Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 87

Fréttablaðið - 02.03.2006, Síða 87
KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Þótt ekki liggi mörg verk eftir Truman Capote er hann einn róm- aðasti rithöfundur Bandaríkjanna og á það ekki síst að þakka bókinni Með köldu blóði (In Cold Blood), sem kom út árið 1966, en nýstár- leg efnistökin ollu straumhvörf- um. Bókin fjallar um morð á fjöl- skyldu í smábæ í Kansas-ríki í Bandaríkjunum árið 1959. Capote fór í félagi við Harper Lee, vin- konu sína og rithöfund, á vettvang morðanna í þeim tilgangi að skrifa blaðagrein um þau og áhrif þeirra á bæinn, en eftir að hafa hitt ódæð- ismennina ákvað hann að skrifa heila bók. Verkið tók hann nokkur ár og á þeim tíma bast hann öðrum morðingjanum, Perry Smith, nánum böndum. Um þetta fjallar myndin Capote og er skemmst frá því að segja að árangurinn er tilkomumikill. Philip Seymour Hoffman er óaðfinnan- legur í hlutverki titilpersónunnar, sem myndin varpar fyrst og fremst ljósi á. Sú mynd sem dregin er upp af Capote er af einstaklega sjálf- hverfum manni, sem líður hvergi betur en sem miðpunkti athyglinn- ar og talar um fátt nema sjálfan sig. Þrátt fyrir að virka allt að því fyrirlitlegur í sérhyggju sinni er Capote áhugaverð persóna. Vin- átta hans við morðingjana togast sannarlega á við bókarskrifin, en kvölin og meðaumkunin sem Capote finnur fyrir innra með sér lýtur fyrst og fremst að honum sjálfum. Þá hikar hann ekki við að beita óvönduðum meðölum til að komast nær viðfangsefni sínu. Það er kannski einmitt vegna – ekki þrátt fyrir – þessara skapgerðar- bresta, sem Capote verður merki- lega sympatískur karakter. Myndin er hæg og látlaus en keyrð áfram af undirliggjandi þunga; litaáferðin er fallega hrá og viðeigandi, myndmálið sterkt sem og áhrifamiklar þagnir sem einkennast af til dæmis andvarpi eða skrjáfi í blaðsíðum sem flett er. Flestir leikararnir standa sig með prýði; Catherine Keener er góð sem „hjálparhellan“ Harper Lee, sem ber móðurlega umhyggju fyrir Truman en veit sem er að á sumum sviðum er honum ekki við- bjargandi; Chris Cooper er traust- ur að vanda, en Bruce Greenwood fær svo sem úr litlu að moða sem Jack Dunphy, ástmaður Capotes. Clifton Collins er greinilega leik- ari sem heilmikið býr í og er eftir- minnilegur sem Perry Smith, en samband hans og Capotes er undirstaða myndarinnar. Bennett Miller, leikstjóri mynd- arinnar, hefur stimplað sig ræki- lega inn með sérlega áhrifamikilli og líklega eftirminnilegri mynd. Á hið síðarnefnda á eftir að reyna. Bergsteinn Sigurðsson Að vera sjálfum sér næstur CAPOTE LEIKSTJÓRI: BENNETT MILLER Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Catherine Keener, Bruce Greenwood, Clifton Collins og Chris Cooper. Philip Seymour Hoffman er óaðfinnanlegur í áhrifamikilli mynd, sem þrátt fyrir hægláta frásögn er keyrð áfram af miklum undirliggj- andi þunga. Önnur plata hljómsveitarinnar Ghostigital, In Cod We Trust, er komin út hér á landi á vegum Smekkleysu. Hinn 7. mars kemur hún út í Bretlandi og Frakklandi hjá útgáfufyrirtæki Damon Albarn, Honest Jon´s, en í Bandaríkjunum hjá Ipecac sem er rekið af Mike Patton, fyrrum söngvara Faith No More. „Við kláruðum þessa plötu í október en ákváðum að samstilla útgáfudaginn þannig að hún kæmi út hjá öllum plötufyrirtækjunum á sama tíma,“ segir Curver Thor- oddsen, annar meðlima Ghostigi- tal ásamt Einari Erni Benedikts- syni. Kemur platan jafnframt út með þremur mismunandi umslög- um eftir því um hvaða plötufyrir- tæki er að ræða. Nýja platan fær mun meiri dreifingu en fyrsta plata sveitar- innar frá árinu 2003, sem kom aðeins út hér á landi og í Bret- landi. Auk Curvers og Einars Arnar spila á plötunni Frosti úr Mínus, Elli úr Jeff Who?, Gísli Galdur, Hrafn Ásgeirsson og Hrafnkell Flóki, sonur Einars, sem kallar sig Kaktus. Allir hafa þeir spilað með sveitinni á tónleikum. Á meðal annarra gesta á plötunni eru Mugi- son, sem syngur í einu lagi, Ásgerður Júníusdóttir óperusöng- kona, rapparinn Sensational, sem einnig var á fyrstu plötunni, Dälek, Mark E. Smith úr The Fall og djasspíanóleikarinn Steve Beresford. Curver segir að nýja platan sé poppaðari en sú fyrsta. „Okkur langaði að gera sterkari plötu en þá seinustu. Við vildum gera þetta örlítið aðgengilegra þannig að fólk myndi dragast frekar inn í þennan heim en um leið væri þetta skrít- inn heimur. En fyrir okkur er þetta bara popp,“ segir hann og hlær. Ghostigital heldur tónleika í Berlín 16. mars en ekki hefur enn verið ákveðið með tónleika í Bret- landi og Bandaríkjunum. Útgáfu- tónleikar hér heima eru jafnframt fyrirhugaðir á næstunni. freyr@frettabladid.is Skrítnir en aðgengilegir GHOSTIGITAL Einar Örn á á tónleikum ásamt syni sínum Hrafnkatli Flóka. Hljómsveitin Ghostigital er að gefa út sína aðra plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Teknótónlistarmaðurinn og plötu- snúðurinn Marco Bailey þeytir skífum á Nasa á föstudagskvöld. Bailey er einn sá virtasti í dans- tónlistarbransanum. Hann hefur gefið út rúmlega fimmtíu smáskíf- ur og átta breiðskífur auk þess sem hann hefur hljóðblandað tíu plötur og gert fjörutíu endurhljóð- blandanir. Bailey hefur spilað úti um allan heim undanfarin ár og er m.a. orðinn stærsta númerið á I Love Techno-hátíðinni. Exos mun hita upp fyrir Bailey. Exos hefur verið iðinn við tón- leikahald að undanförnu auk þess sem hann sér um þáttinn techno.is á flass fm 104.5 á fimmtudags- kvöldum. Rave-dúettinn Ajax mun koma aftur saman á Nasa þetta kvöld. Sveitin er skipuð Þórhalli og Sig- urbirni og ætla þeir m.a. að spila sín uppáhaldslög frá Icerave-tíma- bilinu árið 1992. Ásamt Ajax mun Aggi Agzilla stíga á stokk. Hann var einn af umsjónarmönnum B- hliðarinnar sem var á dagskrá Útrásar á árunum 1990 til 1992. Hiphop-plötsnúðarnir Hermi- gervill, Danni Deluxe, Dj Mezzo og Dj Paranoya munu trylla lýðinn á efri hæðinni á Nasa. Forsala miða fer fram í 12 Tónum og kostar miðinn 1.000 krónur þar en 1.500 krónur við hurð. ■ Dansveisla Bailey á Nasa MARCO BAILEY Teknótröllið Marco Bailey er á leiðinni til Íslands. Nick Mason, fyrrum trommuleikari Pink Floyd, mun spila með Roger Waters á tónleikum hans í Frakk- landi þann 14. júlí. Ekkert hefur verið rætt um hvort Mason muni koma með Waters hingað til lands vegna tón- leika hans í Egilshöll 12. júní en tón- leikahaldarar eru að athuga þann möguleika. Töluvert hefur verið um fyrir- spurnir erlendis frá á tónleikana hér heima enda mun Roger einung- is halda fimmtán tónleika í þessari tónleikaferð. Mun hann til að mynda ekki spila í Bandaríkjunum. ■ Trommar með Waters PINK FLOYD Hljómsveitin Pink Floyd á Live 8-tónleikunum í London síðasta sumar. Nick Mason er næstlengst til hægri. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.