Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 26

Fréttablaðið - 11.03.2006, Side 26
 11. mars 2006 LAUGARDAGUR26 Þetta er eins konar loftárás á orð, hugmyndir og hugarfar sem hafa legið allt of lengi í loftinu án þess að hafa verið skot- in almennilega niður,“ segir Andri Snær Magnason um Draumalandið sem kemur út innan skamms. Hann kveðst fyrst og fremst hafa viljað fjalla um ástandið á Íslandi sem honum finnst hafa ein- kennst vanmati á möguleikum mannsins til að skapa sín eigin tækifæri. „Þess í stað er okkur fleytt áfram af hverri fimm ára áætluninni á fætur annarri, sem eiga að bjarga öllu. Markmiðið er ekki að virkja heldur að vera að virkja.“ Orðin sem liggja í umhverfi okkar segir Andri að séu hönnuð og búin til af stjórnmálamönnum og hagfræðingum. „Mig langaði til að skoða þessi orð og hvernig þau virka á okkur. Orð eins og hag- vöxtur, sem enginn skilur, hefur verið notað eins og Grýla á þjóð- ina. Ef maður les blöðin er alltaf yfirvofandi kreppa og atvinnu- leysi er handan við hornið. Í sjálfstæðisbaráttunni var stálinu stappað í fólk og því sagt að það gæti slitið sig laust og stað- ið á eigin fótum. Nú er þessu öfugt farið; því er stöðugt dinglað fram- an í okkur að við getum ekki slitið okkur laus, því þá verðum við fátæk. Það eru ekki settir fram valkostir, bara afarkostir.“ Eitthvað gerist alltaf Draumalandið er ekki skáldsaga, heimspeki eða sagnfræði - kannski „hálfspekirit“ svo vitnað sé í höf- undinn. „Mig langaði til að skrifa spennandi bók um samtímann og ég held að menn hafi beðið lengi eftir því að einhver tæki sig til og skrifaði bók af þessu tagi. Þetta er bók fyrir fólk sem vill átta sig á heiminum og ég lagði mikið á mig til að gera hana aðgengilega.“ Bókinni má lýsa sem samfé- lagslegri ádeilu en Andri beinir spjótunum ekki síður að þeim ara- grúa möguleika og tækifæra sem bíða þess að einhver grípi sig og geri að raunveruleika. Hann veltir upp Íslöndum sem hefðu getað orðið og speglar í þeim skynjun okkar á veruleikanum; hvernig er hægt að njörva sjóndeildarhring fólks eða beina því í átt sem það hefði aldrei valið af sjálfsdáðum. „Um miðja síðustu öld vildu Bandaríkjamenn reisa þrjár her- stöðvar á Íslandi, þar á meðal risa- vaxinn herflugvöll á Rangárvöll- um fyrir sprengjuflugvélar. Hann hefði verið kallaður „stoð atvinnu- lífsins“, hann hefði orðið hagvöxt- ur, útflutningstekjur, verg þjóðar- framleiðsla, honum hefðu fylgt margföldunaráhrif. Trúin á að það væru aðrir kostir í stöðunni gerðu hins vegar að verkum að það var ekki reistur flugvöllur á Rangár- völlum. Allt fólkið sem fékk ekki vinnu við að byggja upp völlinn fór að gera eitthvað annað.“ Sandmelar og sölnuð grös Framtíðin er og verður alltaf óskrifað blað, bendir Andri á. „Samt hanga alltaf í loftinu frasar eins og „á hverju eigum við að lifa?“ Ef við horfum á lönd eins og Danmörku, þá er ekki svar - spurn- ingin heyrist varla. Þeir verða bara að gera eitthvað. Fjölbreytta hluti til að komast af. Við lifðum á landbúnaði, síðan á fiski og nú finnst okkur eins og eitthvað eitt eigi að koma í staðinn og viljum vita hvað. Þá er smíðuð fimm ára áætlun sem heldur fólki uppteknu, sem gerir að verkum að það miss- ir af ótal öðrum tækifærum sem það gæti fengið. Hæfileiki manns- ins til sköpunar og að laga sig að breytingum er ótrúlegur, en sömu- leiðis viljinn til að halda í breyt- ingar.“ Í þessu ljósi skoðar Andri stór- iðjustefnuna, þar sem honum finnst koma upp spennandi mynst- ur sem vert er að kanna nánar. „Samkvæmt stóriðjunni er ál róm- antískt og tengist hreinni orku. Náttúran er hins vegar tákn óskyn- semi - sandmelar og sölnuð grös - sem stóriðjan ætlar að bjarga okkur frá, skjóta stoðum undir okkur og auka lífsgæðin. Og hvað getur ógnað þessu? Upplýsingar og lýðræði. Líffræðingur er allt í einu orðinn ógn, því hann gæti bent á eitthvað sem kemur sér illa. Það þarf því að steypa hann í mót þar sem hann má bara tala hlut- lægt. Annars er hann á móti hag- vexti.“ Þá bendir Andri á það þver- sagnakennda ástand þegar friður er orðinn vágestur. „Þegar kalda stríðinu lauk var það persónulegt áfall fyrir venjulegt fólk á Suður- nesjum sem vann á herstöðinni á Miðnesheiði, því ef herinn fer blasir ekkert við. Ímyndum okkur þetta ástand í stærra samhengi; ef þorra vopnaverksmiðja í Banda- ríkjunum væri lokað myndu jafn- vel brjótast út óeirðir í þeim lands- hlutum sem yrðu verst úti. „Friður vofir yfir!“ Fólk treystir á ein- hverja vél án þess að gera sér grein fyrir að það heldur vélinni uppi, en ekki öfugt.“ Alið á sundrung Andri telur að á undanförnum árum hafi stjórnvöld alið á sundr- ung í samfélaginu. „Það hefur verið höggvið svo nærri fólki, fyrst fyrir austan og á meðan það sár er ennþá opið er höggvið aftur á Húsavík. Þetta er ekki hagvöxt- ur. Hagvöxtur snýst um samskipti, þar sem fólk vinnur saman að því að ná settu marki, ekki þegar sigur eins merkir ósigur annars. Það versta sem hægt er að gera samfélagi er að ala á sundrung.“ Titill bókarinnar segir Andri að vísi í mörg draumalönd. „Ég man að þegar ég bjó í Bandaríkjunum hafði ég ákveðna ímynd af Íslandi sem gerði að verkum að mig lang- aði alltaf að fara aftur heim. Land- ið stóð líka alveg undir vænting- um þegar ég sneri aftur og frelsið og gildin sem Ísland stóð fyrir voru nokkuð skýr. En mér hefur fundist þessi gildi vera komin á dálítið flot, sem getur jafnvel endað með því að heimurinn fer að skilja landið og þjóðina að; Ísland verður tákn fegurðar en Íslend- ingur er það sem ógnar henni. Þetta verða ekki aðeins aðskilin hugtök heldur hreinar andstæður. Ég held að tími sé kominn til þess að við ræðum hvað við erum orðin og hvað við viljum vera.“ ■ Þegar friðurinn vofir yfir ” Trúin á að það væru aðrir kostir í stöðunni gerðu hins vegar að verkum að það var ekki reistur flugvöllur á Rangárvöllum. Allt fólkið sem fékk ekki vinnu við að byggja upp völlinn fór að gera eitthvað annað. Að gera orð ómerk Í bókinni 1984 eftir George Orwell er búið til nýtt tungu- mál - NýYrði eða NewSpeak. Markmið þess er takmörkun orðaforðans og þar af leiðandi hugsunarinnar. Í Draumalandinu bendir Andri á hvernig tungumálinu hefur verið hagrætt í þeim til- gangi að móta umræðuna á Íslandi; með því að vísa í von- irnar og bjartsýnina sem óreist álver á Reyðarfirði hefur skap- að eru orð eins og stóriðja gerð merkingarþrungin. „Innan við hálft prósent af vinnandi fólki á Íslandi starfar við stóriðju. Það þarf ekki nema eina sveiflu á heimsmarkaði til að gera út af við hana, en samt er talað um stóriðju sem eina af „stoðum atvinnulífsins“. Hún er orðin svo lífsnauðsynleg að það þarf að skýra hvernig er hægt að lifa við skort á henni. Í útvarpinu var þáttur þar sem kom fram að Hólaskóli væri stóriðja Skagafjarðar. Orð hafa gildi og merkingu og þarna þarf að auka gildi hins 600 ára gamla Hólaskóla með því að nota orðið stóriðja. Ef við þýðum þettta á ensku: „Harvard is Boston’s Heavy Industry“ sjáum við hvað þessi líking er fáránleg. Orðið menntun hefur ekki nógu mikið gildi og því þarf að styrkja það með þessum hætti. Þetta lýsir mjög vel andlegu ástandi þjóðarinnar.“ ANDRI SNÆR MAGNA- SON MEÐ ELÍNU FREYJU DÓTTUR SINNI „Hæfileiki mannsins til sköpunar og að laga sig að breyting- um er ótrúlegur, en sömuleiðis viljinn til að halda í breytingar.” FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslenskur „raunveruleiki“ er viðfangsefni Andra Snæs Magnasonar í nýjustu bók hans, Drauma- landinu - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Andra um tækifærin sem liggja í loftinu, óttann við óvissuna og óskrifuð blöð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.