Fréttablaðið - 22.02.2006, Síða 73
Forsala aðgöngumiða á tónleika
belgísku rokksveitarinnar Deus
hefst á fimmtudag. Eins og Frétta-
blaðið greindi frá þann 3. febrúar
mun sveitin halda tónleika á Nasa
6. apríl. Eru tónleikarnir liður í
tónleikaferð sveitarinnar í tilefni
af fjórðu plötu hennar, Pocket
Revolution.
Eftir tónleikana á Íslandi mun
sveitin spila í Frakklandi 21.
apríl. Deus sló í gegn með fyrstu
plötu sinni, Worst Case Scenar-
io, sem kom út árið 1994. Þar
var meðal annars að finna lögin
Suds & Soda og Hotellounge (Be
the Death of Me), sem bæði nutu
mikilla vinsælda. Næsta plata,
In a Bar Under the Sea, kom út
tveimur árum síðar og þótti held-
ur myrkari en frumburðurinn. Á
plötunni The Ideal Crash kvað
síðan við léttari og poppaðri tón
en áður. Kom hún út fyrir sex
árum og allar götur síðan hafa
aðdáendur Deus beðið spenntir
eftir nýju efni frá þessari virtu
rokksveit.
Miðaverð á tónleikana er 2.500
krónur auk 200 kr. miðagjalds og
fer miðasala fram í verslunum
Skífunnar og á midi.is. ■
Miðasala að hefjast
DEUS Rokksveitin Deus frá Belgíu heldur tónleika á Nasa 6. apríl.
Getspakur gestur á visir.is vann
ferð til San Francisco í Veð-
bankaleik Vísis á dögunum. Efnt
var til þessa skemmtilega leiks í
tengslum við Íslensku tónlistar-
verðlaunin sem Fréttablaðið var
helsti styrktaraðilinn að. Í Veð-
bankaleiknum var hægt að veðja
á úrslitin. Sá getspakasti af öllum
reyndist vera Birgir Aðalsteins-
son en hann veðjaði á réttu úrslit-
in í 11 verðlaunaflokkum af 17.
Sem fyrr segir fékk Birgir að
launum ferð til San Francisco,
flug með Icelandair og 400 dali í
farareyri frá Landsbankanum.
Vann ferð til
San Francisco
HAPPASÆLL Viggó Ásgeirsson,
forstöðumaður markaðs- og
vefdeildar Landsbankans, afhenti
Birgi Aðalsteinssyni verðlaunin.
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
„Rauða hættan“ svokallaða tröll-
reið bandarísku samfélagi á sjötta
áratug síðustu aldar. Fremstur í
flokki fór öldungardeildarþing-
maðurinn Joseph McCarthy, sem
lét fá tækifæri framhjá sér fara
til að ausa olíu á eld vænisýki og
tortryggni í garð náungans. Good
Night, and Good Luck er byggð á
sannri sögu Edwards Murrow og
samstarfsmanna hans á frétta-
stofu CBS sem spyrna við fótum
og leyfa sér að draga áróðurinn í
efa, þrátt fyrir þrýsting manna í
æðstu stöðum sjónvarpsstöðvar-
innnar sem óttast að missa bak-
hjarl sinn (sem merkilegt nokk er
álfyrirtæki að nafni Alcoa). Það er
ekki tilviljun að tímabil sem kallað
hefur verið „gullöld lýðskrumar-
anna“, þar sem vegið var harka-
lega að borgaralegum réttindum
fólks og tjáningarfrelsi, er George
Clooney yrkisefni á þessum
tímum, til dæmis í ljósi Ættjarðar-
laganna bandarísku (e. Patriot act)
og þeirrar staðreyndar að sumir
af áhrifamestu fjölmiðlum Banda-
ríkjanna hafa viðurkennt að hafa
gagnrýnislaust étið upp upplýsing-
ar frá stjórnvöldum í aðdraganda
Íraksstríðsins.
Clooney sýnir, rétt eins og í
fyrstu mynd sinni í leikstjórastól,
Confessions of a dangerous mind,
að hann hefur næmt auga fyrir
uppbyggingu og formi. Myndin er
stutt á mælikvarða nútímans (að
minnsta kosti þeirra mynda sem
yfirleitt eru tilnefndar til Óskars-
verðlauna), en frásögnin er að sama
skapi þétt. Myndin gerist svo til öll
inni á fréttastofunni, en gömlum
fréttamyndum - flestum þar sem
McCarthy sjálfur kemur við sögu
- er fléttað haganlega inn á milli til
að skyggnast út fyrir hljóðverið.
Svarthvítur liturinn skapar trú-
verðuga stemmningu tíðarandans,
sem snjöll notkun ljóss og skugga
skerpir enn frekar á. Framvindan
er allt að því mónótónísk, en reglu-
lega brotin upp með frábærum
djasstónlistaratriðum.
David Strathairn er sem skap-
aður í hlutverk Edward Murrow;
meitlaðir andlitsdrættir og
fumlaus hrynjandin í rödd hans
leggjast á eitt og skapa eftirminni-
lega persónu, sem þó er ekki kafað
sérstaklega djúpt í. Clooney, sem
eins og Strathairn er tilnefndur
til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk
sitt, er ágætur en er helst til eins-
leitur leikari og hefur sýnt að það
býr mun meira í honum sem leik-
stjóra. Teymið úr fréttastofunni
er vel úr garði gert en einna eftir-
minnilegastur er Frank Langella í
hlutverki sjónvarpsstjórans Willi-
am Paley, sem hefur öðru fremur
áhyggjur af áhorfi og að styggja
ekki bakhjarlana.
Það fer ekki á milli mála að
Clooney er að ávarpa samtíma sinn.
Skilaboð hans eru skýr og ná langt
út fyrir Bandaríkin: Fjölmiðlar
mega aldrei sofna á verðinum. En
myndin er líka áfellisdómur yfir
fjölmiðlum, sérstaklega sjónvarpi.
Sagan er römmuð inn af ræðu sem
Murrow flytur samstarfsmönnum
sínum árið 1958, þar sem hann
lýsir áhyggjum sínum yfir þróun
sjónvarpsins og vannýttum mögu-
leikum þess. Sé það til lítils eða
einskis annars nýtt en að sýna for-
heimskandi froðu er sjónvarp ekk-
ert nema „vírar og ljós í kassa.“ Ef
hann bara vissi.
George Clooney spyr stórra
spurninga og slær varla feilnótu
í frábærri mynd um krefjandi og
aðkallandi efni.
Bergsteinn Sigurðsson
Vírar og ljós í kassa
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
(GÓÐA NÓTT, OG GANGI YKKUR VEL)
LEIKSTJÓRI: George Clooney
AÐALHLUTVERK: David Strathairn, George
Clooney, Robert Downey jr., Patricia Clark-
son og Frank Langella.
Niðurstaða: Studdur af frábærum leikurum
slær George Clooney varla feilnótu í mynd um
krefjandi og aðkallandi efni.
Hljómsveitin Benni Hemm
Hemm heldur tónleika á Grand
Rokk á fimmtudag. Þetta eru
fyrstu tónleikar sveitarinnar
eftir tveggja mánaða hlé.
Frá því sveitin lék síðast á
tónleikum hefur hún verið valin
bjartasta vonin á Íslensku tón-
listarverðlaununum, auk þess
sem breiðskífa sveitarinnar var
valin plata ársins í flokknum
Ýmis tónlist.
Benna Hemm Hemm til halds
og trausts verður húsvíski trúba-
dorinn Þórir, sem gaf nýverið út
plötuna Anarchists are Hopeless
Romantics. Miðaverð á tónleik-
ana er 1.000 krónur og húsið
verður opnað klukkan 22.00.
Benni Hemm Hemm
á Grand Rokk
BENNI HEMM HEMM
Hljómsveitin Benni Hemm
Hemm heldur tónleika á
Grand Rokk á fimmtudag.
�����
- L.I.B. Topp5.com
�����
- L.I.B. Topp5.com
�����
- S.K. DV
�����
- S.V. MBL
�����
- M.M.J. Kvikmyndir.com
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM YKKUR HENTAR
ZATHURA kl. 6 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA
UNDERWORLD kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
FINAL DESTINATION kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA
MRS. HENDERSON kl. 5.45, 8 og 10.15
WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna2
VINSÆLASTA
MYNDIN Á ÍSLANDI
2 VIKUR Í RÖÐ
UNDERWORLD kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA m/ensku tali kl. 5.45 og 8 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA
CHEAPER BY TE DOZEN 2 kl. 3.45
- LIB, Topp5.is
- SV, MBL
- ÓÖH DV
ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA!
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
„...Zathura er frábær
fjölskylduskemmtun,
skemmtileg ekki aðeins
fyrir börn og unglinga
heldur einnig fyrir
foreldra“
- DÖJ - kvikmyndir.com
„..Zathura fínasta
fjölskylduskemmtun
sem býður eldri
áhorfendum upp á
ágætis afþreyingu
og þeim yngri upp á
saklausa ævintýra-
og spennumynd“
-VJV Topp5.is
S.
S
Ó.
MARGVERÐLAUNUÐ OG MÖGNUÐ MYND
MEÐ FELICITY HUFFMAN ÚR DESPERATE HOUSEWIVES
HLAUT
GOLDEN GLOBE
SEM BESTA MYND ÁRSINS,
BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
M.A. BESTI LEIKARI OG BESTA LEIKKONA ÁRSINS5
„... Walk the Line
er eins og klettur,
sterk ástarsaga
og mannlífsdrama
sem lætur engan
ósnortinn.“ - SV MBL
- MMJ Kvikmyndir.com
„Enginn ætti að láta
Walk the Line framhjá
sér fara því myndin er
auðgandi fyrir augun,
eyrun og hjartað.“
- VJV topp5.is
3
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
M.A. BESTA LEIKKONA ÁRSINS
2
GOLDEN GLOBE
BESTA LEIKKONA ÁRSINS
„Transamerica er
óvenju áhugaverð
og einstök mannlífs-
skoðun sem rís
í hæðir í túlkin
Huffman“
- SV, MBL
„Afskaplega falleg
mynd, skemmtileg
og hlý sem kemur
manni til þess að
hugsa. Mæli með að
fólk kíki á þessa“
- ÓÖH, DV
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI YNDISLEGU MYND