessu. Þar valsa glæpa- menn inn og út úr fjármálastofn- unum með illa fengið fé undir h ö n d u m . Yfirvöld gera ekki nokkra tilraun til að grípa í taumana.“ Obasanjo lofaði jafnframt að berjast gegn spillingu í heimalandi sínu, Nígeríu, sem margsinnis hefur orðið í efsta sæti á list- um alþjóðastofnana yfir spilltustu lönd veraldar. „Þessir menn eru ekki beinlín- is innblásnir af samfélagsanda og náungakærleik; þeir stinga undan fé og lifa í vellysting- um meðan landar þeirra hafa hvorki aðgang að heilbrigðisþjónustu né menntun.“ -jsk Níu milljarðar í súginn Fjórðungur tekna Afríkuríkja fer í vasa spilltra embættis- manna. Vestrænir bankar spila með segir Nígeríuforseti. OLUSEGUN OBASANJO N Í G E R Í U F O R S E T I Forsetinn hefur skorið upp herör gegn spill- ingu. Hann segir ríki Afríku tapa níu millj- örðum króna árlega vegna spillingar. Líklegt er að heimsmarkaðs- verð á súkkulaði komi til með að hækka á næstunni vegna aukinnar eftirspurnar frá Asíu. Eftirspurn eftir súkkulaði hefur aukist um þrjátíu pró- sent í Kína síðasta árið og um rúm tuttugu og fimm prósent í Indlandi og Indónesíu. Markaðir í Bandaríkjunum og Evrópu eru hins vegar mettir. „Ef fram heldur sem horfir og eftirspurn í Asíu og Austur- Evrópu heldur áfram að aukast, má reikna með að eftirpurn eftir súkkulaði verði mun meiri en framboð eftir tíu til fimmtán ár,“ sagði Patrick de Maeseniere, forstjóri svissneska framleið- andans Barry Callebaut, í viðtali við Financial Times. Verð á helstu hráefnum til súkkulaðigerðar hefur hækk- að hratt undanfarin misseri. Kílóverð á heslihnetum hefur til að mynda þrefaldast á tveimur árum. Mestu munar þó um kakó- ið sem tekið er upp á fimm ára fresti og því erfitt að bregðast við skorti. -jsk Súkkulaði vinsælt í Asíu Eftirspurn eftir súkkulaði í Asíu hefur aukist gríðarlega. Evrópumenn eru mettir. SÚKKULAÐI FRÁ HAFLIÐA RAGNARSSYNI SÚKKULAÐIMEISTARA Ef fram heldur sem horfir verður skortur á súkkulaði eftir tíu til fimmtán ár. Olíuverð hækkaði snarlega um rúman bandaríkjadal á fat eftir að fréttir bárust af truflunum á framleiðslu í Nígeríu. Nígería er áttundi stærsti útflytjandi olíu í heiminum. Hækkanirnar urðu í kjöl- far þess að níu olíuverkamenn voru teknir í gíslingu eftir árás á olíuframleiðslustöð við árósa Níger. Í yfirlýsingu frá MEND- Skæruliðahreyfingunni, sem berst fyrir að svæði við bakka Níger verði gert að sjálf- stjórnarsvæði, tók hreyfingin fulla ábyrgð á gíslatökunni. Jafnframt kom fram að hreyf- ingin hygði á eldflaugaárásir á helstu olíuvinnslustöðvar. Heimsmarkaðsverð á olíu stendur nú í rúmum 61 dal á fatið. -jsk Skæruliðar hækka olíuverð PAUL WOLFOWITZ HEIMSÆKIR OLÍUVINNSLUSTÖÐ Í NÍGERÍA Mikil ólga hefur verið kringum olíuvinnslu- stöðvar í Nígeríu og truflanir á fram- leiðslu tíðar. Árásir skæruliða ollu snörp- um hækkunum á heimsmarkaðsverði á mánudag. MacDonalds-hamborgararisinn á yfir höfði sér þrjár lögsóknir hið minnsta, eftir að í ljós kom að franskar kartöflur fyrirtækisins innihéldu hveiti- og mjólkurvörur. MacDonalds-sam- steypan tilkynnti þann þrettánda febrúar síð- astliðinn að komið hefði í ljós við efnagrein- ingu að frönskurnar innihéldu áðurnefndar matvörur. Áður höfðu þær verið taldar herramannsmat- ur fyrir fólk með h v e i t i o f - næmi og mjólkuróþol. Hamborgararisanum hefur meðal annars verið stefnt fyrir rétt í Cook-sýslu í Illinois-fylki og fer Debra nokkur Moffatt þar fram á bætur vegna vítaverðs gáleysis MacDonalds. „Debra át frönskurnar í þeirri trú að þær innihéldu ekkert glúten. Annað átti eftir að koma í ljós,“ sagði lögfræð- ingur Moffatt. Glúten er prótín sem finna má í hveiti. MacDonalds í lagaflækju Franskar kartöflur frá MacDonalds innihalda vörur sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum. MACDONALDSHAMBORG- ARAKEÐJAN LÁTIN FINNA FYRIR ÞVÍ Hamborgari í kassa. Evrópski flugvélarisinn Airbus og indverska ríkisflugfélagið Indian hafa komist að sam- komulagi um kaup Indian á fjörutíu og þremur Airbus- flugvélum. Kaupverð er tæpir hundrað fimmtíu og fimm milljarðar íslenskra króna. Airbus er að áttatíu prósenta hluta í eigu hins franska EADS en breska fyrirtækið BEA á þau tuttugu prósent sem eftir standa. Indian bar áður nafnið Indian Airlines og hefur um þrjátíu og þriggja prósenta markaðshlutdeild í innanlands- flugi í Indlandi. Þetta verða fyrstu vélar sem Indian kaupir í rúm fimmtán ár. Samningaviðræður stóðu yfir í um þrjú ár og munu Jacques Chirac, forseti Frakklands, og indverski forsætisráðherrann, Manmohal Singh, undirrita samningana. -jsk Risastór flugvélasamningur Indverska ríkisflugfélagið hyggst endurnýja flugvélaflota sinn. Airbus hreppti hnossið. AIRBUS A380 FLUGVÉL Airbus og Indian hafa gert með sér risasamning. Indian mun kaupa fjörutíu og þrjár Airbus-flug- vélar á rúma hundrað og fimmtíu milljarða íslenskra króna. Evrópusambandið (ESB) íhugar nú að beita refsitollum á skó sem framleiddir eru í Kína og Víetnam og fluttir til landa sam- bandsins. Talsmenn sambands- ins segja skóna selda á undir- verði í Evrópu. Innflutningur á skóm frá Víetnam til landa ESB jókst um sjö hundruð prósent á síðasta ári, um helm- ingi minni aukning varð á innflutningi frá Kína. „Framleiðendurnir njóta óhóflegra ríkisstyrkja og geta af þeim sökum selt skó í Evrópu á fáránlegu verði,“ sagði Peter Power talsmaður ESB. Líklegt þykir að tollar á inn- flutta skó frá Kína og Víetnam verði hækkaðir um tuttugu pró- sent grípi yfirvöld í löndunum ekki í taumana. -jsk Asískir skór á undirverði ������������ ������������������������������ ���������������������� ��� ����� ���� ����������������������������� ����������� � ��������� H im in n o g h a f / SÍ A AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Hærri innlánsvextir SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.