Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 94

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 94
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HRÓSIÐ ...fær Yoko Ono fyrir að vilja reisa friðarsúlu úr gleri í Viðey. LÁRÉTT 2 taug 6 klaki 8 þjófnaður 9 gæfa 11 skóli 12 morðs 14 teygjudýr 16 málmur 17 blóm 18 hækkar 20 2 eins 21 velta. LÓÐRÉTT 1 fiskur 3 kind 4 kennslubók 5 líða vel 7 sárabindi 10 lærdómur 13 samstæða 15 sót 16 tímabils 19 gylta. LAUSN LÁRÉTT: 2 mænu, 6 ís, 8 rán, 9 lán, 11 ma, 12 dráps, 14 amaba, 16 ál, 17 rós, 18 rís, 20 kk, 21 snúa. LÓÐRÉTT: 1 síld, 3 ær, 4 námsbók, 5 una, 7 sáralín, 10 nám, 13 par, 15 aska, 16 árs, 19 sú. TÓNLIST Ég tek svona rispur í því að hlusta á tónlist, því stundum finnst mér þögnin mjög fín. Ég eignaðist um daginn disk með franskri hljómsveit sem heitir „Stereo Total“ og geymir stórfurðulega músík, en að sama skapi stórfína og skemmtilega. BÓK Ég les bæði allt of lítið og allt of sjaldan. Er þó reyndar að lesa mig í gegnum skáldsögu eftir Jón Atla Jónasson sem kom út fyrir jólin og heitir „Í frostinu“. Þetta er falleg og persónuleg saga og ég hlakka mikið til að klára hana... best ég geri það bara í kvöld. BÍÓMYND Síðasta mynd sem virkilega hreif mig var „Brokeback Mountain“. Ég hef verið aðdáandi Ang Lee síðan ég sá „The Ice Storm“ sem hann gerði fyrir nokkrum árum. Þessi nýja mynd Lee er einstök fyrir margra hluta sakir og þegar ég gekk út úr bíóinu rifjaðist allt í einu upp fyrir mér hvers vegna ég vil gera kvikmyndir. Þær geta nefnilega, þegar vel tekst til, brotið niður múra, unnið gegn hleypi- dómum og minnt okkur á það sem mestu máli skiptir. BORG Mín uppáhaldsborg er Kraká í suður- hluta Póllands. Hún er svona lítil Prag og þar af leiðandi minni troðningur og auðveldara að slaka á. Góður matur, mikil menning, gullfalleg byggingarlist og hjartahlýtt fólk. BÚÐ Ég er nú ekki mikill búðarápari, en dett- ur einna helst í hug Virgin Megastore í Lundúnum. Sú góða verslun er reyndar stórhættuleg fyrir visa-kortið því þar kemst maður yfir fágætar kvikmynda- perlur á DVD, sem því miður eru alls ófáanlegar hér heima. VERKEFNI Mér finnst gaman að fylgja „Blóðbönd- um“ eftir og fylgjast með því hvað allt það trausta fólk sem vann myndina með mér er að fá það hrós sem það á svo sannarlega skilið. Án þess væri myndin ekkert annað en hálfbökuð hugmynd í hausnum á mér. AÐ MÍNU SKAPI ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON LEIKSTJÓRI Stereo Total, Ang Lee, Kraká og Virgin Megastore [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Alfreð Þorsteinsson. 2 1986. 3 Sean Lennon. Fyrir liðlega mánuði var einleikur- inn Naglinn eftir Jón Gnarr frum- sýndur á Litla sviði Borgarleik- hússins. „Gunnar Sigurðsson bað mig að skrifa fyrir sig leikrit og þetta varð úr,“ svaraði leikskáldið þegar hann var inntur eftir því af hverju hann hefði sest niður og skrifað þennan einleik. Naglinn er broslegur harmleikur um karl- mennskuna og í tengslum við sýn- inguna var hleypt af stað kosningu hver væri Nagli ársins. Hlustend- ur Gulla Helga á Bylgjunni gátu hringt inn og kosið hver þeim þætti hafa skarað fram úr í hlut- verki karlmannsins og sýnt fram á karlmennsku þannig að eftir því hefði verið tekið. Voru eiginleikar á borð við heiðarleika, hreinskilni, virðingu og vináttu í hávegum hafðir sem og dugnaður og fram- sýni auk hógværðar. Margir voru tilkallaðir en aðeins einn útvalinn. Fjölmargir nefndu þekkt heljarmenni á borð við Sigurð ísmann sem handrotar hákarla og lifir meðal hættulegra villidýra á Grænlandi. Íslendingar voru þó ekki í miklum vafa hver væri Nagli ársins 2006 og kusu Sigurð G. Guðjónsson, hæstarétt- arlögmann og stjórnarformann Árs & Dags sem gefur út Blaðið. Útgefandi sýndi að hann er full- sæmdur af nafnbótinni, hafði engan tíma til að ræða við Frétta- blaðið um þessa útnefningu. „Ég er á fundi sem stendur til sjö,“ sagði hann og viðurkenndi að hafa heyrt af henni en þar með var samtalinu líka lokið. Sigurður fær forláta verðlaunagrip, nagla á tréstauti, afhentan við hátíðlega athöfn á Múlakaffi í dag klukkan fimm. - fgg Sigurður Nagli ársins SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Var valinn Nagli ársins í tengslum við sýninguna Naglinn eftir Jón Gnarr sem nú er á fjölum Borgarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Singapúrútgáfa tímaritsins Tatler birtir veglega og ríkulega mynd- skreytta umfjöllun um Dorrit Moussaieff forsetafrú í svoköll- uðu „society“-hefti sínu. Þar er farið yfir rómantískt ástarævin- týri hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar og hún er sögð hafa gert lítið fiskimannasamfélag að eftirsóknarverðum áfangastað á heimskortinu. Hjónabandi Ólafs Ragnars og Dorritar eru gerð skil í greininni og bakgrunnur þeirra hjóna er sagður eins ólíkur og hugsast geti og ástarsaga þeirra ævintýri lík- ust. Hann sé rakarasonur frá Íslandi en hún hafi lært að telja með perlum og rúbínum úr vinnu- stofu föður síns. Dorrit og Ólafur komu íslensku þjóðinni skemmti- lega á óvart þegar þau gengu í hjónaband á sextugsafmælisdegi forsetans. Dorrit segir í við- talinu við Tatler að hún hafi gefið honum hönd sína í afmælis- gjöf eftir að arm- bandsúr sem hún hafði áður fært honum skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég spurði hann hvort hann langaði í eitthvað annað,“ segir Dorrit. Forsetinn svaraði að bragði að hann vildi að hún giftist sér og síðar þennan sama dag fékk hann óskina uppfylta. Er ekki partíljón Dorrit var á unglingsaldri þegar foreldrar hennar fluttu með hana til Englands. Skemmtanalíf Lund- únaborgar var þá í miklum blóma og hin unga Dorrit heillaðist af Lundúnasveiflunni og tók virkan þátt í samkvæmislífinu. Foreldrar hennar áttu erfitt með að sætta sig við skemmtanagleði dótturinnar, sem brá því á það ráð að flytja að heiman sex- tán ára gömul. „Á þess- um árum gerði fólk hluti sem ég er viss um að margir sjá eftir,“ segir Dorrit og bætir því við að hvað sjálfa sig varði vilji hún þó ekki tala um eftirsjá. „En við hugsuðum ekki mikið um afleiðingar gjörða okkar. Það var lifað fyrir augnablikið á þessum tímum.“ Það orð hefur löngum farið af Dorrit að hún sé mikið sam- kvæmisljón en hún upplýsir Tatl- er um að þetta sé byggt á nokkrum misskilningi. „Þveröfugt við það sem þú kannt að halda eða hafa heyrt er ég ekki mikið fyrir sam- kvæmi. Ég fer sárasjaldan á opn- anir á sýningum og í stór kvöld- verðarboð. Ég hef alltaf frekar kosið að eyða tíma mínum með fjölskyldunni og nánum vinum.“ Alisia, móðir Dorritar, segir hana alltaf hafa verið mjög sjálf- stæða og strax sem barn hafi hún verið ákveðin og viljað fara sínar eigin leiðir. Sjálf segist Dorrit ætíð hafa staðið á eigin fótum og verið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða aldrei háð neinum. „Þess vegna er það mér mjög mikilvægt að halda áfram að sinna skart- gripaviðskiptum mínum,“ segir hún og lætur þess jafnframt getið að það séu engir hagsmuna- árekstrar fólgnir í því að vera bæði forsetafrú og skartgripa- hönnuður. „Þvert á móti og þar sem ég afla mér tekna sjálf get ég sinnt hlutverki mínu sem for- setafrú enn betur.“ Markaðssetning Íslands Talið berst í framhaldinu að öfl- ugu landkynningarstarfi Dor- ritar en blaðamaður segir hana nota hvert tækifæri til þess að koma íslenskri menningu á fram- færi í útlöndum. Dorrit segir að í þeim heimi sem við búum í sé markaðssetning lykillinn að góðum árangri í einu og öllu. Með þetta að leiðarljósi gerir hún allt sem hún getur til þess að kynna sitt heittelskaða Ísland. Dorrit bætir því svo við að hún hitti vini sína nánast aldrei þegar hún fer til London. Þar sinnir hún nær ein- göngu fjölskyldu sinni og viðskipt- um þar sem vinir hennar kjósi miklu frekar að heimsækja hana til Íslands. thorarinn@frettabladid.is SINGAPORE TATLER: BIRTIR VEGLEGA ÚTTEKT Á DORRIT MOUSSAIEFF Kemur fiskimannasamfélagi á kortið FORSETAHJÓNIN Koma úr ólíkum áttum. Hann er rakarasonur frá Ísa- firði en ætt hennar hefur í um það bil 800 ár höndlað með skartgripi og sjálf lærði hún sem barn að telja með perlum og rúbínum. FLOTTASTI KJÓLL Tatler segir hina alþýðlegu Dorrit hafa skyggt á sjö drottningar, tuttugu og fimm prinsessur og átján barónessur þegar hún kom í brúðkaup Friðriks krón- prins og Mary Donaldson í glæsilegasta kjólnum. Hefur sé› DV í dag? flú Ungur maður í gæsluvarðhaldi fyrir að ræna unglingsstúlku „Öðruvísi en þetta lítur út fyrir að vera ,“ segir faðirinn Snæbjörn Tr. Guðnason 2x10 1.3.2006 20:33 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.