Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 10

Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 10
10 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR MANNFJÖLDI Athygli vekur að á árinu 2005 fækkaði íbúum með íslenskt ríkisfang á Austurlandi en hlutfall erlendra ríkisborgara er þar áberandi hæst á landsvísu eða 17,6 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Mikill fjöldi farandverka- manna sem eru við störf við virkjunar- og álversframkvæmd- ir skýrir fjölda erlendra ríkis- borgara á Austurlandi. Sést það vel á kynjahlutföllum því fjórð- ungur allra karlmanna á Austur- landi er erlendur ríkisborgari en 6,7 prósent kvenna. Undanfarinn áratug hefur fjöldi erlendra ríkisborgara hér á landi nær þrefaldast. Þeir voru 1,8 prósent þjóðarinnar árið 1996 en eru nú 4,6 prósent heildar- mannfjöldans. Hinn 31. desem- ber 2005 voru 13.778 erlendir rík- isborgarar með lögheimili hér á landi. Á sama tíma árið 2004 nam þessi tala 10.636 og því hefur erlendum ríkisborgurum með lögheimili á Íslandi fjölgað um eitt prósent á milli ára. Mikill munur er á fjölda erlendra ríkisborgara eftir land- svæðum. Hlutfall erlendra ríkis- borgara er næsthæst á Vestfjörð- um eða 6,2 prósent en lægst á Norðurlandi eystra, 2,3 prósent. Hlutfallið er 4,7 prósent í Reykja- vík. - shá Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgar hratt: Íslendingar flytja að austan VIÐ KÁRAHNJÚKA Fjórðungur allra karl- manna á Austurlandi er erlendur ríkisborg- ari. Íbúum með íslenskt ríkisfang fækkaði fyrir austan á liðnu ári. TOLLAEFTIRLIT „Það eru fluttir hing- að um 200 þúsund gámar árlega og af þeim er aðeins um eitt prósent skoðað,“ segir Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem kom með fyrir- spurn til fjármálaráðherra á síðasta vorþingi um það hvort til stæði að kaupa eða leigja gegnum- lýsingarbíl. Þessi bíll röntgenskoð- ar gáma, flutningabíla, húsbíla og stóra hluti. Ráðherra svaraði því til að ekki væri búið að taka ákvörðun um þetta mál en fylgst væri með þróuninni í nágranna- löndunum. „Tollurinn hefur yfir að ráða tveimur litlum sendibílum með tækjum í og þegar skoða þarf gám verður að losa hann og handlanga alla pakkana í gegnum litla skoð- unarvél sem er í bílunum. Það myndi því breyta miklu fyrir toll- gæsluna ef hún fengi svona bíl sem getur skoðað heilan gám á um þremur mínútum,“ segir Guð- mundur. „Menn sem eru að smygla inn fíkniefnum í gámum yrðu ansi taugaveiklaðir ef þeir sæju svona gegnumlýsingarbíl á hafnarbakk- anum,“ segir Bjarni Ágústsson, framkvæmdastjóri Icetronica. Það fyrirtæki sérhæfir sig í sölu öryggisbúnaðar og hafa for- svarsmenn þess komið að máli við þingmenn og tollstjóra til að fá því framgengt að slíkur bíll verði keyptur hingað til lands. „Það besta við þetta er þó það að þetta er ekki eitt risa leitartæki sem er fast við eina höfn heldur gæti toll- stjóri fært þetta hvert sem er með stuttum fyrirvara svo smyglarar vissu aldrei hvar hann yrði,“ segir Bjarni. Hann segir bílinn kosta um 80 milljónir króna. „Hann hefur reynst afskaplega vel í Svíþjóð en þar fer hann á milli hafna,“ bætir hann við. Sigurður Skúli Bergsson, for- stöðumaður tollgæslusviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík, segir að aðrðar Norðurlandaþjóðir hafi fest kaup á gegnumlýsingarbíl en síðast festu Danir kaup á einum slíkum í síðasta mánuði. „Við fylgj- umst með þessari þróun en eigum ekki til peninga til að kaupa bíl af þessu tagi eins og er svo það þyrftu að koma til fjárveitingar. En það myndi henta okkar afskaplega vel að hafa svona leitarbúnað sem við gætum fært hafna á milli,“ segir Sigurður Skúli. se@frettabladid.is Tollurinn skoðar aðeins einn gám af hundrað Um 99 prósent gáma sem fluttir eru til landsins eru ekki skoðaðir af tollayfirvöldum. Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins segir þörf á gegnumlýsingarbíl fyrir tollayfirvöld sem hægt væri að færa milli hafna. Slíkur bíll kostar um 80 milljónir króna en hann getur gegnumlýst heilan gám á um þremur mínútum. GEGNUMLÝSINGARBÍLL Þessi gegnumlýsingarbíll skoðar gáma á þremur mínútum en eins og aðstaða tollayfirvalda er í dag verður að handlanga innhald gáma í gegnum eftirlitstæki. VINNUMARKAÐUR Grunur leikur á um að fjórar til fimm starfs- mannaleigur séu starfandi á höf- uðborgarsvæðinu án þess að vera skráðar hjá Vinnumálastofnun. Þær eru því ólöglegar. Talið er að þessar leigur séu með allt frá tveimur og upp í um 30 starfsmenn hver. Þetta er mat Guðmundar Hilmarssonar, starfs- manns í átaksverkefninu Einn réttur - ekkert svindl hjá ASÍ. Jón Sigurður Karlsson, verk- efnisstjóri hjá Vinnumálastofnun, segir að í dag séu 13 leigur skráð- ar og von á skráningu þriggja til viðbótar. Skráðir starfsmenn séu 81 talsins en ljóst að enn eigi eftir að skrá marga og þrýst verði á að það verði gert. „Við byrjum á því að koma okkur upp gagnagrunni og svo eru göngur og réttir. Hópurinn sem er í kringum þetta hittist og við ráðum ráðum okkar,“ segir hann. Talið er að starfsmenn á vegum starfsmannaleiga séu að minnsta kosti yfir eitt hundrað. - ghs STARFSMANNALEIGUR Sextán starfsmannaleigur hafa skráð sig eða eru í þann veginn að gera það. Fjórar til fimm eru taldar starfa ólöglega í landinu. Skráðar starfsmannaleigur orðnar sextán: Talið að fjórar til fimm séu ólöglegar FÉLAGSSTÖRF Jóhannes Gunnarsson gefur einn kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna en framboðsfrestur rann út á þriðjudag. Er hann því sjálfkrafa valinn formaður og gegnir starf- inu næsta kjörtímabil en það stendur í tvö ár. Jóhannes hefur verið formaður Neytendasamtakanna síðan 1984, að undanskildum tveimur árum, þegar hann var framkvæmda- stjóri þeirra. Þing Neytendasamtakanna verður haldið í haust og þá verður kosið um menn í önnur stjórnar- sæti. - bþs Neytendasamtökin: Jóhannes einn í framboði JÓHANNES GUNNARSSON Gefur einn kost á sér í embætti formanns Neytendasamtak- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PAKISTAN, AP Pakistanskar her- sveitir gerðu árás á felustað skæruliða í fjöllunum við landa- mærin að Afganistan í gærmorg- un. Að minnsta kosti 25 skæru- liðar féllu eða særðust, að sögn talsmanns hersins. Von er á George W. Bush Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Pakistans og er árásin sett í samhengi við hana. Pakistanstjórn vilji sýna að hún sé ekki að slá slöku við í barátt- unni gegn al-Kaída og talibönum, en vitað er að liðsmenn þeirra leynast margir í fjöllunum á landamærum Pakistans og Afganistans. ■ Baráttan gegn hryðjuverkum: Árás á skæru- liða í Pakistan PYGMÍAR Í VÖRN Drengir af ættbálki pyg- mía vopnaðir bogum og örvum fyrir anti- lópu- og villisvínaveiðar nærri Nzali-Kenga í Kongó. Pygmíar eiga mjög undir högg að sækja eftir því sem meira er höggvið af skógarheimkynnum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.