Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006
Sparkvellir hafa valdið bylt-
ingu á Íslandi, bæði varðandi
knattspyrnuiðkun og almenna
hreyfingu. Stefnt er að því að
þeir verði í það minnsta eitt
hundrað hér á landi.
Sparkvallaátak KSÍ hófst árið
2004. Frá þeim tíma hefur heldur
betur verið handagangur í
öskjunni því alls hafa 64 spark-
vellir verið gerðir vítt og breitt
um landið. Átakið hófst er KSÍ
hlaut veglegan styrk frá knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA,
og í kjölfarið styrktu nokkur
íslensk stórfyrirtæki verkið. Í
samvinnu við ríki og sveitarfélög
hefur verið unnið ötullega að
fjölgun sparkvallanna. Skylt er
að hafa sparkvellina upplýsta og
margir þeirra eru upphitaðir. Til-
koma þeirra hefur því gjörbylt
allri knattspyrnuiðkun hér á
landi. Ekki hafa einungis knatt-
spyrnuiðkendur í yngri aldurs-
hópum nýtt sér sparkvellina held-
ur hafa krakkar á öllum aldri gert
svo. Eru mörg dæmi þess að
hópar hafi skipulagt vikulegar
æfingar á ákveðnum sparkvöll-
um.
Birkir Sveinsson, mótastjóri
KSÍ, segir að stefnt verði að bygg-
ingu um þrjátíu sparkvalla í ár.
,,Vellir eru komnir í alla lands-
hluta. Þeir staðir sem ekki eru
með velli fá líklegast sparkvelli
mjög bráðlega en verið er að
vinna í umsóknum núna.“ Birkir
segir að sambandið hafi einmitt
sérstaklega fengið sterk viðbrögð
frá þeim sveitarfélögum sem ekki
hafi áður verið með aðstöðu til
vetrariðkunar.
Birkir segir erfitt að segja til
um hvað sparkvellirnir eigi eftir
að gefa af sér. Langtímamarkmið-
ið hafi verið að koma upp eitt
hundrað völlum og það markmið
sé nú í sjónmáli. ,,Með þessum
hundrað völlum erum við búnir
að klára flesta staði landsins og
þannig höfum við hjálpað til við
að breiða út knattspyrnuna. Auk
þess hafa vellirnir stuðlað að
almennri hreyfingu í öruggu
umhverfi,“ segir Birkir ánægður.
Sparkvöllum held-
ur áfram að fjölga
Sparkvellir eru öruggur vettvangur fyrir alla aldurshópa til að stunda knattspyrnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
TT-námskeiðin sívinsælu!
Frá Toppi til táar
Dansrækt JSB hefur sérhæft sig í námskeiðum
fyrir konur sem vilja komast í kjörþyngd. Þau fela
í sér líkamsrækt, leiðbeiningar um mataræði og
líkamsbeitingu, fundi, aðhald, vigtun og mælingar
ásamt ráðgjöf frá stílista um tísku og förðun. Þú
nærð árangri hjá okkur - ef þú vilt!
Vertu velkomin í okkar hóp!
Viltu ná glæsilegum árangri?
Hafðu samband!
Skráning hafi n
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega
TT-tímatafl a
Kl Mán Þri Mið Fim Fös
06:20 x x x
07:20 x x x
08:20 x x x
12:05 x x x
14:30 x x x
18:25 x x x
19:20 x x x x x
20:15 x
Það sést hverjir drekka Kristal
NÝTT
Ný rannsókn sem gerð var
meðal anorexíusjúklinga yfir
tólf ára tímabil sýnir fram á að
langtíma batahorfur sjúklinga
eru ekki jákvæðar og dánar-
tíðnin há.
Í nýjasta tölublaði Journal of eat-
ing disorders birtust niðurstöður
rannsóknar á anorexíusjúkdóm-
um sem staðið hefur yfir í tólf ár.
Niðurstöður rannsóknarinnar
staðfesta að anorexíusjúklingum
er mjög hætt við að deyja af sjúk-
dómi sínum, bati þeirra taki all-
langan tíma og að mikilvægt sé að
bæta meðferðina og ná betur til
þeirra sem ekki leita sér aðstoðar
þar sem langtímabatahorfur við
anorexíu eru ekki jákvæðar.
Rannsóknin náði til 103 kvenna
sem allar höfðu verið lagðar inn
vegna anorexíu, margar hverjar
oftar en einu sinni. Þær konur sem
meðhöndlaðar voru á unglingsaldri
höfðu betri batahorfur en þær
sem meðhöndlaðar voru seinna á
ævinni.
Almennt gekk anorexíu-
sjúklingum illa að fóta sig fyrstu
tvö árin eftir að meðferð hófst.
Batinn kom hægt og sígandi á tíu
árum. Að tólf árum liðnum voru
enn þrjátíu prósent kvennanna,
sem rannsóknin náði til, með
anorexíu en um helmingur þeirra
var með öllu laus við sjúkdóminn.
Á þessu tólf ára tímabili létust sjö
stúlkur vegna sjúkdómsins.
Nákvæmari tölur úr rannsókn-
inni sýna að 27,5 prósent kvenn-
anna fengu góðan bata, 25,3 pró-
sent sæmilegan en 39,6 prósent
sýndu lítinn sem engan bata að
tólf árum liðnum. Dánartíðnin var
8,8 prósent.
Frétt fengin af www.persona.is
Há dánartíðni
anorexíusjúklinga
Konur sem leita sér meðferðar við anorexíu á unglingsaldri eiga meiri möguleika á að ná
bata en þær sem fá meðferð seinna á ævinni. Fullur bati getur tekið allt að tíu ár frá því
meðferð hefst.
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar