Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 16
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR Rúna í Stígamótum er ein þeirra sem þora, vilja og geta. Þeir sem gerst þekkja hana tala um sterkar hugsjónir og ríka réttlætiskennd sem einkenni hana. Einnig að hún sé ósérhlífin og fylgin sér en líka mikil fjölskyldumanneskja og hið mesta tryggða- tröll. Á alþjóðleg- um baráttudegi kvenna nú í vik- unni fögnuðu Stígamót 16 ára afmæli sínu og birtu um leið skýrslu um starfsemina á liðnu ári um leið og þau opnuðu hús sitt gestum og gangandi. Á hátíðafundi Brí- etar, ungra fem- ínista um kvöld- ið var Rúna ein nokkurra kvenna sem stigu á svið og fluttu gjörn- ing við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þar flettu þær meðal ann- ars upp peysun- um sínum örstutta stund til að sýna hvernig brjóst venju- legra kvenna líta út ef einhver skyldi hafa gleymt því í silíkonæði og útlitsdýrkun nútímans. Rúna heitir réttu nafni Guð- rún og er Jóns- dóttir. Rúnu- nafnið er til komið vegna þess að þegar hún fór að vinna fyrir Stígamót var þar fyrir skörungur með sama nafni og því þurfti aðgreiningar við. Rúna er fædd og uppalin í Reykjavík og er næstelst í sex systkina hópi. Sem barn og ungl- ingur dvaldi hún mörg sumur á Húsafelli í Borgarfirði hjá Krist- leifi bónda og hans fólki, passaði börnin á bænum og tók þátt í leik og starfi með heimafólki en á þeim tíma var stundaður þar hefð- bundinn búskapur á fjölmennum heimilum. Hún þótti dugnaðar- stelpa í sveitinni, lífleg og skemmtileg og laus við hyskni og matvendni. Þarna kynntist hún náttúrubörnum og lærði að lesa í landið. Eflaust hefur sveitadvölin mótað hana á margan hátt og meðal annars orðið kveikjan að líffræðiáhuga hennar því þegar að því kom að velja sér háskóla- grein þá varð líffræðin fyrir val- inu. Rúna hefur alla tíð verið náms- hestur. Vogaskólinn var hennar skóli framan af og eitt árið var hún með hæstu einkunn allra nemenda. Kvennaskólinn og Menntaskólinn við Tjörnina voru næstu viðkomustaðir hennar á menntabrautinni. Í þeim báðum var hún í stelpnabekkjum og þar hélt hún áfram að brillera á próf- um. Að loknu námi í líffræði í Háskóla Íslands aðstoðaði hún einn prófessorinn við kennslu um tíma en síðan réðist hún sem kenn- ari við Laugabakkaskóla í Mið- firði, ásamt manni sínum Tómasi Jónssyni. Eftir tveggja ára dvöl í Húnaþingi héldu þau í uppsveitir Árnessýslu og þar kenndi hún nemendum Reykholtsskóla í Bisk- upstungum meðan hann lauk námi við íþróttakennaraskólann. Kvenfrelsishugsjónir Rúnu fundu sér farveg innan Kvenna- listans. Hún gerðist dyggur liðs- maður þeirra samtaka og starfaði um tíma á skrif- stofu þeirra. Áhuginn fyrir bættum hag kvenna skilaði henni inn í Kvennaathvarfið þar sem krafta hennar var þörf og þegar eigin- maðurinn hélt til náms í Noregi sá hún sér leik á borði að fylgja honum og sér- mennta sig í félagsráðgjöf. Heimkomin lagð- ist hún á sveif með nöfnu sinni í Stígamótum að berjast fyrir mál- efnum kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi og þar tók hún for- ystu fyrir nokkrum árum sem kunnugt er. Rúna er ávallt tilbúin að berjast fyrir sínum mál- stað og fyrir sína skjólstæðinga og af fjölmiðlavið- tölum við hana mætti ætla að þar færi hinn mesti vargur. Það er þó ekki álit þeirra sem mest um- gangast hana. Þeir lýsa henni sem glaðlyndri og ljúfri konu sem hafi gaman af að elda góðan mat og vera meðal fjölskyldu og vina. Dætur á hún þrjár og þær hafa fundið góða fyrirmynd í móður sinni. Útivist og göngur eru meðal áhugamála Rúnu en ef frá er talin skíðaiðkun sem hún hefur lítillega kynnst þá er hún einhver minnsta íþróttakona sem sögur fara af. Eitt sinn ætlaði hún þó að taka sér tak. Dreif sig í Laugardalinn og eftir sundsprett skellti hún sér í jogginggallann og skokkaði út á braut. Skildi ekkert í öllum áhorfendaskaranum í stúkunni og vissi ekki að hún var stödd í miðri keppni á Íslandsmóti í frjálsum íþróttum. Er hún áttaði sig á því var hún studd út af braut- inni af öðrum keppendum en áhorfendur höfðu gaman af. MAÐUR VIKUNNAR Ósérhlífin og fylgin sér GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR STÍGAMÓTA MAÐUR VIKUNNAR Farsæll að eðlisfari EYJÓLFUR SVERRISSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í FÓTBOLTA H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag? með EINAR OG REGÍNA Helgarblað LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 60. TBL. – 96. ÁRG. – VERÐ KR. 295 TÖFFARAR FARA Á CADILLAC ÞVERT YFIR BANDARÍKIN EINAR KÁ, ÓIAFUR OG JÓHANN PÁLL BERGLIND BYRJAÐIELLEFU ÁRA AÐ DREKKA ÚR DÓPHEIMUM Les í sálarlíf og himintugl FLOTTUSTU PÍURNAR ARNAR GRANT HEIMSÆKIR ÖLL VEITINGAHÚSIN UNDIRBÚA SIG FYRIR VORIÐ SORGLEGUSTU DÆGUR-LAGATEXTARNIR „VIÐ TRÚUM ÞESSU VARLA ENN“Anna Þór Auðunsdóttir og Hanna Rún Þór eru lesbí-ur sem þráðu að eignast barn. Þær fóru sínar eiginleiðir til þess að æðsti draumur þeirra gæti ræst –að vera fjölskylda. Þær útveguðu sér sæði, komuþví sjálfar fyrir og úr varð barnið, sem þær þráðu.Þær áttu engan annan kost því á Íslandi geta lesbí-ur ekki farið í tæknifrjóvgun. Vinur okkar GAF OKKUR SÆÐI XXX SLOPPIN ÚR HEIMI VÍMUEFNA helgar augl 10.3.2006 21:35 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.