Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 69
Nýlega var gerð skýrsla á sjúkra- tryggingasviði Tryggingastofnun- ar ríkisins sem heitir: Réttlátari notendagjöld í sjúkratryggingum á Íslandi. Þetta er þriðja skýrslan um sjúkratryggingarnar á rúmum fjórum árum sem sjúkratrygg- ingasviðið tekur saman. Fyrst kom út í júní 2001 skýrsla sem nefnd- ist: Hver er stefnan í sjúkratrygg- ingum á Íslandi? Í júní 2003 birtist svo skýrslan Betri nýting fjár- magns til sjúkratrygginga á Íslandi og núna var svo komin röðin að notendagjöldunum. Sér- fræðingar stofnunarinnar hafa þannig verið kerfisbundið að skoða sjúkratryggingarnar. Margt gagnlegt kemur fram í skýrslunni svo sem heildaryfirlit yfir notendagjöldin. Um 40 teg- undir sjúkrakostnaðar eru til- greindar og rúmlega 20 greiðslu- flokkar. Kerfið er greinilega bæði flókið og margbrotið. Sérfræð- ingarnir segja m.a. í niðurstöðum sínum að lítil yfirsýn hafi verið yfir þann kostnað sem sjúklingar og hópar sjúklinga með mismun- andi sjúkdóma þurfa að bera vegna veikinda sinna og telja fulla þörf á að kanna áhrif núver- andi kerfis á þann þátt. Leggja þeir eindregið til að könnunin verði gerð og segja hana æskileg- an grunn að breytingum á kerf- inu. Annað sem vekur sérstaka athygli mína eru upplýsingar um nauðsynlega og ónauðsynlega þjónustu í heilbrigðiskerfinu og áhrif notendagjalda á hana. Vísað er til rannsóknar á heilbrigðis- stefnu sem rannsóknarhópur í Uni- versity of British Columbia vann (HPRU 93:12D). Þær rannsóknir sýna að notendagjöld eru ámóta líkleg til að draga úr nauðsynlegri og ónauðsynlegri þjónustu. Samkvæmt sömu rannsóknum er talið að ákvarðanir sjúklinga sjálfra, svo sem að leita sér „óþarfrar“ meðferðar eða taka ónauðsynleg lyf, geti numið um 1% af heildarútgjöldum til heilbrigðis- mála, en að sóun vegna ákvarðana lækna um t.d. óþarfar rannsóknir, meðferð eða lyf geti numið 30% af heilbrigðisútgjöldum. Á síðasta ári voru þessi útgjöld um 74,4 milljarðar króna. Miðað við niðurstöður umræddra rann- sókna er talið að sjúklingar valdi í óþarfan kostnað um 1% eða um 740 milljónum króna en heilbrigð- isstarfsmenn 30% eða 22,3 millj- örðum króna. Þetta sýnir betur hvað talið er að ákvörðun sjúk- lings skiptir litlu máli varðandi sóunina sem talin er vera í kerf- inu. Það er því eðlilegt að velt sé upp spurningunni: Til hvers eru notendagjöld. Eðlileg ályktun er að hafa not- endagjöld sem lægst, enda þá minnstar líkur á því að gjöldin valdi mismunun eftir efnahag og vitað er að beint samband er milli efnahags og veikinda. Mér finnst ágætt að ljúka þess- um pistli með þessari „marxísku“ tilvitnun um heilbrigðiskerfið: Heilbrigðisþjónustu á að veita samkvæmt þörf, en ekki getu til þess að greiða fyrir hana. Kostn- aði við heilbrigðisþjónustu á að skipta niður á þegnana eftir getu til þess að greiða, en ekki þörf fyrir þjónustu. ■ Til hvers eru notendagjöld í sjúkratryggingum? UMRÆÐAN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR Heilbrigðisþjónustu á að veita samkvæmt þörf, en ekki getu til þess að greiða fyrir hana. Já, það er rétt hjá Fréttablaðinu að landnámsgeitin gæti skilað góðu innleggi í ostaflóru okkar. Því til sönnunar skeði í Svisslandi atvik, er nú skal greint frá. Piltur nokkur áði á sveitabæ þar í landi og var boðinn til kvöld- verðar. Geitaostur var á borðum, ásamt fleira góðgæti. Gerði piltur- inn ostinum góð skil og tók vart eftir heimasætunni, er reyndi að fanga athygli hans með sínum kvenlega yndisþokka. Osturinn átti hug hans allan. Kvöldsett var orðið og því gengið til rekkju. Er piltur var að festa svefn, réðst stúlkan inn til hans og sagði: „Not- aðu nú tækifærið,“ um leið og hún lét náttserkinn falla af herðum sér. „Mamma og pabbi eru sofn- uð.“ Strákur rauk upp með and- fælum, ruddist framhjá henni beint í búrið, þar sem osturinn var geymdur og hámaði hann í sig. Þessi strákur var samt talinn vel djarfur til kvenna. Hann valdi ost- inn! Þetta eru ákaflega sannfær- andi skilaboð um gæðin. Nú er mér sagt að okkar ástsæli land- búnaðarráðherra sé menntaður vel í mjólkurfræðum. Gæti hann hugsað sér að framleiða slíkan ost? Og þá markaðssetja hann með fögrum orðum og kannski smelli- kossi á kjamma geitarinnar, að sjálfsögðu í beinni útsendingu? Mér er sagt að nytin hafi aukist mikið í henni Skrautu eftir koss- inn. Þar sem Framsóknarflokkur- inn hangir nú á sveittum fingur- gómunum í oddastöðunni við stjórnsýslu þjóðarinnar, væri þetta góður kostur fyrir ráðherr- ann. Eins vildi ég gjarnan sjá Guðna sem næsta forseta okkar og myndi kjósa hann sem slíkan. Maðurinn er klæðskerasniðinn í það embætti, það finnst fljótt þótt hann sé framsóknarmaður, sem dæmin sanna. ■ Geitaostur EINAR SVEINN ERLINGSSON Í EYRAR- HOLTI, GARÐI SKRIFAR UM GEITANYT Nú er mér sagt að okkar ástsæli landbúnaðarráðherra sé menntaður vel í mjólkur- fræðum. Gæti hann hugsað sér að framleiða slíkan ost? Og þá markaðssetja hann með fögr- um orðum og kannski smelli- kossi á kjamma geitarinnar, að sjálfsögðu í beinni útsendingu? FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 29 3 fyrir 2 Þú færð ódýrustu vöruna frítt! Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Opið 10-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Keilir, jakki 14.990 kr. 5.900 kr. Kjölur, dömuflísjakki 7.990 kr. 2.900 kr. Eyrnaband 950 kr. 500 kr. Húfur 1.450 kr. 500 kr. Hanskar 1.990 kr. 800 kr. Laki, flíspeysa 7.990 kr. 2.900 kr. Útigalli, barna 8900 kr. 4.900 kr. Súlur, flísjakki 9.990 kr. 4.900 kr. Óðinn, barnaflísjakki 4.450 kr. 2.100 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.