Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 10
11. mars 2006 LAUGARDAGUR10
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.194 -1,23% Fjöldi viðskipta: 1468
Velta: 9.019 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,80 -1,20% ... Alfesca
3,60 -5,26%... Atorka % ... Bakkavör % ... Dagsbrún % ... FL Group
25,50 +0,00% ... Flaga 3,42 -2,29% ... Íslandsbanki 19,20 +0,00%
... KB banki 890,00 -1,11% ... Kögun 65,50 +0,00% ... Landsbank-
inn 26,80 -1,11% ... Marel 69,00 +0,29% ... Mosaic Fashions 17,00
-3,96% ... Straumur-Burðarás 17,70 -2,75% ... Össur 111,50 -0,45%
MESTA HÆKKUN
Avion +0,48%
Dagsbrún +0,44%
Marel +0,29%
MESTA LÆKKUN
Alfesca -5,26%
Vinnslustöðin -4,75%
Mosaic -3,96%
Grandagarði 2, sími 580 8500
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/S
ÍA
Óvenjuhagstæð vagnalán í boði.
Opið laugardag 10–16, sunnudag 12–16
Sýnum
Upplýsingar hjá sölumönnum
í síma 580 8528 og 580 8529
allt það nýjasta um helgina
Njóttu þess besta
frá Ellingsen Evró
– þar sem gæðin eiga heima
Verðbólga milli febrúar og mars
jókst um 1,12 prósent samkvæmt
mælingu Hagstofu Íslands. Verð-
bólga síðustu 12 mánuði nemur 4,5
prósentum og er hátt yfir mörkum
Seðlabankans um 2,5 prósenta verð-
bólgu. Í fyrri mánuði var verð-
bólgan 4,1 prósent.
Síðustu þrjá mánuði hefur verð-
bólga aukist um 1,4 prósent, en það
segir Hagstofan jafngilda
5,6 prósenta
verðbólgu á ári. Verðbólga án hús-
næðis hækkaði um 1,17 prósent frá
því í febrúar.
Verðbólgan er heldur meiri en
þau 0,7 til 0,9 prósent sem greining-
ardeildir bankanna höfðu spáð.
Meiri hækkun er einkum rakin til
áhrifa af útsölulokum og þá hækk-
aði húsnæðisverð umfram það sem
spáð hafði verið. Matarverð hélst
nánast óbreytt. Hagstofan segir að
við lok vetrarútsala hafi verð á
fötum og skóm hækkað um 16,9
prósent. Verð á eigin hús-
næði í vísitölu neysluverðs
hækkaði um 1,1 prósent.
„Vísitala neysluverðs í
mars 2006, sem er 252,3 stig,
gildir til verðtryggingar í
apríl 2006. Vísitala fyrir
eldri fjárskuldbindingar,
sem breytast eftir láns-
kjaravísitölu, er 4.982 stig
fyrir apríl 2006,“ segir
Hagstofan.
„Ljóst er að verðbólgan er nú
mjög fjarri markmiði Seðlabankans
um 2,5 prósenta verðbólgu og fátt
bendir til þess að hún muni minnka
á næstu mánuðum. Spá okkar um
0,25 prósentustiga hækkun stýri-
vaxta 30. mars er óbreytt en líkurn-
ar á meiri hækkun, svo sem um 0,5
prósentustig, hafa aukist umtals-
vert síðustu vikurnar,“ segir grein-
ingardeild Íslandsbanka. „Veiking
krónunnar upp á síðkastið, auk
kerfisbreytinga sem urðu á útreikn-
ingum vísitölu neysluverðs fyrir
um ári síðan og leiddu til snöggrar
lækkunar verðbólgu í kjölfarið,
mun hafa neikvæð áhrif á þróun
verðbólgunnar á næstu mánuðum
og mun verðbólguhraðinn að öllum
líkindum fara vaxandi,“ segir grein-
ingardeild KB banka.
Stýrivextir Seðlabankans eru nú
10,75 prósent, en næsti vaxta-
ákvörðunardagur bankans er
fimmtudagurinn 30. mars. - óká
Meiri verðbólga en búist var við
FL Group skilaði 17,2 milljarða
hagnaði árið 2005 samanborið við
3,6 milljarða hagnað árið 2004.
„Við erum mjög ánægðir með
afkomu síðasta árs sem er sú lang-
besta í sögu félagsins. Við sjáum
að hagnaður fyrir skatta var yfir
20 milljarðar króna og þetta ár
byrjar mjög vel,“ segir Hannes
Smárason, forstjóri FL Group, en
afkoman var í takt við væntingar
markaðarins.
Hagnaður af fjárfestingastarf-
semi bar uppi að mestu afkomu
síðasta árs en hann nam 15,4 millj-
örðum króna. Afkoma af flug-
rekstri og ferðaþjónustu var 1.846
milljónir króna og nam rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir (EBIT-
DA) 4.781 milljónum sem er eins
prósents aukning. Hannes er
ánægður með hvað þær aðgerðir
sem gripið hefur verið til í flug-
rekstrinum hafa skilað sér vel og
bendir á að þrátt fyrir erfiðar
markaðsaðstæður hafi framlegðin
hækkað lítillega á milli ára.
Það vekur athygli að frá ára-
mótum hefur FL Group stóraukið
fjárfestingar sínar í erlendum
verðbréfum. Um áramót námu
þær 26 prósentum af eignarsafni
félagsins en eru nú komnar í 45
prósent eða úr 29,3 milljörðum
króna í 67,7. „Það var meðvituð
ákvörðun sem við tókum í upphafi
árs að auka vægi fjárfestinga
erlendis. Við töldum að það væri
skynsamlegt,“ segir Hannes.
Frá áramótum er afkoma
félagsins af fjárfestingastarfsemi
jákvæð um 17,6 milljarða króna.
Þrennt skýrir þann mikla hagnað
sem hefur orðið á árinu. Í fyrsta
lagi hækkun á hlutabréfamörkuð-
um, í öðru lagi sala á rekstrarein-
ingum á borð við Ferðaskrifstofu
Íslands og Bílaleigu Flugleiða og í
þriðja lagi veiking á krónunni sem
hefur komið sér vel fyrir FL
Group.
FL Group hefur aukið hlut sinn
í easyJet í 16,9 prósent. Markaðs-
virði hlutarins nam í gær tæpum
31 milljarði króna. Með þessu er
FL Group orðinn stærsti hluthafi
easyJet en stofnandinn, Stelios
Haji-Ioannou, á 16,5 prósent.
Hannes gat ekki tjáð sig um hvort
FL Group hygðist auka hlut sinn
frekar.
Auk easyJet eru hlutabréf í
Íslandsbanka og KB banka stærstu
eignir félagsins um þessar mund-
ir. eggert@frettabladid.is
Erlendar fjárfest-
ingar stórauknar
Methagnaður á síðasta ári. Yfir 17 milljarða hagnað-
ur af fjárfestingum frá áramótum. FL Group bætir
hlut sinn í easyJet og er stærsti hluthafinn.
ÁNÆGÐUR MEÐ UPPRJÖRIÐ Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er ánægður með
uppgjör félagsins. Hagnaðurinn var rúmir sautján milljarðar og afkoman það sem af er ári
nálgast afkomu ársins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI
STÆRSTU EIGNIR FL GROUP ÞANN
9. MARS 2006
Innlend hlutabréf - 55% af eignasafni
Félag Markaðsvirði Eignarhl. í %
Íslandsbanki 43.792 16,1%
KB banki 33.400 5,6%
Önnur (auk skuldabréfa) 5.443
Samtals 82.635
Erlend hlutabréF - 45% af eignasafni
Félag Markaðsvirði Eignarhl. í %
easyJet 30.933 16,9%
Bang & Olufsen 10.650 10,5%
Finnair 8.572 9,5%
Royal Unibrew 7.878 17,0%
Aktiv Kapital 5.484 10,3%
Önnur 4.200
Samtals 67.717
tölur í milljónum króna
Börsen í angist
Danska blaðið Börsen hefur hingað til haldið ró
sinni yfir fjárfestingagleði Íslendinga í Danmörku.
Hefur blaðið haldið mun skynsamlegar á umræðu
um íslenskt viðskiptalíf, en Berlingske Tidende
svo nefndir séu fjölmiðlar utan Íslands.
Eitthvað virðist samt Börsen titra yfir
umsvifunum því blaðið birti í gær
grein þar sem taldir eru upp þeir
fjölmörgu Íslendingar sem
sitja í stjórnum danskra
fyrirtækja. Blaðið
telur að með þessum
miklu umsvifum muni
það bitna á mörgum
dönskum fyrirtækjum ef
illa fer. Áhyggur Dana virðast
vera mestar yfir krosseignarhaldi í íslensku
viðskiptalífi. Umfang þess er mun minna en hin
lífseigi misskilningur norrænna fjölmiðla og jafnvel
greiningardeilda fjármálafyrirtæka segir til um.
Yaris í Straumi
Það hefur ekki farið á milli mála að Magnús
Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi,
var afar ósáttur við val á Eggert
Magnússyni í varaformanns-
sæti í Straumi. Eggert var
kynntur á stjórnarfundi sem
fulltrúi litla hluthafans, en
almennt er hann af þeim
sem þekkja til í viðskiptalíf-
inu talinn fulltrúi Björgólfs-
feðga í stjórninni. Magnús
mun hins vegar ekki hafa gert sér
grein fyrir því að slagorð sem passar vel við veru
Eggerts í stjórn Straums er í eigu Toyota. Það er
orðið risasmár, sem er slagorð fyrir Toyota Yaris.
Peningaskápurinn MARKAÐSPUNKTARSamkvæmt tölum Seðlabankans var
gjaldeyrisstaða bankanna jákvæð upp á
tæpa 83 milljarða króna í lok febrúar, en
það er um 21,7 milljarða króna hækkun
milli mánaða.
Bandaríski bílaframleiðandinn General
Motors Corp. ætar að innkalla 900.000
pallbíla vegna galla í festingum sem
styður við lok á palli bílanna. Bílarnir
voru allir settir á markað á árunum
1999 til 2000.
Atvinnuleysi mældist 4,8 prósent í
Bandaríkjunum í síðasta mánuði og
er það 1,1 prósentustigs aukning frá
janúarmánuði. Þrátt fyrir þetta urðu
243.000 ný störf til í Bandaríkjunum
í síðasta mánuði. Sérfræðingar höfðu
spáð óbreyttu atvinnuleysi.