Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 36
7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR24
menning@frettabladid.is
! Kl. 20.00Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Húsið eftir Egil Eðvarðsson frá
1983 með Lilju Þórisdóttur og
Jóhanni Sigurðarsyni í aðalhlut-
verkum. Ungt par fær inni í gömlu
húsi í Reykjavík og verður þess
fljótlega vart að húsinu fylgir eitt-
hvað sem er þeim yfirsterkara.
Forsaga hússins tekur völdin.
Sofandi líkamar eru við-
fangsefni Höllu Gunnars-
dóttur á sýningu hennar í
Listasafninu á Akureyri.
„Mig langaði til að búa til verk um
svefninn,“ segir Halla Gunnars-
dóttir myndlistarmaður. „Mér
finnst svefn svo áhugavert við-
fangsefni. Þetta er partur af lífinu
og eitthvað sem við þekkjum, en
mér hefur ekki fundist mikið fjall-
að um svefn í listaverkum.“
Núna um helgina opnaði hún í
Listasafninu á Akureyri sýningu
sína, Svefnfarar, þar sem við-
fangsefni hennar er svefninn. Sýn-
ingin er innsetning með skúlpt-
úrum, eftirmyndum af sofandi
líkömum sem hanga allir í lofti
sýningarsalarins en í mismunandi
hæð.
„Þetta átti líka að fjalla um
kyrrðina og þögnina. Mig langaði
til að búa til rými þar sem gestirn-
ir verða áhorfendur að einhverju
sem er kannski svolítið prívat
stund. Þögnin er svo prívat hlut-
ur.“
Halla vinnur verkin fyrst í leir
en steypir þau svo í gifs. Þau eru
hol innan og þess vegna ekki jafn
þung og þau líta út fyrir að vera.
„Módelin lágu á plexíglerborði
sem ég smíðaði svo ég gat séð
undir líkamana. Þau hanga í loft-
inu en það lítur út fyrir að þau
liggi á einhverju.“
Halla lauk MFA-gráðu frá The
New York Academy of Art árið
2003 og er þetta hennar fyrsta
sýning á Íslandi. Hún hefur verið
búsett í New York undanfarin tíu
ár en dvaldist þar á undan við nám
á Ítalíu.
„Ég byrjaði þar í skóla sem var
sniðinn eftir gömlu frönsku aka-
demíunni og kennir realisma. Mig
langaði til þess að læra þessa
gömlu tækni, en svo vaknaði fljótt
áhuginn á því að fara í skúlptúrinn
og einn af fáum skólum sem kenn-
ir þar er í New York.“
Þetta er lítill skóli. Halla var í
aðeins átta manna bekk í skúlptúr-
deildinni og áherslan var öll á
mannslíkamann og anatómíuna.
„Þetta var mjög sérstakur skóli
að því leyti, en ég hef alla tíð aðal-
lega unnið með mannslíkamann.
Mér finnst hann vera ótæmandi
uppspretta innblásturs.“
Næst verður Halla með sýn-
ingu í Brussel í maí þar sem hún
sýnir málverk. Í september verð-
ur hún svo með sýningu í Turpent-
ine Gallery í Ingólfsstræti í
Reykjavík, þar sem hún sýnir
einnig skúlptúra, en þeir verða
minni í sniðum.
„Það verður meiri fantasía um
samblöndu af dýrum og mönn-
um.“
HALLA GUNNARSDÓTTIR Listakonan ásamt einum svefnfara sinna, sem hún sýnir í Lista-
safninu á Akureyri. PEDROMYNDIR
Heimur svefns og kyrrðar
Hjónin Einar Th. Guðmundsson
baritónsöngvari og Katharina Th.
Guðmundsson sópran koma fram
á hádegistónleikum í Íslensku
óperunni í dag ásamt Kurt Kopecky
píanóleikara. Þau ætla að flytja
ástardúetta og mansöngva.
Einar er fastráðin við Volksoper
í Vínarborg og búa þau hjónin þar
öllu jafna en þau eru stödd hér á
landi vegna þess að Einar syngur
hlutverk Alidoro í Öskubusku sem
er á fjölum Óperunnar um þessar
mundir.
Á efnisskrá tónleikanna er
meðal annars dúett Súsönnu og
greifans úr Brúðkaupi Fígarós, aría
Leporellos úr Don Giovanni og aría
Despinu úr Cosi fan tutte.
Á komandi hausti mun Einar
syngja hlutverk Leporello í Don
Giovanni í Volksoper á sérstakri
Mozart-hátíð sem haldin verður á
næstu leiktíð í Vínarborg og víðar
í tilefni af því að 250 ár eru frá
fæðingu tónskáldsins. Vorið 2003
var honum boðin fastráðning
við Volksoper, þjóðaróperuna í
Vínarborg, þar sem hann starfar
enn í dag.
Tónleikarnir hefjast klukkan
12.15 og standa yfir í um það bil
40 mínútur. Tilvalið er fyrir þá
sem búa eða starfa í miðbænum
að taka sér frí frá önnum dagsins
og hlýða á ljúfa tóna í Óperunni
í hádeginu. Hægt er að kaupa
samlokur í anddyri fyrir eða eftir
tónleika svo enginn ætti að þurfa
að fara svangur út.
Ástardúettar í Óperunni
Gamanleikritið Fullkomið brúð-
kaup, sem sýnt hefur verið hjá
Leikfélagi Akureyrar í vetur,
verður sýnt í Borgarleikhúsinu og
hefjast sýningar þar í lok apríl.
Fullkomið brúðkaup hefur sleg-
ið öll met hjá LA og er aðsóknar-
mesta sýning í sögu leikhússins.
Sýningin hætti fyrir fullu húsi á
Akureyri nú í febrúar til að rýma
til fyrir næstu frumsýningu leik-
hússins, Litlu hryllingsbúðinni.
Fullkomið brúðkaup er vel
skrifaður gamanleikur, hraður,
fullur af misskilningi, framhjá-
haldi og ást. Að morgni brúðkaups-
dags vaknar brúðguminn með
konu sér við hlið sem hann hefur
aldrei séð fyrr. Í framhaldinu
flækist hann inn í atburðarás sem
hann ræður ekkert við.
Leikritið er eftir Robin Haw-
don, leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarson en þýðingu gerði Örn
Árnason. Leikarar eru Álfrún
Helga Örnólfsdóttir, Guðjón Davíð
Karlsson, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Maríann Clara Lúth-
ersdóttir, Esther Talía Casey og
Þráinn Karlsson. ■
Brúðkaupið suður
Sumarliði Ísleifsson sagnfræðing-
ur heldur í dag erindi í hádegis-
fundaröð Sagnfræðingafélags
Íslands, „Hvað er útrás?“ Erindið
heitir „Útrás og ímyndir“ og mun
Sumarliði velta fyrir sér spurning-
um um þjóðareðli og þjóðarímynd-
ir.
Umfjöllunin mun einkum mið-
ast við Ísland og í tengslum við
efnið verður drepið á hvernig hug-
myndir um Íslendinga og sjálfs-
myndir þeirra hafa þróast. Eru þær
ef til vill svipaðar við upphaf 21.
aldar og fyrir 100-200 árum síðan
eða eru þær gerólíkar? Og hvernig
tengjast þessar hugmyndir um
þjóðareðli Íslendinga sambandi
landsmanna við umheiminn og
útrás á ýmsum sviðum?
Hádegisfundurinn
verður að venju í
Þjóðminjasafni
Íslands og hefst
klukkan 12.10.
Útrás og
ímyndir
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Leikhópurinn frá Akureyri ætlar að sýna þetta vinsæla leikrit í
Borgarleikhúsinu í vor.
SUMARLIÐI
ÍSLEIFSSON
Fjallar um
ímyndir og útrás
á hádegisfundi
sagnfræðinga.
> Eki missa af ...
... tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands á fimmtudagskvöldið
sem haldnir eru í tilefni af
áttræðisafmæli Jóns Nordal.
Fluttir verða valdir konsertar eftir
tónskáldið.
... sýningunni Essens á Kjarvals-
stöðum þar sem sýnt er úrval
margra helstu verka Jóhannesar
Kjarvals. Sýningunni fer að
ljúka.
... Ævari Erni Jósepssyni, sem
les úr nýjustu skáldsögu sinni,
Blóðberg, á Skáldaspírukvöldi í
Iðu við Lækjargötu í kvöld.