Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 46

Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 46
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Tengi. Kaldewei-baðkar. Niður- fall í miðju karsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tengi. Kaldewei-baðkör eru með ýmsu lagi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tengi. Ifö-hornbaðkar með nuddi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síðustu ár hefur það notið mikilla vinsælda að fella baðkarið inn í heildarmynd baðherbergisins. Flísa- lagt er í hólf og gólf og ná þá gólf- flísarnar upp að baðkarsbrúninni eða þá að kantur er hafður umhverf- is karið þar sem geyma má kaldan drykk og sjampóið. Mörg karanna koma með tilbúnum botni svo auð- veldara er að flísaleggja beint á hliðar karsins. Hornbaðkörin hafa einnig notið mikilla vinsælda. Horn- baðkörin má fá með nuddi eða án og auðvelt er að nýta þau einnig fyrir sturtuaðstöðu. Fyrir þá sem kjósa að baðkar- ið sé frístandandi er úrvalið einnig nóg og hafa frístandandi baðkör oft skemmtilega lögun annað hvort í klassískum stíl eða nýstárlegri. Frístandandi baðkör eru oft her- bergjaprýði og oftar en ekki þunga- miðja baðherbergisins ólíkt því þegar körin eru felld inn í innréttinguna. Buslað í baðkari Færst hefur í aukana síðustu ár að meira rými er ætlað fyrir baðherbergi. Í takt við stærra rými virðist fólk kjósa stærri baðkör og eru hornbaðkörin þar vinsælust. Tengi. Neomedian-hornbaðkar. Skarpar útlínur. Hér er settur sturtuveggur á helming baðkarsins. Falleg lausn ef karið er einnig nýtt fyrir sturtuaðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Egill Árnason. Riho Lusso baðkar. Baðinnréttingin er úr eik og hægt er að fá hana í fjölda viðartegunda í stöðluðum stærðum. Í boði eru mismunandi skápastærðir og hjólaborð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Egill Árnason. Quibec -hornbaðkar með nuddi og sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Egill Árnason. Alessi-baðkar. Hönnunin er mjúk og baðkarið er egglaga. Í Alessi-línunni má einnig fá vask og klósett í sömu línu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Baðheimar. Lanzarote-nuddbaðkar. Karið rúmar tvær manneskjur og hefur höfuðpúða báðum megin. Unaður fyrir unaðsseggi. rákumst við á nýja vefverslun. www.thorstenvanelten.com, þar sem hægt er að finna heilmikið af spennandi og skemmtilegum heim- ilismunum. Eins og þessir flottu bollar á fæti eftir íslenska hönnuðinn Hrafnkel Birgisson. Þar eru einnig kristalsvínglös sem líta út eins og plastglös á fæti, upptrekkt tékk- nesk leikföng, dúfuljós, postulíns- stígvél og margt margt fleira. Á netinu... Að mála eldhúsflísarnar getur frískað verulega upp á eldhúsið. Það getur verið vandasamt verk en ef rétt er að farið getur útkoman verið góð. Til að koma í veg fyrir óþarfa tjón byrjum við á því að bera út eða breiða yfir allt sem málning- in gæti slest á. Ef einhverjar flísar eru skemmdar og nauðsynlegt er að skipta um þær verður nýja fúan að fá að þorna í viku áður en málað er. Þegar allt er tilbúið byrjum við á því að hreinsa alla fitu af flísunum og látum þær þorna vel. Á grunninn notum við vatns- þynnanlegan gervihárapensil og gætum þess að pensilstrokurnar séu alltaf í sömu átt. Grunnurinn verður að fá að þorna í einn sólarhring áður en málað er. Strjúkum yfir pensl- aför með 120 sandpappír og síðan aftur með rykklút. Því næst málum við flísarnar með lakkinu og gætum þess að pensilstrokurnar séu eins og í grunninum til þess að áferðin verði góð. Gætum þess að það skíni hvergi í grunninn til þess að áferðin verði vatnsheld. Þegar lakkið er þornað strjúkum við yfir allar misfellur með 180 sand- pappír og svo aftur með rykklútnum. Þá erum við tilbúin í seinni umferð- ina sem við málum eins og áður. Nánari upplýsingar er að finna á málningardósinni og auðvitað hjá fagmönnum. Málum eldhúsflísarnar sjálf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.