Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 54
■■■■ { heimilið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■18 Hver gæti lifað á heimili án ryk- sugu? Reyndar væri hægt að komast af með sóp en það væri aðeins gert með miklum herkjum, eitthvað sem nútímasamfélag er ekki mikið fyrir. Hér fyrr á árum var inni á nær hverju heimili ein stöðluð ryksuga, oftast hin goðsagnakennda Nilfisk. Gömlu ryk- sugurnar voru ekki flóknar verkfræð- ismíð en í dag hefur bæst við fjöld- inn allur af aukabúnaði. Mismunandi hraðastillingar og fjölbreyttir hausar, sem maður skilur stundum ekkert í hvernig á að nota, eru nú orðn- ir að staðalbúnaði með nýkeyptum ryksugum. Hálfdán Guðmundsson, starfsmaður heimilistækjaverslunar- innar Eirvík, segir að mikilvægt sé að velja góðan haus eftir því hvernig gólfbúnað er verið að ryksuga yfir. Hálfán segir að mikið vatn sé runnið til sjávar síðan að gömlu Nilfisk-vélarnar voru og hétu. Sem dæmi hafi kraftur ryksuga aukist um allt að 300 prósent. Hann bendir þó á að fólk megi ekki láta glepjast af háum tölum. ,,Hversu mörg vött ryksugan er segir ekki alveg alla söguna. Það vantar almennilegan mælikvarða á hvað ryksugur eru að sjúga upp marga rúmmetra á klukku- stund. Vöttinn segja í raun bara hvað ryksugan eyðir miklu rafmagni,“ segir Hálfdán og bendir á að fyrir ári síðan hafi verið gerð óháð rann- sókn í Þýskalandi þar sem ryksugum hafi verið gefin einkunn eftir hæfni þeirra. Þar kom best út eina ryksug- an sem var 1600 vött á meðan hinar voru allar 1800 og 2000 vött. Hálfdán telur að það sé mun mik- ilvægari kostur í ryksugum að mótor þeirra sé endingargóður. ,,Einnig eru komnir á markað nýir pokar. Gömlu bréfpokarnir byggðu á um 30 ára gamallri hefð og þeir einfaldlega rifnuðu of mikið. Nýju pokarnir eru úr hálfgerðu tauefni sem rifnar ekki.“ Hálfdán segir að nýju pokarnir hafi betri loftsíur sem koma í veg fyrir að ryksugan spúi fínustu rykögnunum aftur út. Hálfdán bendir fólki á að marg- ar auglýsingar seu mjög villandi. ,,Oft er til dæmis talað um sexfalt filter-lag en slík mælieining er ekki til. Af hverju er ekki einfaldlega sagt nákvæmlega hvað loftsían er stór í míkrómetrum? Það er oft verið að búa til eitthvað flott á pappírum sem stenst síðan ekki. Það bylur oft hæst í tómri tunnu.“ Að lokum segir Hálfdán að mikilvægast sé endingin, áreiðanleikinn og krafturinn í ryk- sugum og eins og með annað er oft betra að eyða örlítið meiri pening í meiri gæði. Ryksugan á fullu Ryksugur eru ekki flókið fyrirbæri. Hins vegar vekur fátt upp jafn óþægilegar tilfinn- ingar og lélegar ryksugur. Að finna húsgögn fyrir heimilið getur stundum verið mikil kvöl. Hér á hinu litla Íslandi getur maður nefnilega alltaf átt það á hættu að kaupa húsgagn sem nágranni eða besti vinur manns á kannski líka. Svo einfaldlega finnur maður ekki alltaf það sem maður leitar að, í annars ágætri flóru íslenskra húsgagnaverslana. Engum til undrunar er hægt að kaupa fjöl- breytt húsgögn, fyrir til dæmis eldhúsið, á net- inu. Þar er flóran slík að enginn maður gæti nokkurn tíman skoðað allt það sem í boði er. Dæmi um skemmtilegar heimasíður þar sem hægt er að kaupa marg- vísleg húsgögn eru buy.com, amazon.com, kitchenshop.com, rivvo.com og margar aðrar. Hér eru dæmi um húsgögn sem hægt er að kaupa á netinu og setja í eldhús- krókinn. Hannaðu eldhúsið á netinu Ryksugur eru mikilvægt heimilis- tæki sem hjálpa til við að glæða heimilið.Falleg ljósakróna er að sjálfsögðu nauðsynleg yfir nýja eldhúsborðið. Þessi ljósakróna er með kertaljósa- perum sem gefa fallega birtu. Fæst á heimasíðunni onlineusashop. com Þægilegur og flottur eldhússtóll. Fæst á heimasíðunni williams-sonoma.com. Fín ávaxtaskál sem nota má að nýja fína eldhúsborðið. Fæst á amazon.com Borð og stóll í stíl. Hægt að fá hjá buy.com voru það þessir mynstruðu púðar eftir ameríska hönnuðinn Thom- as Paul, sem vöktu athygli okkar. Nýtískulegir og alveg í anda mynsturbylgjunnar sem gengur yfir í heimilistískunni um þessar mundir. Hann notar fallega bjarta liti, og sérstök mynstur sem eru í senn gamaldags og nýtískuleg. Ásamt flottri línu af púðum, hannar hann diska sem eru það flottir að varla er hægt að borða af þeim, enda myndu þeir sóma sér betur á fallegum vegg. Til stendur að víkka út vörulínuna og hanna lampa, rúmföt og teppi. Hægt er að nálgast vörur Thomas Paul á net- inu. Sjá www.thomaspaul.com eða www.heals.co.uk. Á netinu... Lecco-hillueiningarnar í Habitat. Hægt er að raða þeim á ótal vegu. Láta þær snúa hvernig sem er, upp við vegg eða út á mitt gólf, en þannig eru þær flottastar. Frá- bærar undir bækur, skrautmuni, eða einfaldlega smart sem skil- rúm í herbergi. Lecco-hilluein- ingar fást í svörtu og eik. Við elskum....
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.