Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 52

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 52
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■16 Parkett og gólf er sérvöruversl- un sem leggur áherslu á hurðir og gólf- og veggefni. Meðal þess sem verslunin selur er veggir sem koma grunnaðir. Þeir eru tilbúnir til mál- unar og minnka þannig allt umstang er fólk er að byggja. Hurðirnar þar einnig vakið mikla lukku. „Við leggjum mikið upp úr þjónustu og gæðum,“ segir Óskar Alfreðsson, eigandi verslunarinar Parket og gólf. „Verslunin er orðin meira en tuttugu ára gömul og á þeim tíma höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að vera fyrstir með nýjungar,“ segir Óskar og tekur fram að verslunin hafi stækkað mikið á þessum tuttugu árum. Parket og gólf er til húsa í Ármúla 23 og síminn er 568-1888. Parkett, hurðir og grunnaðir veggir Parket og gólf býður úrval gólfefna og þá sérstaklega parket. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hurðirnar í Parket og gólf eru fjölbreyttar og meðal annars hægt að fá þær með gleri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einfaldleikinn getur verið glæsilegur, eins og á þessari hvítlökkuðu hurð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elín Kjartansdóttir, arkitekt á Arki- tektur.is á Hverfisgötu, segist verða vör við breyttar áherslur og auknar kröfur hjá viðskiptavinum sínum. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað fólk vill en það eru ákveðnir hlutir sem er meira beðið um núna en áður,“ segir Elín. Hún segist sjálf ekki verða mikið vör við að fólk vilji innbyggt ryksugukerfi en hins vegar vilji fólk hafa sjónvörp og tölvur í nánast öllum herbergjum. „Það þarf að vera möguleiki á að geta tengt þess tæki hvort sem það er í hjónaherbergjum eða barnaher- bergjum. Það er því áberandi hvað þarf miklu meira af raflögnum og tölvulögnum, vegna lýsingar, sjón- varpa og alls kyns tækja heldur en fyrir nokkrum árum.“ Elín segir að þróunin hafi líka verið í þá átt að stækka barnaher- bergin. „Fleiri tæki og meira dót fylgir börnum en áður og þetta rúmast ekki lengur inni í einhverj- um sjö fermetrum.“ Elín segir að ein af þeim breyt- ingum sem hún hefur tekið eftir sé að fólk vilji hafa eldhús, stofu og borðstofu í hálfgerðu alrými. „Fólk hefur áttað sig á því að börnin vilja læra inni í borðstofu eða einhvers staðar nálægt foreldr- um sínum þegar þeir eru að elda. Þetta er því ekki eins og áður þegar að allt var lokað af. Fólk vill líka hafa eldhúsin flottari þar sem þau tengjast stofunum og eldhúsin eru að stækka á kostnað stofanna.“ Elín segir að það sé fólki mikil- vægt að baðherbergi séu góð. „Fólk vill hafa bæði baðkar og sturtu, upphengt klósett sem er auðvelt að þrífa undir og handklæðaofn. Margir vilja ekki lausan sturtuklefa með sturtubotni heldur innbyggð- an sturtuklefa og hitalagnir í gólfi eru orðnar mjög algengar á bað- herbergjum.“ Elín segir að hitalagnir í gólf- um takmarkist reyndar ekki bara við baðherbergi. „Margir vilja hafa hitalagnir í öllum gólfum og ef að fólk fer til dæmis út í að flísaleggja stofur þá vill það fá hitalögn undir flísarnar. Þeir sem eru með parkett eru kannski með hluta af húsinu með hitalögnum í gólfi og hluta með venjulegum ofnum. Það er orðið algengt að hús séu með stór- um gluggum sem ná alveg niður í gólf og þá er erfitt að koma hefð- bundnum ofnum fyrir.“ Að lokum segir Elín segir að öll lýsing sé orðin fólki mjög mikil- væg. „Það er ekki nóg að vera bara með einn ljósakúpul í loftinu því lýsing er orðin hönnunaratriði. Það er verið að fella ljós ofan í gólfið og inn í veggi og fólk notar lýsingu til þess að skapa ákveðna stemningu.“ Ný hús með nýjum áherslum Kröfur þeirra sem byggja sér hús hafa breyst töluvert síðustu ár og áratugi. Alls kyns nýjungar eins og innbyggt ryksugukerfi og hiti í öllum gólfum verða sífellt algengari. Elín Kjartansdóttir arkitekt á Arkitektur.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brasilísku bræð- urnir Fernando og Humberto Campana eru meðal athyglis- verðustu vöru- hönnuða okkar tíma. Þeir hafa notið mikillar hylli fyrir hönnun sína, sem þeir byggja að miklu leyti á arfleið brasilískra f á tæk r ahve r f a . Campanas-bræð- urnir hafa safnað saman og nýtt efni eins og smáspýtur og rusl af götum og úr gámum til þess að búa til glæsileg húsgögn. Þess vegna verða húsgögn þeirra mjög gróf og þeim mun áhugaverðari. Campanas-bræður halda úti skemmtilegri heimasíðu á campanas.com.br þar sem hægt er að kynna sér hönnun þessara brasilísku frumkvöðla. Með fátækt Brasilíu að leiðarljósi Stóll eftir Campanas bræður. ævintýralega hönnun Tord Boontje. Dádýr og blóm sem aðeins gætu átt heima í ævintýrum verða að veruleika í fallegri og leik- andi hönnun. Midsummer light fæst í Iðu en frek- ari hönnun eftir Tord er hægt að sjá á www. tordboontje. com Við elskum... F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.