Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 2

Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 2
2 11. mars 2006 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um inn- brot í íbúð í Hlíðahverfi í Reykja- vík rétt fyrir klukkan tíu í gær- morgun og hafði lögregla skömmu síðar hendur í hári tveggja manna sem grunaðir eru um verknaðinn. Voru þeir færðir til yfirheyrslu en grunur leikur á að sömu menn hafi verið viðriðnir önnur innbrot í höfuðborginni fyrr um nóttina. Um er að ræða menn sem áður hafa komið við sögu lögreglu. - aöe Innbrot í Hlíðunum: Tveir gripnir Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á mann við Langarima í Grafar- vogi en hann var á leið eftir pítsu sem hann hafði pantað. Sjúkrabíll kom á staðinn en að sögn vaktstjóra slökkvi- liðsins afþakkaði maðurinn liðsinni sjúkraliðsmanna og hélt ótrauður áfram eftir kvöldverði sínum. LÖGREGLUFRÉTTIR PAKISTAN, AP Flugdrekar hafa verið bannaðir í Lahore í Pakistan eftir að snæri úr flugdrekum sem dýft hefur verið í glerduft hafa orðið sjö manns að bana. Tvö fórnarlambanna voru börn. Halda átti árlega flugdrekahátíð í Lahore á sunnudag, en hátíðin er aldagömul hefð sem markar vor- komu í Pakistan. Hingað til hafa þúsundir flugdreka svifið um loftin blá þann dag. Seinustu árin hafa flugdrekakappar hins vegar tekið upp á að festa víra á strengi sína eða dýfa þeim í glerduft í þeim til- gangi að vinna einvígi við aðra áhugamenn, en í loftinu skera styrktu strengirnir dreka andstæð- inganna lausa. Stjórnvöld í landinu bönnuðu drekana síðdegis á fimmtudag, þremur dögum eftir að snæri fauk á fjögurra ára gamlan dreng sem var farþegi á mótorhjóli föður síns. Snærið skar barnið á háls, en dreng- urinn var sá sjöundi á tveimur vikum sem fórst á þennan hátt. Öll fórnarlömbin hafa setið á mótor- hjólum þegar spottarnir fuku á þau. Lögreglan segist hafa í síðustu viku handtekið 1.100 manns grunaða um að selja glerduftsþakið snæri eða verið á annan hátt tengdir þessum hættulegu spottum. - smk Fjúkandi snæri skera börn á háls í Pakistan: Flugdrekar bannaðir í Lahore FLUGDREKAR BRENNDIR Pakistanar brenna flugdreka, en hættuleg snæri úr þeim hafa orðið sjö manns að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Bandaríkjaher hyggst flytja þúsundir fanga úr hinu ill- ræmda Abu Ghraib fangelsi í Írak í nýtt fangelsi á næstu mánuðum, og setja rekstur fangelsisins í hendur íraskra stjórnvalda. Byrj- að verður að flytja fyrstu fangana eftir þrjá mánuði, að sögn tals- manna Bandaríkjahers í gær. Bandaríkjaher hefur síðan árið 2003 ítrekað verið ásakaður um pyntingar á föngum í fangelsinu, en áður var fangelsið alræmt fyrir pyntingarsalina sem undirmenn Saddam Hussein voru sagðir reka þar. Um 5.000 fangar dúsa í fang- elsinu, eða um þriðjungur allra fanga hersins í landinu. - smk Bandaríkjaher: Hætta rekstri Abu Ghraib ABU GHRAIB Bandaríkjaher hyggst hætta rekstri fangelsisins illræmda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOLBEINSEY Tæplega helmingur af þyrlupalli Kolbeinseyjar er hrun- inn og er ekki lengur hægt að lenda þyrlu á eyjunni. Þetta kom í ljós í venjubundnu eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og hafnamála- stofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989 og hefur eyjan minnkað jafnt og þétt síðan þá. Þyrlupallu- rinn er hæsti punktur eyjarinnar. Nú má sjá steypustyrktarjárnin stingast út úr pallinum þar sem hann brotnaði. Syn flaug yfir Kol- beinsey fyrir um einum og hálfum mánuði og var þyrlupallurinn þá í heilu lagi. - ghs Enn brotnar af Kolbeinsey: Þyrlupallurinn brátt horfinn LEIKHÚS Vinsælasta sýning Leikfé- lags Akureyrar, gamanleikritið Fullkomið brúðkaup, hefur slegið sölumet í Borgarleikhúsinu. Í gær hófst miðasala og voru rúmlega 4.000 miðar seldir í lok dags. Að sögn Guðjóns Pedersen, leikhússtjóra Borg- arleikhússins, sprakk símkerfið undan álagi um morguninn. Fullkomið brúð- kaup sló öll aðsókn- armet á Akureyri og er vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA og leikstjóri verksins, segist hlakka til að koma suður og kitla hláturtaugar borgarbúa. - sdg Leikfélag Akureyrar: Sölumet í Borg- arleikhúsinu MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON SPURNING DAGSINS Þórður, var þetta trúðasýn- ing? Nei, þetta var töframannasýning. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, var ásamt Bjarna Ármannssyni, Hannesi Smárasyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ágústi Guðmundssyni í Tívolínu í Kaup- mannahöfn að kynna íslensku útrásina fyrir Dönum í fyrradag. Ók á ljósastaur og valt Ökumaður ók á ljósastaur og velti bifreið sinni við Gullinbrú um kvöldmat- arleytið í gær. Bifeiðin er illa farin en ökumaður slapp án teljandi meiðsla. LÖGREGLUFRÉTTIR BRETLAND Englendingar sem verða uppvísir að því að heilsa með nas- istakveðju á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi sem fram fer í sumar verða ákærðir að sögn breska inn- anríkisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að um hundrað þúsund enskir stuðningsmenn geri sér ferð til Þýskalands vegna móts- ins. Geri stuðningsmennirnir sig seka um skrílshátt eða sýni með einhverjum hætti hollustu við eitt- hvað sem tengist nasistatímanum verður þeim meinað að sækja leiki Englands og alla leiki heima fyrir að auki. ■ Fótboltabullur varaðar við: Nasistakveðja ekki liðin BAUGSMÁL Tveir dómkvaddir menn, sem falið var að meta trú- verðugleika tölvugagna viðvíkj- andi Baugsmálinu, hafa ekki enn skilað niðurstöðum sínum. Upp- haflega var gert ráð fyrir að nið- urstaða þeirra lægi fyrir 23. febrú- ar. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, segir að á mánudag verði farið yfir málið með matsmönnunum. „Þar er ætlunin að svara spurn- ingum matsmannanna varðandi athugun þeirra á tölvugögnun- um.“ Sigurður hefur enn fremur óskað eftir því að lögregla afli gagna varðandi nokkur atriði sem tengjast ákæruliðunum 32, sem vísað var frá dómi í Baugsmálinu. Sigurður kveðst enga ákvörðun enn hafa tekið um afdrif þessara ákæruliða. „Ég þarf að spyrja spurninga og kanna hluti.“ Þriggja vikna frestur, sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur hefur til þess að kveða upp dóm um ákæru- liðina átta í Baugsmálinu, rennur út næstkomandi fimmtudag. Í stórum málum getur dómurinn þó tekið sér lengri frest. Sigurði Tómasi, settum sak- sóknara, þykir einsýnt að ákvörð- un um afdrif ákæruliðanna, sem vísað var frá dómi, verði tekin eftir að héraðsdómur hefur fellt dóm sinn um ákæruliðina átta. - jh Settur saksóknari biður lögreglu um að rannsaka nokkur atriði í Baugsmáli: Tölvugögn enn til athugunar SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SETTUR SAKSÓKNARI Endanlegt mat á gildi tölvu- gagna í Baugsmáli liggur ekki enn fyrir. STJÓRNMÁL Þingfundi um breyting- ar á vatnalögum var frestað síð- degis í gær og hefst fundur á ný klukkan ellefu í dag. Stjórnarliðar saka stjórnarand- stöðuna um málþóf í annarri umræðu um málið sem hófst á miðvikudag. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ákvað að halda þingfund seint á fimmtudag gegn hörðum mótmælum stjórnarand- stæðinga. Sá fundur stóð fram yfir miðnætti. Langar umræður urðu um þingstörfin og verkstjórn for- seta í gær. Að þeim loknum var tekið til við umræður um breyt- ingar á vatnalögum og ákveðið að halda þeim áfram í dag. Stjórnarandstæðingar leggjast gegn breytingum á vatnalögunum sem sett voru árið 1923. Með frum- varpinu sé hróflað með óábyrgum og óvarlegum hætti við far- sælli niðurstöðu Alþingis um nýt- ingarrétt á vatni. Enn tog- ast því á sjónar- mið sem þá voru uppi um séreign eða sameign þjóðarinnar á vatni. Þá telja stjórnarand- stæðingar mein- bugi vera á því að breyta vatna- lögum áður en sett verða lög til samræmis við vatnatilskipun Evr- ópusambandsins. Nægur tími sé því til stefnu. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra leggur áherslu á að breytingarnar á lögunum snerti aðeins formið en ekki efni lag- anna. Karl Axelsson, lektor við laga- deild Háskóla Íslands, sagði í opnum fyrirlestri í gær að lögin frá 1923 væru barn síns tíma og næðu tæplega yfir viðamikil mál samtímans eins og flutning á jök- ulvatni úr einum farvegi í annan eins og við á um Jökulsá á Dal með gerð Kárahnjúkavirkjunar. Karl taldi jafnframt að það sem helst færi fyrir brjóstið á mönnum varðandi vatnalagafrumvarpið væri sú formbreyting sem mælt sé fyrir um í fjórðu grein. Þar er kveðið á um að í eignarhaldi á landi felist eignarréttur að vatni, eins og öðrum náttúruauðlindum sem þar finnist. „Við mat á þessari breytingu verður að hafa það í huga að um formbreytingu er að ræða en ekki efnislega breytingu á inntaki eignarráða fasteignar- eiganda yfir vatni,“ sagði Karl. Hann sagði að tími gildandi vatna- laga væri liðinn og endurskoðunin hefði verið nauðsynleg. Karl Axelsson var formaður þeirrar nendar sem samdi frumvarpið. johannh@frettabladid.is / sjá síðu 18 Vatnalagafrumvarp rætt áfram í dag Hart var deilt um þingstörf og meðferð frumvarps til vatnalaga á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar eru tortryggnir og telja óþarft að hrófla við gildandi lög- um. Iðnaðarráðherra segir aðeins um formbreytingar að ræða á lögunum. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR FORSETI ALÞINGIS Stjórnarliðar saka stjórnarandstæðinga um málþóf, en þeir beina spjótum að fundarstjórn forseta. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN KARL AXELSSON LEKTOR VIÐ LAGA- DEILD HÍ Vatnalögin frá 1923 eru barn síns tíma segir Karl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.