Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 54

Fréttablaðið - 22.02.2006, Page 54
MARKAÐURINN Fyrirséð er að álframleiðsla hér nálægt því þrefald- ist til ársins 2008, að árleg framleiðsla aukist um 490.000 tonn, verði 760 þúsund tonn á ári. Gangi svo eftir áætlanir um frekari stóriðju árin þar á eftir er svo ráðgert að auka árlega framleiðslu um 770.000 tonn til viðbótar. Við þetta færi álframleiðsla hér á landi úr því að vera 1,2 prósent af heimsfram- leiðslu, í að vera 3 til 4 prósent árið 2008 og svo í 6 til 7 prósent af heimsframleiðslu árið 2014. MARKMIÐ SEM EKKI NÁST Framleiðsluaukning þessi og fylgjandi virkjana- framkvæmdir hafa áhrif á hagkerfið allt, en um þau áhrif, bæði núverandi og fyrirsjáanleg er fjallað í sérefni greiningardeildar KB banka sem út kom fyrir skömmu. Framkvæmdunum fylgir áframhaldandi þensla, hátt gengi krónunnar og fyrirséð er að hægi á mögulegum vaxtalækkunum Seðlabankans um leið. Þá segir greiningardeildin fyrirséð að áætlanir Seðlabankans um að verðbólga hér komist að 2,5 prósenta markinu eftir 2008 raskist. „Ef af þessum þremur framkvæmdum verður er erfitt að sjá fyrir hvenær verðbólgu- markmiðinu verði náð. Það gæti jafnvel tafist fram yfir árið 2012, nema vextir verði verulega hærri en nú er. Framkvæmdirnar munu því án efa fela í sér hærri vexti og hærra nafngengi en ella allt frá þeim tíma sem ákvarðanir liggja fyrir – jafn- vel á þessu ári,“ segir greiningardeildin. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera tvíþætt. Annars vegar muni vaxtalækkanir Seðlabankans verða hægari og grynnri, en það haldi uppi vaxtamun við útlönd og styrkara gengi. „Í öðru lagi munu væntingar um nýjar framkvæmdir hvetja áfram stöðutöku með íslensku krónunni til þess að nýta vaxtamuninn, svo sem með útgáfu lengri krónubréfa. Þetta gæti falið í sér að næsta niðursveifla muni eiga sér stað við mun hærra gengi krónunnar og hærri vexti en áður hefur þekkst og að hávaxtaumhverfi verði til staðar hérlendis fram á næsta áratug.“ Mat greiningardeildarinnar er að allir þrír stór- iðjukostirnir sem nú eru til skoðunar fram til ársins 2014, stækkun Straumsvíkur á næsta ári, nýtt álver á Norðurlandi og annað í Helguvík, séu framkvæm- anlegir, en tímamörkin verði hins vegar aðeins seinni en fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir. Hér er gert ráð fyrir því að hafist verði handa við bygg- ingu álvers á Norðurlandi árið 2009 og í Helguvík árið eftir. Framkvæmdirnar þrjár eru sagðar auka fram- leiðslugetu í álvinnslu um 770.000 tonn með rúm- lega 400 milljarða króna kostnaði eða 40 prósentum af núverandi landsframleiðslu. „Þetta er því um 50 prósentum viðameiri framkvæmd í áltonnum en núverandi stóriðjuframkvæmdir sem lýkur 2007 og auka framleiðslugetuna um 490.000 tonn,“ segir bankinn, en bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé þó líklega aðeins minni vegna þess að minni fjár- festingu þurfi fyrir jarðvarmavirkjanir en vatns- aflsvirkjanir. Árleg framleiðsla álveranna tveggja sem hér starfa nú nemur um 270.000 tonnum, 178.000 tonn í Straumsvík og 90.000 tonn á Grundartanga. Álver á Reyðarfirði, með 320.000 tonna framleiðslugetu og stækkun um 170.000 tonn á Grundartanga eru svo á bak við aukna framleiðslugetu fram til ársins 2008. „Ísland mun þá verða meðal helstu álframleiðslu- ríkja í heiminum með 3 til 4 prósent af heimsfram- leiðslu.“ STÓRIÐJA Á ÞENSLUTÍMUM Greiningardeild KB banka segir að miðað við íslensku hagsveifluna sé líklegt að fyrsti hluti framkvæmdanna, stækkun Alcans í Straumsvík, valdi ekki miklum ruðningsáhrifum. Áhrif fram- kvæmda á Norðurlandi og í Helguvík, ásamt lokaá- fanga stækkun Alcans, muni hins vegar koma fram á árunum 2009 til 2011, en þá sé fjárfesting í geiran- um áætluð um 80 til 100 milljarðar á ári. „Á þessum tíma þegar aðalþungi álframkvæmdanna kemur fram er líklegt að efnahagslífið verði aftur komið í uppsveiflu. Sú hætta er því fyrir hendi að aftur skapist samskonar ástand og verið hefur á síðustu tveimur árum og stóriðjuframkvæmdirnar komi fram á þenslutímum og við þeim verði að bregðast með vaxtahækkunum.“ Bankinn segir að líta megi á erlenda verðbréfaútgáfu í krónum, að minnsta kosti að hluta til, sem afleiðingu af mjög hraðri uppbyggingu stóriðju hér, enda sé ástæða útgáfunnar mikill vaxtamunur við útlönd. „Vextir eru aftur háir vegna vaxtahækkana Seðlabankans sem ætlað er að halda innlendri eftirspurn í skefjum,“ segir greiningardeildin og bendir á að stór hluti af aukningu eftirspurnar stafi einmitt af stóriðju- framkvæmdunum. „Svo stórar fjárfestingar hafa einnig alla burði til þess að leiða hagsveifluna í svo litlu hagkerfi sem hinu íslenska. Þetta gerist ekki aðeins vegna þess hve fjárfestingarnar eru stórar heldur er framkvæmdaferillinn einnig langur og vel tímasettur. Það felur í sér að væntingar fólks verða að ýmsu leyti samstilltar þegar svo góðar opinberar upplýsingar liggja fyrir um heildareftir- spurn svo langt fram í tímann.“ Greiningardeildin bendir á að þetta hafi enda verið tilfellið 2002 til 2003 þegar framkvæmdaferillinn var kynntur fyrir byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls fjögur ár fram í tímann. „Með þessum hætti hafa stóriðju- framkvæmdir af þessari stærðargráðu mun meiri áhrif á efnahagslífið en beint umfang fjárfesting- arinnar sjálfrar segir til um.“ 22. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR F Y R S T O G S Í Ð A S T Framleiðsluaukning fyrirhugaðra framkvæmda eftir næsta ár nemur 770.000 tonnum, þannig að heildarframleiðsla á ári færi í 1.500 tonn. Ár Álver Framleiðslugeta 2007-2010 Stækkun Alcan í Straumsvík 280.000 tonn 2009-2012 Álver Alcoa á Norðurlandi 250.000 tonn 2010-2013 Álver Century í Helguvík 250.000 tonn M Ö G U L E G A R F R A M K V Æ M D I R 2 0 0 7 T I L 2 0 1 4 Hávaxtaumhverfi og verð- bólga fram á næsta áratug Fyrirætlanir um stóriðju gætu raskað verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Væntingar um framkvæmdir ýta undir styrka stöðu krónunnar. Niðursveifla gæti orðið við allt aðrar aðstæður en áður hafa þekkst. Í ÁLVERINU Á GRUNDARTANGA Árleg framleiðsla nemur nú um 90.000 tonnum á Grundartanga, en þar er fyrirhuguð stækkun um 170.000 tonn. Sú aukning, ásamt þeirri framleiðsluviðbót sem verður með álveri Reyðaráls, verður til þess að auka árlega fram- leiðslu hér úr um 270.00 tonnum í 760.000 tonn. MARKAÐURINN/JÓN SIGURÐUR M Á L I Ð E R Álið og efnahagurinn Er hægt að spá nákvæmlega fyrir um hagsveifluna út frá stóriðjuáætlunum? Nei, það er ekki hægt. Efnahagsumsvif ganga ætíð í sveiflum hjá iðnvæddum ríkj- um og eru taldar spanna 4 til 5 ár. Til að mynda er líklegt að íslenskt efnahagslíf fari í nið- ursveiflu árið 2007 til 2008 eftir 3 til 4 ára uppsveiflu. Þó geta ýmsir hlutir, s.s. breytingar á fiskafla á fyrri tíð og stóriðju- framkvæmdir á vorri tíð haft mikil áhrif á taktinn. Miklar fjárfestingar geta vegið á móti niðursveiflu með því að auka inn- lenda eftirspurn líkt og gerðist þegar álverin voru byggð í Straumsvík og á Grundartanga, en einnig ýkt uppsveiflu líkt og hefur verið að gerast nú. En vegna þess hve slíkar fram- kvæmdir liggja fyrir með mikl- um fyrirvara geta þær einnig haft mikil áhrif á væntingamyndun og efnahagsfram- vindu. Það var einmitt það sem gerðist á árunum 2003 til 2004 eftir að ákvörðun lá fyrir um núverandi framkvæmdahrinu. Hvaða áhrif hefur það ef verð- bólga kemst ekki að markmiði Seðlabankans um 2,5 prósenta verðbólgu fyrr en 2012? Það er mjög óheppilegt þar sem trúverðugleiki markmiðs sem aldrei næst hlýtur að vera dreginn í efa. Seðlabankinn hefur fengið mjög erfitt verk- efni til úrlausnar sem er að halda verðlagi stöðugu á tímum mikilla framkvæmda, hækk- andi eignaverðs, lægri vaxta á erlendum fjármagnsmarkaði, lækkun skatta og kerfisbreyt- inga í íslensku atvinnulífi. Er hægt að grípa til aðgerða annarra en að blása af stóriðju til að draga úr áhrifum gengis- ins á útflutningsstarfsemi? Það dugar einna best að draga úr opinberum framkvæmdum á byggingartíma stóriðjunn- ar. Hér mætti nefna lagningu Sundabrautar, hátæknisjúkra- hús og fleira. Það sem upp á vantar verður Seðlabankinn að vinna með vaxtaaðhaldi. Hvað þarf orkusala til stóriðju að skila miklum arði til að í henni felist „þjóðhagslegur ábati“? Þjóðhagslegur ábati felst í aukinni framleiðni framleiðslu- þátta. Stóriðja og orkufram- leiðsla henni til handa skapar slíkan ábata ef þeir framleiðslu- þættir sem hún nýtir skila meiri framleiðni en í annarri notkun. Á sínum tíma var gífurlega mikilvægt að fá fyrstu stór- iðjufyrirtækin hingað og nýta stærðarhagkvæmni í vatns- virkjunum og auk þess hafa álverin greitt hærri laun en þekkist fyrir sambærileg störf á íslenskum vinnumarkaði. Þá hefur orðið til mjög verðmæt þekking hérlendis í tengslum við byggingu virkjana, bæði hvað varðar vatns- og gufuafl, fyrir stóriðju. Hins vegar er raforka sá fram- leiðsluþáttur sem stóriðjan nýtur í langmestum mæli og því hlýtur arður af þeirri sölu að vega þyngst hvað þjóðhagslegan ábata varðar. Sá ábati skapast ef títtnefnd orkusala skilar hagnaði þegar leiðrétt hefur verið fyrir öllum hagfræði- legum kostnaði, gjaldi fyrir rík- isábyrgð, fórnar- kostnaði vegna landsspjalla og svo framvegis. Sá vandi er þó til staðar að orku- framleiðsla er ein síðasta atvinnugreinin hérlendis sem er enn á forræði opinberra aðila. Sú hætta er því fyrir hendi að fleygur geti orðið til á milli bókhaldslegs kostnaðar og hagfræðilegs kostnaðar þegar opinberir aðilar standa í virkj- unarframkvæmdum, til dæmis ætti það að heyra sögunni til að virkjað sé með ríkisábyrgð. Er hægt að gefa sér að þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur verði um leið að baki erlend verðbréfaútgáfa í krónum? Mjög líklega er erlend verð- bréfaútgáfa í krónum komin til þess að vera svo lengi sem landsmenn viðhalda sjálfstæð- um gjaldmiðli og hafa jákvæð- an vaxtamun við útlönd. Og er það vel. Aðkoma útlendinga dýpkar fjármagnsmarkaðinn og lækkar vaxtastig hérlendis þegar til lengri tíma er litið. Ákafinn í þessari útgáfu ræðst annars vegar af þeim vaxtamun sem er viðhaldið og hins vegar gengisvæntingum í framtíðinni. Eins og staðan er nú er vaxta- munur mikill til að stemma við mikilli framleiðsluspennu inn- anlands og áætlanir um þrjár nýjar stóriðjuframkvæmdir hafa kastað þeim væntingum á loft að gengi krónunnar verði mjög hátt í kringum 2010. Það hefur síðan orðið til þess að hleypa nýju lífi í útgáfuna þar sem hinir erlendu útgefendur hafa lengt í útgáfum sínum og miða lengur fram í tímann. Krónubréfin eru komin til að vera T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Ásgeirs Jónssonar lektors við viðskipta- og hagfræði- deild Háskólans og hagfræðings hjá greiningardeild KB banka 22

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.