Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 12
12 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR
BEÐIÐ FYRIR NORÐANMÖNNUM Kristin
kona í Suður-Kóreu biðst fyrir við guðs-
þjónustu helgaða Norður-Kóreumönnum
og flóttafólki þaðan í Seoul í gær. Þúsundir
kristinna Suður-Kóreumanna kröfðust
þess að kommúnistastjórnin í norðri eyddi
kjarnorkuvopnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LITHÁEN Íslendingar reka alhliða
sölu- og markaðsfyrirtæki með
hjúkrunar- og lækningavörur
fyrir sjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar í Eystrasaltslöndunum.
Fyrirtækið í núverandi mynd er
aðeins þriggja ára gamalt.
Ilsanta er í hópi stærstu fyrir-
tækja á þessu sviði enda er fyrir-
tækið með skrifstofu í öllum
Eystrasaltslöndunum þremur.
Aðalskrifstofan er í Vilníus.
Starfsmennirnir eru 32 talsins,
flestir í Vilníus. Gunnar Björn
Hinz er framkvæmdastjóri.
Gunnar Björn segir að mark-
aðshlutdeildin sé mismunandi
eftir vörum en veltan hafi farið
hraðvaxandi og verið 12 milljónir
evra árið 2005 eða um 1.000 millj-
ónir íslenskra króna.
„Veltan hefur vaxið ótrúlega
hratt, um kannski 50 prósent
milli ára,“ segir Gunnar björn.
„Fyrirtækið er ekki nema þriggja
ára og það skilaði hagnaði í
fyrra.“
Mikil uppbygging á sér stað í
heilbrigðiskerfinu í Eystrasalts-
löndunum og möguleikarnir því
miklir. - ghs
GUNNAR BJÖRN HINZ
Framkvæmdastjóri Ilsanta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GHS
Íslenskt fyrirtæki selur hjúkrunar- og lækningavörur í Eystrasaltslöndunum:
Eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði
ORKUMÁL Fundur borgaryfirvalda,
iðnaðarráðherra og forsvars-
manna Akureyrarbæjar hefur
ekki verið haldinn. Borgin hefur
ítrekað reynt að koma fundinum á
vegna óánægju með ákvörðun
stjórnar Landsvirkjunar að leggja
Laxárvirkjun inn í nýtt sameigin-
legt sölufyrirtæki þess með Orku-
búi Vestfjarða og RARIK.
Helga Jónsdóttir, sviðstjóri hjá
Reykjavíkurborg, segir ekki fyr-
irséð að af fundinum verði fyrir
föstudag þar sem bæði iðnaðar-
ráðherra og borgarstjóri séu í
útlöndum. En þann dag fundar
stjórn Landsvirkjunar og tekur
málið fyrir. - gag
Eigendur Landsvirkjunar:
Óleyst deila um
Laxárvirkjun
Eldsvoði á Selfossi Eldur kom upp
í þjónustuíbúðum aldraðra á Selfossi
aðfaranótt þriðjudags. Slökkvistarf tók
skamma stund en flytja þurfti einn íbúa
á sjúkrahús til aðhlynningar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Eldur á spítala Mikill viðbúnaður var
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
í gærkvöld þegar tilkynnt var um eld í
kjallara undir deildum 18 og 19 á Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi í Kópavogi.
Eldurinn reyndist ekki mikill og reyndist
óþarft að rýma deildirnar.
SLÖKKVILIÐ
Brot á lögum um staðgreiðslu opinberra
gjalda og/eða brot á lögum um virðis-
aukaskatt.
EYJÓLFUR SVEINSSON
Sem stjórnarformaður og stjórnandi Visis.is.
Sem stjórnarformaður Dagsprents hf.
Sem stjórnarformaður Nota bene hf.
Sem fulltrúi í stjórn Póstflutninga ehf.
Sem stjórnarformaður Fréttablaðsins ehf.
Sem fulltrúi í stjórn ÍP-prentþjónustu.
MARTEINN JÓNASSON
Sem stjórnarformaður Markhússins-mark-
aðsstofu ehf.
Sem framkvæmdastjóri Nota bene hf.
Sem fulltrúi í stjórn Info Skiltagerðar.
SVEINN EYJÓLFSSON
Sem stjórnarmaður Dagsprents hf.
Sem fulltrúi í stjórn Fréttablaðsins ehf.
Sem stjórnarmaður í ÍP-prenþjónustu.
KARL ÞÓR SIGURÐSSON
Sem stjórnarmaður í Nota bene hf.
ÓMAR GEIR ÞORGEIRSSON
Sem stjórnarmaður í Markhúsinu-Markaðs-
stofu ehf.
SIGURÐUR RAGNARSSON
Sem framkvæmdastjóri Visis.is ehf.
ÓLAFUR HAUKUR MAGNÚSSON
Sem framkvæmdastjóri ÍP-prentþjónustu.
VALDIMAR GRÍMSSON
Sem framkvæmdastjóri Póstflutninga ehf.
SVERRIR VIÐAR HAUKSSON
Sem framkvæmdastjóri Markhússins-mark-
aðsstofu ehf.
Umboðssvik - ólögleg millifærsla
peninga á milli reikninga Visis.is ehf. og
Fréttablaðsins ehf.
EYJÓLFUR SVEINSSON
Sem stjórnarformaður og stjórnandi Visis.
is ehf.
SVAVAR ÁSBJÖRNSSON
Sem fjármálastjóri Visis.is ehf.
Sakborningar og ákæruatriði
NISSAN PATROL
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna›
a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi
fyrir alvöru fólk!
Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa!
Ver›i› á Nissan Patrol er frá 3.990.000 kr.
ENDIST
ENDALAUST
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
4
7
Sór embættiseið Tarja Halonen,
forseti Finnlands, sór embættiseið sinn
í gær og lét um leið þau orð falla að
hún myndi vinna að því að efla bönd
ESB við Rússland þegar Finnland tekur
við forsæti ESB í júlí. Halonen er að
hefja annað kjörtímabil sitt sem forseti
Finnlands.
FINNLAND
DÓMSMÁL Deilt hefur verið um það
hverjir beri ábyrgð á brotum á
reglum um opinber gjöld og regl-
um um virðisaukaskatt í máli rík-
islögreglustjóra gegn tíu einstakl-
ingum er tengdust fyrirtækjum
Frjálsrar fjölmiðlunar, sem nú er
gjaldþrota.
Halldór Jónsson, lögmaður Eyj-
ólfs Sveinssonar, sem ákærður er í
málinu, og stundakennari í fjár-
muna- og félagarétti við Háskóla
Íslands, gagnrýnir Jón H. B.
Snorrason nokkuð fyrir óvönduð
vinnubrögð við rannsókn málsins.
Halldór segir undarlegt hvers
vegna þáttur allra stjórnarmanna
í fyrirtækjunum er ekki rannsak-
aður betur, en í nokkrum ákærum
eru meðstjórnendur ákærðir án
þess þó að allir stjórnarmenn fyr-
irtækjanna séu ákærðir. „Það
hefur ekki verið gerð nein tilraun
til þess í þessu máli að meta
nákvæmlega þátt stjórnarmanna í
þeim fyrirtækjum sem ekki stóðu
í skilum á réttum tíma. Það virðast
vera valdir menn úr stjórnum fyr-
irtækjanna sem gerðir eru ábyrg-
ir fyrir þessum brotum. Í þessu
tilfelli hefði mátt vanda betur til
verka.“
Jón H. B. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra, segir það metið í
hverju máli hvort ástæða sé til
þess að ákæra alla stjórnarmenn,
en nokkrir lögmenn sakborninga í
þessu máli hafa gagnrýnt vinnu-
lag við rannsókn málsins og sagt
hana ekki nægilega faglega.
Jón vísar slíkri gagnrýni á bug
og segir ekkert athugavert við það
vinnulag sem viðhaft var við rann-
sókn þessa máls. „Þeir sem koma
að stjórnun fyrirtækjanna á þeim
tíma sem vanskilin eru, það eru
þeir sem bera ábyrgð. Það er
metið út frá gögnum, sem aflað er
á meðan rannsókn málsins stend-
ur, hverjir það eru sem teljast til
virkra stjórnarmanna á þeim tíma
sem brotin eru framin. Aðeins
þeir eru ákærðir.“
Áslaug Björgvinsdóttir, dósent
við lagadeild Háskólans í Reykja-
vík, segir nauðsynlegt fyrir
ákæruvaldið að fara nákvæmlega
í gegnum þátt hvers og eins stjórn-
armanns, í málum eins og þessum.
„Það sem til grundvallar liggur er
að það er ekki um að ræða heildar-
ábyrgð stjórnar, í tilfellum eins og
þessum, heldur verður að sanna
sök hvers og eins stjórnarmanns.
Það þarf því að sýna fram á sök
þeirra sem grunaðir eru um sak-
næmt hátterni við stjórnarstörf.
Meðstjórnendur eru ekki undir
minni skyldum heldur en stjórnar-
formenn, þó ýmis verkefni falli
frekar á þá.“
Málflutningur lögmanna í mál-
inu fer fram í Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag.
magnush@frettabladid.is
Rannsóknin
gagnrýnd
Vitnaleiðslum í máli ríkislögreglustjóra gegn ein-
staklingum sem taldir eru bera ábyrgð á brotum á
lögum um opinber gjöld og virðisaukaskatt lauk í
gær. Lögmenn deila hart á ríkislögreglustjóra.
LÖGMENN RÆÐA SAMAN Í DÓMSAL Vitnaleiðslum í máli ríkislögreglustjóra gegn tíu
einstaklingum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á vanskilum fyrirtækja á opinberum
gjöldum og brotum á lögum um virðisaukaskatt, árin 2000 til 2002, lauk í gær. Lögmenn
sakborninga í málinu eru óánægðir með rannsókn málsins.FRETTABLAÐIÐ/E.ÓL
KJARAMÁL Slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn fjölmenntu fyrir
utan hús Sambands íslenskra sveit-
arfélaga í gær og sýndu í verki
óánægju með þann seinagang sem
verið hefur í kjaraviðræðum þeirra
við Launanefnd sveitarfélaga.
Hefur þegar verið boðað til
atkvæðagreiðslu um verkfallsboð-
un meðal félagsmanna sem sótt
hafa hvern fundinn á fætur öðrum
frá nóvember síðastliðnum án
árangurs en verði verkfall sam-
þykkt skellur það á þann 20. mars.
Nýr fundur hefur verið boðaður í
dag. ■
Kjaradeila slökkviliðsmanna:
Mótmæla seinagangi