Fréttablaðið - 22.02.2006, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 22.02.2006, Qupperneq 81
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 The pursuit of perfection FJARLÆGÐINA Þegar Lexus IS250 ber þig mjúklega eftir veginum og þú finnur aflið, sem þér er gefið, verður fjarlægðin nálæg. Fyrr en varir ertu kominn í áfangastað og líður eins og þú hafir aldrei lagt af stað. Innrétting, munaðarþægindi og tæknibúnaður, sem tekur öðru fram, eru umgjörð um líf þeirra sem vilja ná langt. Á Lexus IS250 verður fjarlægur draumur að veruleika. Sjáðu, snertu og prófaðu Lexus IS250. Við erum sannfærðir um að niðurstaðan verður gagnkvæm virðing. Það mun ef til vill koma þér á óvart en við sáum það fyrir. Við gerum nefnilega sömu kröfur til lúxusbíla og þú og og njótum þess að tvinna saman afl og hugvit. Verð frá 3.800.000 kr. ÞÚ SNERTIR Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 32 5 02 /2 00 6 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ����������������� Sylvía Nótt verður fulltrúi Íslands í Evróvisjón og mikið sem það á eftir að verða gaman að fylgjast með henni í Grikklandi. Ríkissjónvarpið hefur sent lög af öllu tagi í Evróvisjónkeppnina án þess að Ísland hafi nokkurn tím- ann unnið en til þess er alltaf ætlast. Þótt Íslendingar taki Evróvisjón oft fullalvarlega er keppnin auðvitað fyrst og fremst skemmtun og því um að gera að senda hreinræktað gamanatriði eins og nú verður gert. Þátttaka Sylvíu Nóttar er í raun ekkert ósvipuð því og að senda Ladda í gervi Eiríks Fjalars. Hann hefði örugglega líka tremmað þetta í hel, enda þótti þjóðinni óskaplega vænt um hann. Hann þráði svo heitt að vera góður tónlistar- maður en var ekkert sérstak- lega flinkur á gítarinn. Hann ruglaðist alltaf og var síðan svo óöruggur og barnalegur í viðtölum. Það er lykillinn að hjarta þjóðarinnar, að vera barnalegur. Þannig er Sylvía Nótt líka. Hún var ekkert að leyna því hvað hún varð sár þegar henni var sagt að hún hentaði ekki til fyrirsætustarfa og svo fannst henni mun mikil- vægara að hún sjálf sæist en viðmælandinn þegar hún tók sjónvarpsviðtöl. Hún talar vitlaust, er einföld, athyglis- sjúk, sjálfhælin og hikar ekki við að vera klámfengin en þetta er allt saman bara fynd- ið – vegna þess að þetta er hvort sem er allt bara í plati. Samt er hún svo raunveruleg að nafn leikkonunnar sem fer með hlutverkið ber merkilega sjaldan á góma. Ástæðan fyrir því hvað Sylvía er raunveruleg er auð- vitað sú að hún er samansett úr svo kunnuglegum eigin- leikum. Hún er reiðubúin að gera allt fyrir frægðina og er sannfærð um eigið ágæti. En þætti okkur svona vænt um manneskju sem væri í alvörunni jafnbreysk og Sylvía? Myndi þjóðin hylla hana og senda hana sem full- trúa sinn í alþjóðlega keppni? Ég leyfi mér að efast um það. Þær konur sem hafa hagað sér í hálfkvisti við Sylvíu hafa vakið svo mikla hneykslun að þær hafa horfið fljótara af sjónarsviðinu en okkur tókst að temja okkur að nota orðið „flakatrúss“. Ég hef aftur á móti trú á því að Sylvía Nótt eigi eftir að ná enn lengra en hún hefur nú þegar gert. Nú finnst mér nefnilega að hún ætti að róa að því öllum árum að fá að vera fjallkonan á 17. júní. Þá myndi íslenska þjóðin sýna óþekka kvenmanninum þá virðingu sem hann nú krefst og á skilið. Minnismerki óþekka kvenmannsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.