Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 40
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4
Silfur- og stállitir rammar
eru vinsælir í dag. Þessir
eru í Uniku.
Speglar sýna okkur
hvernig við lítum út
og þeir gera meira en
það. Þeir setja glæsi-
legan svip á heimilin
og gefa þeim hallar-
yfirbragð. Þessu hefur
nútímamaðurinn áttað
sig á og eru speglar í
tísku um þessar mundir.
Það staðfestir Erlingur Ó.
Ólafsson, sem hefur unnið
við speglagerð í áratugi og
hefur rekið eigið fyrirtæki frá
1990. Gleriðja hans er á horni Laug-
arnesvegar og Sundlaugavegar og þar
unir hann sér vel enda nóg að gera
við að skera niður gler og ramma inn
eftir óskum hvers og eins, auk þess sem
hann selur tilbúna spegla. „Það er orðið
algengara en áður var að fólk hafi spegla
inni í stofu, til dæmis yfir sófa eða borð-
stofuskáp. Svo eru þeir alveg sjálfsagðir
í forstofur og ganga,“ segir hann. Það
fer eftir smekk hvort og hvernig ramma
fólk velur en silfur og stállíki er vinsælt
rammaefni ekki síst á baðherbergin.
Brúnir rammar eru sígildir utan um spegla.
Þessi fæst í Rúmfatalagernum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hægt er að velja sér ramma að vild í
Gleriðju Erlings Ó.
Verslunin Unika
í Fákafeni selur spegla og ýmislegt
fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Langir speglar fara vel yfir borðstofuskáp
eða sófa. Þessir fást í Rúmfatalagernum.
Spegill með voldugum við-
arramma í Uniku, Fákafeni.
Speglar í öllum
hornum
Á hverju heimil verður að vera spegill.
Speglar með höggnum brúnum
er sérgrein Erlings Ó.
Speglagerð Erlings Ó.
býður upp á úrval af speglum,
bæði sérsmíðuðum og tilbúnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN