Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 38
2 Í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framboð og fjölbreytileiki lána til íbúðakaupa hefur aldrei verið hér meiri. Haustið 2004 hóf KB banki að bjóða íbúðalán á betri kjörum en Íbúðalánasjóður, auk þess að lána hærra hlutfall af íbúðarverðinu og aðrar fjármálastofnanir fylgdu í kjölfarið. Núna bjóða fjármála- stofnanir upp á nokkrar tegundir lána, sum með föstum vöxtum allan lánstímann, önnur með endurskoð- un vaxta á ákveðnu tímabili, þá eru til óverðtryggð lán með breytileg- um vöxtum og í flestum tilvikum er gerð krafa um frekari viðskipti við viðkomandi fjármálastofnun. Íbúðakaup eru hins vegar í flest- um tilvikum þau hin mestu kaup sem fólk gerir á ævinni og borgar sig að vanda til verksins. Þá rýkur heldur enginn slyppur og snauður út í næsta banka og fær 100 pró- senta lán fyrir íbúð. Oftar en ekki er gerð krafa um ákveðin viðskipti við viðkomandi fjármálastofnun og jafnvel að þau hafi staðið í einhvern tíma. Þá þarf fólk að gangast undir greiðslumat og komast ekki allir í gegnum þá síu. Þó eru til undan- tekningar frá reglunni um frekari viðskipti tengd lánveitingum, líkt og hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum, sem á móti gerir ráð fyrir 2 prósenta uppgreiðslugjaldi. Algeng- ustu vextir sem fjármálastofnanir bjóða um þessar mundir eru 4,35 prósent þar sem lánuð eru 80 pró- sent af kaupverði íbúðar til 25 til 40 ára. Svo er hægt að fá viðbótarlán til skemmri tíma fyrir því sem upp á vantar. Reyndar eru vextirnir hjá Landsbanka og Íbúðalánasjóði 4,45 prósent. KB banki býður svo lægstu vextina 4,15 prósent, en fólk bind- ur þá lánstímann, 25 eða 40 ár og greiðir 2 prósenta uppgreiðslugjald kjósi það að greiða upp lánið. Þá er misjafnt eftir bankastofnunum hvort einhver hámarksupphæð er á láni eftir lánshlutfalli íbúðar. Íslandsbanki veitir til að mynda ekki 100 prósenta íbúðalán nema upp að 20 milljónum króna. Ragnheiður Jóhannesdóttir, hjá útlánaþjónustu Íslandsbanka, seg- ist frekar vilja kenna húsnæðislán við fjölbreytileika en frumskóg þótt vissulega sé fjöldi kosta í boði og bendir á að hennar banki sé með fimm tegundir húsnæðislána. „En þau lán sem sem helst er verið að taka í dag eru þessi verðtryggðu húsnæðislán,“ segir hún og bætir við að tekið sé á móti fólki gögnum safnað og því hjálpað að meta stöð- una í hverju tilviki fyrir sig. „Þetta er mjög oft góður tímapunktur til að staldra við og átta sig á eigin stöðu, skuldum og hversu háa fjár- hæð maður treystir sér til að leggja mánaðarlega í afborgun af eigin húsnæði.“ Frumskógur eða fjölbreytt lánakjör Í boði er fjöldi leiða til að fjármagna íbúðarhúsnæðiskaup með lánum. Bankarnir bjóða lán á kostakjörum gegn frekari viðskiptum, líkt og spari- sjóðirnir í samstarfi við íbúðalánasjóð. Séð yfir Sóltún í Reykjavík þar sem í gangi voru byggingarframkvæmdir. Bankastofnanir hér bjóða upp á marga kosti þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis og borgar sig að skoða málin vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■■■■ { húsnæði } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ KB banki býður upp á nýjungina KB byggingalán en í því felst að búið er að skeyta saman lóðakaupaláni, framkvæmdaláni og KB íbúðaláni. „Með þessu móti er verið að brúa bilið frá því að hafist er handa við nýbyggingu íbúðarhúsnæðis þar til það er orðið veðhæft. Ekki er um að ræða nýja vöru heldur er búið að taka þrjár vörur og skella þeim saman í eina til að gera ferlið allt þægilegra og aðgengilegra fyrir viðskiptavininn,“ segir Pétur Blön- dal, sölustjóri í sölu- og markaðs- deild KB banka. Pétur segir nýju byggingalánin hafa mælst mjög vel fyrir enda færist það í aukana að fólk vilji byggja sjálft frá grunni. Miðað við undirtektirnar sé líklegt að sú þróun haldi áfram. KB byggingalán býðst öllum ein- staklingum sem eru að byggja til eigin nota og standast útlánareglur bankans, óháð búsetu þeirra. Lán til lóðakaupa bera fimm prósent verð- tryggða vexti og er lánað til fimm ára en fyrsta greiðsla fer fram 2,5 árum frá töku lánsins. Lán til fram- kvæmda ber breytilega og óverð- tryggða vexti sem greiðast upp við lok framkvæmda eða fokheldi. KB íbúðalán bera svo 4,15 prósenta verðtryggða vexti til viðskiptavina KB banka og fæst hluti lánsins þegar hús er fokhelt og afgangurinn þegar eignin er fullbúin. Pétur Blöndal, sölustjóri í sölu- og mark- aðsdeild KB banka. Í KB byggingaláni er búið að einfalda það ferli að byggja frá grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þremur lánum skeytt saman KB BANKI BÝÐUR NÚ UPP Á SÉRSTAKT LÁN FYRIR ÞÁ SEM VILJA BYGGJA FRÁ GRUNNI. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.