Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 18

Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 18
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR18 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Óraunhæf evra... Skyndilega skipast veður í lofti. Embættismenn biðja um aukið samstarf við Evrópusambandið um viðbrögð við fjármálaáföllum og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur ótrú á krónunni og vill athuga upp- töku evrunnar, þó án aðildar að sambandinu. Lengra er nú varla hægt að ætlast til að gengið sé í einu skrefi af hálfu ráðherra í ríkisstjórn sem hefur ekki á dagskrá að ræða Evrópusamband- ið. Þó er þess að geta að Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra spáði nýlega aðild þjóðarinnar að ESB eftir tíu ár eða svo. Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra brugðust ákveðið við útspili Valgerðar og sögðu óraunhæft að taka upp evru hér á landi án aðildar að Evrópusambandinu. Slógu málið kalt. Hér töldu ýmsir sjálfgefið að Samfylkingin mundi fagna útspilinu og ausa viðskiptaráð- herra lofi fyrir djörfung og embættismennina fyrir framsýni. Guð láti gott á vita og sama hvaðan gott kemur. Samfylkingin er nú einu sinni flokkurinn sem hefur aðildarumsókn að Evrópusambandinu sérstaklega á stefnuskrá sinni. Og aftur hlyti Samfylk- ingin að hafa fagnað þegar kvisaðist að sendiherra ESB á landinu ætlaði að láta kanna evrumálið nánar í Brussel. ... og rödd skynseminnar En ónei. Á Alþingi sté í ræðustól Össur Skarphéðinsson og kvað Valgerði viðskiptaráðherra hafa farið á taugum yfir sviptingum í fjármálalífinu. Össur hallaðist að því að Sigríður Anna hefði rétt fyrir sér; upptaka evru væri óframkvæmanleg án aðildar að Evrópusambandinu. „Hún á hrós skilið fyrir að sjá þetta með köldum og yfirveguðum hætti,“ sagði hann. Sigríður Anna svaraði að málið væri hápólitískt og skiptar skoðanir gætu verið um það innan flokkanna. Hér má spyrja hvort skiptar skoðanir séu ekki einmitt um málið innan Samfylk- ingarinnar. Hvort flokkurinn, sem látlaust er sakaður um stefnuleysi af stjórnarliðum, hafi ekki misst stefnufestuna og skýrleikann í Evrópumálunum sem löngum hafa þótt skapa honum pólítíska sérstöðu í miðjustjórnmálum samtímans. Úr bakherberginu... Því betur sem skýrsla nefndar á vegum Evrópuráðsins um spillingu og mútuþægni á Íslandi er lesin, því for- vitnilegri verður hún. Skýrslan er frá árinu 2004 og byggist á því sem sér- fræðingar GRECO-nefndarinnar urðu vísari í heimsókn sinni hingað til lands. Skýrslan skiptir einnig máli varðandi fjármál stjórnmálaflokka hér á landi sem eina ferðina enn voru til umræðu á Alþingi í vikunni. Þar var forsætisráherra spurður hvað liði störfum nefndar sem hann skipaði til verka síðastliðið sumar og skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum og tillögum um áramótin en hefur fengið frest til frekari gagnaöflunar og úrvinnslu. Jóhanna Sig- urðardóttir, Samfylkingunni, beindi fyrirspurn sinni í vik- unni til Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og sagði efnislega að óþarft væri að leggjast undir feld önnur tíu ár eða svo, því allar nauðsynlegar upplýsingar lægju þegar fyrir, meðal annars í gögnum sem nefnd á vegum Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, skilaði af sér um miðjan síðasta áratug. Sérfræðingar GRECO stöldruðu í einum lið við það sem kalla mætti hagsmunaárekstra en athugun leiddi í ljós að engar reglur eða leiðbeiningar giltu hér á landi um gjafir sem kunna að vera gefnar opinberum emb- ættismönnum eða stjórnmálamönnum. Í skýrslunni er einnig vakin athygli á að engar reglur gilda hér á landi um meðferð embættis- eða stjórnmálamanna á upplýs- ingum eða þekkingu sem þeir kunna að flytja með sér þegar þeir hætta störfum í almannaþágu og hefja störf hjá einkafyrirtækjum. Í raun hafi borgararnir engar trygg- ingar fyrir því að slíkar upplýsingar séu ekki notaðar þeim í óhag. Sérfræðingum GRECO þykir sérstök ástæða til að huga að þessu atriði á tímum einkavæðingar þegar verk- efni eru í stríðum straumi flutt úr opinberum rekstri til einkafyrirtækja. Þegar grannt er lesið er sem sérfræðingum GRECO þyki íslenska þjóðin vera heldur bláeyg og sjálfsánægð og sannfærð um að allt sé í besta lagi. Þjóð sem vilji ekki vita af spillingu og mútuþægni sé ekki líkleg til að reyna að uppræta hana. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Spilling og mútuþægni Er hægt að slá eign á vatn? Ef svo er, á vatn að vera þjóðareign eða í einkaeign? Á Alþingi er nú til annarrar umræðu stjórnarfrumvarp til vatnalaga. Stjórnarand- staðan er tortryggin og telur stjórnvöld ætla að tryggja einkaeignarrétt á vatni. Iðn- aðarráðherra segir frum- varpið fela að mestu í sér formbreytingar frá gildandi lögum. Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, var formaður þeirrar nefndar sem samdi frum- varpið, en það hefur verið til umræðu nær sleitulaust á Alþingi undanfarna þrjá daga. Karl hélt opinn fyrirlestur um fyrirhugaðar lagabreytingar fyrir fullum sal í Lögbergi í gær. Á öndverðri síðustu öld bauð ný tækni og verkkunnátta að unnt væri að vinna raforku úr fallvötnum. Selja átti fossa, jafnvel úr landi. Þá þegar voru áleitnar spurningar aug- ljósar. Áttu menn að fylgja allsherj- arstefnu og setja þjóðareign á vatni ofar öðrum rétti? Átti að fylgja sér- eignarstefnu eða var vatn hreint út sagt ekki eignarhæft? Lögin eru barn síns tíma Karl sagði frá því að svonefnd fossanefnd hefði klofnað varanlega um þetta atriði og hefði minnihlut- inn fylgt séreignarstefnunni en meirihlutinn allsherjarstefnunni. Gat hann þess til fróðleiks að Jón Þorláksson, stofnandi Sjálfstæðis- flokksins, hefði fylgt meirihluta nefndarinnar og þar með allsherjar- stefnunni. Um þetta var síðan gerður grein- armunur á meiriháttar vötnum og minniháttar og er svo gert í gild- andi lögum. Þau fjalla fyrst og fremst um fyrrnefndu vötnin. Hagnýting vatns lýtur forgangs- röðun. Heimilisþarfir standa ofar öðrum þörfum, síðan hagnýting til búsþarfa og neðstur á blaði er orku- nýtingarrétturinn. Hann er þó lög- bundinn og getur eigandi landar- eignar, sem vatnsréttindi fylgja, unnið orku úr vatninu. Í frumvarp- inu er í raun ekki talin þörf á þess- háttar forgangsröð utan þess sem vatn til heimilisnota hefur áfram forgang. Að flytja fljót Álitamálin eru mörg. Í gildandi lögum er umhverfisréttarákvæði sem þykir afar merkilegt og á rætur að rekja til Grágásar: Öll vötn sem til forna runnu skulu áfram renna, sem merkir til að mynda að sá sem nytjar rennandi vatn efst í dal má ekki með því skerða rétt þess sem utar býr í dalnum. Og hvað með atriði eins og að flytja Jökulsá á Dal úr farvegi sínum með tilkomu Kárahnjúka- virkjunar og láta hana renna til sjávar um farveg Lagarfljóts? „Miklar vangaveltur og spurningar hafa þegar vaknað, annars vegar um réttarstöðu fasteignareigenda við Jökulsá á Dal sem sviptir verða vatni og vatnsréttindum og svo hins vegar um réttarstöðu fasteignar- eigenda við Jökulsá á Fljótsdal og Lagarfljót þar sem bæta mun í vatn. Gildandi löggjöf, þar með talin vatnalögin, eru einfaldlega ekki þannig úr garði gerð að hún ráði fyllilega við eignarréttarlegar flækjur af þessari stærðargráðu,“ sagði Karl í erindi sínu í gær. Frumvarpið rætt einnig í dag Sú breyting sem frumvarpið boðar og helst virðist fara fyrir brjóstið á stjórnarandstæðingum er að mati Karls Axelssonar sú formbreyting sem felst í 4. grein laganna, en þar er mælt fyrir um þá meginreglu að í eignarhaldi að landi felist eignar- réttur að vatni eins og öllum nátt- úruauðlindum sem þar kunni að finnast. Markmið frumvarpsins er skýrt eignarhald á vatni, skynsam- leg vatnsnýting og hagkvæm og sjálfbær nýting vatns. „Við hvers konar nýtingu vatnsréttinda sam- kvæmt lögum þessum skal þess gætt að raska ekki vatni, farvegi þess, lífríki þess, vistkerfum eða landslagi umfram það sem nauð- synlegt er.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður vinstri grænna, hlýddi á fyr- irlestur Karls en hún setur spurn- ingamerki við matskennd hugtök. Hún spyr hvað sjálfbærni merki fyrir rétti. Og hver sé skilningur- inn á því hvað teljist nauðsynlegt? Vatnalagafrumvarpið verður rædd áfram í dag. Stjórnarliðar saka andstæðinga frumvarpsins um málþóf. Þeir vilja vísa málinu frá og engu breyta í bili í lögunum frá 1923. Auk þess telja þeir rétt að bíða lagasetningar á grundvelli vatnatilskipunar Evrópusambands- ins. johannh@frettabladid.is Vatn og tími þingmanna KARL AXELSSON LEKTOR FLYTUR FYRIRLESTUR Þingmenn, hæstaréttardómarar og aðrir áhugamenn sóttu fyrirlestur Karls um breytingar á vatnalögum í Háskóla Íslands í gær. „Hún á hrós skilið fyrir að sjá þetta með köldum og yfirveguðum hætti,“ Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, hrósaði Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra fyrir einarða afstöðu gegn evrutali iðnaðarráðherra. „Þetta er þörf áminning til þingsins um að fjármála- heimurinn bíður spenntur efitr því að geta fengið almannaeignir til ráðstöfunar.“ Kveðja Ögmundar Jónassonar á þingi þegar Árni Magnússon hvarf til starfa í orkugeira Íslands- banka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.