Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 8

Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 8
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Breyting frá Arctic Trucks Ver›i› á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei veri› hagstæ›ara. Me› 35" sérhönnu›um breytingum eru gæ›i flessa skemmtilega jeppa einfaldlega or›in enn meiri. Hann er áfram jafn og flægilegur í akstri og nú ævint‡ri líkastur. Líttu inn og ber›u hetjuna augum! ÆVINT†RI LÍKASTUR Ver›i› á breyttum Nissan Pathfinder er frá 4.379.000 kr. Tyrkland Marmaris og Içmeler sumarið 2006 Fagurt og framandi - fyrir þig! Vinsælir gististaðir að seljast upp.Bókaðu strax! Upplifðu hið fullkomna sumarfrí fjölskyldunnar: • Glæsilegir gististaðir • Vikulegt leiguflug frá 23. maí • Ótrúlegt verðlag • Iðandi mannlíf • Einstök gestrisni • Stórkostleg náttúrufegurð • Óteljandi menningarperlur • Spennandi skoðunarferðir Faber Nýtt og notalegt íbúðahótel 42.600* Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/1 svefn- herbergi í 7 nætur, 18. júlí. Stórar, glæsilegar íbúðir með 2 svefnherb. 39.800* Netverð á mann m.v. 3 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/2 svefn- herbergjum í 7 nætur, 27. júní. Forum *Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. www.urvalutsyn.is Fáðu ferðatilh ögun og nána ri upplýsingar hjá Úrval-Úts ýn, Lágmúla 4 , sími 585 40 00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 17 53 03 /2 00 6 FISKVINNSLA Sendinefnd frá Hjalt- landi hefur nýlokið við að skoða aðbúnað og starfsemi fiskimjöls- verksmiðja í Helguvík og í Nes- kaupstað. Markmiðið með Íslandsferð- inni var að ganga úr skugga um að fiskimjölsverksmiðjur séu ekki illa lyktandi mengunarvaldar eins og haldið hefur verið fram í umræðunni um starfsleyfi fyrir verksmiðju sem Síldarvinnslan hyggst reisa á Hjaltlandi. Niður- staða nefndarinnar er sú að engin lykt eða óþefur hefði borist frá verksmiðjunum tveimur og eng- inn reykur hefði borist frá þeim. Fiskifréttir sögðu frá. - shá Fiskimjölsverksmiðjur ekki mengunarvaldar: Lykta alls ekki illa LOÐNA Engin ólykt berst lengur frá loðnubræðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNARMÁL Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi skipar efsta sæti F-lista Frjálslyndra og óháðra til borgarstjórnarkosning- anna í vor. Annað sætið skipar Margrét K. Sverrisdóttir vara- borgarfulltrúi og skipa konur fjög- ur af fimm efstu sætum listans. Ólafur telur að Framsóknar- flokkurinn muni verða aðalkeppi- nautur F-listans um að komast í oddastöðu í borgarstjórn og stillir flokkunum upp sem skýrum and- stæðum. F-listi sem umhverfis- sinnaður flokkur, laus við spill- ingu og með mjög lítið fjármagn meðan Framsóknarflokkurinn sé mjög andsnúinn umhverfisvernd, afar spilltur og með gnótt fjár- muna. Ólafur gagnrýnir vinstri-græna einnig fyrir að standa ekki undir nafni sem umhverfissinnaður flokkur og nefnir dæmi um slæ- lega framgöngu þeirra vera húsa- friðunarmál, strætómál og að til- laga Ólafs gegn jarðvarmavirkjun í Kerlingarfjöllum hafi verið felld. ,,F-listinn er eina græna framboð- ið í Reykjavík og á skilið atkvæði umhverfissinna,“ segir Ólafur. Ólafur telur að F-listi muni taka fylgi af Sjálfstæðisflokknum vegna flugvallamálsins en F-list- inn vill einn flokka halda flugvell- inum í Vatnsmýrinni. Umhyggja, hreinskilni og rétt- læti verða kjörorð F-listans sem setur velferðarmál á oddinn. Einnig er mikil áhersla lögð á skipulagsmál og umhverfisvernd. - sdg EFSTU MENN F-LISTANS Frá vinstri: Kjartan Eggertsson, Ásta Þorleifsdóttir, Margrét Sverris- dóttir, Ólafur F. Magnússon, Guðrún Ásmundsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR Frjálslyndir og óháðir kynna framboðslista: Segja Framsókn aðalkeppinautinn EFNAHAGSMÁL Verðbólgan eykst enn, að því er fram kemur á frétta- vef ASÍ. Vísitala neysluverðs var 252,3 stig í mars og hækkaði um 1,12 prósent frá fyrra mánuði. Verðbólgan hefur verið 4,5 pró- sent síðustu tólf mánuði. Verðbólgan er langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, segir á vefn- um, og hefur hún verið það í rúm tvö ár. Verðbólgan er yfir efri vik- mörkum verðbólgumarkmiðsins sjöunda mánuðinn í röð. Vísitala neysluverðs án hús- næðis hækkar meira nú en vísital- an með húsnæði, en það hefur ekki gerst í nokkurn tíma. Skýringin á aukinni verð- bólgu er talin sú að útsölu á fötum og skóm er lokið. Þá hefur hús- næðisliður vísitölunnar hækkað auk ýmissa vöru- og þjónustuliða. ASÍ telur margt benda til að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé að auk- ast. „Veiking krónunnar að undan- förnu mun mögulega skila sér út í verðlagið á næstunni. Það er því útlit fyrir að verðbólguhorfur verði áfram óviðunandi,“ segir á fréttavef ASÍ. „Þessi staða hlýtur að vekja spurningar um efnahagsstjórnina. Er það viðunandi árangur í stjórn efnahagsmála að mati ríkisstjórn- arinnar að verðbólgan sé langt yfir verðbólgumarkmiðinu 25 mánuði í röð og verðbólguhorfur framundan dökkar?“ - ghs VERÐBÓLGAN EYKST Alþýðusamband Íslands telur að undirliggjandi verðbólgu- þrýstingur sé að aukast og verðbólguhorfur verði óviðunandi. ASÍ bendir á að verðbólgan sé enn að aukast: Horfur óviðunandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.