Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006 19
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.489 +0,37% Fjöldi viðskipta: 429
Velta: 4.232 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,00 +0,70% ... Alfesca 3,99 -1,20% ...
Atorka 6,05 +0,00% ... Bakkavör 51,80 +0,00% ... Dagsbrún 6,83 +1,90% ... FL
Group 25,90 -0,80% ... Flaga 3,80 -1,30% ... Íslandsbanki 20,20 +0,00% ... KB
banki 931,00 +0,30% ... Kögun 66,50 +0,00% ... Landsbankinn 28,70 +0,70%
... Marel 68,30 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,00% ... Straumur-Burðarás
19,0 +1,60% ... Össur 111,00 -0,50%
MESTA HÆKKUN
Icelandic Group 3,38%
Dagsbrún 1,94%
Straum-Burðarás 1,57%
MESTA LÆKKUN
Vinnslustöðin 4,76%
Flaga 1,30%
Alfesca 1,24%
Umsjón: nánar á visir.is
Láttu þá vinna með þér
Námskeiðið veitir heildstæða yfirsýn yfir fjármálin. Meðal
annars er fjallað um sparnað, húsnæðiskaup, gengisáhættu,
tryggingar, fjárfestingar í verðbréfum og lífeyrissparnað. Leitast
verður við að veita ráðleggingar og innsýn í flest það sem snýr
að fjármálum fjölskyldunnar.
Leiðbeinandi er Þór Clausen, viðskiptafræðingur og
forstöðumaður Símenntar Háskólans í Reykjavík, og Gunnar
Baldvinsson, forstöðumaður lífeyrissviðs Íslandsbanka.
Námskeiðið stendur yfir í þrjár klukkustundir.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Skráðu þig á isb.is eða í síma 599 6350. Fyrstir koma – fyrstir fá.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
1
3
7 Hvaða tími hentar þér?
Þriðjudagur 7. mars kl. 16–19
Fimmtudagur 9. mars kl. 16–19
Námskeiðin eru haldin í
Háskólanum í Reykjavík
Íslandsbanki og HR bjóða þér á
fjármálanámskeiðið
Peningarnir þínir
Hagnaður af rekstri Landsvirkj-
unar nam tæpum 6,29 milljörðum
króna á síðasta ári en var 7,19
milljarðar króna árið 2004. Í árs-
lok námu heildareignir fyrirtæk-
isins 182 milljörðum króna og var
eiginfjárhlutfall 31,9 prósent.
Rekstrarhagnaður hækkaði um
rúman milljarð króna miðað við
árið 2004. Afskriftir eru 443 millj-
ónum krónum lægri en árið á
undan en fyrirtækið hefur í sam-
ræmi við lög um ársreikninga og
settar reikningsskilareglur breytt
um aðferð við meðferð á undir-
búningskostnaði virkjana í árs-
reikningi. ■
Minni hagnaður
Landsvirkjunar
Hagnaður MP fjárfestingarbanka
var 613 milljónir króna árið 2005
samanborið við rúman einn millj-
arð ári áður. Var arðsemi eiginfjár
34 prósent í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur voru nei-
kvæðar um tæpar níu milljónir
króna en aðrar rekstrartekjur
námu 971 milljón.
Hreinar rekstrartekjur voru
því um 963 milljónir króna og
drógust saman um þriðjung milli
ára. Munar mestu að gengishagn-
aður dróst saman um 670 milljónir
króna.
Rekstrarkostnaður var 288
milljónir og jókst um tólf prósent.
Eignir bankans voru 25 millj-
arðar í árslok og hækkuðu um 105
prósent. Eigið fé nam 3.347 millj-
ónum.
Stærstu eigendur bankans eru
Margeir Pétursson og félög í eigu
hans með 31 prósent hlutafjár,
bræðurnir Sigurður Gísli og Jón
Pálmasynir eiga samanlagt 27 pró-
sent og SPV um fjórtán prósent.
- eþa
Hagnaður MP
dregst saman
FRÁ FUNDI STJÓRNAR STRAUMS -
BURÐARÁSS Magnús Kristinsson styrkir
stöðu sína í Straumi eftir að hafa óvænt
verið vikið úr sæti varaformanns.
Magnús Kristinsson, sem nýverið
var óvænt felldur úr embætti
varaformanns Straums-
Burðaráss, hefur styrkt stöðu sína
með kaupum á 35,5 milljón hlutum
í félaginu fyrir tæpar 588 milljón-
ir króna. Félög í eigu Magnúsar
eiga eftir kaupin rúmlega fjórtán
prósenta hlut í Straumi -
Burðarási. - hhs
Styrkir stöðu
sína í Straumi
Á aðalfundi SPRON var sam-
þykkt tillaga frá stjórn SPRON
um að hún fái heimild til að auka
stofnfé um allt að 130 prósent.
Innborgað stofnfé var um 3.961
milljónir í árslok 2005 en gæti
farið í 9,1 milljarð nýti stjórn
heimild sína að fullu. Á síðasta
ári var stofnfé sparisjóðsins
sexfaldað. Hildur Petersen
stjórnarformaður vék máli sínu
að stofnfjármarkaði SPRON,
sem hefur verið starfræktur frá
2004, en yfir 33 þúsund bréf
hafa skipt um hendur frá stofn-
un hans.
„Ég leyfi mér að fullyrða að
hér hafi vel tekist til. Strax í
upphafi urðu mikil viðskipti
með stofnfjárbréf og gátu nú
þeir stofnfjáreigendur sem það
vildu selt sín bréf og aðrir sem
hug höfðu á að fjárfesta í stofn-
fjárbréfum gert það,“ sagði
Hildur.
Í máli Hildar kom einnig
fram að arðsemi eiginfjár hjá
SPRON hefði á síðasta ári verið
sú mesta meðal lánastofnana en
arðsemin var yfir 61 prósenti.
Raunávöxtun af nafnverði stofn-
fjárbréfa SPRON nam 55 pró-
sentum á síðasta ári. Samþykkt
var að greiða fimmtíu prósenta
arð til eigenda auk þess sem
stofnfé var hækkað um fimm
prósent. Stjórn sparisjóðsins
var endurkjörin. - eþa
Geta tvöfaldað stofnfé SPRON
Raunávöxtun nafnverðs stofnfjárbréfa í SPRON 55 prósent á síðasta ári.
HILDUR PETERSEN, STJÓRNARFORMAÐUR
SPRON Viðskipti með stofnfé sparisjóðsins
hafa tekist vel og verið blómleg.