Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Risaútsala verður um helgina hjá Bílaþingi Heklu, Kletthálsi, á notuðum bílum. Útsalan verður á sama tíma hjá söluumboðum Heklu í Reykjanesbæ, á Selfossi og Höldi Akureyri. Bílaþing Heklu á Laugavegi 174 verður lokað laugardaginn 11. mars vegna útsölunnar. Spennandi ferð til Kosta Ríka er nú á boðstólum hjá Icelandair. Ferðin verður frá 27. október til 7. nóvember. Hægt er að nálgast allar nánari upp- lýsingar á heima- síðu Icelandair, icelandair.is. Raðganga Útivistar um Reykja- veginn heldur áfram á á sunnu- dag eftir viku. Síðast tóku um sjötíu manns þátt í göngunni. Að þessu sinni verður gengið frá Stóru-Sandvík að Þorbjarnarfelli. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Útivist. ALLT HITT [BÍLAR OG FERÐIR] GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 11. mars, 70. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.01 13.38 19.16 Akureyri 7.47 13.22 18.59 Valdimar Ágúst Emilsson hefur það öfundsverða hlutverk að keyra langstærsta eðalvagn landsins. Í grunninn segir Valdimar að akstri bílsins megi líkja við akstur venjulegrar fólksbifreiðar. Eðalvagninn var fenginn til landsins fyrir síðustu áramót og hefur Valdimar rúntað með fólk um borg og bæi síðan þá. Valdi- mar segir að ástæða komu bílsins til lands- ins hafi verið hrein og bein ævintýra- mennska. ,,Að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt var ástæðan fyrir komu hans.“ Að sögn Valdimars er eðalvagninn, sem er af Hummer-gerð, með 325 hestöfl í húdd- inu. Vélin er átta strokka og sex lítra. ,,Þetta er náttúrlega jeppi. Hann er reyndar meiri um sig og lengri og þarf þess vegna meira pláss. Þú skýst ekki á honum í Kringluna að kíkja á kaffihús. Annars er þetta eins og að keyra venjulegan bíl,“ segir Valdimar spurður um hvernig sé að keyra bílinn. Far- þegar sem Valdimar hefur keyrt láta mjög vel af bílnum. Hann segist hafa hlotið mikið þakklæti frá farþegum eðalvagnsins fyrir öruggan akstur og þægindi. Valdimar segir að hann hafi vanist bílnum fljótt og þess vegna eigi hann auðvelt með að keyra hann nokkuð mjúklega. Valdimar segir að afar þægilegt sé að keyra bílinn. ,,Bíllinn er þægilegur bæði fyrir farþega og bílstjóra. Hann getur hins vegar verið erfiður niðri í bæ, getur verið þungur í beygjum og svona.“ Valdimar seg- ist hins vegar ekki hafa lent í neinum telj- andi vandræðum né tjóni og á vonandi aldrei eftir að lenda í slíku. Valdimar er nokkuð viss um að betra vinnutæki sé vart hægt að finna. ,,Þetta gerist ekki mikið betra.“ Valdimar væri meira að segja frekar til í að fá aðeins lengri bíl en styttri. Spurður hvort verið sé að vinna að því að fá inn stærri bíl játar Valdimar því. ,,Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“ steinthor@frettabladid.is Til í enn lengri bíl Valdimar Ágúst við hinn ógnvænlega eðalvagn sem er í eigu Gold Limo. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÍB HLEYPIR AF STOKKUNUM ALÞJÓÐLEGU UMFERÐARÖRYGGISVERKEFNI Á ÍSLANDI. FÍB tekur þátt í alþjóðlegu umferðaröryggisverkefni sem á íslensku nefnist „Hugsaðu áður en þú heldur af stað“. Verkefnið hófst að frumkvæði FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga. Framkvæmd þess í hverju landi fyrir sig er í höndum bifreiða- eigendafélaganna. Verkefnið „Hugsaðu áður en þú heldur af stað“ er þegar hafið hér á Íslandi með birtingu fyrsta kafla myndasögu í nýútkomnu FÍB- blaði og á næstunni fer í dreifingu bæklingur á vegum átaksins. Í honum eru nokkrar einfaldar meginreglur sem allir sem aka bílum ættu að fara eftir og geta skipt sköpum ef slys verður. Bæklingnum verður dreift inn á hvert einasta heimili á Íslandi. Markmið verkefnisins er að styrkja ábyrga og örugga aksturshegðun og biðja ökumenn að framkvæma fáeinar einfaldar aðgerðir áður en haldið er af stað. Einfaldar aðgerðir sem geta bjargað mannslífum. (Af www.fib.is) Áhersla á belti og hjólbarða SMART SMÁBÍLAR Ýmsir smábílar voru kynntir til sögunnar á bílasýningunni í Genf. BÍLAR 4 BORGIN SEM FRUMSKÓGUR- INN GLEYPTI Angkor í Kambódíu er stærsta trúarlega minnismerki jarðar. FERÐIR 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.