Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 16
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Og hver kennir þá hverjum? „Ljóst er að þekking ungra lækna á ýmsum tækniþátt- um er mun meiri en sumra eldri sérfræðinga.“ BJARNI ÞÓR EYVINDSSON, FOR- MAÐUR FÉLAGS UNGRA LÆKNA, Í FRÉTTABLAÐINU. Kannski gamli en.... „Nú er þetta sem sagt bara gamli góði Skeljungur.“ PÁLMI HARALDSSON FJÁRFESTIR Í MORGUNBLAÐINU UM KAUP SÍN Á SKELJUNGI. „Þetta var ekki skemmtilegt,“ segir Guðbjörn Ævarsson, knattspyrnu- áhugamaður og formaður Stuðnings- mannaklúbbs Manchester United á Íslandi, um landsleik Íslands og Trínidad og Tóbagó á þriðjudagskvöld. „Og hvar var brosið,“ spyr hann. „Það má taka tillit til þess að þetta var fyrsti leikur Eyjólfs og mörkin voru ódýr en hvers vegna höfðu menn ekki gaman af þessu?“ Og til að klikkja út segir hann: „Þetta var eins og að vera í vangadansi við ömmu sína, það var skelfilegt að horfa á þetta.“ Guðbjörn vonar að Eyjólfur hressist og liðið leiki betur í framtíðinni en áréttar þá skoðun sína að ánægja leikmanna sé grundvöllur þess. „Það er lágmark að menn hafi gaman af þessu og svo er hægt að fara að tala um árangur,“ segir hann. SJÓNARHÓLL LANDSLEIKUR ÍSLANDS OG TRÍNIDAD OG TÓBAGÓ Hvar var brosið? GUÐBJÖRN ÆVARSSON FORMAÐUR MANCHESTER UNITED-KLÚBBSINS Á ÍSLANDI ,,Það er allt frábært að frétta,“ segir Kolbrún Björns- dóttir sem er með þrjú börn í Smáralindinni í ösku- dagsleiðangri þegar blaðamaður slær á þráðinn. Það er feikinóg að gerast hjá Kolbrúnu um þessar mundir en hún er á þriðja ári í stjórnmálafræði ásamt því að vera fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu í hlutastarfi. ,,Námið er frábært og sérstaklega skemmtilegt fólk með mér en við erum nokkur sem höfum haldið hópinn gegnum árin.“ Kolbrún hóf störf á fréttastofu Ríkisútvarpsins í nóv- ember eftir að hafa þreytt fréttamannapróf og kann mjög vel við sig á þeim vinnustað. Aðspurð hvernig gangi að samræma vinnu með skóla og fjölskyldulífi segir Kolbrún að það gangi vel. Hún er í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu og misjafnt hve vaktirnar eru miklar á hverjum tíma. Kolbrún er tveggja barna móðir og segir lífið ganga sérstaklega vel þar sem hún eigi frábæran mann sem tekur þátt í öllu og meira til. ,,Þetta hljómar eins og það sé afskaplega mikið að gera en raunin er sú þegar það er mikið að gera þá skipuleggur maður sig betur og verður meira úr verki.“ Það gefst skiljanlega ekki mikill tími til að sinna áhugamálum með svona þétta dagskrá en Kolbrún segist þó alltaf vera á leiðinni að bæta golfkunnáttuna. Hún hefur þegar farið á tvö golfnámskeið en allir fjölskyldumeðlimir eru smitaðir af golfbakteríunni og eiga nú sitt golfsett í geymslunni. Næst á dagskrá hjá Kolbrúnu er að fylgjast með dóttur sinni keppa á hundasýningu um helgina í flokknum ungir sýnendur. ,,Það er mikil tilhlökkun í gangi enda hefur hún lengi beðið eftir að ná aldri til að keppa,“ segir Kolbrún. Að öðru leyti fer helgin í afslöppun með fjölskyld- unni heima fyrir að sögn Kolbrúnar sem kveður blaðamann á leið með börnin í bíó. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR Best að hafa mikið að gera Sala á hjól- og fellihýsum hefur farið vel af stað þetta árið. Seljendur eru himin- lifandi og segja stefna í metsölu. Sumir kaupa sér nýtt hjól- eða fellihýsi á hverju ári. „Það er gríðarleg sala hjá okkur,“ segja Sveinbjörn Árnason, fram- kvæmdastjóri Evró sem hefur lengi haft sterka stöðu á hjól- og fellihýsa- markaðnum. Gunnlagur Ingibergs- son hjá Seglagerðinni Ægi, sem einnig er stór á markaðnum, tekur undir orð hans. „Salan er löngu hafin og við höfum selt tugi hjól- og felli- hýsa það sem af er ári.“ Kaup á lúxus á borð við hjól- og fellihýsi er einn af púlsmælunum á efnahagsástandi þjóðarinnar og samkvæmt honum eru horfurnar góðar. Sveinbjörn og Gunnlaugur eru sammála um að ekki votti fyrir áhyggjum af niðursveiflu. „Salan hefur aukist frá í fyrra,“ segir Sveinbjörn og bætir við að það stefni í metsölu þetta árið. Sveinbjörn á að baki fimmtán ár í bransanum og segir að áður fyrr hafi fellihýsasalan byrjað 1. apríl. Nú hefjist hún strax í janúar. Fellihýsi eru af ýmsum stærð- um og gerðum og kosta frá tæpri milljón upp í næstum tvær. Hjól- hýsi er einnig hægt að fá í ýmsum verðflokkum og kosta þau ódýrustu um eina og hálfa milljón en þau dýrustu um 3,5 milljónir. Allur gangur er á hvort fólk staðgreiðir hýsin eða kýs að taka lán, hliðstæð bílalánum. Er þá fjórðungur kaup- verðs greiddur út og afgangurinn á sjö árum. Gunnlaugur hjá Seglagerðinni Ægi segir hjól- og fellihýsi vera að taka yfir útilegumarkaðinn. „Fólk hefur áttað sig á að þetta er málið. Það eru fáir í tjöldum nú til dags og þá helst útlendingar og unglingar.“ Þá segist hann merkja ákveðna pressu á fólki að eiga hjól- eða felli- hýsi. Og eins og með annað endurnýja sumir búnaðinn sinn reglulega. „Sumir skipta á árs eða tveggja ára fresti eins og með bíla. Þá eru sumir það nýjungagjarnir að þegar eitt- hvað nýtt kemur á markaðinn þá kaupa þeir það.“ Ekki er gott að segja nákvæm- lega til um hversu mörg hjól- og fellihýsi eru til á Íslandi en sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru rétt tæplega tíu þúsund slík hýsi skráð árið 2004 og hafði þeim fjölgað um sjö þúsund á tíu árum. bjorn@frettabladid.is Hjól- og fellihýsi keypt af kappi LÚXUS Á HJÓLUM Gunnlaugur Ingibergsson hjá Seglagerðinni Ægi hefur selt tugi hjól- og fellihýsa það sem af er ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Frá og með gærdeginum er hægt að skila umbúðum úr pappa í þar til gerða gáma á endurvinnslu- stöðvum Sorpu eða í hverfum borgarinnar. Mikið magn pappa- umbúða berst inn á og frá heimil- um flestra og eru umbúðir utan af morgunkorni og þvottaefni hvað algengastar. Sérstakt úrvinnslugjald sem lagt var á með lögum um síð- ustu áramót gerir Sorpu mögu- legt að taka á móti umbúðun- um en fram til þessa hefur ekki borgað sig að endurvinna pappaumbúðir. Áætlað er að árlega falli til um 3.000 tonn af pappírsumbúð- um á heimilum á höfuðborgar- svæðinu. Pappinn verður baggaður og fluttur til Svíþjóðar til endur- vinnslu. Búið er til karton úr pappanum og það selt víðs vegar um heiminnn til umbúða- gerðar, meðal annars til Íslands. Ekki er því ólíklegt að Cheerios pakki sem settur er til endur- vinnslu berist inn á sama heimili á nýjan leik í formi annars konar umbúða. Pappaumbúðirn- ar má setja í sömu endurvinnslugáma og fernur. ENDURVINNSLUGÁMUR Áætlað er að 3.000 tonn af pappaumbúðum falli til árlega á heim- ilum á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Pappírsumbúðirnar í endurvinnslugáma Ekki verður haldin fegurðarsam- keppni á Vestfjörðum þetta árið þar sem lítill áhugi reyndist meðal vestfirskra stúlkna á þátttöku. Undanfarin ár hefur keppnin verið haldin annað hvert ár og fór síðast fram fyrir tveimur árum. Þá var mikill áhugi og reyndu níu stúlkur með sér í hefðbundinni keppni um útlit, limaburð og inn- ræti. Aðeins skráðu tvær stúlkur sig til leiks að þessu sinni og þótti ekki ástæða til að efna til keppni þeirra á milli um hvor væri feg- urri. Í gegnum árin hafa sigurveg- arar Fegurðarsamkeppni Vest- fjarða tekið þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem haldin verður á Broadway á vordögum. - bþs Fegurðarsamkeppni Vestfjarða: Slegin af vegna áhugaleysis FEGURÐ Kóróna og sproti fylgja sigrum í fegurðarsamkeppnum. Playboy stúlka spilar körfu með Grindavík - GRINDVÍKINGAR BÚAST VIÐ METAÐSÓKN 2x15 1.3.2006 20:34 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.