Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 12
12 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ FYRIR NORÐANMÖNNUM Kristin kona í Suður-Kóreu biðst fyrir við guðs- þjónustu helgaða Norður-Kóreumönnum og flóttafólki þaðan í Seoul í gær. Þúsundir kristinna Suður-Kóreumanna kröfðust þess að kommúnistastjórnin í norðri eyddi kjarnorkuvopnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LITHÁEN Íslendingar reka alhliða sölu- og markaðsfyrirtæki með hjúkrunar- og lækningavörur fyrir sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar í Eystrasaltslöndunum. Fyrirtækið í núverandi mynd er aðeins þriggja ára gamalt. Ilsanta er í hópi stærstu fyrir- tækja á þessu sviði enda er fyrir- tækið með skrifstofu í öllum Eystrasaltslöndunum þremur. Aðalskrifstofan er í Vilníus. Starfsmennirnir eru 32 talsins, flestir í Vilníus. Gunnar Björn Hinz er framkvæmdastjóri. Gunnar Björn segir að mark- aðshlutdeildin sé mismunandi eftir vörum en veltan hafi farið hraðvaxandi og verið 12 milljónir evra árið 2005 eða um 1.000 millj- ónir íslenskra króna. „Veltan hefur vaxið ótrúlega hratt, um kannski 50 prósent milli ára,“ segir Gunnar björn. „Fyrirtækið er ekki nema þriggja ára og það skilaði hagnaði í fyrra.“ Mikil uppbygging á sér stað í heilbrigðiskerfinu í Eystrasalts- löndunum og möguleikarnir því miklir. - ghs GUNNAR BJÖRN HINZ Framkvæmdastjóri Ilsanta. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Íslenskt fyrirtæki selur hjúkrunar- og lækningavörur í Eystrasaltslöndunum: Eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði ORKUMÁL Fundur borgaryfirvalda, iðnaðarráðherra og forsvars- manna Akureyrarbæjar hefur ekki verið haldinn. Borgin hefur ítrekað reynt að koma fundinum á vegna óánægju með ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að leggja Laxárvirkjun inn í nýtt sameigin- legt sölufyrirtæki þess með Orku- búi Vestfjarða og RARIK. Helga Jónsdóttir, sviðstjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ekki fyr- irséð að af fundinum verði fyrir föstudag þar sem bæði iðnaðar- ráðherra og borgarstjóri séu í útlöndum. En þann dag fundar stjórn Landsvirkjunar og tekur málið fyrir. - gag Eigendur Landsvirkjunar: Óleyst deila um Laxárvirkjun Eldsvoði á Selfossi Eldur kom upp í þjónustuíbúðum aldraðra á Selfossi aðfaranótt þriðjudags. Slökkvistarf tók skamma stund en flytja þurfti einn íbúa á sjúkrahús til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur á spítala Mikill viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld þegar tilkynnt var um eld í kjallara undir deildum 18 og 19 á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi í Kópavogi. Eldurinn reyndist ekki mikill og reyndist óþarft að rýma deildirnar. SLÖKKVILIÐ Brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og/eða brot á lögum um virðis- aukaskatt. EYJÓLFUR SVEINSSON Sem stjórnarformaður og stjórnandi Visis.is. Sem stjórnarformaður Dagsprents hf. Sem stjórnarformaður Nota bene hf. Sem fulltrúi í stjórn Póstflutninga ehf. Sem stjórnarformaður Fréttablaðsins ehf. Sem fulltrúi í stjórn ÍP-prentþjónustu. MARTEINN JÓNASSON Sem stjórnarformaður Markhússins-mark- aðsstofu ehf. Sem framkvæmdastjóri Nota bene hf. Sem fulltrúi í stjórn Info Skiltagerðar. SVEINN EYJÓLFSSON Sem stjórnarmaður Dagsprents hf. Sem fulltrúi í stjórn Fréttablaðsins ehf. Sem stjórnarmaður í ÍP-prenþjónustu. KARL ÞÓR SIGURÐSSON Sem stjórnarmaður í Nota bene hf. ÓMAR GEIR ÞORGEIRSSON Sem stjórnarmaður í Markhúsinu-Markaðs- stofu ehf. SIGURÐUR RAGNARSSON Sem framkvæmdastjóri Visis.is ehf. ÓLAFUR HAUKUR MAGNÚSSON Sem framkvæmdastjóri ÍP-prentþjónustu. VALDIMAR GRÍMSSON Sem framkvæmdastjóri Póstflutninga ehf. SVERRIR VIÐAR HAUKSSON Sem framkvæmdastjóri Markhússins-mark- aðsstofu ehf. Umboðssvik - ólögleg millifærsla peninga á milli reikninga Visis.is ehf. og Fréttablaðsins ehf. EYJÓLFUR SVEINSSON Sem stjórnarformaður og stjórnandi Visis. is ehf. SVAVAR ÁSBJÖRNSSON Sem fjármálastjóri Visis.is ehf. Sakborningar og ákæruatriði NISSAN PATROL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! Líttu inn og sjáðu alvöru jeppa! Ver›i› á Nissan Patrol er frá 3.990.000 kr. ENDIST ENDALAUST E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 4 7 Sór embættiseið Tarja Halonen, forseti Finnlands, sór embættiseið sinn í gær og lét um leið þau orð falla að hún myndi vinna að því að efla bönd ESB við Rússland þegar Finnland tekur við forsæti ESB í júlí. Halonen er að hefja annað kjörtímabil sitt sem forseti Finnlands. FINNLAND DÓMSMÁL Deilt hefur verið um það hverjir beri ábyrgð á brotum á reglum um opinber gjöld og regl- um um virðisaukaskatt í máli rík- islögreglustjóra gegn tíu einstakl- ingum er tengdust fyrirtækjum Frjálsrar fjölmiðlunar, sem nú er gjaldþrota. Halldór Jónsson, lögmaður Eyj- ólfs Sveinssonar, sem ákærður er í málinu, og stundakennari í fjár- muna- og félagarétti við Háskóla Íslands, gagnrýnir Jón H. B. Snorrason nokkuð fyrir óvönduð vinnubrögð við rannsókn málsins. Halldór segir undarlegt hvers vegna þáttur allra stjórnarmanna í fyrirtækjunum er ekki rannsak- aður betur, en í nokkrum ákærum eru meðstjórnendur ákærðir án þess þó að allir stjórnarmenn fyr- irtækjanna séu ákærðir. „Það hefur ekki verið gerð nein tilraun til þess í þessu máli að meta nákvæmlega þátt stjórnarmanna í þeim fyrirtækjum sem ekki stóðu í skilum á réttum tíma. Það virðast vera valdir menn úr stjórnum fyr- irtækjanna sem gerðir eru ábyrg- ir fyrir þessum brotum. Í þessu tilfelli hefði mátt vanda betur til verka.“ Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, segir það metið í hverju máli hvort ástæða sé til þess að ákæra alla stjórnarmenn, en nokkrir lögmenn sakborninga í þessu máli hafa gagnrýnt vinnu- lag við rannsókn málsins og sagt hana ekki nægilega faglega. Jón vísar slíkri gagnrýni á bug og segir ekkert athugavert við það vinnulag sem viðhaft var við rann- sókn þessa máls. „Þeir sem koma að stjórnun fyrirtækjanna á þeim tíma sem vanskilin eru, það eru þeir sem bera ábyrgð. Það er metið út frá gögnum, sem aflað er á meðan rannsókn málsins stend- ur, hverjir það eru sem teljast til virkra stjórnarmanna á þeim tíma sem brotin eru framin. Aðeins þeir eru ákærðir.“ Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, segir nauðsynlegt fyrir ákæruvaldið að fara nákvæmlega í gegnum þátt hvers og eins stjórn- armanns, í málum eins og þessum. „Það sem til grundvallar liggur er að það er ekki um að ræða heildar- ábyrgð stjórnar, í tilfellum eins og þessum, heldur verður að sanna sök hvers og eins stjórnarmanns. Það þarf því að sýna fram á sök þeirra sem grunaðir eru um sak- næmt hátterni við stjórnarstörf. Meðstjórnendur eru ekki undir minni skyldum heldur en stjórnar- formenn, þó ýmis verkefni falli frekar á þá.“ Málflutningur lögmanna í mál- inu fer fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. magnush@frettabladid.is Rannsóknin gagnrýnd Vitnaleiðslum í máli ríkislögreglustjóra gegn ein- staklingum sem taldir eru bera ábyrgð á brotum á lögum um opinber gjöld og virðisaukaskatt lauk í gær. Lögmenn deila hart á ríkislögreglustjóra. LÖGMENN RÆÐA SAMAN Í DÓMSAL Vitnaleiðslum í máli ríkislögreglustjóra gegn tíu einstaklingum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á vanskilum fyrirtækja á opinberum gjöldum og brotum á lögum um virðisaukaskatt, árin 2000 til 2002, lauk í gær. Lögmenn sakborninga í málinu eru óánægðir með rannsókn málsins.FRETTABLAÐIÐ/E.ÓL KJARAMÁL Slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn fjölmenntu fyrir utan hús Sambands íslenskra sveit- arfélaga í gær og sýndu í verki óánægju með þann seinagang sem verið hefur í kjaraviðræðum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga. Hefur þegar verið boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsboð- un meðal félagsmanna sem sótt hafa hvern fundinn á fætur öðrum frá nóvember síðastliðnum án árangurs en verði verkfall sam- þykkt skellur það á þann 20. mars. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag. ■ Kjaradeila slökkviliðsmanna: Mótmæla seinagangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.