Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 38
2 Einn morguninn fyrir þremur árum fékk Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og leikstjóri, nóg af fínu, flottu og jafnframt rándýru íbúðinni sinni í Neshaga. Íbúðin hafði þá kostað hann fúlgur fjár, og það sem meira var, svefn og sálarró. Hann seldi íbúðina og flutti út á Öldugranda þar sem hann keypti litla og hlýja íbúð fyrir lítinn pening. Eldhúsið heima hjá Guðmundi er hvorki stórt né hlaðið nýjustu græj- um. Því fylgir hins vegar einhver hlýja sem erfitt er að henda reiður á. „Þetta er bara einfalt eldhús, en oft kemur vondur matur úr góðu eldhúsi,“ segir Guðmundur. „Leynd- armálið við gott eldhús er fyrst og fremst hráefnið og ég bý svo vel að eiga foreldra sem eru bændur og ég fæ reglulega sent ferskt hráefni úr sveitinni.“ Guðmundur er góður kokkur og að sögn sérfræðingur í innmat. „Þegar ég var fimmtán ára veikt- ist amma mín og þurfti að fara á spítala. Þá var ég settur í eldhúsið. Afi valdi hráefnið, fór bara í frysti- kistuna og tók eitthvað upp og svo átti ég að elda það. Það var alveg magnað að það var sama hvað ég gerði, það var alltaf étið. Smám saman lærði maður og varð góður,“ segir Guðmundur. Mikil tilraunamennska með íslenskt hráefni fer fram í eldhús- inu hjá Guðmundi. „Sumum rétt- um á ekki að hrófla við, kjötsúpa er til dæmis best daginn eftir. Svo eru réttir sem ég hef þróað. Ég nota aldrei uppskriftabækur því þetta á að vera sköpun. Allar uppskrifta- bækurnar sem ég hef fengið gefins frá vinunum eru enn í plastinu,“ segir Guðmundur og glottir. „Þetta lærði ég af pabba mínum. Hann var vanur að opna ísskápinn, horfa á hann í fimm mínútur, taka svo út hráefni og úr varð matur.“ Tveir hlutir skera sig úr í eldhús- inu. Annar þeirra er forláta kaffivél og hinn er gítar sem staðsettur er við eldhúsborðið. Gítarinn fékk Guðmundur frá ömmu sinni og afa þegar hann útskrifaðist úr Menntaskólan- um á Akureyri. „Maður verður að spila fyrir matinn og gefa honum jákvæðar jónir,“ segir Guðmund- ur og hlær. „Það er fínt að setjast niður og glamra á gítarinn þegar maður bíður eftir að suðan komi upp og þannig lagað.“ Kaffivélin er hins vegar gjöf frá tengdaforeldrunum. „Þau keyptu vélina á Ítalíu í Mílanó og höfðu heilmikið fyrir því að koma henni heim. Hún fór meira að segja með þeim í flugið í handfarangrinum,“ segir Guðmundur og hlær. „Hún er alveg nauðsynleg því í henni bý ég til besta kaffið.“ Eftir að hafa spjallað í hartnær tvo tíma um eldhús og leiklist þarf Guðmundur að sinna vinnunni. „Ég er nýbúinn að frumsýna verk- ið Hungur sem fjallar meðal annars um anorexíu og ofát,“ segir Guð- mundur. „Svo leik ég líka í Glæp gegn diskóinu en bæði verkin hafa gengið vel og fengið fína dóma.“ Leyndarmálið í eldhúsinu er hráefnið Guðmundur Ingi Þorvaldsson á einfalt eldhús, sem er hvorki stórt né hlaðið nýjustu græjum. Kjötsúpa er alltaf best daginn eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kaffivélin sem kom með handfarangri frá Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðmundur spilar fyrir matinn en gítarinn á sinn sess og sæti við eldhúsborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ .. af Sjöunni hans Arne Jacobsen. Felstir vilja hana svarta eða hvíta. Af hverju ekki að prófa appelsínugula, bleika eða græna? Ekkert mál að láta sprautalakka hana í öðrum lit þegar maður fær leið á litn- um. Við fáum ekki nóg ... Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga 15-50 % afsláttur Gólfdúkar – Stök teppi – Keramikflísar - Dreglar - Plastparket Málning – Veggfóður - Skrautlistar Litaver – Teppabúðin Grensásveg 18 Sími 581-2444 Eikarhúsgögn geta verið viðkvæm og að ýmsu verður að gæta þegar kemur að slík- um mublum. Þar sem eikin hefur djúpt æðakerfi er ráðlagt að hlífa viðnum við vatni. Mikið vatn eyðileggur lakkhúðina. Gætið þess að ljós eik mun dökkna á fyrstu vikunum. Forðist því að hafa vasa og skálar á sama staðnum mánuðum saman því hætt er við því að dökkt far myndist undir þeim. Heitt og þurrt loft veldur þenslu eða samdrætti í viðnum sem getur orsakað það að límið losnar og því er mikilvægt að loft- ræsta rýmið sem húsgögnin standa í. Mjög mikilvægt er að nota aldrei kemísk efni á eik því þau skaða lakkið og skilja eftir ljóta bletti. Ágætt er að vaxbera húsgögn með glansandi yfirborð en ekki er ráðlagt að vaxbera matt- lakkað yfirborð. Auðvitað skal forðast að setja heita hluti eða hluti sem geta rispað á yfirborð eikar- húsgagna. Þegar þurkað er af eikarhúsgögnum er gott að nota rakan klút og strjúka honum langs- um eftir legu viðarins. Góð ráð varðandi eikarhúsgögn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.