Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.03.2006, Qupperneq 44
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Borðstofuborðið sem þær mæðgur sitja við er beintengt eldhúsinu. Það sem einkennir eldhúsið hjá Helgu og Jóhannesi er að frá því er opið í allar áttir. Það er því mið- depillinn í húsinu og hjarta heimil- isins eins og Helga lýsir. „Eldhúsið er mikið notað enda er áhugamál okkar hjóna að elda mat. Við erum því alltaf í eldhúsinu og borðstof- unni meðan verið er að elda, borða og spjalla eftir matinn. Mér finnst það algerlega æðislegt. Það er svo gott að sitja við borðstofuborðið og þar virðist öllum líða vel,“ segir Helga og bætir við: „Það hefur eig- inlega orðið þannig að við notum ekki stofuna nema á jólunum!“ Helga lýkur miklu lofsorði á gasvélina, sem er eina eldunartækið á heimilinu. „Við höfum verið með gas frá því við fluttum hér inn og ég mundi ekki skipta því út fyrir nokkuð annað. Mér finnst það bara meiriháttar,“ segir hún en viður- kennir að sig langi í stærri eldavél. „Þegar við vorum að koma þessu eldhúsi upp fengust ekki stórar gas- eldavélar en þær eru komnar núna. Það er draumur að skipta út elda- vélinni.“ segir hún. Innréttingin í eldhúsinu er tólf ára og er frá fyrirtækinu Eldhús og bað sem Ármannsfell átti á þeim tíma sem þau hjón keyptu hana. Hún var teiknuð eftir þeirra óskum. „Ef við værum að byggja í dag mundi ég hafa eldhúsið tvisvar til þrisvar sinnum stærra en þetta. Þó svo það sé opið inn í borðstofuna finnst mér vanta rými í eldhúsinu,“ segir Helga en bætir svo við brosandi: „En við erum ekki að fara að byggja.“ Hún kveðst stundum fá ævintýralegar hugmyndir og hafa orðað það við manninn sinn að taka þvottahús- ið undir eldhús. „Honum finnst ég galin! Samt er aldrei að vita hvað við gerum!“ Eldhúsið er miðdepill og hjarta heimilisins Margt er mallað og brallað í eldhúsinu hjá Helgu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Davíðssyni í Rimahverfinu í Grafarvogi. Stólarnir við eldhúsborðið bjóða upp á notalega stemningu. Eldhúsinnréttingin var keypt hjá Eldhúsi og baði fyrir tólf árum. Kaffikannan tónar vel við granítið í borð- plötunum. Helga og heimasætan Katrín Birna sem er níu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BestLite-lampinn var hannaður árið 1930 af enskum hönnuði, Robert Dudley Best, sem þykir einn af merkari hönnuðum 20. aldarinnar. Lampinn hefur verið í fram- leiðslu allt frá því að hann var hannaður og telst tímalaus hönn- un. Jafnframt er hann talinn fyrsti hluturinn sem hannaður var á Englandi í anda Bauhaus. Upphaflega var hann notaður á verkstæðum, og seinna af arki- tektum, en náði frægð þegar Winston Churchill sagðist sér- stakur aðdáandi gripsins. Lampinn er mikið notaður á hótelum og skrifstofum víða um heim, einnig á heimilum fólks og á síðustu árum hafa vinsæld- ir hans vaxið mikið í Skandin- avíu. Lampinn er framleiddur í nokkrum útgáfum, sem borð- lampi, vegglampi, standlampi eða loftljós. Epal selur BestLite á Íslandi. Sígild hönnun }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.