Fréttablaðið - 11.03.2006, Page 20
11. mars 2006 LAUGARDAGUR
Símennt HR býður upp á hagnýtt námskeið á vorönn
2006 sem er metið til þriggja eininga á háskólastigi:
Alþjóðaviðskipti
Á námskeiðinu er farið yfi r þróun hnattvæðingar, áhrif
menningar á alþjóðleg viðskipti, viðskiptahindranir og bandalög,
útrás íslenskra fyrirtækja, þróunarstarf, inn- og útfl utning og
ýmislegt annað sem tengist viðskiptum á alþjóðavísu.
- Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem hafa hug á að
byrja í háskólanámi en vilja ekki skrá sig í fullt nám.
Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti 2.
Námskeiðið byrjar 27. mars og stendur til 3. maí 2006,
kennt er frá kl. 16:15 - 19:15.
Verð: 65.000,-
Þátttökuskilyrði er stúdentspróf.
Frekari upplýsingar veitir:
Þórunn Sigurðardóttir
Beinn sími: 599 63 53
thorunns@ru.is
www.ru.is/simennt
Alþjóðaviðskipti
SÍMENNT HR
www.ru.is/simennt
Leiðbeinendur:
Jón Ormur Halldórsson Ph.D. og
Þorgeir Pálsson, ráðgjafi hjá IMG og
stundakennari í HR.
■ LAUGARDAGUR, 4. MARS
Fjórar milljónir dollara
Það hljóp heldur betur á snærið
fyrir mér í dag. Ég fékk tölvupóst
frá Abu nokkrum Savimbi sem seg-
ist vera nákominn ættingi Jónasar
sáluga Savimbi sem var leiðtogi
Samfylkingar um algjört sjálfstæði
handa Angólu, en Jónas féll í orustu
við stjórnar-
herinn í
febrúar 2002.
Abu þessi
segir að fyrr-
um aðstoðar-
maður Jónas-
ar frænda
síns, einn
vondur
skratti
Dembo að nafni, sitji nú um að
myrða sig. Það kærir Abu sig ekki
um og því hafi hann laumast burt
frá Angólu og eigi nú í vandræðum
með 20 milljónir dollara sem hann
eignaðist með því að selja demanta
sem Jónas heitinn var svo forsjáll
að ánafna honum í erfðaskrá sinni.
En Abu segir að kálið sé ekki
sopið þótt í ausuna sé komið, því að
þessar 20 milljónir séu nú munaðar-
lausar á vergangi milli
bankastofnana og
biður mig um að
koma til aðstoðar
í þessu máli og
býður mér 4
milljónir dala í
þóknun fyrir
ómakið.
Ég veit því miður
ekkert um pen-
ingamál og frek-
ar en gera ekki neitt benti ég Abu
þessum á netfang Péturs Blöndals
alþingismanns en hann hefur oftar
en einu sinni tjáð opinberlega áhuga
sinn á því að taka munaðarlausa
peninga í fóstur.
Við Sólveig fórum í bíó að sjá
Hroka og hleypidóma. Þetta var
fyrirtaksmynd og sýningarmannin-
um tókst að skapa mikla stemmingu
og eftirvæntingu í bíóinu með því
að byrja að sýna kolvitlausa filmu
þar til einhver hljóp upp í sýningar-
klefann og bað um að fá að sjá rétta
spólu. Þegar sýningarmaðurinn átt-
aði sig iðraðist hann greinilega
mistakanna og sýndi okkur sem
nokkurs konar kaupbæti aftur öll
myndasýnishornin sem hann hafði
rennt í gegn áður og gerðu bíógestir
góðan róm að þessu örlæti.
■ SUNNUDAGUR, 5. MARS
Sunnudagssamviska
Sunnudagar eru kærkomnir. Þetta
eru einu dagarnir sem ég fæ ekki
samviskubit af því hvað ég er
afkastalítill við skriftir. Í dag nennti
ég engu nema elda mat og horfa svo
á Kröníkuna dönsku. Það eru miklir
afbragðsþættir og furðulegt að
íslenskar sjónvarpsstöðvar skuli
ekki vilja gera skemmtilegt leikið
efni sem fólk nennir að horfa á.
■ MÁNUDAGUR, 6. MARS
Með köldu blóði
Ég hitti endurskoðandann minn í
morgun. Einyrkjar eru alltaf undir
smásjánni hjá skattinum og þurfa
að hafa bókhaldið
sitt í fullkomnu
lagi svo að Skatt-
mann fari ekki að
halda því fram að
í staðinn fyrir að
kaupa bréfa-
klemmur hafi
maður í raun og
veru keypt lysti-
snekkju í Flórída
og sé þar að
þamba kampavín
nema þegar maður kemur við á
Íslandi til að svíkja meiri peninga
undan skatti.
Endurskoðandanum tókst að róa
mig niður og fullvissaði mig
um að með sama
áframhaldi sé
töluvert langt
þangað til að
skatturinn fari að
halda því fram að
ég eigi lysti-
snekkju í
Flórída.
Í kvöld
fórum við Sól-
veig aftur í bíó. Við sáum myndina
Capote. Ég lærði tvennt:
Í fyrsta lagi er Capote borið fram
Kapót-e en ekki Kapót. Skrýtið, því
að Al Capone lúskraði á mönnum ef
þeir báru fram e-ið í
nafninu hans. En
honum var nú víst líka fremur laus
höndin.
Í öðru lagi komst ég að því að
Harper Lee sem skrifaði eina fræg-
ustu bók tuttugustu aldar, To Kill a
Mockingbird (Að granda söngfugli)
var aðstoðarkona Capotes við
gagnasöfnun.
Capote sló nýjan tón þegar hann
gaf út bók sem hét „Með köldu
blóði: sönn frásögn af fjöldamorði
og afleiðingum þess“, heimilda-
skáldsögu um hryllileg ránmorð í
friðsælu umhverfi í Kansas. Þá bók
las ég á jólanótt árið 1966 og var svo
bergnuminn að þegar ég lauk við
bókina byrjaði ég strax á henni
aftur.
Myndin var fín. Merkileg pæling
um tilfinningatengsl listamanns við
viðfangsefni sitt og siðferðileg og
listræn lögmál.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 7. MARS
Löggan og reglugerð nr.
933/1999
Í kvöld þegar við vorum að reyna að
svæfa barnabörnin hófust miklir
skruðningar við Hlaðvarpabygging-
una hérna hinum megin við Fischer-
sundið.
Klukkan tíu fóru ýmsir íbúar í
Grjótaþorpi að hafa samband við
lögreglu og beiðast þess að fá svefn-
frið, enda er það yfirleitt ekki til
siðs að steypuvinna fari fram í
íbúðahverfum að kvöld- og nætur-
lagi. Eitthvað voru undirtektir lög-
reglu í síma misjafnar og einni
nágrannakonu minni var til að
mynda tjáð að nýlegar breytingar á
reglugerð um mengunarvarnir
heimiluðu allt að ótakmarkaðan
hávaða í íbúðahverfum til klukkan
23.30. (Ég hef reynt að fletta þess-
um breytingum upp en ekki fundið
þær). Alla vega eru hugmyndir sím-
svarenda Reykjavíkurlögreglunnar
á reiki þegar kemur að því að þagga
niður í hávaðabelgjum eins og lög
gera ráð fyrir og kveðið er á um í
reglugerð um heilsuvernd og meng-
unarvarnir nr. 933/1999 með viðauk-
um.
Þrátt
fyrir
mjög
dræmar
undir-
tektir í
síma
komu
tveir
lögreglu-
menn úr umferðardeild lög-
reglunnar á vettvang. Þeir sögðust
heita Vignir og Baldvin og buðu af
sér góðan þokka og komu vingjarn-
lega fram við þá íbúa sem gáfu sig á
tal við þá.
Vignir dró upp gemsann sinn og
mældi hávaða við glugga á Fischer-
sundi 3 klukkan hálfellefu Hávað-
inn mældist þá 80-82 db. Mesti leyfi-
legi hávaði í íbúðahverfi er 40db.
Annars er þetta skrýtinn mæli-
kvarði því að 50db eru helmingi
meiri hávaði en 40db og 80db því
fimm sinnum meiri hávaði en leyfi-
legur er. Við 85db er hætta á heyrn-
arskemmdum.
Ekki sögðust lögreglumennirnir
vera svo vel inni í reglum um leyfi-
legan hávaða í íbúðabyggð að þeir
treystu sér til að grípa inn í og
stöðva gauraganginn. Hins vegar
veittu þeir því athygli að steypubíll
lokaði Fischersundinu fyrir bílaum-
ferð, án þess að farið hefði verið
farið fram á leyfi til slíks. Lögreglu-
mennirnir fóru þá fram á að steypu-
menn hættu að steypa og opnuðu
fyrir umferð um götuna.
Djöflaganginum lauk síðan kl.
23.15.
Það var soldið skrýtið að eiga við
lögguna. Piltarnir sem komu voru
afskaplega elskulegir og sögðust
ekki þurfa mælitæki til að heyra að
hér væri ekki húsfriður, en þeir
sem svara í símann á Löggustöðinni
virðast hafa tilhneigingu til að halda
að venjulegir borgarar séu að
Munaðarlaus auðæfi og völsadýrkun í Viðey
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
5
9
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá tilboði um að ættleiða munaðarlausa doll-
ara, sagt frá snekkju sem Skattmann heldur að Þráinn eigi í Flórída, hringt á lög-
regluna og fjallað um völsadýrkun í Viðey, álver í Kolbeinsey og reglugerð nr.
933/1999 með viðaukum.